Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2010 Ágúst

31.08.2010 21:19

Grímseyingarnir mættir

Á morgun opnar innanverður Skjálfandaflói fyrir dragnótaveiðum og Grímseyingarnir eru mættir. Sæbjörgin er búin að vera hér undanfarna daga og Hafborgin kom í kvöld. Þorleifur kemur þá sennilega í kvöld eða nótt. Hera ÞH sem hefur verið í Skagafirðinum undnafarið verðu líka mætt og svo gætu einhverjir fleiri slæðst í hópinn.Það verður amk. nóg að mynda en verst að ég á myndir af þeim öllum.

2323.Hafborg EA 152 kemur til Húsavíkur í kvöld. © Hafþór Hreiðarsson.

27.08.2010 21:52

Stelpan við stýrið

Hér koma tvær myndir til viðbótar úr Grænlandsför Hildar en fleiri myndir er hægt að skoða hér

Halla Marín við stýrið og Bjössi Sör sallarólegur með kaffið. © Agnes 2010.

1354. Hildur við festar í Scoresbysundi. © HMH 2010.

27.08.2010 18:07

Hildur komin heim

Skonnortan Hildur kom til hafnar á Húsavík í dag eftir vel heppnaða Grænlandsferð. Hér er mynd þegar hún siglir fyrir Bökugarðinn en eflaust eiga eftir að birtast myndir úr ferðinni þar sem Halla Marín var með myndavélina með sér.

1354.Hildur ex Héðinn HF. © Hafþór Hreiðarsson 2010.

26.08.2010 21:33

Gosi

Einu sinni átti Biggi Lúlla Gosa ÞH 9 sem var lítil trétrilla og hefru birst mynd af henni hér á síðunni. Gosi var síðan búinn að skila sínu og Biggi líka. Man ekki alveg hvað varð um hann en hann gæti verið á sjóminjasafninu hér á Húsavík. En nú er nýr Gosi kominn í flotann, og hann er úr plasti og ber einkennisstafina ÞH 45. Eigandi er Rúnar Birgisson sonur Bigga Lúlla. Gosi hét áður Alda ÞH og var eitt sinn í eigu Magga Andrésar.

6768.Gosi ÞH 45 ex Alda ÞH 230. © Hafþór Hreiðarsson 2010.

26.08.2010 19:56

Karólína og Silfurskýið

Nú birtist mynd af línubátnum Karólínu ÞH 100 koma til hafnar á Húsavík síðdegis í dag. Í baksýn er lúxusskemmtiferðaskipið Silver Cloud sem hafði viðdvöl á Húsavík í dag. Lá við festar fram á víkinni.

2760.Karólína ÞH 100 & Silver Cloud. © Hafþór Hreiðarsson 2010.

24.08.2010 22:02

Hansa Maria

Félagi Varði sendi mér þessa mynd í dag en hún sýnir togbát sem heitir Hansa Maria og er úr Tóftum. Lítið veit ég um þennan bát en hann er smíðaður  árið 2005 og er rúmir 19 metrar á lengd.

Hansa Maria FD 747. © Guðvarður Jónsson 2010.

21.08.2010 13:24

Árni ÓF 43

Gunnar Skarphéðinsson frændi minn hefur aldrei verið talinn afkastamikill skipaljósmyndari eða þá bara ljósmyndari yfir höfuð. Þó frekar myndað vörubíla en báta. En hér kemur þó ein sem hann tók um árið á rækjumiðunum. Myndin sýnir Árna ÓF sem keyptur var hingað til lands árið 1991. Eftirfarandi frétt birtist í Mogganum 10 apríl það ár:

Nýtt skip á Ólafsfjörð ÁRNI ÓF 43, nýtt skip í eigu Árna hf. á Ólafsfirði, er væntanlegt norður upp úr miðjum mánuðinum en það hefur verið í Reykjavíkurhöfn síðan það kom til landsins 19. febrúar. Var skipið keypt í Tromsö í Noregi og er um 80 tonn og tæplega fimm ára gamalt. Sæmundur Jónsson skipstjóri segir, að líklega verði eingöngu gert út á rækjuna og er nú verið að setja niður rækjulínu til flokkunar og frystingar. Hefur skipið sæmilegan kvóta enda var 170 tonna þorskkvóta Guðvarðs, sem Árni hf. átti fyrir, skipt út fyrir rækju. Guðvarður fer nú í úreldingu. Fimm manna áhöfn verður á Árna ÓF 43.

