Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2010 Nóvember

14.11.2010 20:16

Hrímnir

Jæja ætli menn séu ekki að verða búnir að fá nóg af þessum eikarbátum í bili ? En það er best að halda aðeins áfram með þá. Hér kemur Hrímnir ÁR 51 sem í dag heitir Sylvía en upphaflega Sigrún ÞH frá Grenivík.

1468.Hrímnir ÁR 51 ex Von BA. © Hafþór Hreiðarsson.

14.11.2010 16:35

Ægir Jóhannsson

Áfram skal haldið með Vararbátana og hér kemur Ægir Jóhannsson ÞH 212 sem eins og fleiri bátar Bátasmiðjunnar Varar var smíðaður fyrir Grenvíkinga. heitir í dag Birta VE en mun fá nýtt nafn eftir að hann var seldur nýlega. Hörður Harðarson tók myndina á sínum tíma og gaf mér en báturinn er sennilegast í eigu Útgerðarfélagsins Njarðar þegar myndin var tekin.

1430.Ægir Jóhannsson ÞH 212. © Hörður Harðarson.

14.11.2010 16:25

Gulltoppur

Eik, eik og aftur eik. Hér það 1414 enn og aftur. Nú undir nafninu Gulltoppur ÁR 321. Er ekki frá því að ég hafi tekið þessa mynd stuttu áður en hann var seldur til Húsavíkur.

1414.Gulltoppur ÁR 321 ex Aðalbjörg II RE 236. © Hafþór Hreiðarsson.

13.11.2010 21:04

Sæljón

Enn eru það eikarbátarnir frá Vör sem eru í aðalhlutverki. Og aftur sá sem ber skipaskrárnúmerið 1499. Sæljón RE heitir hann á myndinni og var að koma til hafnar í Reykjavík þegar ég tók myndina. Að haustlagi minnir mig, sennilega 1985.

1499.Sæljón RE 19 ex Flosi ÍS 15. © Hafþór Hreiðarsson.

11.11.2010 20:43

Harpa

Eikin aftur og enn einn frá Bátasmiðjunni Vör á Akureyri. Andskoti sjúskaður þarna en glæsilegur í dag, Hét upphaflega Sigrún ÞH 169 frá Grenivík en þegar þessi mynd var tekin hét báturinn Harpa GK 40. Lengst af hét hann Reykjaborg RE 25 en allar upplýsingar um þessa báta frá Vör má finna á finna á síðu Árna Björns Árnasonar á Akureyri. Í dagheitir þessi bátur Sylvía og siglir með farþega á hvalaslóðir Skjálfanda yfir sumartímann, reyndar frá vori og fram á haust.

1468.Harpa GK 40 ex Hrímnir ÁR 51. © Hafþór Hreiðarsson 2003.

11.11.2010 20:11

Sjöfn og Dodda

Þá er það plastið. Þegar GPG keypti Fiskiðjuna Bjarg á Bakkafirði 2004 voru í pakkanum tveit bátar, Sjöfn NS 123 sem smíðaður var á Akureyri og Dodda NS 2 sem smíðuð var í Hafnarfirði. Og hér birtast myndir af þeim sem teknar voru sumarið 2004. Þá hafði Dodda fengið ÞH 39 á kinnunginn en Sjöfn varð aldei ÞH. Seld suður þar sem hún fékk nafnið Stafnes KE 130 en heitir í dag Gunnþór ÞH 75. Dodda var gerð út hér þar til útgerði, Dodda ehf, fékk nýjan bát sem Karólína ÞH 111 hét.  Í dag er Dodda vestur á ströndum þar sem hún heitir Sigurey ST 22.

2459.Sjöfn NS 123. © Hafþór Hreiðarsson 2004.

2478.Dodda ÞH 39 ex Dodda NS 2. Hafþór Hreiðarsson 2004.

11.11.2010 19:36

Níels Jónsson

Aftur er það Vararbátur sem smíðaður var fyrir Vestfirðinga. Arnarnes ÍS 133 hét hann og var í eigu samnefnds fyrirtækis sem seldi hann norður á Hauganes á smíðaárinu. Síðan þá hefur hann heitið Níels Jónsson EA 106 og verið í eigu sömu fjölskyldu alla tíð.

1357.Níels Jónsson EA 106 ex Arnarnes ÍS 133. © Hafþór 2004.

11.11.2010 19:21

Jónas sonur Guðmundar

Hér birtist síðasti 29 brl. eikarbáturinn sem Bátasmiðjan Vör byggði og var afhentur árið 1977. Hét upphaflega Flosi ÍS 15 og var frá Bolungarvík. Lengi hét hann Sæljón RE 19 en í dag heitir hann Ýmir BA 32. Þegar þessi mynd var tekin í febrúarbyrjun 2004 hét hann Jónas Guðmundsson GK 475.

1499.Jónas Guðmundsson GK 475 ex Jón Aðal SF. © Hafþór 2004.

