Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2010 Nóvember

20.11.2010 20:10

Hólmsteinn

Hér kemur Hólmsteinn GK úr Garðinum í land á vetrarvertíðinni árið 2005. Í dag er hann orðinn að safngrip á þurru landi og er við Byggðarsafnið á Garðskaga.

573.Hólmsteinn GK 20 ex Hafdís GK 20. © Hafþór Hreiðarson 2005.

20.11.2010 17:59

Hafþór fór mikinn á dögunum ....

Hafþór fór mikinn á dögunum.........segir á síðu EPJ í dag og er hann þar að vísa í að um daginn gerði ég athugasemd við skrif hans undir mynd frá Húsavík. Þar sagði hann réttilega myndirnar vera teknar á Húsavík sem í dag heitir Norðurþing.  Ég skrifaði sem sagt færslu, því ekki er hægt að skrifa athugasemdir við skrif EPJ,  þar sem ég vildi meina að ætti heima á Húsavík, og segi það og skrifa að ég tel svo vera hvað svo sem Herra EPJ segir. Á milli okkar fóru tölvupóstar sem hann vitnar í, greinilegt að það sem maður sendir honum í tölvupósti er ekki bara okkar tveggja á milli. En enn þann dag í dag bý ég á Húsavík hvað sem gamli blaðamaðurinn segir og sveitarfélagið heitir Norðurþing. En ég breyti ekki fyrri færslu ef það er það sem EPJ er að fara fram á í hugrenningum sínum í dag.

Húsavík við Skjálfanda. © Hafþór Hreiðarsson 2010.

20.11.2010 13:15

Kári

Hér kemur mynd sem Jón Skúli Skúlason frændi minn sendi mér nú áðan. Hún sýnir vélbátinn Kára frá Kópaskeri. Myndina tók Árni Páll Ragnarsson frá Útskálum á Kópaskeri en báturinn er þarna í  fjörunni við Kópasker. Kári var smíðaður í Hafnarfirði fyrir bræðurnar Þorstein og Skúla Þór Jónssyni og  Brynjar Þ. Halldórsson árið 1961. Upphaflega var hann búinn 40 hestafla Bolinder vél og mældist 9 brl. að stærð. Þeir seldu Kára árið 1966 til Grundarfjarðar þar sem hann fékk nafnið Klakkur SH 72. Hann skipti nokkru sinnum um eigendur en hélt alltaf Klakksnafninu, var RE, ÞH og loks EA en þá einkennisstafi bar hann 1988 þegar hann var í eigu Hallgríms Skaptasonar á Akureyri. (Íslensk skip)


633.Kári ÞH 84. © Árni Páll Ragnarsson.

20.11.2010 11:27

Andvari TH 101

Sigurður Bergsveinsson sendi mér þessa mynd úr safni föður síns í morgun. Hann tók hana á Akureyri árið 1942 og sýnir hún trillubátinn Andvara TH 101 á prufusiglingu á Eyjafirði. Það var Skipasmíðastöð KEA sem smíðaði bátinn fyrir Vilhjálm Guðmundsson ofl. á Syðra-Lóni við Þórshöfn.

Á vef Árna Björns Árnasonar um eyfirska báta- og skipasmíði segir m.a. að Andvari TH 101 sé bátur númer fjögur hjá Skipasmíðastöð KEA .

Þar segir jafnframt að Andvari, sem er með stýrishús og bakka, sé afturbyggður súðbyrðingur með kappa og mælist 4,55 brl. að stærð. Hann var í eigu kaupenda í tólf ár en bar síðar einkennisstafina TH 137 sem hann hefur fengið við fyrstu eigendaskipti.

Báturinn hét Andvari ÞH-137, með heimahöfn á Þórshöfn, er hann var felldur
af skrá 7. júlí 1986 og hafði þá ekki verið skoðaður árum saman.

Heimild:  aba.is


Andvari TH 101. © Bergsveinn Breiðfjörð Gíslason 1942.


19.11.2010 22:53

Gulur, rauður, grænn og blár

Gulur, rauður, grænn og blár og allir að austan.

1039.Gjafar VE 600 ex Jóhann Gíslason ÁR. © Hafþór Hreiðarsson.

967.Marta Ágústsdóttir GK 31 ex Bergir Vigfús GK 53. © Hafþór.

973.Björg Jónsdóttir ÞH 321 ex Galti ÞH 320. © Hafþór.

972.Lýtingur NS 250 ex Stjörnutindur SU 159. © Hafþór Hreiðarsson.

19.11.2010 21:33

Þrír á þriðja hundraðinu

Hér koma þrír þriðja hundraðinu, tveir sænskir og einn norskur. Þeir sænsku smíðaðir í Djupvik og Marstrand en sá norski í Þrándheimi. Sennilega hafa allar þessar myndir birts áður en eftir fimm ár er ekkert skrítið að maður fari að endurtaka sig.

242.Geir goði GK 220 ex Guðbjörg GK. © Hafþór Hreiðarsson 1993.

250.Skinney SF 30 ex Ísleifur IV ÁR 463. © Hafþór Hreiðarsson 1984 eða 6.

263.Björg Jónsdóttir ÞH 321 ex Gandí VE 171. © Hafþór Hreiðarson.

