Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2010 September

22.09.2010 17:41

Sigrún Hrönn

Ekki má skilja plastið útundan og hér kemur mynd af Sigrúnu Hrönn koma til hafnar á Húsavík í dag. Ekki athugaði ég með aflabrögð hjá þeim neðrideildarbræðrum Simma og Arnari sem róa á bátnum með föður sínum og einum Hauk.

2736.Sigrún Hrönn ÞH 36. © Hafþór Hreiðarsson 2010.

21.09.2010 19:09

Guðrún Björg

Þessi var smíðaur fyrir Húsvíkinga og hét upphaflega Sæborg ÞH 55, síðar Guðrún Björg ÞH 355 og að lokum Ársæll Sigurðsson HF 80. Sökk í innsiglingunni til Grindavíkur, mannbjörg varð. Smíðaður hjá Gunnlaugi og Trausta eins og stærri Sæborgin sem birtist hér í gær.

1097.Guðrún Björg ÞH 355 ex Sæborg ÞH 55. © Hafþór Hreiðarsson 2010.

21.09.2010 18:39

Hafbjörg

Einn af útgerðarmönnunum við Eyjafjörð var Valdimar Kjartansson á Hauganesi og átti hann m.a. bátana Auðbjörgu EA 22 og Hafbjörgu EA 23. Hér kemur mynd af Hafbjörgu á siglingu á Eyjafirði en báturinn hefur fengið nokkra umfjöllun á síðunni g engu við það að bæta. Nema kannski minna á það að hann hét Gísli Lóðs frá Hafnarfirði í upphafi og var smíðaður í Frederikssund í Danmörku.

62.Hafbjörg EA 23 ex Jón Bjarnason SF 3. © Hafþór Hreiðarsson.

21.09.2010 18:21

Ægir Jóhannsson

Það er spurning um hvort þessi hafi átti heimahöfn á Húsavík um tíma en ekki man ég þó til þess að hann hafi komið hér. Ægir Jóhannsson ÞH 212, smíðaður fyrir Grenvíkinga í Vör en komst síðar í eigu Njarðar hf. sem Hafliði Þórsson stýrði. Heitir í dag Birta VE 8 en fregnir hafa verið um það á skipamyndasíðu Emils Páls að hann sé á leiðinni til Grenivíkur aftur og fái sitt upphaflega nafn.

1430.Ægir Jóhannsson ÞH 212. © Hafþór Hreiðarsson.

20.09.2010 20:57

Bára

Þá er það Bára ÍS 364 sem birtist síðulesendum en hún hét eitt sinn Kristbjörg ÞH 44, þá Kristbjörg II ÞH 244 og loks Skálaberg ÞH 244. Þ.e.a.s meðan báturinn var á Húsavík. Upphaflega Kristjón Jónsson SH 77, og eftir að hann fór frá Húsavík Jónína ÍS 93, Ver NS 400 og Bára SH 27 og Bára ÍS 364, gott ef ekki Bára RE og loks Fanney RE 31. Má vera að ég sé að gleyma einhverju enn illa er komið fyrir bátnum inn við sundin blá.

1053.Bára ÍS 364 ex Bára SH 27. © Hafþór Hreiðarsson.

20.09.2010 20:46

Kristey

Þá kemur hér einn eikarbáturinn til, og hefur birst nokkuð oft áður enda vel birtingarhæfur. Oftast. Kristey ÞH 25 heitir hann hér en upphaflega Kristbjörg ÞH 44. Keilir SI 145 í dag.

1420.Kristey ÞH 25 ex Kristbjörg ÞH 44. © Hafþór Hreiðarsson.

20.09.2010 20:11

Sæborg

Eikarbátarnir halda áfram að birtast og nú er það Sæborg ÞH 55 sem í dag heitir Gunnar Halldórs ÍS. Upphaflega Sæborg ÞH 55, síðar Eyvindur KE 37 í nokkur ár og svo aftur Sæborg ÞH 55 áður en báturinn var seldur vestur.

1475.Sæborg ÞH 55 ex Eyvindur KE 37. © Hafþór Hreiðarsson 2005.

20.09.2010 19:07

Guðbjörg og Sigurpáll

Hér birtast tvær myndir af sama bátnum. Þá fyrri tók ég í Reykjavík þann 15 apríl 2005 þegar Guðmundur Karlsson kom siglandi á Guðbjörgu GK 517 sem hann hafði þá nýkeypt. Sennilega höfðu margir talið að dagar þessa báts væru taldir en Guðmundur réðst í að taka bátinn í gegn. Síðari myndina tók ég þann 22 júlí sama ár þegar Sigurpáll ÞH 130 kom til nýrrar heimahafnar á Húsavík.

