Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2011 Júní

30.06.2011 17:12

Trefjar afhenda nýjan bát til Skotlands

Bátasmiðjan Trefjar í Hafnarfirði afgreiddi í síðustu viku nýjan Cleopatra bát til Stonehaven á austurströnd Skotlands. Að útgerðinni stendur Ian Mathieson sjómaður frá Stonehaven sem jafnframt er skipstjóri á bátnum.

 

Nýji báturinn hefur hlotið nafnið Dalwhinnie.  Báturinn er 19brúttótonn.  Dalwhinnie er af gerðinni Cleopatra 42, sem er ný útgáfa af hinum vinsæla Cleopatra 38 bát.  Nýji báturinn er annar báturinn sem Trefjar afhenda útgerðinni, sá nýji mun leysa af hólmi eldri og minni Cleopatra bát sem eigendurnir fengu afhentann frá Trefjum á vormánuðum 2002.

 

Aðalvél bátsins er af gerðinni Cummins QSM 11 610hp tengd ZF gír.

Báturinn er útbúinn 17kW rafstöð af gerðinni Westerbeke.  Siglingatæki koma frá Furuno.  Hann einnig útbúin með vökvadrifinni hliðarskrúfu sem tengd er sjálfstýringu bátsins. 

Báturinn er útbúinn til gildruveiða á humri og nokkrum krabbategundum.  Reiknað er með að báturinn muni draga 1000gildrur á dag.

Í bátnum eru tvær fiskilestar.  Önnur er sjótankur sem hægt er að skipta í þrennt til að halda tegundum aðskyldum.  Hin lestin er útbúinn sjálfvirku sjóúðunarkerfi til að halda humri lifandi um borð.

Öryggisbúnaður bátsins er frá Viking.

 

Rými er fyrir 16stk 380lítra kör í lest.  Í vistarverum er svefnpláss fyrir þrjá til fjóra auk eldunaraðstöðu með eldavél, örbylgjuofn og ísskáp.

Að sögn útgerðarinnar mun báturinn verða gerður út frá Stonehaven allt árið, reiknað er með að báturinn hefji veiðar í næstu viku.
Dalwhinnie A 913 © Trefjar.is

29.06.2011 19:58

Heart of Gould

Það var í fréttum á dögunum að fáar skútur væru á ferðinni hér við land það sem af er sumri. Hingað til Húsavíkur hafa að amk. komið fjórar skútur og tók ég þetta myndband af einni þeirra koma til hafnar fyrir skömmu. Hún er bresk og heitir Heart of Golud með heimahöfn í Falmouth (minnir mig)

29.06.2011 19:03

Skakkur togari í Reykjavíkurhöfn

Í Morgunblaðinu í dag er mynd af þessum togara og sagt m.a. :  "Eflaust hafa margir sem áttu leið hjá Reykjavíkurhöfn í gær velt fyrir sér hví eitt skipanna var svona skakkt!"

Þessi kanadíski togari var sem sagt skakkur samkvæmt Mogga. Væri ekki réttara sagt að hann hallaði eða væri með slagsíðu ? Reyndar lá hann við bryggju á Moggamyndinni og var alveg rammskakkur miðað við hana.

Athugasemdarkerfið er opið og öllum frjálst að tjá sig.Inuksuk I frá Iqaluit. © Gunnþór Sigurgeirsson 2011.

28.06.2011 23:33

Snorri Snorrason

Snorri Snorrason skipstjóri á Klakki SH 510 leggur hér skipi sínu að bryggju.Snorri Snorrason. © Hafþór Hreiðarsson 2011.

28.06.2011 21:06

Sylvía

Hér leggur hvalaskoðunarbáturinn Sylvía í'ann á Sjómanandaginn.

28.06.2011 19:09

Draumur kemur í stað Viktors

Bátaferðir á Dalvík hafa staðið í bátaskiptum að undanförnu. Fyrirtækið keypt Draum frá Akureyri, 24 brl. bát sem áður hét Hinni ÞH 70, og seldi minni bát sem Viktor heitir. Kaupandi hans er Hermann Beck sem ætlar á strandveiðar á bátnum auk ferðaþjónustu.

