Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2010 September

29.09.2010 15:32

Haförn

Haförn heitir hann...

1979.Haförn ÞH 26 ex Þorsteinn BA 1. © Hafþór Hreiðarsson 2010.

27.09.2010 17:11

Um borð í skonnortu

Hér birtast nokkar myndir sem ég tók í siglingunni með skonnortunni Hildi á laugardaginn.

Kafteinn Heimir Harðarson við stýrið. © Hafþór Hreiðarsson 2010.

Þarna er eitthvað verið að toga eða slaka. © HH 2010.

Hér greinilega togað. © Hafþór Hreiðarsson 2010.

Dekkmaðurinn Remy að störfum. © Hafþór Hreiðarsson 2010.
Fleiri myndir er hægt að skoða hér

26.09.2010 18:05

Bjössi Sör

Bjössi Sör var einnig í flóanum í gær þegar ég fór á Hildi og hér er ein mynd af honum með Víknafjöllin í baksýn.

1417.Bjössi Sör ex Breiðdælingur SU. © Hafþór Hreiðarsson 2010.

26.09.2010 14:42

Ás

Hér kemur mynd sem ég tók áðan af Ás NS 78. Ás er í eigu Jökulheima ehf. og hét upphaflega Ásrún AK og smíðaður á Akranesi.

1775.Ás NS 78 ex Ásrún RE. © Hafþór Hreiðarsson 2010.

25.09.2010 23:14

Hildur með Húsavík í baksýn

Hér er skonnortan Hildur í blússandi byr á Skjálfanda. Húsavík í baksýn, fjallið okkar og þau hin falleg að vanda.

1354.Hildur ex Héðinn ÞH með Húsavík í baksýn. © Hafþór Hreiðarsson 2010.

25.09.2010 15:41

Í góðum byr á Skjálfanda

Mér bauðst í morgun að fara í siglingu á skonnortunni Hildi sem ég og þáði. Það var fallegt veðrið við Skjálfanda, sunnanátt og góður byr. Reyndar dró ský fyrir sólu og sú gula reyndi að brjótast fram og tókst það annað slagið. Eins og áður segir var góður byr í seglum og bæði stagvent og kúvent eins og sagt er á siglingamáli. Í þessum góða byr náði Hildur allt að átta sjómílna hraða og gaman var að sigla svona hljólaust um flóann. Og ekki skemmdu Kinnafjöllin fyrir með sína snæviþöktu toppa. Þá fór ég í Zodiak og Hildur mynduð á siglingu.

1354.Hildur. © Hafþór Hreiðarsson 2010.

1354.Hildur ex Héðinn ÞH. © Hafþór Hreiðarsson 2010.

24.09.2010 23:47

Jökull kemur með Háey II

Hér mynd sem ég tók upp úr miðnætti í gær þegar Jökull ÞH kom með Háey II ÞH í togi til Húsavíkur.

259.Jökull ÞH 259-2757.Háey II ÞH 275. © Hafþór Hreiðarsson 2010.

24.09.2010 01:24

Háey II dregin á flot

Hér birtist flott mynd Erlings B. Thoroddssens á Raufarhöfn sem sýnir Gunnbjörgu draga Háey II af strandstað við Hólshöfða í dag. Óhætt er að segja að björgunaraðgerðir hafi tekist vel þvi um ein klukkustund leið frá því að báturinn strandaði og þar til búið var að draga hann á flot. Erlingur sendi mér fleiri myndir sem ég birti á morgun. Þá birti ég einnig myndir sem ég tók nú eftirmiðnætti þegar Jökull kom með Háey II í togi til Húsavíkur og hún hífð á land.

2757.Háey II ÞH 275 dregin af strandstað. © Erlingur B. Thoroddssen 2010.

23.09.2010 23:20

Háey II á strandstað

Hér er mynd af Háey II á strandstað við raufarhöfn í dag. Fleiri myndir er hægt að skoða á 640.is
2757.Háey II ÞH 275 á strandstað við Raufarhöfn. © Eyrún Guðmundsdóttir 2010.

23.09.2010 17:56

Sólstrandargæjarnir

Hér kemur mynd af báðum Sólstrandargæjunum teknar með rétt rúmlega ársmillibili. Tjaldur féll fyrir linsuna 11 september í fyrra og eins og síðulesarar hafa séð var Örvar á ferðinni hér í dag. Ekki það að hann var líka myndaður í fyrra.

2158.Tjaldur SH 270. © Hafþór Hreiðarsson 2009.

2159.Örvar SH 777 ex Vestkapp. © Hafþór Hreiðarsson 2010.

23.09.2010 17:21

Glæsilegasta línuskip flotans

Glæsilegasta línuskip flotans landaði á Húsavík í dag. Þegar ég segi glæsilegasta er ég að tala um útlit skipsins og í öðru sæti er systurskipið Tjaldur SH 270. Þetta er sem sagt Örvar SH 777 frá Rifi. Og ekki varð ég var við Sigurbrand.

2159.Örvar SH 777 ex Vestkapp. © Hafþór Hreiðarsson 2010.

23.09.2010 17:13

Þorsteinn

Hér kemur önnur af Þorsteini BA 1 sem kom til Húsavíkur í gærkveldi. Þeir voru eitthvað að vinna í honum kallarnir við Norðurgarðinn og tók ég myndina þegar þeir færðu hann inn í innri höfnina.

1979.Þorsteinn BA 1 ex Mundi SF. © Hafþór Hreiðarsson 2010.

22.09.2010 23:26

Nýr bátur til Húsavíkur

Uggi fiskverkun hefur keypt nýjan bát til Húsavíkur og komu Ólafur Ármann Sigurðsson skipstjóri og útgerðarmaður og hans menn til hafnar á honum í kvöld. Um er að ræða neta- og dragnótabátinn Þorsteini BA 1 frá Patreksfirði sem smíðaður var í Garðabær árið 1989. Báturinn, sem er búinn 450 hestafla aðalvél frá árinu 2001, var lengdur 1993 og mælist 71 brúttótonn (29,9 brúttórúmlestir) að stærð.


1979.Þorsteinn BA 1 ex Mundi SF. © Hafþór Hreiðarsson 2010.

Ólafur Ármann við komuna til Húsavíkur í kvöld. © Hafþór 2010.

22.09.2010 19:55

Snellubáturinn Óðin

Þessar myndir af snellubátnum Óðin TN-1367 tók Guðvarður Jónsson á mánudaginn síðasta. Þá var Varði á Mána sínum um 30 sjm. vestur af Mykinesi. Bátarnir voru á snelluveiðum og lágu úti aðfaranótt mánudagsins. Óðin bar áður skipaskrárnúmerið 7474 og er lengdur víkingur en Máni er óbreyttur Víkingur 800.

7474.Óðin TN-1367. © Varði 2010.

7474.Óðin TN-1365. © Vardi 2010.

7474.Óðin TN-1365. © Varði 2010.

22.09.2010 17:52

Rækjupungar

Þessir rækjupungar komu inn til löndunar í dag og ekki orð um það meir.

78.Ísborg ÍS 250-1686. Valbjörn ÍS 307. © Hafþór Hreiðarsson 2010.
Flettingar í dag: 535
Gestir í dag: 81
Flettingar í gær: 771
Gestir í gær: 113
Samtals flettingar: 9399629
Samtals gestir: 2008173
Tölur uppfærðar: 13.12.2019 12:41:15
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is