Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2010 Desember

31.12.2010 14:57

Nesfiskur kaupir Geirfugl GK

Nesfiskur hefur fest kaup á Geirfugl GK 66 frá Grindavík og kom hann til hafnar í Sandgerði upp úr hádeginu í dag. Arnbjörn Eiríksson tók þessa mynd og sendi mér.
2746.Geirfugl GK 66. © Arnbjörn Eiríksson 2010.

31.12.2010 14:32

Votaberg

Votabergið kvaddi okkur líka á árinu undir nafninu Óskar en eins og flestir vita hét báturinn upphaflega Óskar Halldórsson RE 157. Smíðaður í Hollandi, brotinn niður í Belgíu. Þessa mynd tók Olgeir Sigurðsson af Votaberginu á rækjumiðunum í den.

962.Votaberg SU 10 ex Gestur SU 160. © Olgeir Sigurðsson.

31.12.2010 14:12

Súlan

Þeir eru nokkrir sem hafa kvatt okkur á árinu sem nú er að líða í aldanna skaut. Þá á ég við bátarnir. Súlan EA 300 er einn þeirrra og hér birtist skemmtileg mynd Sigfúsar Jónssonar af henni.

1060.Súlan EA 300. © Sigfús Jónsson.

31.12.2010 11:17

Vilja verja sjómannaafsláttinn

Aðalfundur Sjómannadeildar Framsýnar fór fram í gær og var Björn Valur Gíslason alþingismaður gestur fundarins. Fundurinn var óvenju langur og fjörugur en hann hófst kl. 16:00 og var slitið formlega upp úr kl. 20:00

 

Óformlegum samræðum var þó fram haldið fram að miðnætti. Í heildina stóðu umræður því yfir í átta klukkutíma. Fundarmenn voru mjög ánægðir með starfsemi deildarinnar á starfsárinu. Þá gáfu fundarmenn sér einnig góðan tíma til að ræða kjaramál og málefni lífeyrissjóða.

 

Stjórnin var endurkjörin en hana skipa, Jakob G. Hjaltalín, Haukur Hauksson, Björn Viðar, Stefán Hallgrímsson og Kristján Þorvarðarson.


 

Á fundinum kom fram krafa um að álykta um sjómannaafsláttinn og aðild atvinnurekenda að stjórnum lífeyrissjóða.

Ályktunin er eftirfarandi:

Sjómannadeild Framsýnar- stéttarfélags Þingeyinga samþykkti samhljóða  á aðalfundi sínum í gær ályktun um sjómannaafsláttinn og aðild atvinnurekenda að stjórnum lífeyrissjóða. Ályktunin er eftirfarandi:

"Aðalfundur Sjómannadeildar Framsýnar, stéttarfélags krefst þess að stjórnvöld falli frá áformum um að leggja niður sjómannaafsláttinn í áföngum á næstu árum. Þá beinir félagið þeim tilmælum til Sjómannasambands Íslands að ekki verði skrifað undir nýjan kjarasamning við LÍÚ, nema fyrir liggi yfirlýsing frá stjórnvöldum, um að þeir muni breyta lögum þannig að sjómannaafslátturinn fari að virka aftur með sambærilegum hætti og verið hefur.

Þá leggur Sjómannadeild Framsýnar áherslu á að Sjómannasambandið beiti sér fyrir því að stjórn Lífeyrissjóðsins Gildi verði skipuð sjóðfélögum með þekkingu á lífeyrissjóðsmálum og sem hafa hagmuna að gæta en ekki atvinnurekendum."

Meira má lesa frá fundinum á heimasíðu stéttarfélaganna.

30.12.2010 22:31

Örn aftur

Örninn aftur og nú er það mynd Sigfúsar Jónssonar sem hann tók þegar hann var á Björgu Jónsdóttur. Þegar þarna var komið við sögu var talsvert búið að breyta bátnum en síðan var honum gjörbreytt eða rétta sagt byggt nýtt skip.

1012.Örn KE 13 ex Örn SK 50. © Sigfús Jónsson.

30.12.2010 21:58

Örn

Þessi mynd Hreiðars Olgeirssonar birtist á árdögum þessarar síðu en nú er hún birt aftur. Síðuritari hefur farið örlítið fram við myndvinnslu og búið er að laga þessa mynd dulítið og hreinsa. Þetta er samt ekki eins og á síðum margra glanstímaritanna þar sem fólk er nánast óþekkjanlegt eftir vinnslu myndanna og eftir stendur að sem fyrr er það Örn RE 1 sem er á myndinni.

