Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2011 Mars

21.03.2011 20:45

Njörður kom með hrefnu

Hér koma nokkrar myndir úr safni Þ.A sem sýna komu hrefnuveiðibátsins Njarðar EA 208 með hrefnu til Húsavíkur.


Njörður EA 208 bakkar frá. © Þ.A

Sennilega Blær ÞH sem hefur tekið við hrefnunni. © Þ.A

Hrefnan komin upp á bryggju. © Þ.A

20.03.2011 14:43

Inga NK 4

Inga NK liggur hér við Norðurgarðinn í dag en báturinn er að fara að kanna sæbjúgnastofninn hér við norðausturlandið.2395.Inga NK 4 ex Ásdís GK. © Hafþór Hreiðarsson 2011.


2395.Inga NK 4 við bryggju á Húsavík. © Hafþór 2011.

19.03.2011 23:09

Sigurður VE 15

Og svo er það ein af þeim gamla úr eyjum.183.Sigurður VE 15 ex RE 4. © Börkur Kjartansson 2011.

19.03.2011 22:45

Þráinn ÞH 2

Hér kemur mynd af þeim bræðrum Benedikt og Pálma Héðinssonum þar sem þeir eru að draga lagnet á trillu sinni Þráni ÞH 2. Þráinn keyptu þeir frá Siglufirði 1980 en Þráinn var smíðaður þar í bæ árið 1972. Bátinn, sem var 5 brl. að stærð, áttu þeir til ársins 2000 er þeir hættu útgerð. Þeir gáfu Sjóminjasafninu á Húsavík Þráinn með öllum búnaði sem sýnir vel hvernig stórar trétrillur voru á síðari hluta tuttugustu aldar. (Heimild: Saga Húsavíkur)B-357.Þráinn ÞH 2. © Þorgrímur Aðalgeirsson.

18.03.2011 12:39

Nýr Cleopatra til Hólmavíkur

Útgerðarfélagið Hlökk ehf. á Hólmavík fékk núna á dögunum afhentan nýjan bát frá Bátasmiðjunni Trefjum í Hafnarfirði. Að útgerðinni standa Ingvar Pétursson og Bryndís Sigurðardóttir.

 

Nýi báturinn hefur hlotið nafnið Herja ST-166 og er af nýrri útgáfu af Cleopatra 31. Fyrir á útgerðin anna bát, Hlökk ST-66, sem er af gerðinni Cleopatra 38.

Nýii báturinn er 8.5brúttótonn og er í krókaaflamarkskerfinu.  Báturinn er einnig útbúinn til grásleppu og handfæraveiða.  Línuspil er frá Beiti og netabúnaður frá Rapp.  Báturinn mun byrja á grásleppuveiðum núna fram eftir vori.

Í bátnum er vökvakerfi tilbúið til línuveiða. 

 

Aðalvél bátsins er af gerðinni Isuzu 6HE1TCX 370hp tengd ZF gír.

Báturinn er útbúinn siglingatækjum af gerðinni Furuno frá Brimrún.

Öryggisbúnaður bátsins kemur frá Viking.

 

Rými er fyrir 12-14stk 380lítra kör í lest.  Svefnpláss er fyrir 2-3 í lúkar auk eldunaraðstöðu með eldavél og örbylgjuofni. Setkrókur er í lúkar og stólar fyrir skipstjóra og háseta í brú.
 2806.Herja ST 166. © trefjar.is 2011

17.03.2011 15:54

Hákon EA

Hér er það Hákon EA 148 sem Ásþór hefur myndað og er þetta skemmtileg mynd af þessu flotta skipi sem smíðað var í Chile. Ég skrifa ekki Síle eins og nú er fyrirskipað.2407.Hákon EA 148. © Ásþór 2011.

17.03.2011 15:41

Sighvatur Bjarnason

Þá er það Sighvatur Bjarnason VE 81 sem birtist hér á síðunni. Ekki komið oft fyrir augu þeirra sem sækja þessa síðu heim. Hann hét áður Gunnar Langva og kom frá Noregi eins og Ingólfur Arnarsson. Hann var smíðaður í Noregi 1975 en hefur verið lengdur nokkrum sinnum: Lengt 1978, skutlengt 1987, lengt 1990. Keyptur til landsins árið 1996.2281.Sighvatur Bjarnason VE 81 ex Gunnar Langva. © Ásþór 2011.

