Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2011 Febrúar

28.02.2011 22:19

Ársæll

Hér kemur mynd Þ.A af trillubátnum Ársæli ÞH 46 koma til hafnar á Húsavík. Ekki man ég sögu hans en held að Viddi heitinn Þórðar hafi átt hann þarna. Ef svo er ekki leiðréttir einhver góður maður það.

Ársæll ÞH 46. © Þ.A

25.02.2011 21:19

Þrándur í Götu

Ásþór Sigurgeirsson tók þessa mynd af færeyska uppsjávarveiðiskipinu Þrándi í Götu á dögunum þegar skipið var að veiðum á Faxaflóa. Þrándur í Götu er glæsilegt skip sem kom nýr til heimahafnar í Götu fyrir 11 mánuðum síðan.

Þrándur í Götu FD 175. © Ásþór Sigurgeirsson 2011.

25.02.2011 20:57

Eitthvað hafa menn verið að fiska...

Eitthvað hafa menn verið að fiska um árið þegar Þorgrímur tók þessa mynd.

Frá Húsavíkurhöfn. © Þ.A

24.02.2011 22:30

Rauður og síðan blár

Hér koma tvær myndir af Jökli til viðbótar. Önnur frá því fyrir breytingar og hina tók ég í gær. Það eru nokkrar breytingar á bátnu útlitslega, m.a. veltitankurinn færður fram fyrir mastrið. Kappinn fyrir niðurgöngunni færður framar og breytingar á skut.

259.Jökull ÞH 259 ex Margrét HF 20. © Hafþór Hreiðarsson 2010.

259.Jökull ÞH 259 ex Margrét HF 20. © Hafþór Hreiðarsson 2011.

24.02.2011 16:53

Ekkert mannana verk er svo fullkomið

Ekkert mannana verk er svo fullkomið að það bili ekki annað slagið og það gerðist einmitt hjá 123.is í gærkveldi. Ætlaði að setja inn eina mynd af Jökli til viðbótar en það gekk ekki svo ég snéri mér bara að 640.is á meðan. En nú set ég þessa mynd af Jökli inn og hér sýnir Hjalti skipstjóri okkur stjórnborðssíðuna.

259.Jökull ÞH 259 ex Margrét HF 20. © Hafþór Hreiðarsson 2011.

23.02.2011 16:27

Jökullinn blái

Sólin var nú ekkert að auðvelda manni myndatökuna af Jökli í dag og eru bestu litirnir eiginlega í myndunum sem ég tók aftan á hann.

259.Jökull ÞH 259 ex Margrét HF 20. © Hafþór Hreiðarsson 2011.

23.02.2011 16:14

Jökull senn á rækju

Jökull ÞH 259 kom til heimahafnar snemma í morgun eftir slipp á Akureyri. Menn fóru í að taka veiðarfærin um borð en skipið munf fara á úthafsrækjuveiðar. Þeir tóku svo hring fyrir mig að því loknu, áttu reyndar eftir að taka hlerana, og skaut ég nokkrum skotum af þeim bláa.

259.Jökull ÞH 259 ex Margrét HF 20. © Hafþór Hreiðarsson 2011.

22.02.2011 22:35

Um borð í Sigurði á loðnumiðunum

Hér koma nokkra myndir sem Ásþór Sigurgeirsson vélstjóri á Sigurði VE 15 tók um borð í þeim gamla á miðunum undan Snæfellsjökli. Þeir eru nú þegar þetta er skrifað á landlei með fullt skip.

Gjaldeyririnn streymir í loðnulíki ofan í lestarnar á Sigurði. © Á.S

Hvað skyldi vera búið að fylla þennan oft ? © Á.S

Fimmtíu ár og ríflega það komin hjá þessum. © Á.S

Kallinn í brúnni, Sigurjón Ingvarsson. © Á.S 2011.

Ásþór tók fleiri myndir á loðnumiðunum og sendi mér og munu þær birtast á miðnætti. Nei smá grín. Þær birtast bara með tíð og tíma. Maður þarf víst að vinna eitthvað með þessu.

22.02.2011 18:26

Sighvatur

Sighvatur GK 57 kom til hafnar á Húsavík núna á sjötta tímanum og tók ég þessa mynd þá. Enda langt síðan ég hef myndað hann. Síðast í fyrra. Sighvatur hefur verið að veiðum hér við norðausturhornið að undanförnu og landaði síðast sl. fimmtudag. Aðspurður sagði einn skipverjanna mér að aflinn í þessum túr væri um 70 tonn.

975.Sighvatur GK 57 ex Bjartur. © Hafþór Hreiðarsson 2011.

