Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar |
|
Færslur: 2011 Janúar07.01.2011 18:32DalvíkHér er ein gömul úr safni Hreiðars Olgeirssonar og sýnir Dalvík fyrir ca. 40-45 árum síðan. Græna bátinn við bryggjuna tel ég vera þann sem Þórunn hét þegar hann sökk í slæmu veðri á Eyjafirði 1984. Man ekkert um hann nema hann var á hrefnuveiðum og hét þá Njörður. Held ég en ef þetta er tóm vitleysa leiðrétta menn mig. Dalvík. © Hreiðar Olgeirsson. Skrifað af HH 07.01.2011 16:05SæfariHver er hann þessi og hvað hét hann þegar myndin var tekin ? Rétt svar
kom fljótlega en þetta er Sæfari AK 171.Upphaflega hét hann Hávarður ÍS
160 en endaði daga sína í íslenska flotanum sem Sæbjörg ST 7. 554.Sæfari AK 171 ex Hávarður ÍS 160. © Þ.A.Skrifað af HH 06.01.2011 20:53SigurborgSigurborgin kom hér inn í dag vegna brælu og liggur nú við bryggju. Sigurborgin er síðulesendum ekki ókunnug og því verður þetta ekki lengra. 1019.Sigurborg SH 12 í höfn á Húsavík í dag. © Hafþór Hreiðarsson 2010. Skrifað af HH 06.01.2011 17:54LundeyLundey NS var við Norðurgarðinn í morgun þegar ég fór til vinnu og var þar enn eftir vinnu svo ég tók nokkrar myndir af henni. Þeir lögðu í'ann fyrr í vikunni og ætluðu að leita að loðnu en veðrið hefur komið í veg fyrir það. Ef grannt er skoðað eru tvær Lundeyjar á myndinni því það grillir í Lundeyna hans Bóba þar sem hún er á bryggjunni bak við þá stærri. Þrír bátar Noðrursiglingar eru á legunni, Hildur, Haukur og Knörrinn. 155.Lundey við Norðurgarðinn á Húsavík. © Hafþór Hreiðarsson 2010. Skrifað af HH 05.01.2011 22:14Skaginn í dennÞað var stemming á Skaganum í denn þegar flotinn þar taldi marga vertíðar- og nótabáta.Þessar myndir Þorgríms sýna þá nokkar og Víkingur sá eini þarna sem enn er með heimahöfn á Akranesi. Á Akranesi á áttunda áratug síðustu aldar. © Þ.A. Akraneshöfn. © Þorgrímur Aðalgeirsson. Skrifað af HH 05.01.2011 19:01Norðursigling hefur hvalaskoðun frá ÓlafsfirðiForráðamenn Norðursiglingar ákváðu
nú nýverið að hefja hvalaskoðunarferðir úr Fjallabyggð næsta sumar. Fyrirtækið
hefur verið leiðandi afl í slíkum ferðum á Húsavík síðastliðin 16 ár en hyggst
nú færa út kvíarnar.