Að sögn Freys Antonssonar framkvæmdarstjóra Bátaferða er þetta talsverð stækkun, Viktor er með leyfi fyrir 15 farþega en hann reiknar með að Draumur fái leyfi fyrir 42 farþega. "Megin starfsemi okkar er hvalaskoðun en annars er hægt að leigja bátinn á sjóstöng eða í hvernig siglingu sem er". Segir Freyr en hér er hægt að skoða heimasíðu fyrirtækisins.1547. Draumur - 1153. Viktor. © Hafþór Hreiðarsson.

27.06.2011 21:10

Gammur

Gammur SK 12 kemur hér til hafnar á Sauðárkróki.7049. Gammur SK 12 ex Þórey. © Hafþór Hreiðarsson 2011.

26.06.2011 23:22

Lummudagar í Skagafirði

Klakkur kom til hafnar á Sauðárkróki á laugardagskvöldið en þar stóðu yfir Lummudagar sem er héraðshátíð Skagfirðinga. Þar fór einnig fram Landsbankamótið í knattspyrnu þar sem ungar stúlkur öttu kappi og var erindi mitt þangað að fylgjast með því. En hér kemur Klakkurinn.1472. Klakkur SH 510 ex Klakkur VE.  © Hafþór Hreiðarsson 2011.

 

23.06.2011 22:36

Jóhanna Gísladóttir

Hér kemur mynd af Jóhönnu Gísladóttur ÍS 7 sem hefu nú kannski birst áður, amk. úr þessari seríu sem ég tók þann 29. ágúst 2005. Þá kom hún til löndunar á Húsavík eftir fyrsta róður eftir breytingarnar sem fram fóru á Akureyri.1076. Jóhanna Gísladóttir ÍS 7 ex Seley ÞH. © Hafþór © 2005.

 

21.06.2011 21:04

Fínn á strandveiðarnar

Kannski maður ætti að kaupa þennan í strandveiðina......@ Hafþór Hreiðarsson 2003.

20.06.2011 23:09

Svona tína þeir tölunni trébátarnir einn af öðrum

Svona týna þeir tölunni trébátarnir, einn af öðrum skrifaði Sigurður Bergsveinsson með þessum myndum sem hann tók í dag. Þetta er 1053 sem upphaflega hét Kristjón Jónsson SH 77 og síðar Kristbjörg ÞH 44. Söguna hef ég birt áður en við Sigurður áttum báðir tengsl við þennan bát.  Ég byrjaði til sjós á honum, fyrstu sumarlangt á handfærum og síðan í þrjú ár þegat hann hét Skálaberg ÞH 244. Sigurður vann hinsvegar hjá Vélsmiðju Kristjáns Rögnvaldssonar í Stykkishólmi veturinn 1967. Þá var verið að smíða bátinn í Skipavík og unnu þeir allt járnaverk í hann.1053 kurlaður niður. © Sigurður Bergsveinsson 20. júní 2011.© Sigurður Bergsveinsson 2011.© Sigurður Bergsveinsson 2011. 

20.06.2011 22:51

Reykjavíkurhöfn að kvöldlagi

Hér kemur ein c.a 10-11 ára gömul. Tekin við Reykjavíkurhöfn til vesturs.Við Reykjavíkurhöfn. © Hafþór Hreiðarsson.

20.06.2011 19:47

Auður aftur

Þá er það Auður ÞH 1 sem heldur uppi stuðinu hér á síðunni og ekki í fyrsta skipti né það síðasta.7444. Auður ÞH 1 ex EA 451. © Hafþór Hreiðarsson 2011.7444. Auður ÞH 1 ex EA 451. © Hafþór Hreiðarsson 2011.

16.06.2011 15:39

Í Hafnarfjarðarhöfn

Þessar myndir voru teknar Hafnarfjarðarhöfn á sínum tíma, gæti verið í kringum aldamótin síðustu.Í Hafnarfjarðarhöfn. © Hafþór Hreiðarsson.Tjaldanesið. © Hafþór Hreiðarsson.

Flettingar í dag: 498
Gestir í dag: 74
Flettingar í gær: 995
Gestir í gær: 134
Samtals flettingar: 9257745
Samtals gestir: 1995364
Tölur uppfærðar: 26.8.2019 10:02:14
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is