1012.Örn RE 1. © Hreiðar Olgeirsson.

29.12.2010 20:23

Ólafur Magnússon

Það sem eftir er af þessum og brennanlegt er verður í áramótabrennu við Hvammstanga eftir því semég sá á netinu. Hér á myndinni er hann að koma til hafnar í Sandgerði undir nafninu Ólafur Magnússon og einkennisstafir og númer HF 77.

711.Ólafur Magnússon HF 77 ex SH 46. © Hafþór 2002.

29.12.2010 19:43

Klettsvík

Klettsvík SH kemur hér til hafnar í Ólafsvík en myndina tók Alfons Finnsson. Klettsvíkin var smíðuð í Garðabæ fyrir Fiskiðjuna Freyju á Suðureyri og hét upphaflega Trausti ÍS 300. Sögu þessa báts hefur verið gerð skil hér áður en hans síðasta nafn var Páll á Bakka ÍS.

1170.Klettsvík SH 343 ex Bervík SH. © Alfons Finnsson.

28.12.2010 18:51

Skata var það heillin

Addi stýssa skólabróðir og fyrrum skipasfélagi bauð mér í skötuveislu á Þorláksmessu sem ég og þáði. Kristján Arnarson var með honum í þessu og var veislan haldin í skúrnum hjá Adda en hann gerir út Þingey ÞH og Siggi pabbi hans Vin ÞH. Kartöflurnar, rófurnar og rúgbrauðið var hið mesta lostæti og þá nartaði ég í skötuna sem kom vestan úr Hnífsdal fyrir milligöngu Ásgeir Hólm útgerðamanns á Auði ÞH en hann er að vestan.

Arnar Sigurðsson fylgist með að allt sé undir control við matreiðsluna. © HH 2010.


Kristján Arnarson bauð til veislunnar með Arnari. © HH

Þessir fyrrum nótaskipstjórar létu sig ekki vanta. © Hafþór 2010.

Addi saddur en fékk sér nú samt meira. © HH.

27.12.2010 13:32

Dagatal Skipamynda 2011

Nú ættu allir sem pöntuðu dagatal Skipamynda að vera búnir að fá það í hendur. Nema kannski þeir sem búa erlendis og sem eiga pantað úr annari prentun. Því ætla ég að birta það hér og minni á að einhver eintök eru óseld. verðið 2500 kall.

Um leið vil ég þakka þeim sem keypt hafa dagatalið því án þeirra væri þetta ekki hægt.

Skoða má dagatalið  HÉR

26.12.2010 21:38

Guðrún Björg & Guðrún Björg

Guðrún Björg og Guðrún Björg saman við bryggju. Þegar þarna var komið í útgerðarsögu Óskars Karlssonar var hann kominn með nýja Guðrúnu Björgu til heimahafnar á Húsavík og sú gamla ófarin.

462.Guðrún Björg ÞH 60-472.Guðrún Björg ÞH 60. © HH

26.12.2010 21:25

Rán

Rán BA 57 varð síðar Guðrún Björg ÞH 60 eins og margir skipaáhugamenn vita en sögu þessa báts hefur verið gerð skil hér á síðunni áður.

472.Rán BA 57 ex Jói á Nesi SH 159. © Hafþór Hreiðarsson.

26.12.2010 21:12

Kristbjörg

Kristbjörg ÞH 44 kemur hér til hafnar á Húsavíkeftir dragnótaróður á Skjálfanda. Ekkert meira um það að segja held ég. Slippur framundan sýnist mér þó, eða kannski rækjan hafi verið tekin fyrst.

1420.Kristbjörg ÞH 44. © Hafþór Hreiðarsson.

26.12.2010 20:55

Skálaberg

Skálaberg ÞH 244 að koma að bryggju á Húsavík og Haukur Hauksson gerir sig kláran með springinn.

923.Skálaberg ÞH 244 ex Sigurður Þorkelsson ÍS 200. © Hafþór.
Flettingar í dag: 457
Gestir í dag: 82
Flettingar í gær: 694
Gestir í gær: 121
Samtals flettingar: 9394382
Samtals gestir: 2007263
Tölur uppfærðar: 6.12.2019 12:16:01
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is