Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2011 Júlí

31.07.2011 18:14

Bjössi Sör í rigningunni

Það rigndi hressilega hér á Húsavík um miðjan dag í gær. Hvalskoðunin hélt samt sínu striki og hér kemur Bjössi Sör að landi og allir um borð vel gallaðir.1417. Bjössi Sör kemur að landi. © Hafþór Hreiðarsson 2011.

30.07.2011 18:22

Von við bryggju.

Von við bryggju á Húsavík í vikunni.1432. Von ÞH 54 ex Þórey ÞH.  © Hafþór Hreiðarsson 2011.

29.07.2011 12:17

Víkingaskipið Vésteinn á Sail Húsavík

Víkingaskipið Vésteinn kom siglandi vestan af Þingeyri til að taka þátt í Sail Húsavík. Á leiðinni kom það við á Miðaldarhátíðinni á Gásum í Eyjafirði. Um Véstein segir á heimasíðus Sail Húsavík:

"Víkingaskipið Vésteinn var smíðað á Þingeyri og sjósett í lok júni 2008. Við smíði Vésteins var stuðst við teikningar af Gaukstaðaskipinu fræga. Vésteinn er helmingi minna skip en Gaukstaðaskipið og er 12 metra langt og 3ja metra breitt. Kjölur var lagður í byrjun febrúar 2008 og tók smíðin um fjóra og hálfan mánuð. Skipið er smíðað eftir kröfum Siglingastofnunar og því traust , sterkt og öruggt til siglinga. Skipið tekur 18 farþega og tveir eru í áhöfn. Vésteinn er gerður út til siglinga með ferðamenn frá byrjun maí til septemberloka".

Víkingaskipið Vésteinn. © Hafþór Hreiðarsson 2011.

29.07.2011 00:19

Árni Björn kynnti síðuna sína á Sail Húsavík

Margt og mikið var í boði í dagskrá Sail Húsavík og ekki komst maður nú yfir það allt saman. En eitt lét ég þó ekki framhjá mér fara. Það var þegar Árni Björn Árnason á Akureyri hélt erindi um borð í Húna II. Þar kynnti hann vefsíðu sína, aba.is , sem eins og margir vita er upplýsingavefur um eyfirska báta og bátasmiði. Myndirnar hér að neðan tók ég að kynningunni lokinni en þá var spjallað saman um báta, bátasmiði, varðveislu eikarbáta og bátabrennur komu einnig við sögu.


Á efri myndinni eru sveitungarnir Valgerður Sverrisdóttir og Árni Björn að hlýða á Steina Pjé. Á þeirri neðri eru þeir að ræða málin Þorvaldur, sem átti Húna II en hann og kona hans björguðu þessum bát frá eyðileggingu, bátasmiðurinn Gunnlaugur og eldhuginn og einn forsvarsmanna Húna II í dag, Steini Pjé.
Valgerður Sverrisdóttir og Árni Björn Árnason.
 

             
Fv. Þorvaldur á Húna, Gunnlaugur Traustason og Steini Pjé. © Hafþór 2011.

27.07.2011 16:57

Ekki kvarta ég yfir........

......veðrinu í dag.Húsavík í dag. © Hafþór 2011.

26.07.2011 00:08

Hildur og Haukur á Sail Húsavík

Hér sjáum við skonnortur Norðursiglingar en myndirnar voru teknar í siglingakeppni sem haldin var sl. föstudag í tengslum við Sail Húsavík. Sjá má frétt um hana hér en í stuttu máli þá sigraði Hildur og til að monta mig aðeins þá var Halla Marín dóttir mín í áhöfn hennar.1354. Hildur siglir hraðbyri áleiðis í mark.1292. Haukur í góðum byr.25.07.2011 13:32

Vinfastur á Sail Húsavík

Vinfastur var einn þeirra báta sem sóttu Sail Húsavík heim og hér er það Hafliði Aðalsteinsson hjá Bátasafni Breiðafjarðar sem siglir honum um Skjálfanda. Um Vinfast er það að segja að hann var smíðaður árið 2007 af Hafliða, Aðalsteini Valdimarssyni,Eggert Björnssyni og Hjalta Hafþórssyni félögum í áhugamannfélagi um bátasafn á Reykhólum. Sjá meira á heimasíðu Bátasafns Breiðafjarðar.

Vinfastur á Skjálfanda. © Hafþór Hreiðarsson 2011.

22.07.2011 15:35

Activ undir seglum

Hér siglir Actic undir seglum á Skjálfanda í morgun. Hún er glæsileg þessi 3ja mastra skonnorta sem smíðuð var í Danmörku árið 1951.Activ undir seglum á Skjálfandaflóa. © Hafþór Hreiðarsson 2011.

22.07.2011 14:23

Pirola siglir um Skjálfanda

á þessari mynd er Pirola á ssiglingu á Skjálfanda í morun. Um hana segir á heimasíðu Sail Húsavík:

Pirola er sögulegt skip sem var líklegast tekið í notkun um 1910 og var það líklega notað sem flutningaskip í strandsiglingum. Árið 1947 var hún endursmíðuð og fékk sína fyrstu vél. Fram til 1969 hér skipið "De drie Gebroders" en með sölu til Borkum fékk það nafnið Pirola.

Eftir tíð eigandaskipti var skipið komið í hörmulegt ástand og sökk á endanum í sandinn, en árið 1983 keypti Elbarms Roland Aust ásamt vinum sínum skipið og fram til 1990 voru þeir að gera það upp. Til að bæta siglinga getu fékk skipið einnig 17 tonna kjölfestu.Pirola. © Hafþór Hreiðarsson 2011.

22.07.2011 13:57

Náttfari

Þessa mynd tók ég í morgun af Náttfara þar sem hann siglir um Skjálfanda.993. Náttfari. © Hafþór Hreiðarsson 2011.

21.07.2011 13:01

Húni II á Sail Húsavík

Nú er það Húni II sem fær að gleðja þá sem sækja síðuna heim. Það er búið að vera gaman að fara og heilsa upp á kallana þarna um borð.108. Húni II ex Sigurður Lárusson. © Hafþór Hreiðarsson 2011.

20.07.2011 10:39

Sæborg

Það eru ekki bara seglskip og gamlir eikarbátar sem sigla á Skjálfanda þessa dagana. Strandveiðisjómenn róa sem aldrei fyrr og hér sést Sæborg frá Akureyri sigla með höfðanum.2112. Sæborg EA 125 ex Brynhildur KE. © Hafþór Hreiðarsson 2011.

20.07.2011 10:14

Færeyskur kútter

Hér færeyski kútterinn Dragin með Lundey í baksýn.Kútter Dragin við Lundey. © Hafþór Hreiðarsson 2011.

Flettingar í dag: 535
Gestir í dag: 81
Flettingar í gær: 771
Gestir í gær: 113
Samtals flettingar: 9399629
Samtals gestir: 2008173
Tölur uppfærðar: 13.12.2019 12:41:15
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is