Í fréttatilkynningu frá Norðursiglingu segir að siglt verði daglega frá Ólafsfirði og munu ferðirnar verða með sama sniði og þær sem farnar eru frá Húsavík. Þannig eru farnar þriggja tíma ferðir á íslenskum eikarbátum sem lokið hafa hlutverki sínu sem fiskibátar en hafa nú verið ríkulega útbúnir til farþegaflutninga. Með tilkomu Héðinsfjarðarganga hefur orðið slík bylting á samgöngum að Fjallabyggð þykir henta einkar vel til verkefnisins. Uppbygging á sviði strandmenningar á Siglufirði þykir einnig styðja við ferðir sem þessar og er þar sérstaklega til tekið hið stórglæsilega Síldarminjasafn sem og uppbygging Rauðku e.h.f. á veitingahúsum við smábátahöfnina. Ólafsfjörður liggur vel við hvalaslóð á utanverðum Eyjafirði. Ferðaþjónusta þar í bæ er í mikilli sókn og horft er til þess að gisting og þjónusta sé í boði fyrir ferðamenn sem leggja leið sína í hvalaskoðun. Hótel Brimnes fer þar fremst í flokki en eigendur þess hafa unnið brautryðjendastarf á sviði ferðaþjónustu undanfarin ár. Í kynningu Norðursiglingar á þessari nýju þjónustu verður lögð áhersla á sérstöðu svæðisins og þá starfsemi sem þar er að finna líkt og félagið hefur gert í kynningarefni sínu vegna starfsemi í Þingeyjarsýslum. Gert er ráð fyrir að siglingar hefjist í byrjun júní. 1417.Bjössi Sör einn báta Norðursiglingar. © Hafþór Hreiðarsson 2010. Skrifað af HH 04.01.2011 23:17NáttfariHér kemur ein perla til frá Þorgrími og sýnir hún Náttfara RE 75 drekkhlaðinn við bryggju á Akureyri. Ef ég man rétt bar þessi bátur einungis tvö nöfn frá vöggu til grafar. Smíðaður í Þýskalandi, rifinn í Danmörku. Þetta voru nöfnin Náttfari ÞH 60 og síðar RE 75 og Heimaey VE 1. 1035.Náttfari RE 75 ex Náttfari ÞH 60. © Þ.A. Skrifað af HH 03.01.2011 22:19Jón SörHér koma þrjár myndir sem Þorgrímur Aðalgeirsson tók sumarið 1977 af Jóni Sör ÞH 220 láta úr höfn á Húsavík. Þegar þarna var komið í sögu bátsins hafði hann verið seldur til Hornafjarðar og var að hefja siglingu þangað. Kaupendur voru Hafsteinn Esjar Stefánsson og Kristinn Guðjónsson. Saga bátsins hefur komið fram hér áður en hann hét upphaflega Jökull SH 126 og var smíðaður á Akureyri 1957. 625. Jón Sör ÞH 220 ex Þórður Bergsveinsson SH 3. © Þ.A. 1977. Hér siglir hann fyrir þvergarðinn. © Þ.A. 1977. 625. Jón Sör ÞH 220 siglir í síðasta skipti út úr Húsavíkurhöfn. © Þ.A. 1977. Skrifað af HH 03.01.2011 18:06Landað úr fyrsta róðri ársinsHér koma nokkrar myndir sem ég tók um kaffileytið í dag þegar verið var að landa úr línubátnum Háey II á á Húsavík. Háey II var sá eini sem réri héðan að ég held fyrir utan línuskipið Sighvat GK sem lá hér yfir hátíðarnar. Bátsverji á Háey II ísar aflann. © Hafþór Hreiðarsson 2011. Kafteinninn var hafður í lestinni. © HH 2010. 