Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2011 Júní

15.06.2011 21:32

Sylvía

Hér kemur Sylvía að landi úr hvalaskoðunarferð í dag.



1468. Sylvía ex Björgvin ÍS. © Hafþór Hreiðarsson 2011.

15.06.2011 21:29

Fjöður enn og aftur

Hér kemur Fjöður GK 90 einu sinni enn.



6489. Fjöður GK 90 ex Katrín SU. © Hafþór Hreiðarsson 2011

15.06.2011 18:31

Auður

Eitt af því skemmtilega (fyrir okkur skipamyndakallana) við kommaskakið svokallaða er hve margir bátar sem ekki hafa náð að koma fyrir linsurnar hingað til eiga það til að rata þangað. Einn þeirra, Auður ÞH 1, var á ferðinni í dag og tók ég þá þessa mynd af henni.



7444. Auður ÞH 1. © Hafþór Hreiðarsson 2011.

14.06.2011 23:49

Haffi Hreiðars er ekki Haffi Haff

                     Jóhannes söngvari í hljómsveitinni Í 1/2 hljóðum.


Á árshátíð sjómanna á Húsavík um Sjómannadagshelgina kom m.a. fram hljómsveitin "Í hálfum hljóðum" en hana skipa Jóhannes Sigurjónsson og Kristján Halldórsson sem sér um mest allan hljóðfæraleik. Þarna frumfluttu þeir texta Jóhannesar við eitthvað Bítlalag en textinn fjallar um sjómannaljósmyndara.

Gefur Jóhannesi orðið:


Næsta lag fjallar um menn sem oft gleymast þegar fjallað er um hetjur hafsins. Sjómenn eru auðvitað mikilvægasta stétt landsins og hafa alltaf verið. Og þeir eiga því allan sinn kvóta skilinn og líka línuívilnun, tonn á móti tonni, tvílembingsveiðar, strandveiðar, landveiðar og laxveiðar og hvað þetta heitir nú allt saman.


Og sjómenn eru líka myndarlegustu menn á Íslandi og hafa alltaf verið. En það myndu ekki margir vita það, nema þeirra nánustu, ef ekki væru til sjómannaljósmyndarar sem mynda sjómenn og birta þeirra engilfögru ásjónur. Við Húsvíkingar erum svo heppnir að eiga nokkra slíka. Frægastur er auðvitað Þorgeir Baldursson, fyrrverandi Nebbi. Og síðan lærisveinn Nebba, Hafþór okkar Hreiðars.


Þriðji ljósmyndarinn á Húsavík hefur svo vakið þjóðarathygli fyrir frumlega nálgun sína að ljósmyndum við sjávarsíðuna, sem sé nágranni minn í Hjarðarholti,  Ásgeir Hólm.


Ásgeir er frumkvöðull í nýrri tegund ljósmyndunar á Húsavík, nefnilega neðansjávarmyndatökum, á milli róðra, þar sem hægt er að mynda kafandi æðarfugla og syndandi fiska í sínu náttúrulega umhverfi, sem sé í kafi.  Hann hefur orðið sér úti um sérsmíðaðan köfunarbíl, af gerðinni Subaru Submarine og er með ágæta aðstöðu til bílaköfunar við rampann í Húsavíkurhöfn.


Ásgeir mun í sumar bjóða upp á ljósmyndaferðir neðansjávar í höfninni, og þykir þetta  einhver merkasta nýjung í ferðaþjónustunni á Íslandi í áratugi.


Næsta lag er sem sé tileinkað mönnunum sem sjómenn geta ekki verið án, sem sé sjómannaljósmyndurum og heitir: Haffi Hreiðars er ekki Haffi Haff:


Haffi Hreiðars er ekki Haffi Haff!

(lag. McCartney)


Hann er ekki Haffi Haff,

hann Haffi Hreiðars,

hann er bara cool.

Hann er ekki heldur hommi,

en hetja sem

að styður Liverpool!


Haffi! Haffi!

Hann myndar báta og sjómenn hér.


Kannsk er Ella alltaf að tuða:

"Ertu ekki til að koma heim?"

"Nei, ég þarf bara að skrepp út

og mynda bát að koma heim."


Haffi! Haffi!

Þorgeir Baldurs kennd ´onum  allt.


Dududuududu.


Haffi! Nebbi!

Og Ásgeir undir djúpa mynda kall.


Nebbi, Haffi og Ásgeir eru

okkar allra mestu myndar menn.

Þeir mynd´ allt milli fjalls og fjöru

og  á flugi, dægrin tvenn og líka þrenn.


Haffi! Nebbi!

Og Ásgeir, neðansjávarmyndakall.

12.06.2011 23:01

Breki seldur

Togarinn Breki var á dögunum seldur nýjum aðilum en hann hefur legið í höfn í Melbu í Noregi síðan á haustdögum  2009. En ekki hafa þessir nýju eigendur í huga að gera þennan 53. metra skuttogara, sem smíðaður var 1976 í Slippstöðinni,  út því þeir ku ætla að láta rífa hann. Eða svo segja heimildir mínar.




1459. Breki KE 61 ex Breki VE. © Hafþór Hreiðarsson.

12.06.2011 22:29

Á Sjómamannadag

Hér koma tveir plastarar sem tóku þátt í skemmtisiglingunni á Skjálfanda á Sjómannadag.



