Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2011 Janúar

11.01.2011 22:45

Ísinn '79

Hér kemur flott mynd Þorgríms Aðalgeirssonar frá ísavetrinum 1979. Hún sýnir, að mér sýnist, Helgafell skip Sambandsins, í ísnum framan við Húsavík. Fleiri myndir Þorgríms frá ísavetrinum munu birtast á næstunni og m.a. ein af Helgafellinu.

Ís á Skjálfanda 1979. © Þ.A

10.01.2011 22:45

Skipið

Hann var glæsilegur Sigþór, "Skipið" eins og hann var stundum kallaður hér á Húsavík. Rauður, reyndar dökkrauður, en rauður samt.

185.Sigþór ÞH 100 ex Sigurpáll GK 375. © Þ.A.

10.01.2011 20:56

Fleygur & Valur

Höldum okkur við Húsavík. Síðasti áratugur síðustu aldar að hefjast, eða nýhafinn, þegar þessi mynd var tekin. Fleygur og Valur í nausti.

Fleygur og Valur. © Hafþór Hreiðarsson.

10.01.2011 19:30

Fjórir bátar við bryggju

Hér kemur enn ein snilldarmyndin úr safni Þorgríms Aðalgeirssonar. Hún sýnir báta við bryggju á Húsavík og mun hún tekin árið 1970. Amk. Er innsti báturinn Kristjóns Jónsson SH 77 sem keyptur var til Húsavíkur það ár og fékk nafnið Kristbjörg ÞH 44. Utan á henni liggur Freyja ÞH 125 og næstur okkur er Kópur ÞH 114 sem síðar varð Þengill ÞH 114. Aftan við þá liggur svo Svanur ÞH 100. Þrír smíðaðir á Íslandi en einn í Danmörku.

Bátar við bryggju á Húsavík. © Þ.A.

09.01.2011 23:32

Aron

Hér kemur Aron ÞH að landi eftir dragnótaróður á Skjálfanda. Myndintekin einhvern tímann upp úr 1990, c.a. 92-93. Aron upphaflega Guðbjörg ÍS, 76 brl. smíðaður í Þýskalandi.

586.Aron ÞH 105 ex Fagranes ÞH 123. © Hafþór Hreiðarsson.

09.01.2011 21:08

Gömul jólamynd frá höfninni

Við Húsvíkingar kvöddum jólin í gær, tveim dögum síðar en venulega en það tóks samt vel. Hér kemur mynd af Húsavíkurhöfn sem ég hef tekið einhvern tímann á bilinu 1992-1995.

Við Húsavíkurhöfn á jólum. © Hafþór Hreiðarsson.

09.01.2011 18:37

Krossanes

Hér liggur Krossanesið SU 5 við þvergarðinn á Húsavík. Fyrir aftan það er Kristey ÞH 25 og hinum megin má sjá glitta í Björgu Jónsdóttur II ÞH 320 og Lóm HF 177.

177.Krossanes SU 5 ex Bergvík VE. © Hafþór Hreiðarsson.

09.01.2011 18:26

Sigurborg

Hér sjáum við betur hina nýja veltitank sem kominn er á Sigurborgina frá Grundarfirði. Óhætt að segja að útlit hennar breytist aðeins en á móti kemur betra sjóskip.


1019.Sigurborg SH 12 ex Sigurborg HU. © Hafþór 2011.

09.01.2011 15:17

Örfirisey og Dagfari

Þá koma hér myndir af Dagfara og Örfirisey sem teknar voru sama daginn, þ.e.a.s. á Sjómannadaginn 1967. Þarna voru bátarnir nýjir og undir stjórn skipstjóra sem við þekkjum allir skipaáhugamenn. Kristbjörn Árnason jafnan kallaður Bóbi var með Örfiriseyna fyrir Einar ríka og Sigurður Sigurðsson, Siggi Stýssi, með Dagfara fyrir þá Borgarhólsbræður Þór og Stefán Péturssyni. Ætli ég láti þá ekki staðar numið í bili með þessa báta.

1030.Örfirisey RE 14. © Hreiðar Olgeirsson 1967.

1037.Dagfari ÞH 70. © Þorgrímur Aðalgeirsson 1967.

08.01.2011 22:46

Dagfari ÞH 70

Hér kemur önnur mynd Þ.A af Dagfara sem hann tók á Sjómannadaginn árið 1967. Gaman að sjá hve gott veður var á Sjómannadeginum þetta árið og fólk spariklætt  og ungir menn jafnvel með hatta á höfði.

1037.Dagfari ÞH 70 © Þ.A 1967.

08.01.2011 11:26

Elding

Hér kemur mynd af aðstoðarskipinu Eldingu MB 14 sem Hafsteinn Jóhansson kafari lét smíða fyrir sig í Kópavogi árið 1967. Í dag er þetta hvalaskoðunarskip sem gert er út frá Reykjavík og heitir sínu upprunalega nafni. Þessa mynd tók Hreiðar Olgeirsson þá skipverji á Dagfara.

1047.Elding MB 14. © Hafþór Hreiðarsson.

08.01.2011 01:28

Dagfari

Hér kemur mynd Þorgríms Aðalgeirssonar af Dagfara ÞH 70 sem hann tók sama sjómannadag og Hreiðar Olgeirsson tók myndina af Örfirisey RE 14 sem birtist hér í gær. Fleiri myndir Þorgríms af Dagfara birtast á morgun.

1037.Dagfari ÞH 70. © Þ.A.

07.01.2011 23:05

Örfirisey

Örfirisey RE 14 var glæsilegt skip á sínum tíma og er enn undir nafninu Páll Jónsson GK 7. Hér liggur hún við festar við Húsavík á sjómannadag 1967 eða 1968. Hún fór í skemmtisiglingu með húsvíkinga þennan dag ásamt fleiri bátum. Hreiðar Olgeirsson tók þessa mynd en hann var á Dagfara ÞH 70 en bæði þessi skip voru ný þegar þetta var. Smíðuð 1967, Örfirisey í Hollandi en Dagfari í Þýskalandi eystra.

1030.Örfirisey RE 14. © Hreiðar Olgeirsson.

07.01.2011 22:28

Snjóbarinn Tjaldur

Þeir voru nokkuð snjóbarnir bátarnir í höfninni hér á Húsavík í dag og Tjaldur II og Þingey engin undantekning þar á.

1109.Tjaldur II ÞH 294 ex Ásborg BA. © Hafþór Hreiðarsson 2011.

07.01.2011 19:48

Húsavík í gær og dag

Hér koma tvær myndir sem ég tók við höfnina í gær og dag. Búinn að breyta þeim í svarthvítar eins og allir litvísir  menn sjá. Á fyrri myndinni sjást þrír bátar Norðursiglingar á legunni en á þeirri síðari m.a. Árni ÞH 127.


Á legunni í gær. © Hafþór Hreiðarsson 2011.

Við smábátabryggjuna í dag. © Hafþór Hreiðarsson 2011.
Flettingar í dag: 546
Gestir í dag: 139
Flettingar í gær: 595
Gestir í gær: 109
Samtals flettingar: 9396882
Samtals gestir: 2007674
Tölur uppfærðar: 9.12.2019 21:47:09
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is