Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2010 Október

31.10.2010 14:29

Þórður Jónasson

Hér kemur önnur mynd Skarphéðins Ívarssonar og sýnir hún Þórð Jónasson EA 350 vel hlaðinn á loðnumiðunum. Skarphéðinn var á Pétri Jónssyni (1069) þegar hann tók þessa mynd 198- og eitthvað.

264.Þórður Jónasson EA 350 ex RE 350. © Skarphéðinn Ívarsson.

30.10.2010 14:43

Atlantic Viking

Hér kemur mynd Kristjáns Friðriks Sigurðssonar af uppsjávarveiðiskipinu Atlantic Viking. Eitthvað ættu nú menn að kannast við skipið því það prýðir nú íslenska fiskiskipaflotann í dag. Hefur borið þrjú nöfn eftir að hann var keyptur til landsins og öll eru þau kvenkyns. Björg Jónsdóttir, Krossey og Jóna Eðvalds.

LAQU.Atlantic Viking E-89-H ex Mogsterfjörd. © Kristján Friðrik Sigurðsson.

29.10.2010 17:03

Bærinn okkar eftir Steingrím Birgisson.Hér hef ég sett saman video með ljósmyndum frá Húsavík við lag Steingríms Birgissonar "Bærinn okkar". Textann samdi Hákons Aðalsteinsson. Lagið er á geisladisknum Lögin hans Steina.

28.10.2010 21:19

Dagfari

Í tilefni frétta af góðum horfum á loðnuveiðum í vetur er tilvalið að birta eina mynd af loðnumiðunum í denn. Á þessari mynd sem Skarphéðinn Ívarsson, sem þá var skipverji á Pétri Jónssyni RE 69, tók er Dagfari að kasta nótinni. Og eitthvað virðist vera komið í Þórð Jónasson þarna.

1037.Dagfari ÞH 70. © Skarphéðinn Ívarsson.

27.10.2010 22:27

Sá grái

Þetta er að verða óvenjuleg skipamyndasíða þar sem engar skipamyndir hafa birts í dag. Fyrst var það lundaveiðimatreiðslumaðurinn og nú er það hestur sem er í aðalhlutverki. Þó má finna tengingu við skip og báta því vitinn á Húsavíkurhöfða sést á tveim myndanna. Og hann hefur það hlutverk að leiðbeina sæfarendum. En sem sagt hér koma þrjár myndir af þeim gráa eins og ég kalla hann því ekki veit ég hvað hann heitir.

Sá grái, vitinn, flóinn og fjöllin. © Hafþór Hreiðarsson 2010.


Sá grái í nærmynd með vitann í bakgrunni. © Hafþór Hreiðarsson 2010.


Sá grái á höfðanum. © Hafþór Hreiðarsson 2010.

27.10.2010 15:32

Lundaveisla

Lundinn er alveg meiriháttar góður matur að mér finnst og fleirum. Á 640.is er dálkur sem fjallar um mat og systir mín sér um. Í haust fengum við lundaveiðimanninn Hilmar Val Gunnarsson til að elda handa okkur lunda og úr varð alveg meiriháttar veisla. Fyrir þá sem hafa gaman að lesa um mat vil ég benda á að smella hér

Hilmar Valur Gunnarsson. © Hafþór 2010.

26.10.2010 21:58

Blíðfari

Enn er það sami báturinn sem birtist hér. En hér er hann í upphaflegri útgáfu nema það er komið annað nafn á hann. Upphaflega hét hann Faxafell en hér er hann orðinn að Blíðfara. Síðan þessi mynd var tekin hefur báturinn verið lengdur og borið nöfnin Mundi Sf, Þorsteinn BA og núverandi nafn sem er Haförn ÞH.

1979.Blíðfari GK 275 ex Faxafell GK. © Alfons Finnsson.

26.10.2010 20:47

Haförn ex Þorsteinn

Maður er bara að missa sig. Dælir hér inn myndum af sama bátnum. Vonandi fáið þið sem berjið þessa síðu ekki leið á því. Þetta kemur fyrir.

1979.Haförn ÞH 26 ex Þorsteinn BA 1. © Hafþór Hreiðarsson 2010.

1979.Haförn ÞH 26. Eigandi Uggi fiskverkun ehf. © Hafþór Hreiðarsson 2010.

1979.Haförn ÞH 26 ex Þorsteinn BA 1. © Hafþór Hreiðarsson 2010.

1979.Haförn ÞH 26 ex Þorsteinn BA 1. © Hafþór Hreiðarsson 2010.

26.10.2010 16:48

Haförn

Hér koma myndir tvær af Haferni ÞH 26 koma til hafnar á Húsavík um kaffileytið í dag. Þetta var fyrsti róður bátsins undir þessu nýja nafni og var aflinn tvö og hálft tonn. 