10.11.2010 21:49

Í slipp

Hér gefur að líta stærsta trébát sem farið hefur í slipp á Húsavík. Þetta er Björg Jónsdóttir ÞH 321 sem mældist 131 brl. ef ég man rétt. Upphaflega Þorbjörn II GK 541 og smíðaður í Svíþjóð.

263.Björg Jónsdóttir ÞH 321 x Gandí VE 171. © Hafþór Hreiðarsson.

10.11.2010 15:12

Haförn heitir nú Ási

Haförn ÞH 26 hefur nú samkvæmt vef Fiskistofu fengið nafnið Ási ÞH 3. Eins og menn sem heimsækja síðuna kom nýr Haförn til Húsavíkur í haust og leysti þann gamla af hólmi. Hann hefur síðustu vikurnar staðið í slipp á Akureyri og var gamla nafnið enn á honum síðast þegar ég átti þar leið um.

1414.Haförn ÞH 26 ex Gulltoppur ÁR 321. © Hafþór Hreiðarsson 2009.

09.11.2010 23:13

Fiskihúfa Aðalsteins

Þegar við Aðalsteinn Árni Baldursson formaður Framsýnar-stéttarfélags fórum um borð í Nönnu Ósk II á Raufarhöfn færði Aðalsteinn þeim bræðrum, Ragnari og Hólmgrími húfu að gjöf í tilefni komu nýja bátsins. Húfurnar, sem merktar eru Framsýn, eru að sögn Aðalsteins miklar fiskihúfur. Kunnugir sögðu mér reyndar að þeir bræður þyrftu engar sérstakar fiskihúfur því nóg fiskuðu þeir.  Á myndinni hér að neðan er Aðalsteinn að gefa Hólmgrími húfuna.

Hólmgrímur Jóhannsson og Aðalsteinn Árni Baldursson. © HH 2010.

07.11.2010 21:28

Orri er maðurinn

Þegar stórt er spurt er oft fátt um svör en nú er spurningin einföld. Hver er maðurinn ?
Jú það kom fljótt og maðurinn er enginn annar en golfarinn Sveinbjörn Orri. Orri er seyðfirðingur og er á togaranum Gullver

Sveinbjörn Orri. © Alfons Finnsson.

07.11.2010 21:13

Liverpool ósigrað

Eins og margir hafa tekið eftir er merki Liverpool á nýjum báti þeirra Vogabræðra, Nönnu Ósk II ÞH 133. Ég er farinn að halda að það sé til heilla því mér sýnist að lið Liverpool hafi ekki verið lagt að velli síðan frétt kom þess efnis á vef Trefja að báturinn hafi verið afhentur nýjum eigendum.

2793.Nanna Ósk II ÞH 133. © Hafþór Hreiðarsson 2010.

07.11.2010 20:23

Nanna Ósk II aftur

Þá er að setja inn nokkrar myndir til viðbótar af Nönnu Ósk II frá Raufarhöfn enda glæsilegur bátur þar á ferð.

2793.Nanna Ósk II ÞH 133. © Hafþór Hreiðarsson 2010.

2793.Nanna Ósk II ÞH 133. © Hafþór Hreiðarsson 2010.

2793.Nanna Ósk II ÞH 133. © Hafþór Hreiðarsson 2010.

2793.Nanna Ósk II ÞH 133. © Hafþór Hreiðarsson 2010.

2793.Nanna Ósk II ÞH 133. © Hafþór Hreiðarsson 2010.

07.11.2010 17:50

Rauðinúpur og Kötluvík

Ég rakst á þessa flottu mynd á netinu fyrr í haust og í ferð minni til Raufarhafnar í gær hitti ég þá bræður Agnar og Einar Ólasyni frá Kópaskeri sem eiga Rauðanúp. Mig langaði að birta þessa mynd og eins og lög gera ráð fyrir falaðist ég eftir leyfi til þess. Það var auðsótt mál og sendi Agnar mér myndina ásamt fleirum og eftirfarandi textifylgdi með:

Myndin er tekin á Skálaneslónum (höfn Haraldar Sigurðssonar, móðurbróður míns og fyrrverandi eiganda Kötluvíkur ÞH 31, í Núpskötlu) sunnudaginn 18/7 2010. Þá fórum við Jón Tryggvi, eigandi Kötluvíkur, á báðum bátunum frá Kópaskeri út í Núpskötlu, þar sem ljóst var að mánudagurinn 19. yrði síðasti strandveiðidagurinn í júlímánuði á svæði C. Þannig styttum við okkur stímið á miðin austur við Rifstanga um ca 2,5 klst á þessum hæggengu bátum.


6297.Rauðinúpur ÞH 160-6047.Kötluvík ÞH 31. © Óli Björn Einarsson 2010.Flettingar í dag: 517
Gestir í dag: 137
Flettingar í gær: 595
Gestir í gær: 109
Samtals flettingar: 9396853
Samtals gestir: 2007672
Tölur uppfærðar: 9.12.2019 21:15:59
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is