Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2011 Maí

31.05.2011 17:09

Nýr bátur til Kópaskers

Fékk ábendingu um það að Æðarsker ehf. á Kópaskeri hefði keypta nafna minn austan af fjörðum. Þ.e.a.s Hafþór SU, áður NK. Fyrir átti Æðarsker tvo báta, Blika ÞH og Kötluvík ÞH en heyrði að sá síðarnefndi hafi verið seldur. Þessi mynd sem ég birti sýnir bátinn eins og hann var þegar hann hét Skýjaborgin og var hér á Húsavík. Nú er hann breyttur, búið að lengja hann að aftan ofl.2157. Skýjaborgin ÞH 118 nú Hafþór SU. © Hafþór 2011.

31.05.2011 14:25

Reiptog

Hér eru það konurnar sem taka á því reiptogi á Sjómannadag. Þvílík stemming sem var á bryggjunni á Sjómannadaginn hér á árum áður.Keppt í reiptogi á hafnarstéttinni. © Þ.A

31.05.2011 14:18

Stakkasund

Hér eru þrír kappar að þreyta stakkasund á Sjómannadaginn fyrir löngu síðan. Trillan er Smári ÞH 59 sem síðar hét Össur ÞH 242.Stakkasund á sjómannadegi. © Þ.A

30.05.2011 23:03

Sæborg EA 125

Sæborg EA 125 hefur róið frá Húsavík síðan strandveiðarnar byrjuðu í vor. Hér er verið að færa sig eftir olíutöku.2112. Sæborg EA 125 ex Brynhildur KR 53. © Hafþór 2011.

29.05.2011 22:27

Naglaboðhlaup

Naglaboðhlaup og önnur hindrunarhlaup voru vinsæl á Sjómannadaginn hér áður og sumstaðar enn.  Hér er eitt slíkt í algleymingi á Húsavík í denn og ef mér skjöplast ekki á skötunni sýnist mér þetta vera Jón Hermanns og Grétar Halls sem þarna negla sem óðir væru. Og yfir þeim stendur til hægri Sigurður Sigurðsson.Naglahlaup á Húsavík fyrir margt löngu. © Þ.A.

29.05.2011 22:07

Björg Jónsdóttir ÞH 321

Enn er það Þorgrímur sem skaffar perlur Sjómannadagsins á Húsavík til birtingar hér á síðunni. Hér er það Björg Jónsdóttir ÞH 321 sem siglir með farþega í skemmtisiglingu á Skjálfanda.586. Björg Jónsdóttir ÞH 321 ex Langanes ÞH 321. © Þ.A.

29.05.2011 21:55

Akurey RE 6

Hér kemur mynd úr safni Þorgríms af Akurey RE 6 í skemmtisiglingu á Skjálfanda og Bóbi skipstjóri á henni.233. Akurey RE 6. © Úr safni Þ.A.

29.05.2011 21:40

Helga Guðmunds ÞH 230

Þá er Sjómannadagurinn framundan og líklegt að myndir tengdar honum verði allsráðandi út vikuna. Hér kemur mynd Þorgríms Aðalgeirssonar sem hann tók af Helgu Guðmunds ÞH 220 í skemmtisiglingu á Sjómannadag. Ekki hefur birst áður, á þessari síðu, mynd af þessum bát undir þessu nafni en hann var í eigu Pálma Karlssonar.1373. Helga Guðmunds ÞH 230 ex Frosti ÞH 230. © Þ.A.

26.05.2011 23:56

Sævaldur

Sævaldur réri í dag en hann er í eigu Einars Ófeigs Magnússonar. Hann var þó ekki með hann sjálfur í dag því hann er á olíuskipinu Laugarnesi. Sævaldur kom hingað frá Hafnarfirði og var það Guðmundur Karlsson sem keypti hann norður. Einar Ófeigur keypti hann síðan af honum og er búinn að taka bátinn mikið í gegn.6790. Sævaldur ÞH 216 ex Sævaldur HF. © Hafþór Hreiðarsson 2011.

26.05.2011 16:32

Líf og fjör við höfnina-Rokkútgáfan

Hér er myndband sem ég setti saman í gærkveldi. Tók þetta við Húsavíkurhöfn í gær. Þetta er rokkaða útgáfan

25.05.2011 19:03

Jón Jak

Guðmundur A. Jónsson gerir Jón Jak ÞH 8 út til strandveiða og hér kemur hann í land í dag. Afastrákurinn Birgir Sævar Víðisson var mættur á bryggjuna og vildi ólmur hífa fyrir þann gamla.6836. Jón Jak ÞH 8 ex Fagranes NS. © Hafþór Hreiðarsson 2011.Guðmundur A. Jónsson. © Hafþór 2011.Birgir Sævar á krananum. © Hafþór 2011.

25.05.2011 18:39

Heimir og Laugi

Heimir Bessa hefur stundað handfæraveiðar í áratugi og hann fór á sjó á Lauga sínum í dag.6806. Laugi ÞH 29 ex Siggi Hennings EA. © Hafþór Hreiðarsson 2011.Heimir Bessa bíður eftir að komast undir kranann. © Hafþór 2011.

25.05.2011 17:57

Brælan á bak og burt

Bátar fóru á sjó í dag og hér eru nokkrir þeirra sem stunda strandveiðina. Fleiri myndir kunna að koma síðar og þá fyrir miðnætti.6347. Rósa í Brún ÞH 50 ex Bragi RE. © Hafþór Hreiðarsson 2011.1432. Von ÞH 54 ex Vilborg ÞH 11. © Hafþór Hreiðarsson 2011.5466. Hreifi ÞH 77. © Hafþór Hreiðarsson 2011.

24.05.2011 18:49

Farið að vora á ný

Jæja þá virðist vera farið að vora á ný hér við Skjálfanda eins og þessar myndir sýna sem ég tók við höfnina á sjötta tímanum. Og úlit fyrir að róðrar geti hafist að nýju fljótlega held ég.Húsavíkurhöfn í dag. © Hafþór Hreiðarsson.Húsavíkurhöfn. © Hafþór Hreiðarsson.Húsavíkurhöfn. © Hafþór Hreiðarsson.Húsavíkurhöfn. © Hafþór Hreiðarsson.

22.05.2011 13:15

Nú er það hvítt

Bræla í morgun líkt og undanfarna daga, hvort sem róið er til fiskjar eða á hvalaslóðir með ferðamenn.Háey II og Karólína við bryggju í morgun. © Hafþór Hreiðarsson.Haukur, Knörrinn og Hildur. © Hafþór Hreiðarsson.

Flettingar í dag: 588
Gestir í dag: 85
Flettingar í gær: 771
Gestir í gær: 113
Samtals flettingar: 9399682
Samtals gestir: 2008177
Tölur uppfærðar: 13.12.2019 13:46:29
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is