18.11.2010 19:54

Palli

Hér Garðar Jónasson að fiska í soðið á Skjálfanda um árið. Og ekki orð um það meir.

5959.Palli ÞH 57. © Hafþór Hreiðarsson.

17.11.2010 20:08

Hraunsvík

Þá er best að afeika sig smá. En íslenskt er það ennþá og Hraunsvík hét þessi þegar myndin var tekin. Smíðaður 1990 í Reykjavík, skutlengdur 1995. Hét upphaflega Jón Garðar KE 1 en í dag Fjóla SH 7.

2070.Hraunsvík GK 75  ex Jón Garðar KE 1. © Hafþór Hreiðarsson 2006.

16.11.2010 21:38

Gunnar Hámundarson

Hér kemur einn öldungur sem þarf ekki að kynna. Þessi mynd hefur reyndar birts hér áður en það skiptir engu. Ekki síst á degi íslenskrar tungu því ekkert er íslenskara en Gunnar Hámundarson.

500.Gunnar Hámundarson GK 357. © Hafþór Hreiðarsson.

16.11.2010 21:13

Ársæll Sigurðsson

Ég vissi það. Fann myndina af Ársæli Sigurðssyni og hér kemur hún. Þessi bátur, sem smíðaður var 1973, hét upphaflega Frosti ÞH 230 og var i eigu Frosta hf. á Grenivík. Haustið 1978 kaupir Pálmi Karlsson á Húsavík bátinn sem fær nafnið Helga Guðmundsdóttir ÞH 230. Hann flytur síðan suður til Reykjavíkur nokkrum árum síðar og báturinn fær RE 104 á kinnunginn en heldur nafninu. Því næst fær hann nafnið Reynir AK og eftir það hefur hann heitið mörgum nöfnum. Í dag heitir hann Láki SH 55 og er ferðaþjónustubátur í eigu Gísla Ólafssonar í Grundarfirði.

1373.Ársæll Sigurðsson HF 80 ex Herdís SH. © Hafþór Hreiðarsson.

15.11.2010 22:11

Þorleifur

Enn er það sami grauturinn í sömu skálinni. Þ.e.a.s bátar frá Bátasmiðjunni Vör á Akureyri. Nú er það Þorleifur EA 88 og er hann á mynd sem Hreiðar Olgeirsson tók. Man ekki alveg hvort Þorleifur var að koma og draga Kristbjörgina en einhvern veginn held ég það. Upphaflega Hrönn ÞH eins og áður hefur komið fram en síðar skiptu Gylfi og Garðar og fengu Guðrúnu Jónsdóttur SI 155 í staðinn. 50 brl. eikarbát sem síðast hét Reynir GK 177 og var brenndur á báli á Húsavík.

1452.Þorleifur EA 88 ex Hrönn ÞH 275. © Hreiðar Olgeirsson.

15.11.2010 18:22

Gulltoppur

Fallinn í eikina aftur. Var að leita að mynd sem ég hélt að ég ætti af Ársæli Sigurðssyni (1373) og rakst á þessa af Gulltoppi. Þar sem hann er orginal þarna skannaði ég myndina í hvelli og hér kemur hún. Svo er best að leita meira að Ársæli.

1414.Gulltoppur ÁR 321 ex Aðalbjörg II RE 236. © Hafþór Hreiðarsson.

15.11.2010 15:24

Bergey

Og enn stálið, Seyðfirðingur að þessu sinni og heitir hann Bergey SK 7. Hann var að mig minnir í eigu sömu aðila og Berghildur. Myndirnar af þeim eru teknar sama daginn. Upphaflega hét þessi bátur,sem smíðaður var 1989, Litlanes ÞH 52. Hann var lengdur 1994, styttur 1999 og heitir í Garpur SH 95 og veiðir beitukóng í Breiðafirði.

2018. Bergey Sk 7 ex Mímir ÍS 30. © Hafþór Hreiðarsson.

15.11.2010 15:16

Berghildur

Það er best að skjótast yfir í stálið svona í byrjun vikunnar. Þessi hefur birst hér áður, m.a. undir nafninu Halldór Runólfsson NS 301 en þarna heitir hann Berghildur SK 137 og var frá Hofsósi. Smíðaður í Hafnarfirði 1981 og heitir Faxi RE 24 og siglir með ferðamenn á Faxaflóa.

1581.Berghildur SK 137 ex Geir BA 326. © Hafþór Hreiðarsson.

14.11.2010 20:24

Guðrún Jónsdóttir

Og þá er það Guðrún Jónsdóttir ÓF 27 sem birtist hér, upphaflega Hrönn ÞH. 275 minnir mig að númerið hafi verið og var hún í eigu Þorgeirs Hjaltasonar. Síðar Þorleifur EA 88, þá Guðrún Jónsdóttir SI 155, svo ÓF 27 og aftur SI 155. Í dag Steini Vigg SI 110 og er ferðaþjónustubátur í eigu Rauðku ehf. á Siglufirði.

1452.Guðrún Jónsdóttir ÓF 27 ex SI 155. © Hafþór Hreiðarsson.
Flettingar í dag: 517
Gestir í dag: 137
Flettingar í gær: 595
Gestir í gær: 109
Samtals flettingar: 9396853
Samtals gestir: 2007672
Tölur uppfærðar: 9.12.2019 21:15:59
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is