Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2010 Nóvember

30.11.2010 17:32

Ekki amalegt veður þetta

Þða er ekki amalegt veður þetta sem við höfðum við Skjálfanda í dag eins og sést á þessum myndum sem ég tók þegar línubáturin Kristín ÞH 157 lét úr höfn eftir löndun.

972.Kristín ÞH 157 ex Kristín GK 157. © Hafþór Hreiðarsson 2010.

972.Krístín GK 157 á útleið frá Húsavík. © Hafþór Hreiðarsson 2010.

30.11.2010 16:59

Trefjar afhenda nýjan Tryggva Eðvars

Útgerðarfélagið Nesver ehf á Rifi fékk nú á dögunum afhentan nýjan Cleopatra bát frá Bátasmiðjunni Trefjum í Hafnarfirði. Að útgerðinni stendur Ásbjörn Óttarsson og fjölskylda.  Arnar Laxdal Jóhannsson verður skipstjóri á bátnum.

 

Nýi báturinn hefur hlotið nafnið Tryggvi Eðvarðs SH - 2 og leysir af hólmi eldri bát með sama nafni.  Báturinn mælist 15 brúttótonn og er í krókaaflamarkskerfinu.  Tryggvi Eðvarðs er af gerðinni Cleopatra 38.

 

Aðalvél bátsins er af gerðinni Cummins QSM 11 og er 610hp. tengd ZF gír.

Báturinn er útbúinn siglingatækjum af gerðinni Furuno.

Báturinn er einnig útbúin með vökvadrifnum hliðarskrúfum að framan og aftan sem tengdar eru sjálfstýringu bátsins.  Báturinn er útbúinn til línuveiða.  Línuspil og færaspil er frá Beiti.

Öryggisbúnaður bátsins kemur frá Viking.

 

Rými er fyrir 12stk 660lítra kör í lest.  Í bátnum er innangeng upphituð stakkageymsla.  Borðsalur er í brúnni auk stóla fyrir skipstjóra og háseta.  Svefnpláss er fyrir fjóra í lúkar auk eldunaraðstöðu með eldavél, örbylgjuofn og ísskáp.


2800.Tryggvi Eðvars SH 2. © Trefjar.is 2010.

29.11.2010 20:02

Raufarhöfn

Hér kemur mynd sem ég tók á fermingarvélina á Raufarhöfn vorið 1981. Held ég alveg örugglega. Þá vorum við á Skálaberginu á netum í Þistilfirði og fórum þarna inn. Við bryggjuna er Hrönn ÞH 275 og við sjáum í framendann á Raupanúp. Hvaða trilla er þarna til hægri á myndinni en kannski sér einhver glöggur félagi þetta og kemur með nafnið. Til gamans má nefna það að Raufarhöfn er í sveitarfélaginu Norðurþingi.

Frá Raufarhöfn. © Hafþór Hreiðarsson 1981.

27.11.2010 11:58

Siglufjörður

Hér kemur mynd sem ég tók á Siglufirði vorið 1980 og báturinn við bryggjuna heitir Farsæl SI. Erindi okkar á Siglufjörð var að fara með Skálbergið í slipp og man ég að skrúfan var tekin af. Ekki man ég samt hvort hún fór til viðgerðar eða ný sett í staðinn.

1087.Farsæll SI 83. © Hafþór Hreiðarsson 1980.

25.11.2010 22:13

Grenivík 1934

Þessa mynd sendi Gundi mér í gær og í meðfylgjandi texta stóð að hún væri tekin árið 1934. Ljósmyndarinn stóð við Akurbakka þegar hann smellti af og sjást flestir bátarnir sem voru á víkinni þá sem og flest húsin.

Grenivík árið 1934. © Gundi.


24.11.2010 18:35

A beautiful weather at Skjálfandi bay

Það er bar slegið um sig með enskunni en hér er önnur mynd sem ég tók á fimmta tímanum þegar Hera kom að landi. Tíu sekúndum á undan Haferninum.

67.Hera ÞH 60 ex Óli Hall HU 14. © HH 2010.

24.11.2010 18:22

Fallegt veður við Skjálfanda

Það var fallegt veður við Skjálfanda fyrripart dagsins í dag og ekki var það síðra þegar birtu tók að bregða eins og þessi mynd sýnir. Þarna er Haförn ÞH að koma að landi eftir dragnótaróður dagsins.
1979.Haförn ÞH 26 ex Þorsteinn BA 1. © Hafþór Hreiðarsson 2010.