1979.Haförn ÞH 26 ex Þorsteinn BA 1. © Hafþór Hreiðarsson 2010.

1979.Haförn ÞH 26 ex Þorsteinn BA 1. © Hafþór Hreiðarsson 2010.

25.10.2010 21:13

Þórsnes II

Enn og aftur kemur mynd af Þórsnesi II en þessi var tekin í maímánuði 2007. Man ekki alveg hvort þeir voru að klára netarall eða hvað. Alltént voru þeir á ferðinni og ég náði myndum.

1424.Þórsnes II SH 109. © Hafþór Hreiðarsson 2007.

24.10.2010 12:16

Geiri litli

Hilmar Valur Gunnarsson sendi mér þessar myndir sem hann tók á sunnudaginn fyrir viku. Þarna er karl faðir minn á bátnum sínum, Geira litla, að fiska í soðið . Amk. reyna það en asskoti er falllegt veðrið þarna á Skjálfandanum. Komið fram yfir miðjan október. Helvíti góðar myndir hjá Himma en þeir þekkjast vel félagarnir, Himmi var leiðsögumaður hjá Norðursiglingu nokkur sumur og sigldi með kallinum.

7200.Geiri litli. © Hilmar Valur  Gunnarsson 20010.

Ekki alveg dautt. © Hilmar Valur Gunnarsson 2010.

7200.Geiri litli. © Hilmar Valur Gunnarsson 2010.

7200.Geiri litli. © Hilmar Valur Gunnarsson 2010.

23.10.2010 23:18

Hver er báturinn ? Rétt svar Karólína ÞH 111

Jæja þá er spurt hver er báturinn ?

2690.Karólína ÞH 111. © Hafþór Hreiðarsson.

23.10.2010 22:49

Grímsnes

Rauða báta segir Axel og hér kemur einn. Grímsnes GK 555 heitir hann og var upphaflega Heimir SU frá Stöðvarfirði.

89.Grímsnes GK 555 ex Sædís ÍS. © Hafþór Hreiðarsson 2005.

22.10.2010 23:05

Kristín og Sighvatur

Skipamyndasíðan er fimm ára í dag og í stað ræðuhalda  og mærðarskrifa um hana ætla ég bara að henda inn myndum af tveim Vísisbátum sem smíðaðir voru í Boizenburg á sínum tíma. Án þess að ég viti það þá hafa sennilega þessir bátar, átján voru þeir víst, komið hvað oftast við sögu hér á síðunni.

972.Kristín ÞH 157 ex Kristín GK 157. © Hafþór Hreiðarsson 2010.

975.Sighvatur GK 57 ex Bjartur. © Hafþór Hreiðarsson 2009.

22.10.2010 17:55

Ný Cleopatra til Raufarhafnar

Útgerðarfélagið Stekkjavík á Raufarhöfn fékk nú á dögunum afhentann nýjan Cleopatra bát frá Bátasmiðjunni Trefjum í Hafnarfirði. Að útgerðinni standa bræðurnir Ragnar og Hólmgrímur Jóhannssynir. Nýi báturinn hefur hlotið nafnið Nanna Ósk II ÞH-133.  Báturinn er 15brúttótonn og er í aflamarkskerfinu.  Nanna Ósk II er af gerðinni Cleopatra 38.  Fyrir á útgerðin eldri Cleopatra 33 bát með sama nafni sem gerður verður út áfram.

Aðalvél bátsins er af gerðinni Yanmar 700hp tengd ZF gír.

Báturinn er útbúinn siglingatækjum af gerðinni JRC frá Sónar ehf.

Báturinn er einnig útbúin með vökvadrifinni hliðarskrúfu sem tengd er sjálfstýringu bátsins.  Báturinn er útbúinn til netaveiða og línuveiða með beitningatrekt.  Allur veiðibúnaður er frá Beiti.

Öryggisbúnaður bátsins kemur frá Viking.

Rými er fyrir 12stk 660lítra kör í lest. Í bátnum er innangeng upphituð stakkageymsla.  Borðsalur er í brúnni auk stóla fyrir skipstjóra og háseta. Svefnpláss er fyrir fjóra í lúkar auk eldunaraðstöðu með eldavél, örbylgjuofn og ísskáp.


2793.Nanna Ósk II ÞH 133. © trefjar.is 2010.

Flettingar í dag: 568
Gestir í dag: 82
Flettingar í gær: 771
Gestir í gær: 113
Samtals flettingar: 9399662
Samtals gestir: 2008174
Tölur uppfærðar: 13.12.2019 13:12:35
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is