21.02.2011 21:26

Á vel við

Það á vel við að birta þessa mynd úr safni Þorgríms núna þega sá gamli er kominn af stað aftur.

Siglt til eyja. © Úr safni Þ.A

21.02.2011 20:34

Skálaberg

Hér koma þrjár myndir Þorgríms af Skálaberginu ÞH 244. Á þeirri fyrstu er það að koma til hafnar. Á þeirri næstu að koma að bryggju og sú þriðja sýnir Aðalgeir heitinn Olgeirsson skipstjóra við löndun. Um borð sést í Einar Má Gunnarsson sem var stýrimaður á bátnum þegar þessi mynd var tekin.

1053.Skálaberg ÞH 244 ex Kristbjörg II ÞH 244. © Þ.A

1053.Skálberg ÞH 244 kemur að á Húsavík. © Þ.A


Landað úr Skálaberginu, © Þ.A

19.02.2011 19:22

Helgi Héðins

Hér er ein frá árinu 2002 og á henni má m.a sjá Helga Héðins vera eitthvað að dútla við grásleppunetin um borð í Hreifa ÞH 77.

Við Húsavíkurhöfn 29 mars 2003. © Hafþór Hreiðarsson.

19.02.2011 17:27

Merike sökk í gær

Togarinn Merike í eig Reyktal ehf. sökk í gær en verið var að draga hann til Danmerkur þar sem rífa átti hann í brotajárn. DV greinir frá þessu á eftirfarandi hátt:

Togarinn Merike, frá Tallinn í Eistlandi, sökk um 45 sjómílur austur af Hjörleifshöfða í gær þegar verið var að draga hann til Danmerkur þar sem átti að rífa hann niður í brotajárn. Leiðindaveður var þegar slysið átti sér stað.

Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni var engin olía um borð í skipinu og því var enginn viðbúnaður vegna slyssins. ,,Hann bara sökk og ekkert hægt að gera í því," sagði starfsmaður Landhelgisgæslunnur í samtali við DV.is, en mikið dýpi er á þessu svæði, líklega um 1800 metrar.

Samvæmt upplýsingum Landhelgisgæslunnar fór togarinn á hliðina og sökk á mjög skömmum tíma. ,,Við héldum að það kæmi kannski eitthvað upp, en svo var ekki," sagði starfsmaðurinn, en fylgst hefur verið með svæðinu í um sólarhring og ekkert járn sjáanlegt. Hann segir ekkert hafa verið um borð í skipinu sem umhverfinu geti stafað hætta af.

Sjópróf vegna slyssins munu að öllum líkindum fara fram í Danmörku þegar dráttarbáturinn Eurosund, sem dró skipið, kemur þangað.

Merike, sem var í eigu fyrirtækisins Reyktal ehf, hafði staðið í Hafnarfjarðarhöfn í rúmlega fjögur ár, hann var síðast gerður út á rækjuveiðar.


Sonar og Merike (fjær) í Hafnarfjarðarhöfn árið 2001. © Hafþór Hreiðarsson.

19.02.2011 11:42

Glaður

Hér kemur mynd Þ.A af Glað ÞH 150 koma til hafnar á Húsavík. Í stafni standa þeir bræður Hermann og Jakob Ragnarssynirog í brúnni er sigurbjörn Sörensson. Spurning með þennan aftur á. Glaður hét upphaflega Þórarinn RE RE 42 og var smíðaður í Danmörku árið 1942. 1956 er hann seldur til Ólafsvíkur og verður Glaður SH 67. 1965 er hann seldur til Keflavíkur og verður KE 67 en 1968 kaupir Norðurborg á Húsavík hann og ÞH 150 er sett á hann. 1973 var hann seldur austur á Þórshöfn þar sem hann fékk nafnið Geir ÞH 150. Hann var talinn ónýtur og tekinn af skrá 31 jan. 1983. (Heimild íslensk skip)

459.Glaður ÞH 150 ex Glaður KE 67. © Þ.A

19.02.2011 10:53

Hvanney

Það komu fleiri myndir frá Einari Magnúsar heldur en þær af Beiti og hér er ein til. Hún sýnir netabátinn Hvanney SF 51 koma að landi á Hornafirði. Hvanney var smíðuð í Kína fyrir Happa í Keflavík og hét upphaflega Happasæll KE 94.

2403.Hvanney SF 51 ex Happasæll KE 94. © EÓM 2011
Flettingar í dag: 535
Gestir í dag: 81
Flettingar í gær: 771
Gestir í gær: 113
Samtals flettingar: 9399629
Samtals gestir: 2008173
Tölur uppfærðar: 13.12.2019 12:41:15
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is