Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2010 Desember

18.12.2010 17:00

Jólaljósunum fjölgar

Hér kemur ein sem ég tók áðan við höfnina, það fjölgar bátunum með seríum og það verður að nýta tækifærin þegar veðurguðinn gefur þau. Eins og glöggir menn geta séð gleymdi ég að merkja myndina Skipamyndum og því er auðvelt fyrir þá sem taka annarra manna myndir á netinu að nálgast hana. En þeir verða að vera fljótir því ég er allt eins líklegur til að skipta um og setja inn merkta mynd.

Við Húsavíkurhöfn 18 Desember 2010. © Hafþór Hreiðarsson.

18.12.2010 10:38

Norðursiglingarflotinn jólin 2003

Hér kemur ein frá Húsavíkurhöfn um jólin 2003.

Floti Norðursiglingar við bryggju jólin 2003. © Hafþór Hreiðarsson.

17.12.2010 23:07

Auðunn

Rækja var það heillin, Auðunn ÍS 110 á toginu.

1014.Auðunn ÍS 110 ex Arney KE 50. © Sigfús Jónsson.

17.12.2010 22:46

Andri

Ég hef nú alltaf reynt að sjá eitthvað fallegt við alla báta og það er ágætislitur á þessum. Þarna er hann að koma til Akureyrar þar sem hann gekk í gegnum miklar breytingar og er bara flottur í dag. Og heitir Finnur.

1542.Andri KE. © Hafþór Hreiðarsson.

15.12.2010 23:12

Ufsaseiðaveiðar

Húsvíkingurinn og togarajaxlinn Gunnþór Sigurgeirsson býr syðra og í dag þegar hann var á ferðinni um eina af höfnum Gnarrenburgar hitti hann á tvo sveitunga sína og einn vopnfirðing. Þeir eru í áhöfn Lundeyjar sem liggur í höfn og var Guðlaugur Rúnar Jónsson að veiða ufsaseiði sem gnótt var af þarna. Ekki fylgdi sögunni hvort almennur fæðuskortu var um borð í Lundey eður ei en frekar álitið að um vísindaveiðar væri að ræða. Með Rúnari á myndinnir eru Júlíus Jónasson og Sævar Jónsson.
Guðlaugur Rúnar, Júlíus og Sævar. © Gunnþór Sigurgeirsson 2010.

12.12.2010 22:59

Við Húsavíkurhöfn í kvöld

Hendi hér inn einni mynd á harðahlaupum en hana tók ég nú um tíuleytið í kvöld.

Við Húsavíkurhöfn í kvöld. © Hafþór Hreiðarsson 2010.

12.12.2010 12:26

Dagatalið góða

Þá er dagatal Skipamynda klárt í prentun og verður látið vaða í vikunni sem nú er að byrja. Ef einhverjir hafa áhuga á að kaupa það er um að gera að senda mér póst á netfangið korri@simnet.is.


Húsavíkurhöfn á árum áður.

11.12.2010 01:08

Hólmsteinn

Hér er einn kunnuglegur á ferðinni, Hólmsteinn GK 20 úr Garðinum kemur til hafnar í Sandgerði kl. 13:40 6. marz árið 2005. Hann er ekki mikið á ferðinni lengur en þeir sem eru á ferðinni á Garðskaganum ættu að sjá hann þar sem hannstendur við byggðarsafnið í Garði.

573.Hólmsteinn GK 20. © Hafþór Hreiðarsson 2005.

10.12.2010 20:16

Siglt á slóðir Náttfara

Hér kemur mynd frá árinu 2007, nánar tiltekið í júlí mánuðui þegar Landnámssiglingin var farin í snilldarveðri. Í Landnámssiglingunni, sem er partur af dagskrá sænskra daga/Mærudaga, er siglt yfir Skjálfanda og á slóðir þrælsins Náttfara. Farið í  land í Rauðuvík og grillað.

Siglt á slóðir Náttfara. © Hafþór Hreiðarsson 2007.

09.12.2010 22:36

Á Finnskaflóa

Eyjólfur Bjarnason stýrimaður sendi mér nokkrar myndir sem hann tók þegar hann var á rannsóknarskipinu Neptune og hér kemur sú fyrsta. Hún sýnir þýska bílaflutningaskipið Elbe-Highway á 24 hnúta hraða á spegilsléttum Finnskaflóa.

Elbe-Highway. © Eyjólfur Bjarnason 2010.

06.12.2010 18:57

Einn að koma annar að fara

Skjálfandi í dag, einn að fara og annar að koma.

Á Skjálfanda í dag. © Hafþór Hreiðarsson 2010.

03.12.2010 20:49

Er þetta löglegt ?

Er nokkuð bannað að birta fleiri en eina mynd af sama bátnum sama daginn ? Alltént er hér komin önnur af Sæborginni. Mér finnst hún bara flott svo það var látið vaða. Ef þetta er bannað látið vita í athugasemdarkerfinu, yfirleitt nóg pláss þar.

1475.Sæborg ÞH 55 ex Eyvindur KE 37. © Hafþór Hreiðarsson 2005.

03.12.2010 20:32

Björg Jónsdóttir

Hér kemur mynd frá sjómannadeginum 2005, en myndin af Sæborginni í færsluni að neðan er einnig tekin þann dag. Hér er það Björg Jónsdóttir ÞH 321 sem öslar norður í átt að Lundey þar sem siglt var í kringum eyjuna og aftur til hafnar á Húsavík.

2618.Björg Jónsdóttir ÞH 321 ex Birkiland ÞH. © Hafþór 2005.

03.12.2010 20:16

Sæborg

Hér kemur ein af Sæborginni, þeim stærsta og glæsilegasta frá Bátaverkstæði Gunnlaugi og Trausta. Afhentur veturinn 1977. Söguna þekkjum við en til upprifjunar: Sæborg ÞH 55, Eyvindur KE 37, Sæborg ÞH 55 og í dag Gunnar Halldórs ÍS 45.

1475.Sæborg ÞH 55 ex Eyvindur KE 37. © Hafþór Hreiðarsson 2005.

03.12.2010 20:08

Framkvæmdir við höfnina

Árni Helgason verktaki frá Ólafsfirði hefur hafið framkvæmdir við Húsavíkurhöfn sem fólgnar eru í því að breikka stéttina til suðurs, dýpka þar fyrir framan og koma fyrir flotbryggju.


Stéttin verður breikkuð frá syðstu flotbryggjunni að Suðurgarðinum. Þá verður flotbryggjunni, sem nú liggur frá norðri til suðurs í höfninni, komið fyrir 30 metrum sunnan við fyrrnefnda bryggju.


Frá Húsavíkurhöfn í síðustu viku. © Hafþór Hreiðarsson.
Flettingar í dag: 294
Gestir í dag: 65
Flettingar í gær: 691
Gestir í gær: 173
Samtals flettingar: 9397321
Samtals gestir: 2007773
Tölur uppfærðar: 10.12.2019 05:34:30
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is