Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2011 Mars

12.03.2011 17:29

Kap VE 4

Hér er það Kap VE 4 sem hefur ratað fyrir linsuna hjá Berki vélstjóra en hann tók nokkrar myndir af henni. Set hér inn eina en ef mönnum finnst það ekki nóg er alltaf hægt að bæta úr því. Kap hét áður Gullberg VE 292 og var þá fallega appelsínurauð á litinn. Ef ég man rétt hét skipið Mogsterfjord áður en það var keypt hingað til lands sem var einhvern tímann upp úr síðustu aldamótum.2363.Kap VE 4 ex Gullberg VE 292. © Börkur Kjartansson 2011.

12.03.2011 15:35

Beitir NK 123

Þessi hefur birst áður í vetur og ekki mikið meira um hann að segja. Þó má geta þess að þeir sem hafa verið á þessu skipi og tjáð sig hér á síðunni segja þetta vera afburðarskip og gott pláss.2730.Beitir NK 123 ex Margrét EA 710. © Börkur Kjartansson 2011.


12.03.2011 14:21

Gamlar myndir úr aðgerðinni

Fékk á dögunum sendar myndir sem teknar voru í aðgerðinni hjá FH á árum áður. Líklega árið 1983 segir ljósmyndarinn Atli R. Stefánsson. Í aðgerðinni var m.a tekið á móti aflanum af dagróðrarbátunum og gert að honum (Nema yfir sumarið þá var gert að um borð). Þá var þetta saltfisk- og skreiðarvinnsla FH og ýmis önnur tilfallandi fiskvinnsla. Frystingin var hinsvegar í harðinu eins og sagt var.

Hér koma nokkrar myndir úr pakkanum en annars er hægt að skoða myndirnar hér. Þá var smá myndapakki settur inn á  640.is

Rikki R nýtti kaffitímana í fótbolta.

Hallgrímur Guðmundsson greip hinsvegar í spil.


Siffi Þráins leit aftur á móti í blöðin.
©Atli Rúnar Stefánsson.

11.03.2011 20:17

Finnur Fríði

Hér er Finnur Fríði á loðnumiðunum á dögunum. Myndina tók Börkur Kjartansson vélstjóri á Lundey NS 14. Finnur Fríði, sem er frá Götu í Færeyjum, var smíðaður (afhentur) í desember 2003. Hann kom til heimahafnar í Götu þann 20 desember 2003 en skrokkur skipsins var smíðaður í Rúmeníu en það klárað í Noregi.Finnur Fríði FD 86. © Börkur Kjartansson 2011.

11.03.2011 18:14

Björg Jónsdóttir kemur með síld til Húsavíkur

Á þessum myndum má sjá Björgu Jónsdóttur ÞH 321 koma til hafnar á Húsavík og eins eftir að hún var lögst að. Þarna var hún að koma með síld til frystingar en húsvísku síldarbátarnir áttu það til. Þetta var Björg Jónsdótir nr. 2 í röðinni og var hún keypt frá Vestmannaeyjum þar sem hún hét Gandí VE 171. Upphaflega Þorbjörn II GK 541 og smíðaður Svíþjóð árið 1963.263.Björg Jónsdóttir ÞH 123  ex Gandí VE 171. © Þ.A 263.Björg Jónsdóttir ÞH 321 við bryggju á Húsavík. © Þ.A

11.03.2011 15:11

Græjað á grásleppuna

Grásleppuvertíðin mátti hefjast í gær en ekki viðraði til þess að bátarnir kæmust út að leggja netin. Amk. hér norðanlands. Þessar myndir sýna grásleppukarla á Grenivík vera að græja sig en Gundi tók þær í byrjun vikunnar.

                              Kallarnir á Elínu ÞH gera sig klára. © Gundi 2011.

Feðgarnir á Eyfjörð spá í spilin. © Gundi 2011.

Fengur gerður klár. © Gundi 2011.

10.03.2011 15:41

Aðalsteinn Jónsson SU 11

Börkur Kjartansson vélstjóri á Lundey NS 14 kom með slatta af myndum af loðnumiðunum til mín og mun ég setja þær inn svona eina og eina. Hér er það Aðalsteinn Jónsson SU 11 sem er með nótina á síðunni.

Eftirfarandi frétt mátti lesa á heimasíðu Fjarðarbyggðar þann 7. janúar 2006 þegar skipið var nýkomið til heimahafnar í fyrsta sinn:

Aðalsteinn Jónsson SU 11 í heimahöfn

Í dag kom til heimahafnar á Eskifirði nýtt skip Eskju ehf. sem ber nafnið Aðalsteinn Jónsson SU 11 en um er að ræða glæsilegt frystiskip sem fyrirtækið hefur fest kaup á. Séra Davíð Baldursson sóknarprestur blessaði skipið og áhöfn þess og var almenningi í framhaldi af því gefinn kostur á að skoða skipið.


Aðalsteinn Jónsson SU 11 hét áður M. Ytterstad. Þetta er nýlegt skip, smíðað árið 2001. Það er 77,40 metra langt og 14,50 metra breitt og er mesta burðargeta þess um 2400 til 2500 tonn af fiski. Er tankrými þess heldur meira en Hólmaborgar SU sem er um 2300 tonn.