2757.Háey II ÞH 275. © Hafþór Hreiðarsson 2010. Skrifað af HH 02.01.2011 22:20Siglt inn í höfninaHér er ein mynd til úr safni Þorgríms Aðalgeirssonar og sýnir tvo báta koma til hafnar í Reykjavík. Spurnig hverjir þetta séu ? Komið til hafnar í Reykjavík. © Þ.A. Skrifað af HH 02.01.2011 21:24Í VestmannaeyjumHér liggja fimm loðnuskip utan á Mælifellinu í Vestmannaeyjahöfn. Einhverja kannast maður við í fljótheitum en hver skyldu þau vera ? Í Vestmannaeyjum. © Þorgrímur Aðalgeirsson. Skrifað af HH 02.01.2011 19:22Í ReykjavíkurhöfnHér sjást nokkrir bátar og skip í Reykjavíkurhöfn, Gísli Árni RE 375 fyrir miðju og spurning hvaða báta og önnur skip menn bera kennsl á. Í Reykjavíkurhöfn. Þ.A. Skrifað af HH 02.01.2011 19:10Ásberg RE 22Hér kemur önnur mynd Þorgríms Aðalgeirssonar sem hann tók á sínum tíma við Reykjavíkurhöfn. Þarna er verið að landa loðnu úr Ásberg RE 22 sem var í eigu Ísbjarnarins. Smíðaður í Hollandi 1967 og hvarf af íslenskri skipaskrá árið 1977. 1041.Ásberg RE 22. © Þ.A. Skrifað af HH 02.01.2011 18:47Guðmundur RE 29Hér sjáum við myndir af loðnuskipinu Guðmundi RE 29 í Reykjavíkurhöfn. Myndirnar tók Þorgrímur Aðalgeirsson þegar Guðmundur var nýkominn í flotann og við hæfi að birta þessa mynd í byrjun vetrarvertíðar. Guðmundur RE var keyptur til Íslands frá Noregi árið 1972 en smíðaður í Karmoy 1967. 1272.Guðmundur RE 29 ex Senior H-33. Þ.A. 1272.Guðmundur RE 29 ex Senior H-33. © Þ.A. Skrifað af HH 02.01.2011 13:00Echizen MaruTogarinn Echizen Maru, sem sagt var frá hérna í gær þegar hann dró annan togara til lands í Ushuaia, sem ersyðst í Argentínu, er íslendingum ekki alveg ókunnur. Amk. einhverjum og þá sértaklega starfsmönnum ráðgjafafyrirtækisins NAVIS í Hafnarfirði en í viðtali við heimasíðu fyrirtækisins þann 5. mars 2010 segir Hjörtur Emilsson framkvæmdastjóri: "Í Montevideo í Urugvæ er nú verið að ljúka við breytingar á 90 metra argentískum frystitogara, Echizen Maru og þar hafa starfsmenn Navis undirbúið og haft eftirlit með framkvæmdum en þær snúast meðal annars um breytingar á vindubúnaði, brú, vistarverum og fleiru. Það er íslenska fyrirtækið Naust Marine ehf. sem selur allan vindubúnaðinn í skipið. Þetta er þriðji togarinn sem Navis tekur þátt í aðgerðum á fyrir argentínskar útgerðir en fyrirtækið annaðist hönnun breytinga, smíðalýsingar og útboð, auk eftirlits á framkvæmdatímanum. En hvernig víkur því við að íslenskt fyrirtæki fær verkefni sem þetta á jafn fjarlægum slóðum og raun ber vitni? "Verkefnin í Argentínu koma til í gegnum verkefni sem við höfum unnið fyrir japanskar útgerðir og þannig má segja að þetta snúist um afspurn og að maður þekki mann. En ekki síður hitt að þessar suðrænu útgerðir finna að hjá okkur Íslendingum er mikla þekkingu að finna í útgerð og skipahönnun fyrir áþekkar aðstæður og þeir búa við og þær líta því gjarnan til okkar varðandi allar nýjungar í aðferðum og tækjabúnaði, hagræðingu í rekstri um borð og afkastaukningu í fiskveiðum," segir Hjörtur. Eins og kemur fram er Echizem Naru þriðji togarinn sem NAVIS tekur þátt í breytingum á og einn þeirra er Thai An sem Sigurgeir Pétursson er skipstjóri á. Echizen Maru. © Sigurgeir Pétursson 2010. Skrifað af HH Flettingar í dag: 546 Gestir í dag: 139 Flettingar í gær: 595 Gestir í gær: 109 Samtals flettingar: 9396882 Samtals gestir: 2007674 Tölur uppfærðar: 9.12.2019 21:47:09 |
Eldra efni
clockhere Tenglar
Um mig Nafn: Hafþór HreiðarssonFarsími: 8956744Tölvupóstfang: korri@internet.isHeimilisfang: Sólbrekka 29Staðsetning: HúsavíkHeimasími: 4642030Önnur vefsíða: www.640.is |
© 2019 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is