Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2010 Nóvember

07.11.2010 13:24

Dagatalið 2011

Vil minna áhugasama að enn er nægur tími til að panta skipamyndadagalið fyrir næsta ár. Reikna með að það verði prentað í byrjun Desember. Panta má á korri@simnet.is

06.11.2010 18:43

Nanna Ósk II

Nanna Ósk II ÞH 133 kom til heimahafnar á Raufarhöfn í gærkveldi en eins og áður hefur komið hér fram er báturinn nýsmíði frá Trefjum. Ég var á Raufarhöfn í dag ásamt Aðalsteini Árna Baldurssyni formanni Framsýnar-stéttarfélags og kíktum við um borð og óskuðum eigendum til hamingju með bátinn. Þeir bræður, Ragnar og Hólmgrímur, voru meira en til í að taka myndatökurúnt sem þeir og gerðu. Við Aðalsteinn tókum myndir og fórum svo að þakka fyrir og þá var okkur boðið um borð í annan rúnt semog við þáðum. Báturinn er mjög flottur að öllu leyti nema þá helst að það er Liverpoolmerki á bakborðshliðinni. þar hefði verið mun fallegra að hafa hið íðilfagra merki Newcastle United emoticon Annars ætla þeir bræður á línuveiðar inn skamms en þeir hafa einnig gert út á þorska- og grásleppunet á bátum sínum. Þeir eiga fyrir Nönnu Ósk ÞH 333 en hafa selt Andra ÞH.

2793.Nanna Ósk II ÞH 133. © Hafþór Hreiðarsson 2010.

Ragnar og Hólmgrímur ásamt Ínu Soffíu dóttur Hólmgríms í brúnni á nýja bátnum.

Fleiri myndir af bát þeirra bræðra birtast hér á morgun.

05.11.2010 23:07

Ég bý á Húsavík

Vér mótmælum allir sagði einhver um árið og nú vil ég mótmæla. Félagi vor Emil Páll segir á síðu sinni í dag að Húsavík heiti nú Norðurþing. Þar sem ekki er hægt að leiðrétta það á hans síðu segi ég hér og nú að ég bý á Húsavík, er borinn þar og barnfæddur. Sveitarfélagið Norðurþing varð til fyrir nokkrum árum við sameiningu nokkurra sveiterfélaga í Þingeyjarsýslu. En það breytir því ekkert að Húsavík er Húsavík, Kópasker er Kópasker og Raufarhöfn er Raufarhöfn. Alveg eins og Keflavík er Keflavík og svo framvegis. En ekki má skilja sem svo að mér líki ekki við Kópasker eða Raufarhöfn, ég bara er Húsvíkingur búsettur á Húsavík sem heitir Húsavík.

Húsavík í sveitarfélaginu Norðurþingi. © Hafþór Hreiðarsson 2010.

05.11.2010 23:03

Þinganesið aftur

Þá kemur önnur af Þinganesinu og ekkert meira um það að segja.

2040.Þinganes SF 25. © Hafþór Hreiðarsson 2010.

04.11.2010 18:20

Axel again

Sumt breytist ekki og einn af þeim sem sækja síðuna heim vill hafa hana í lit. Hringdi í mig blessaður og því ekkert annað í stöðunni en að henda inn annari mynd af Axel. Axel er í eigu Dregg Shipping ehf á Akureyri og er með heimahöfn í Valletta á Möltu. Skipið var að koma með brettatimbur fyrir CH-Pökkunarfélag til landsins.

Axel er í eigu Dregg Shipping ehf. á Akureyri. © Hafþór 2010.

04.11.2010 18:00

Þinganes

Ekki var ég búinn að vinna lengi eftir að hafa myndað flutningaskipið Axel þegar ég leit út um gluggann og sá möstur og gálga við Bökugarðinn.Taldi mig þekkja hver væri þar á ferð og þar sem ég held að hann hafi aldrei áður komið til hafnar á Húsavík stökk ég af stað. Stal Hiluxfjallajeppa vinnufélaga míns og brunaði fram garðinn og náði að smella nokkrum myndum af Þinganesinu frá Hornafirði. Þinganesið er einn fjögurra togbáta sem smíðaðir voru í Aveiro í Portúgal fyrir íslendinga. Hann er sá eini þeirra sem ekki hefur verið breytt og er í eigu Skinneyjar-Þinganess á Hornafirði. Hvað hann var að gera hingað til Húsavíkur veit ég ekki en hann fór út aftur eftir stutt stopp.

2040.Þinganes SF 25 © Hafþór Hreiðarsson 2010.

04.11.2010 17:43

Axel

Flutningaskipið Axel kom hingað til Húsavíkur í morgun og smellti ég af nokkrum myndum af því við komuna. Ekki var nú birtan til að hrópa húrra fyrir en þar sem komur flutningaskipa eru ekki algengar nú orðið henti ég frá mér byssunni og greip til myndavélarinnar. Til gamans breytti ég myndinni yfir í gamaldags svarthvíta og læt hana flakka svoleiðis.

Axel á Skjálfanda í morgun. © Hafþór Hreiðarsson 2010.

03.11.2010 16:18

Kallinn í brúnni

Karlinn í brúnni er hér

02.11.2010 21:16

Meira af Kristínu


972.Kristín ÞH 157 ex Kristín GK 157. © Hafþór Hreiðarsson 2010.

972.Kristín ÞH 157 upphaflega Þorsteinn RE 303. © Hafþór 2010.

972.Kristín ÞH 157 ex Kristín GK 157. © Hafþór Hreiðarsson 2010.

02.11.2010 15:58

Kristín

Kristín ÞH landaði í heimahöfn á Húsavík í dag og þessa mynd tók ég af henni þegar hún lagði upp í næstu veiðiferð.

972.Kristín ÞH 157 ex Kristín GK 157. © Hafþór Hreiðarsson 2010.

01.11.2010 19:44

Narfi

Hér sjáum við Narfa VE 108 á útleið frá Vestmannaeyjum, eða það held ég örugglega enda ekki hagvanur í eða við eyjar. Smíðaður í Elmshorni í Þýskalandi 1956 og hét Stígandi VE í upphafi. Myndina tók Sigmar Ingólfsson þá skipverji á Erni KE 13.

795.Narfi VE 108 ex Drífa VE 300. © Sigmar Ingólfsson.

01.11.2010 18:11

Arnar

Seiglubáturinn Arnar SH frá Stykkishólmi hefur nú verið yfirbyggður. Ekki veit ég gjörla hvar það var gert en þetta kemur ágætlega út. Báturinn hét, eins og margir vita, áður Happasæll KE.

2660.Arnar SH 157 ex Happasæll KE 94. © Alfons Finnsson 2010.

Flettingar í dag: 517
Gestir í dag: 137
Flettingar í gær: 595
Gestir í gær: 109
Samtals flettingar: 9396853
Samtals gestir: 2007672
Tölur uppfærðar: 9.12.2019 21:15:59
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is