23.11.2010 21:40

Eyborg

Þá kemur sá norski, Eyborg EA 59 á rækjumiðnunum fyrir Norðurlandi í denn. Upphaflega Vattarnes SU 220. Vék fyrir nýrri Eyborgu árið 1993. Þegar þessi mynd var tekin var nýbúið að ferja japanskan eftirlitsmann úr geira Péturs yfir í Eyborgina og hún að leggja af stað til lands.

217.Eyborg EA 59 ex Sæunn Sæmundsdóttir ÁR 60. © Hafþór.

23.11.2010 20:48

Þorsteinn

Enn er það þýska stálið hvað sem Axel segir emoticon Þorsteinn RE 303 er á myndinni sem Hreiðar Olgeirsson tók á sínum tíma. Hef reyndar birt hana áður en er búinn að nostra dálítið við hana, hreinsa, skerpa og dekkja þannig að hún lítur eitthvað skár út núna. Lofa að næsti stálbátur verður norskur.

972.Þorsteinn RE 303. © Hreiðar Olgeirsson.

21.11.2010 20:29

Kelvinvélin sett niður

Sigurður Bergsveinsson sendi mér þessa mynd sem sýnir þegar Kelvinaðalvélin var sett niður í Þrótt SH sem þá var í smíðum í Stykkishólmi árið 1965. Í dag heitir báturinn Náttfari og er einmitt í vélaskiptum um þessar mundir eins og kom fram hér að neðan. Myndina tók Kristinn Breiðfjörð Gíslason.

Ný og glansandi Kelvin á leið niður í Þrótt SH árið 1965. © KBG 1965.

21.11.2010 19:08

Lágey

Hér kemur mynd sem Bjössi á Stafnesi tók í dag og sendi mér. Hún sýnir línubátinn Lágey frá Húsavík við húsakynni Sólplasts í Sandgerði en þar er báturinn til viðgerðar eftir strandið í vetur.

2651.Lágey ÞH 265 ex Aron ÞH 105. © Arnbjörn Eiríksson 2010.

21.11.2010 18:42

Um borð í Kristbjörginni

Hér birtast þrjár myndir úr safni Sigurgeirs Smára Harðarsonar sem teknar voru um borð í Kristbjörginni ÞH 44 á sínum tíma. Þessi Kristbjörg var sú önnur í röðinni hjá Olgeir Sigurgeirssyni og sonum hans og var smíðuð í Stykkishólmi 1967 en keypt frá Ólafsvík 1971. Fyrsta myndin er tekin á nótaveiðum en hinar tvær á línuveiðum.

Aðgerð á nótaveiðum. © Sigurgeir Smári Harðarson.

Komið að baujunni. © Sigurgeir Smári Harðarson.

Sigurgeir klár með hakann á vængnum. © SSH.

21.11.2010 10:55

Náttfari kominn í slipp og fær nýja aðalvél

Náttfari, einn af bátum Norðursiglingar, var tekin upp í slipp á dögunum en fyrir liggur að skipta um aðalvél í honum Eins og kunnugt er bilaði aðalvél bátsins alvarlega fyrripart sumars og var hann ekki í notkun það sem eftir lifði hvalaskoðunarvertíðarinnar.


Á heimasíðu fyrirtækisins segir að nú sé komið að því að hjúkra Náttfara til heilsu. Hann muni fá sænska gæðavél frá Scania í stað Cumminsvélarinnar sem fyrir var auk þess sem ýmsar fleiri viðgerðir og breytingar verði gerðar. HÉR má sjá þegar Cumminsinn var hífður frá borði.

Náttfari í slipp með Bjössa Sör sér við hlið. © Hafþór Hreiðarsson 2010.

20.11.2010 20:45

Keilir

Hér leggur Keilir SI 145 úr höfn á Húsavík í sepembermánuði 2004. Hann kom til Húsavíkur að sækja Hörð vin min Harðarson sem fór með þeim einhverja daga á sjó. Snilldarveður þennann dag og er ég búinn að birta fleiri myndir úr þessari syrpu áður.

1420.Keilir Si 145 ex Keilir GK 145. © Hafþór Hreiðarsson 2004.

20.11.2010 20:21

Búi

Búi EA 100 kemur að landi úr línuróðri vorið 2005 og Dalvík er höfnin. Búi hét upphaflega Sæþór SU 175 og var smíðaður á Seyðisfirði 1971. Hann heitir í dag Viktor EA 71 og er frá Dalvík, gerður út á ferðamanninn síðast þegar ég vissi.

1153.Búi EA 100 ex Sæþór SF 175. © Hafþór Hreiðarsson 2005.
Flettingar í dag: 508
Gestir í dag: 88
Flettingar í gær: 694
Gestir í gær: 121
Samtals flettingar: 9394433
Samtals gestir: 2007269
Tölur uppfærðar: 6.12.2019 13:55:12
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is