Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2011 Mars

31.03.2011 20:48

Héðinn með risakast

Jón Ármann Héðinsson sendi mér þessa mynd af Héðni ÞH 57 sem þeir bræður áttu og kom nýr árið 1966. Myndin er tekin 1967 við Svalbarða og er Héðinn með  gott síldarkast á síðunni. Það stærsta þegar þarna var komið í sögu síldveiða. 840 tonn sem skiptist á fjóra báta. 450 tonn fóru umborð í Héðinn sem var fullfermi og restin í hina þrjá. Þegar búið var að tæma nótina og ganga frá var stefnan sett á 180° og siglt áleiðis til Raufarhafnar og tók siglingin þangað fimm sólarhringa. Jón Ármann kvikmyndaði þessa veiðiferð á 16 mm. vél og nokkuð ljóst að gaman væri að sjá þá mynd.  1006. Héðinn ÞH 57. © Úr safni Jóns Ármanns Héðinssonar.

 

31.03.2011 19:59

Dræm veiði hjá grásleppukörlum

Grásleppuvertíðin hefur fari hægt af stað og  veiði mjög dræm hjá köllunum. Sigurður Kristjánsson á Voninni kom að landi í dag þegar vefstjóri átti leið um bryggjuna og lét hann ekki vel af veiðinni.

"þetta er lélegt, 50 kg. af sulli í fjörutíu net en menn geta alltaf átt von á lélegri vertíð. Þær koma alltaf inn á milli". Sagði Siggi en bætti við að talsvert kæmi af vel vænum þorski í netin.


30.03.2011 22:45

Hvítabjörn og hnúfubakur

Það hefur verið nóg að gera á 640.is í dag og lítill tími til að sinna þessari síðu. Hér birtast tvær myndir sem hafa birst á 640.is í dag og ef þú lesandi góður vilt vita meira skaltu smella HÉRHvítabjörn á ísnum. © Hjalti Magnússon 2011.Hnúfubakur á Húsavík. © Haukur Hauksson 2011.

29.03.2011 21:46

Helga kemur til Raufarhafnar

Þessa mynd sendi Jón Ármann Héðinsson mér og sýnur hún Helgu TH 7 koma til hafnar á Raufarhöfn í júlímánuði 1957.559. Helga TH 7. © Úr safni JÁH.

28.03.2011 17:56

Helga TH 7

Á dögunum birti ég mynd af Helgu ÞH 7 og fram kom í texta að upphaflega hafi báturinn verið TH 7. Hér kemur mynd af bátnum úr safni Þ.A sem sýnir hann með TH 7 á kinnungnum.559. Helga TH 7. © Úr safni Þ.A.

27.03.2011 13:36

Lagt af stað í kajakróður umhverfis ÍslandHÉR má skoða myndir síðan í morgun þegar Suður-Afrísku ævintýramennirnir Riaan Manser og Dan Skinstad lögðu af stað frá Húsavík í hringróður umhverfis Ísland á tveggja manna kajak.

HÉR má lesa aðeins um brottför þessara kappa frá Húsavík.

26.03.2011 21:58

Geiri Péturs

Hér mynd sem ég tók 12 janúar 2001 og sýnir rækjutogarann Geira Péturs ÞH 344 koma til hafnar á Húsavík. Myndina tók ég á mína fyrstu digitalvél af Fuiji Fine Pix gerð.2285.Geiri Péturs ÞH 344 ex Sverri Olavsson. © Hafþór 2001.

26.03.2011 17:38

Þrjár glæsilegar fleytur

Þessar þrjár glæsilegu fleytur myndaði ég á Gövkaflóa í Tyrklandi en þar fórum við í siglingu þegar við vorum í sumarfríi.Puket. © Hafþór Hreiðarsson 2007.Buyuk Adali 1. © Hafþór Hreiðarsson 2007.Muradim 6. © Hafþór Hreiðarsson 2007.

25.03.2011 16:40

Inga NK 4 kemur að landi

Hér koma tvær myndir af Ingu NK 4 koma að landi á Húsavík í dag. Kallarnir á Ingu hafa verið að leita fyrir sér með sæbjúgað en einn bátsverja tjáði mér að þeir hefðu ekki fengið eitt stykki hér norðan við Langanes.2395. Inga NK 4 ex Ásdís GK 218. © Hafþór Hreiðarsson 2011.2395. Inga NK 4 hét upphaflega Brík BA 2. © Hafþór 2011.

24.03.2011 22:42

Guðrún Björg ÞH 355

Það er farið að halla að miðnætti og því ekki úr vegi að henda eins og einni mynd inn fyrir svefninn. Og hún kemur úr safni Þ.A og sýnir handfærabátinn Guðrúnu Björgu ÞH 355 leggja úr höfn á Húsavík. Hét upphaflega Sæborg ÞH 55 og í restina Ársæll Sigurðsson HF 80.1097. Guðrún Björg ÞH 355 ex Sæborg ÞH 55. © Þ.A

23.03.2011 22:47

Hafnarberg RE 404

Hér er ein sem sýnir Hafnarberg RE 404 koma að bryggju í Sandgerði. Upphaflega Skálavík SH. Heitir Ósk KE í dag en var nýverið seldur til Vestmannaeyja eins og fram hefur komið á síðu Tryggva.1855. Hafnarberg RE 404 ex Sæfari ÁR. © Hafþór Hreiðarsson.

23.03.2011 21:41

Brim

Leigði mér kvikmyndina Brim á VOD-inu um síðustu helgi og ef ég ætti að gefa henni stjörnu fengi hún svona tvær af fimm mögulegum. En Jón á Hofi stóð sig með ágætum fannst mér.1562. Jón Á Hofi ÁR 62 ex Saukko III. © Hafþór Hreiðarsson.

23.03.2011 19:13

Inga NK seld

Á vef Kvótamarkaðarins segir að Inga NK 4 sé seld og heyrði ég að báturinn hafi verið seldur til Noregs þar sem hann verður gerður út á rækju, innanfjarðar.


2395. Inga NK 4 ex Ásdís GK 218. © Hafþór 2011.

22.03.2011 19:49

Stormur SH 177

Félagi Alfons sendi mér þessa mynd af Stormi SH 177 frá Grundarfirði.1321.Stormur SH 177 ex Stormur BA. © Alfons 2011.

Flettingar í dag: 89
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 664
Gestir í gær: 122
Samtals flettingar: 9254637
Samtals gestir: 1995063
Tölur uppfærðar: 24.8.2019 01:05:55
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is