2736. Sigrún Hrönn ÞH 36. © Hafþór Hreiðarsson 2011.



2757. Háey II ÞH 275. © Hafþór Hreiðarsson 2011.

11.06.2011 00:15

Bátadagar á Breiðafirði 2-3 júlí 2011

Félag áhugamanna um Bátasafn Breiðafjarðar (FÁBB), sem undanfarin 3 ár hefur gengist fyrir siglingu súðbyrtra trébáta um Breiðafjörð, gengst nú fyrir slíkri bátahátíð dagana 2-3 júlí nk..

FÁBB hefur súðbyrðinginn í öndvegi, og vinnur að verndun hans og kynningu. Einnig stendur félagið að sýningunni "Bátavernd og hlunnindanytjar", sem opnuð var á Reykhólum 1.6 sl., í samvinnu við Reykhólahrepp og Æðarvé, félag æðarbænda í Austur-Barðastrandarsýslu og Dalasýslu.


Að þessu sinni verður fyrirkomulag bátadaga þannig að siglt verður á laugardeginum 2.júlí bæði frá Reykhólum og frá Stykkishólmi í Rauðseyjar og Rúfeyjar. Á sunnudeginum 3.júlí  er ráðgert að sigla í Akureyjar og einnig verður sýningin á Reykhólum opin fyrir þátttakendur.


Siglingin verður undir stjórn manna sem þekkja vel til aðstæðna við Breiðafjörð og eyjarnar verða skoðaðar í fylgd manna sem þekkja þær vel og lýsa staðháttum og sögu þeirra.


Á meðfylgjandi yfirlitsmynd má sjá fyrirhugaðar siglingaleiðir.


Allir súðbyrðingar er velkomnir og við viljum hvetja sem flesta til að nýta sér þetta tækifæri til siglingar um þetta fallega umhverfi.


Mjög góð aðstaða fyrir minni báta er bæði á Reykhólum og í Stykkishólmi.


Frekari upplýsingar veita:

Hafliði Aðalsteinsson, haflidia@centrum.is  s: 898 3839

Hjalti Hafþórsson, artser@simnet.is  s: 861 3629

Sigurður Bergsveinsson, sberg@isholf.is, s: 893 9787


10.06.2011 14:01

Náttfari byrjaður að sigla á ný

Náttfari er byrjaður að sigla á ný en eins og kannski einhverjir muna þá bilaði aðalvél bátsins alvarlega í lok júnímánaðar í fyrra. Í framhaldi af því var ákveðið að skipta um aðalvél og í vetur var sett í hann 400 hestafla Scaniavél sem keypt var frá Danmörku.

08.06.2011 18:33

Fjöður

Strandveiðibáturinn Fjöður GK kom í land stuttu áður en Sæborgin kom að.



6489. Fjöður GK 90 ex Katrín SU. © Hafþór Hreiðarsson 2011.

08.06.2011 18:28

Sæborg

Sæborg EA 125 kemur til hafnar á Húsavík í dag eftir róður en hún er á svokölluðum strandveiðum.



2112. Sæborg EA 125 ex Brynhildur KE 53. © Hafþór Hreiðarsson 2011.

05.06.2011 18:09

Á fleygiferð um flóann

Bátar fóru mishratt yfir í skemmtisiglingunni á Skjálfanda í gær. Þessir tveir fóru þó áberandi hraðast.



7503. Jón Kjartansson. © Hafþór Hreiðarsson 2011.



7695. Amma Sigga. © Hafþór Hreiðarsson 2011. 

05.06.2011 17:13

Tveir skipstjórar heiðraðir á Húsavík

Í sjómannadagskaffi Slysavarnardeildar kvenna í dag voru tveir húsvískir sjómenn heiðraðir fyrir störf sín á sjónum.Þetta eru skipstjórarnir Kristbjörn Þór Árnason og Óskar Eydal Karlsson sem báðir eiga farsæla sjómennsku að baki og eru enn að.

 Sjómannadeild Framsýnar sá um heiðrunina og veitti þeim heiðursmerki Sjómannadagsins.

Aðalsteinn Á. Baldursson formaður Framsýnar fór stuttlega yfir feril þeirra til sjós og má lesa það HÉR



Kristbjörn og Óskar ásamt eiginkonum sínum. Fv. Birna Sigurbjörnsdóttir, Kristbjörn Þór Árnason, Óskar Eydal Karlsson og Ósk Þorkelsdóttir.
© Hafþór Hreiðarsson 2011.

04.06.2011 18:42

Í skemmtisiglingu

Hér koma nokkrar myndir úr skemmtisiglingunni á Skjálfanda í morgun. Fleiri myndir kunna að koma síðar. Ég fór á Náttfara og sigldum við út með nesinu í átt að Lundey og síðan til hafnar aftur. um klukkustundarsigling.



Jökull ÞH 259 með fjöllin í baksýn. © Hafþór Hreiðarsson 2011.



Galti ÞH 320 á fljúgandi siglingu. © Hafþór Hreiðarsson 2011.



Vilborg ÞH 11, Lundey í fjarska. © Hafþór Hreiðarsson 2011. 

04.06.2011 00:59

Engey RE

Hér koma tvær úr safni Þ.A. Sú efri sýnir Engey RE 11 hlaðna síld við bryggju á Húsavík. Hin sýnir kallinn í brúnni, Bóba. Miðað við borðann á myndinni er hún tekin 1964, amk. framkölluð þá.



44. Engey RE 11. © Úr safni Þ.A



Kallinn í brúnni á Engey. Kristbjörn Árnason. © Úr safni Þ.A

Flettingar í dag: 199
Gestir í dag: 51
Flettingar í gær: 691
Gestir í gær: 173
Samtals flettingar: 9397226
Samtals gestir: 2007759
Tölur uppfærðar: 10.12.2019 04:16:16
 










Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is