16.03.2011 22:28

Gunnbjörn ÍS 302

Ég var víst búinn að lofa því að setja kannski inn fleiri myndir af Gunnbirni og það fyrir miðnætti í gær. Ekki stóð ég við það en hér kemur Gunnbjörninn til hafnar í gær. Hann hélt aftur til veiða í hádeginu í dag.1327.Gunnbjörn ÍS 302 ex Framnes ÍS 708. © Hafþór 2011.

16.03.2011 22:16

Bjarni Ásmundar

Hér kemur mynd úr safni Þ.A af Bjarna Ásmundar ÞH 320. Saga þessa skips hefur verið sögð hér og á öðrum síðum skipaáhugamanna og litlu við hana að bæta. Upphaflega Siglfirðingur SI og Svanur EA í restina.978.Bjarni Ásmundar ÞH 320. © Úr safni Þ.A

16.03.2011 19:51

Ásgrímur Halldórsson

Ásgrímur Halldórsson SF 250 kemur hér fast á hæla Jónu Eðvalds Sf 200. Ásgrímur Halldórsson var smíðaður í Noregi árið 2000 en Skinney-Þinganes keypti hann til landsins árið 2008. Hann hét áður Lunar Bow og var frá Skotlandi.2780.Ásgrímur Halldórsson SF 250 ex Lunar Bow. Ásþór 2011.

16.03.2011 19:32

Jóna Eðvalds

Hér kemur mynd Ásþórs Sigurgeirssonar vélstjóra, sem var á Sigurði VE 15 á loðnunni, af Jónu Eðvalds AF 200 með nótina á síðunni.2618.Jóna Eðvalds SF 200 ex Krossey SF 20. © Ásþór 2011.

 

15.03.2011 22:01

Hver eru skipin

Hallgrímur Óli Helgason frá Húsabakka í Aðaldal sendi mér þessa mynd sem tekin var á Húsavík á árum áður. Hún sýnir flutningaskip og fiskibát við hafnargarðinn. Og nú er spurt hvaða fleytur eru þetta ?Frá Húsavíkurhöfn. © Jens.

15.03.2011 18:05

Gunnbjörn

Smellti af þessari mynd af rækjutogaranum Gunnbirni ÍS 302 þegar hann kom til hafnar á Húsavík í dag. Hann var af sunnan og nokkuð hvass vindurinn þegar togarinn kom og tók nokkurn tíma að koma honum að bryggju. Tók fleiri og aldrei að vita nema það birtist eins og ein til viðbótar í kvöld, en ekki seint. Vonandi.1327.Gunnbjörn ÍS 302. © Hafþór 2011.


14.03.2011 21:02

Þrír síldarbátar

Á þessari mynd Þorgríms sjáum við þá þrjá báta sem Húsvíkingar áttu og gerðu m.a. út til síldveiða inn á fjörðum austanlands. Þetta eru Björg Jónsdóttir ÞH 321, Geiri Péturs ÞH 344 og Sigþór ÞH 100 en þegar myndin var tekin var verið að útbúa bátana til veiða.Frá Húsavíkurhöfn haustið 1985.

14.03.2011 14:36

Ný Cleopatra 33 til Lorient í Frakklandi

Á  dögunum afgreiddi Trefjar ehf.  nýjan Cleopatrabát til Lorient á vesturströnd Frakklands. Kaupandi bátsins er Eddy Morange sjómaður frá Lorient og gaf hann bátnum nafnið Le Mercenaire. Báturinn, sem er af gerðinni Cleopatra 33 mælist 11 brúttótonn og er reiknað með að hann hefji veiðar núna um miðjan mánuðinn.

Aðalvél bátsins er af gerðinni Cummins 6CTA8.3M tengd ZF286IV-niðurfærslugír. Báturinn er útbúinn fullkomnum siglingatækjum af gerðinni Furuno.

Báturinn er útbúinn til krabba og humarveiða með gildrum og er lest hans útbúin úðunarkerfi til að halda skelfiski lifandi um borð.  Rými er fyrir 14 stk. 380 lítra kör í lestinni.

Í brú eru stólar fyrir skipstjóra og háseta og svefnpláss fyrir þrjá er í lúkar þar sem er einnig  eldunaraðstaða með eldavél, örbylgjuofn og ísskáp.

Öryggisbúnaður bátsins kemur frá Viking-björgunarbúnaði.Le Mercenaire LO 929947. © Trefjar.is 2011.

Flettingar í dag: 491
Gestir í dag: 133
Flettingar í gær: 595
Gestir í gær: 109
Samtals flettingar: 9396827
Samtals gestir: 2007668
Tölur uppfærðar: 9.12.2019 20:40:10
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is