Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2011 Apríl

29.04.2011 19:26

Ísbirnir

Skipstjóri einn frá Húsavík sendi mér þessa mynd í dag en hún var tekin á Svalbarðasvæðinu í morgun.Meira hér

26.04.2011 18:06

Andvari

Þessa skemmtilegu mynd sendi Þ.A mér en hún sýnir Andvara ÞH 81 smekkfullan við bryggju á Húsavík. Út á höfninni er Fanney ÞH 130.


Andvari ÞH 81. © Úr safni Þ.A

25.04.2011 22:05

Kafteinn Hrólfur

Hér er það kafteinn Hrólfur Þórhallsson sem stendur við stýrið á Knerrinum í hvalaskoðun á Skjálfanda.
Karlinn í brúnni. © Halla Marín Hafþórsdóttir 2011.

25.04.2011 21:23

Steini Vigg

Steini Vigg í sólinni á Húsavík að kveldi annars í Páskum.1452. Steini Vigg SI 110. © Hafþór 2011

25.04.2011 20:39

Einn úr Vör og annar frá KEA

Það er hægt að mynda tvo eikarbáta, smíðaða á Akureyri, saman í slipp á fleiri stöðun en á eyrinni sjálfri. Tók þessa nú undir kvöld í slippnum á Húsavík þar sem þeir standa Steini Vigg og Bjössi Sör. Steini Vigg smíðaður í Bátasmiðjunni Vör og Bjössi Sör sá síðasti sem skipasmíðastöð KEA smíðaði. Upphaflega hét Steini Vigg Hrönn ÞH 275 og var frá Raufarhöfn en Bjössi Sör hét upphaflega Sólrún EA 151 frá Árskógssandi.

1452. Steini Vigg SI 110-1417. Bjössi Sör. © Hafþór 2011.

25.04.2011 17:43

Tveir úr Vör

Tók þessa mynd á Akureyri í gær. Hún sýnir tvo eikarbáta sem smíðaðir voru hjá Bátasmiðjunni Vör á Akureyri. Þetta eru Ási ÞH (áður Haförn) og Níels Jónsson EA.1414. Ási ÞH - 1357. Níels Jónsson EA. © Hafþór 2011.

24.04.2011 11:54

Héðinn & Héðinn

Hér koma tvær myndir sem Jón Ármann Héðinsson sendi mér af skipum þeirra bræðra sem báru Héðinsnafnið. Sá fyrri er þarna að koma að landi með 192 tonn af síld úr Faxaflóanum vorið 1962. Sá seinnir er að koma til Hafnarfjarðar með fullfermi af loðnu árið 1967.88. Héðinn ÞH 57. © Úr safni JÁH.1006. Héðinn ÞH 57. © Úr safni JÁH


24.04.2011 11:43

Einn lítill páskaungi

Í tilefni páskanna er upplagt að birta mynd af einum litlum gulum.Stakkanes. © Úr safni útgerðarmanns bátsins 2009.

24.04.2011 11:28

Gleðilega páska

Birti hér eina gamla úr safni Þ.A um leið og ég óska lesendum síðunnar gleðilegra páska. Hún sýnir húsvíska smábáta og um borð í einum þeirra, Brandi ÞH 21, er eigandinn Sigurður Friðbjarnarson. Í baksýn sést m.a. í innfjarðarrækjubátana Helgu Guðmunds ÞH 133 og Þorkel Björn ÞH 66.Í Húsavíkurhöfn. © Þ.A

21.04.2011 15:23

Faldur fór í fyrstu ferðina í morgun

"Við sáum hnísur í þessari fyrstu ferð okkar í ár og voru farþegarnir fjórtán himinlifandi með það. Þá var veðrið mjög gott og gaman að sigla um flóann " sagði Daníel Annisisus  en hvalaskoðunarbáturinn Faldur fór í sína fyrstu ferð þetta árið í morgun.

Þar með er vertíðin hafin hjá Gentle Giants þó fastar ferðir hefjist ekki fyrr en um mánaðarmótin.

19.04.2011 21:45

Ein gömul frá Grindavík

Hér kemur ein gömul frá Grindavík. Hún er úr safni Þorgríms Aðalgeirssonar og sýnir framendana á Gísla Lóðs GK  og Má GK.Frá Grindavíkurhöfn. © Þ. A

18.04.2011 20:42

Haffari seldur

Haffari ehf. á Akureyri hefur selt samnefndan sjóstangveiðibát til Sérferða ehf. í Reykjavík og verður báturinn gerður út þaðan. Haffari ehf. mun því ekki bjóða upp á sjóstangveiðiferðir frá Akureyri í sumar líkt og síðustu fjögur sumur. (haffari.is)

1463. Haffari EA 133 ex Eiður EA 13. © Hafþór Hreiðarsson 2011. 

17.04.2011 18:51

Tímamótalöndun Baldvins frá Cuxhaven á Dalvík


Baldvin við bryggju á Dalvík. © samherji.is

Togarinn Baldvin frá Cuxhaven kom til Dalvíkur í gærkvöld og landaði þar um 200 tonnum af ferskum bolfiski, aðallega þorski. Byrjað var að vinna aflann kl. fjögur aðfaranótt pálmasunnudags í landvinnslu Samherja á Dalvík og fer hluti af afurðunum með flugi á Frakklandsmarkað í nótt. Fiskurinn var veiddur í Barentshafi, úr veiðiheimildum Evrópusambandsins. Löndunin markar ákveðin tímamót því þetta er í fyrsta sinn í meira en tvo áratugi sem ferskum afla úr skipi frá Evrópusambandslandi er landað til vinnslu á Íslandi.

Lesa meira

17.04.2011 18:26

Vor við flóann

Gekk um í landi Bakka við Húsavík í morgun og tók þetta myndband á leiðinni. Vor í lofti við Skjálfanda og vonandi engin vorhret framundan.
Flettingar í dag: 485
Gestir í dag: 86
Flettingar í gær: 694
Gestir í gær: 121
Samtals flettingar: 9394410
Samtals gestir: 2007267
Tölur uppfærðar: 6.12.2019 13:24:28
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is