Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2011 Febrúar

12.02.2011 10:22

Mardís

Hér kemur Mardís ÞH að landi, sennilega árið 1989. Árni Sigurðsson stýrir fleyinu en Gunnar heitinn Hvanndal klár með endann. Á síðu Árna Björns um skipasmíðar við Eyjafjörð segir að Mardís sé byggð árið 1983 í bátaversktæði Birgirs Þórhallssonar á Akureyri. 6,10 brl. að stærð.

6425.Mardís ÞH 151. © Hafþór Hreiðarsson.

11.02.2011 15:42

Siglunes

Fékk upphringingu í morgun um að blár bátur sigldi inn Skjálfandann og sennilega væri um Siglunesið frá Siglufirði að ræða. Hentist fram á garð í tækan tíma og náði að mynda bátinn sem reyndist vera Siglunesið. Sennilega komið inn undan veðrinu en báturinn stundar úthafsrækjuveiðar.

1146.Siglunes SI 70 ex Siglunes SH. © Hafþór Hreiðarsson 2011.

10.02.2011 21:43

Ásgeir landar síld

Enn er það Þorgrímur Aðalgeirsson sem leggur til myndefnið enda lítið að mynda þessa dagana. Þessa mynd tók hann upp úr 1980 og sýnir kallana á Ásgeir ÞH 198 landa síld sem þeir veiddu í lagnet. Magnús Andrésson er bakoborðsmegin, Birgir Þór Þórðarson er á leið niður í bátinn og ætli það sé þá ekki faðir hans, Þórður heitin Ásgeirsson sem er stjórnborðsmegin. Er samt ekki viss, þeir gætu hafa verið fjórir á.

1186.Ásgeir ÞH 198 ex Jói á Nesi SH 159. © Þ.A

09.02.2011 21:16

Háey II leggur í'ann

Hér leggja Addi Júll og hans menn á Háey II í'ann um kaffileytið í dag.

2757.Háey II ÞH 275. © Hafþór Hreiðarsson 2011.

09.02.2011 20:36

Verðlaunaður fyrir bestan árangur á sveinsprófi

Þessi kappi var einn þeirra sem var verðlaunaður á dögunum af Iðnaðarmannafélagi Reykjavíkur fyrir bestan árangur á sveinsprófi. Sjá meira hér 

Ásþór Sigurgeirsson vélfræðingur. © Karen Sveins 2011.

09.02.2011 20:01

Gísli Árni er báturinn og myndin tekin á Hornafirði

Sigurgeir Harðarson tók þessa mynd sem hann segir sýna Gísla Árna RE 375 og vera tekna á Hornafirði.

Hver báturinn og hvar er myndin tekin var spurt um þann 20 nóvember en lítið varð um svör. Reyndar kom rétt svar varðandi það hvar myndin var tekin. En hér kemur loksins önnur mynd í þessari getraun.07.02.2011 21:26

Netin tekin upp á Kristbjörginni

Þá kemur mynd Þorgríms Aðalgeirssonar sem sýnir áhöfnina á Kristbjörgu ÞH 44 taka netin í land. Giska á árið sé 1981, kallinn keypti þann græna 1980. En hverjir skyldu vera á myndinni ?

Netin tekin upp eftir vetrarvertíð. © Þ.A.

06.02.2011 22:18

Blájökull

Þá er hann orðinn blár Jökullinn.

259.Jökull ÞH 259 ex Margrét HF. © Hafþór Hreiðarsson 2011.

04.02.2011 19:19

Ekki dauður enn

Skrapp til Ítalíu á skíði með frúnni og er væntalegur heim  um helgina. Vonanandi amk. tvíefldur. Er búinn að skíða flesta daga með fyrrum loðnuskipstjóra og haft gaman að.

Flettingar í dag: 451
Gestir í dag: 126
Flettingar í gær: 595
Gestir í gær: 109
Samtals flettingar: 9396787
Samtals gestir: 2007661
Tölur uppfærðar: 9.12.2019 20:06:47
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is