1262.Guðbjörg GK 517 ex Rúna RE 150. © Hafþór Hreiðarsson 2005.

1262.Sigurpáll ÞH 130 ex Guðbjörg GK 517. © Hafþór Hreiðarsson 2005.

20.09.2010 18:33

Hinni

Þennan þarf vart að kynna svo oft hefur hann komið við sögu hér. En fyrir þá sem ekki vita er þetta Hinni ÞH 70. Og fyrir þá sem vita ekki á ég helling af myndum af honum sem enn hafa ekki verið birtar. Svo þetta er örugglega ekki sú síðasta. Heitir í dag Draumur.

1547.Hinni ÞH 70 ex Sveinn Sveinsson BA. © Hafþór Hreiðarsson 2005.

19.09.2010 23:29

Vörður tók við af Guðmundi í Nesi

Um kl. 16:40 í dag tók björgunarskipið Vörður frá Patreksfirði við af togaranum Guðmundi í Nesi við að fylgja skemmtibátnum Gypsy Life til lands. Skipin mættust 65°18' N 26°27' V og tók Gunnþór Sigurgeirsson þessar myndir þegar slöngubátur frá Guðmundi í nesi ferjaði tvo menn úr Verði yfir í Sígaunalífið. Guðmundur í Nesi tók síðan straujið til hafnar í borg bleytunnar og verður þar í fyrramálið.


Farið um borð í Gypsy Life í dag. © Gunnþór Sigurgeirsson. 2010.
Þarna voru það kapparnir Einar Arnarson og Heiðar Valur Hafliðason sem ferjuðu mennina á milli báta.

Vörður og Gypsy Life halda ferðinni til lands áfram. © Gunnþór Sigurgeirsson 2010.

19.09.2010 14:27

GÍN fylgir Gypsy Life til lands

Landhelgisgæslunni barst í morgun aðstoðarbeiðni frá erlenda skemmtibátnum Gypsy Life sem var í vandræðum um 90 sjómílur Vestur af Bjargtöngum. Var báturinn á leið frá Grænlandi til Íslands með tvö um borð. Höfðu varðstjórar Landhelgisgæslunnar samband við togarann Guðmund í Nesi sem staddur var um 15 sjómílur frá bátnum. Vindhraði á svæðinu er nú 12 -14 m/sek með krappri öldu.

Fylgir nú Guðmundur í Nesi Gypsy Life á 5 - 7 sjómílna siglingu til Íslands. Einnig hefur verið óskað eftir aðstoð Varðar, björgunarskips Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Patreksfirði sem mun taka við fylgd bátsins þegar kemur nær landi. (lhg.is)


Gypsy Life. © Gunnþór Sigurgeirsson 2010.

Gypsy Life við hlið Guðmundar í Nesi. © Gunnþór Sigurgeirsson 2010.

18.09.2010 10:17

Andri SI 10

Hér kemur ein sem ég fann í tölvunni í gær og klippti til. Hún var tekin inn á Akureyri haustið 2004 og sýnir Andra SI 10 á spegilsléttum firðinum. Andri var smíðaður á Seyðisfirði 1983 úr áli og heitir í dag Ra KE 11.

6488.Andri SI 10. © Hafþór Hreiðarsson 2004.

17.09.2010 23:09

Mávur SI við bryggju- en hvar ?

Hér er Mávur SI 76 við bryggju en spurt er hvar er bryggjan ? Og rétt svar er komið, Mávur liggur við bryggju í Flatey á Skjálfanda. Þegar þetta var var Olgeir Sigurðsson búinn að kaupa bátinn og skömmu síðar fékk hann nafnið Siggi Valli ÞH 44.

2376.Mávur SI 76. © Hafþór Hreiðarsson 2004.

14.09.2010 22:58

Dagfari

Hér kemur mynd af Dagfara en þó ekki þeim austur-þýska heldur er hann norskur þessi. Hét upphaflega Bergur VE 44 en þegar þessi mynd var tekin hét hann Dagfari GK 70. Og hún var tekin í desember 2001 í höfuðstað norðurlands. Báturinn hét að endingu Haukur EA og fór undir því nafni í pottinn ógurlega.

236.Dagfari GK 70 ex Mánatindur SU 359. © Hafþór Hreiðarsson 2001.
Flettingar í dag: 430
Gestir í dag: 87
Flettingar í gær: 700
Gestir í gær: 144
Samtals flettingar: 9398157
Samtals gestir: 2007939
Tölur uppfærðar: 11.12.2019 13:28:35
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is