Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2011 Janúar

01.01.2011 19:31

Eldur í Suðurhöfum

Sigurgeir Pétursson skipstjóri á verksmiðjutogaranum Thai An frá Argentínu sendi mér þessa mynd sem hann tók í dag við Ushuaia í Argentínu. Hún sýnir togarann Echizen Maru (96m langur) sem er i eigu Japanska stórfyrirtækisins Nippon Suisan, koma með togarann Centurion del Atlantico (117m langur) sem er i eigu Rökke (Norwegian Seafoods).

 Það kom upp eldur i vélarrúminu á Centurion sem náðist að slökkva nokkuð fljótt en stórskemmdir eru í vélarrúmi og á vinnsludekki. Allar vélar eru ógangfærar, allir kaplar og annað rafmagnskerfi sennilega ónýtt. Hitinn var svo mikill á vinnsludekkinu að málningin flagnaði af öllu þar og eflaust miklar skemmdir á vélbúnaði á því dekki líka. Sigurgeir sagði þá hafa spjallað við stýrimanninn á Echizen Maru og sagðist hann eiga von á því að viðgerð tæki einhverja mánuði.


 Centurion del Atlantico og Echizen Maru. © Sigurgeir Pétursson 2011.

Flettingar í dag: 517
Gestir í dag: 137
Flettingar í gær: 595
Gestir í gær: 109
Samtals flettingar: 9396853
Samtals gestir: 2007672
Tölur uppfærðar: 9.12.2019 21:15:59
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is