Skipið er útbúið með öflugri vinnslulínu fyrir uppsjávarfiska eins og síld og makríl og er hægt að frysta um 120 til 130 tonn af afurðum á sólarhring. Skipið er eitt af öflugari vinnsluskipum íslenska fiskiskipaflotans. Í skipinu er 5520 kW. aðalvél en vistaverur eru fyrir allt að 23 manna áhöfn.

2699.Aðalsteinn Jónsson SU 11 ex M Ytterstad. © Börkur Kjartansson 2011.
                 

08.03.2011 23:05

Korrabátar í slippnum

Hér koma tvær myndir Þorgríms af Korrabátum í slipp á Húsavík. Þetta eru Geiri Péturs ÞH 44 og Kristbjörg ÞH 44. Báðir íslensk smíði.


                                    1207.Geiri Péturs ÞH 344 ex Sigurbergur GKG 212. © Þ.A

1420.Kristbjörg ÞH 44. © Þorgrímur Aðalgeirsson.

08.03.2011 21:20

Kappsigling á sjómanndag

Hér eru tvær myndir úr safni Þorgríms teknar á sjómannadag árið 1965 og sýnir húsvíska báta í kappsiglingu. Á efri myndinni eru það Andvari ÞH 81 og Svanur ÞH 100 og á neðri myndini kemur Fanney ÞH 130 og Kristbjörg ÞH 44 og Freyja ÞH 125 fylgja á eftir. 


                               Andvari og Svanur koma í mark. © Úr safni Þ.A


Kappsigling á sjómannadag. © Úr safni Þ.A

08.03.2011 15:20

Hólmaborg

Rækjubáturinn Hólmaborg kom eitt sinn til Húsavíkur og tók ég þessa mynd við það tækifæri.

1525.Hólmaborg SU 11 ex Eldborg HF 13. © Hafþór Hreiðarsson.


06.03.2011 22:32

Jörvi

Hér kemur mynd úr safni Þorgríms og sýnir Jörva ÞH 300. Hann var smíðaður á Skagaströnd fyrir þá feðga Þórarinn Vigfússon og Hinrik Þórarinsson. Félag þeirra hét Hagbarður hf. og fengu þeir bátinn, sem var 30 brl. að stærð, afhentan á vormánuðum 1973. Hann hét Jörvi ÞH 300 og gerðu þeir hann út fram á mitt ár 1977 er þeir selja hann vestur á Ísafjörð. Sýnist þetta vera Björn Dúason sem stendur á dekki og með honum gæti verið Þórarinn heitinn Hinriksson.

Ég var áður búinn að birta mynd Vigfúsar Markússonar af bátnum og hér má skoða þá færslu.

1310.Jörvi ÞH 300. © Þ.A

06.03.2011 20:24

Meira frá Bjössa

Hér er meira frá Bjössa, Jóna Eðvalds SF og Sóley Sigurjónsdóttir GK. Skemmtilega skýrar og góðar myndir frá Stafneshöfðingjanum. Eitt eiga þessi skip sameiginlegt fyrir utan það að vera blá og hafa verið með ÞH á kinnungnum. Hvað skyldi það nú vera ? Þá er ekki verið að fiska eftir SF 200 og GK 200.

2618. Jóna Eðvalds SF 200 og 2262.Sóley Sigurjóns GK 200. © A.E

06.03.2011 19:11

Um borð í Sæborginni á sjómannadag

Hér er mynd Þ.A sem hann tók á sínum tíma um borð í Sæborginni í skemmtisiglingu á sjómannadag. Gunnlaugur heitinn Jónasson hefur stýrt henni þennan dag og aftur á má sjá Sigurð A. Hákonarson sem lengi var á Sæborginni. Ef grannt er rýnt í myndina sést víkingaskipið Hrafninn í bakgrunni en hann er nú hýstur í Sjóminjasafninu á Húsavík.

Um borð í Sæborginni á sjómannadag. © Þ.A

06.03.2011 13:30

Myndir frá Bjössa á Stafnesi

Bjössi á Stafnesi sendi mér nokkrar myndir sem hann tók í morgun við Keflavík og í Helguvík. Hér birtast þær myndir sem ég birti og það allar í einu. Þakka ég Bjössa fyrir sendinguna og hér geta menn skoðað fleiri myndir hans.

2410.Vilhelm Þorsteinsson EA 11. © Arnbjörn Eiríksson 2011.

2699.Aðalsteinn Jónsson SU 11 ex M. Ytterstad. © A.E 2011.

Í Helguvík í morgun. © Arnbjörn Eiríksson 2011.

06.03.2011 11:31

Blár og blár

Blár og blár ? Er það ekki too much í einni og sömu færslunni.

259.Jökull ÞH 259 ex Margrét HF 20. © Hafþór Hreiðarsson 2011.

1424.Þórsnes II SH 109. © Hafþór Hreiðarsson 2007.
Flettingar í dag: 451
Gestir í dag: 126
Flettingar í gær: 595
Gestir í gær: 109
Samtals flettingar: 9396787
Samtals gestir: 2007661
Tölur uppfærðar: 9.12.2019 20:06:47
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is