Árni var seldur úr landi nokkrum árum síðar en hafði áður verið seldur innanlands. Hét að mig minnir Stapi BA þegar hann var seldur aftur til Noregs. Árni var smíðaður í Noregi 1986 og mældist 68 brúttótonn.


2127.Árni ÓF 43. © Gunnar Skarphéðinsson.

18.08.2010 23:43

Lagt í´ann til Grænlands

SkonnortanHildur lagði af stað áleiðis til Grænlands síðdegis í dag og meðal skonnortuverja er Halla Marín dóttir mín sem starfað hefur sem leiðsögumaður á skonnortunni Hauki í sumar. Á myndinni veifar hún í kallinn þegar siglt var fyrir Bökugarðinn áður en seglin voru degin upp og stefna sett á Scoresbysund sem mun vera lengsti fjörður í heimi. (Wikipedia).

1354.Hildur ex Héðinn. © Hafþór Hreiðarsson 2010.

17.08.2010 19:14

Valbjörninn aftur

Þá er það Valbjörninn aftur og útiloka ég ekki að fleiri eigi eftir að birtast, nóg er til.

1686.Valbjörn ÍS 307 ex Gunnbjörn ÍS 302. © HH 2010.

17.08.2010 18:57

Andrea

Hér kemur mynd af hvalaskoðunarskipinu Andreu sem bættist í flotann í lok síðasta árs.  Það er fyrirtækið Hvalalíf ehf. sem gerir skipið út en það er 34 metra langt og tekur allt að 240 farþega. Andrea var keypt hingað til lands frá Svíþjóð.

2787.Andrea. © Hafþór Hreiðarsson 2010.

16.08.2010 15:17

Valbjörn

Rækjutogarinn Valbjörn ÍS 307 kom til hafnar á Húsavík eftir hádegið í dag. Valbjörn kom inn til löndunar en aflanum er ekið vestur á Ísafjörð. Heyrði nefnda töluna 54 kör og reiknið þið nú. Valbjörn var smíðaður í Njarðvík og hét upphaflega Haukur Böðvarsson ÍS 847. Saga hans er mörgum þeim sem sækja síðuna heim nokkuð kunn en lítið ku vera eftir af upphaflega bátnum.

1686.Valbjörn ÍS 307 ex Gunnbjörn ÍS 302. © Hafþór Hreiðarsson 2010.

15.08.2010 23:09

Hafsúla

Hér kemur einn af hvalaskoðunarbátunum á Faxaflóa, Hafsúla heitir hann og var smíðaður í Noregi 1980. Hét áður Fjordingen og var keyptur hingað til lands árið 2001. Eins og glöggir menn sjá hefur bátnum verið breytt aðeins að ofan og er ég ekk frá því að hann sé skárri svona.

2511.Hafsúla ex Fjordingen. © Hafþór Hreiðarsson 2010.

15.08.2010 18:09

Meira af Ísborginni

Hér koma fleiri myndir af tappanum Ísborgu sem upphaflega hét Hafþór að mig minnir.

78.Ísborg ÍS 250 ex Vatneyrin BA. © Hafþór Hreiðarsson 2010.

78.Ísborg ÍS 250 ex Vatneyrin BA. © Hafþór Hreiðarsson 2010.

78.Ísborg ÍS 250 ex Vatneyrin BA. © Hafþór Hreiðarsson 2010.

15.08.2010 16:29

Ísborg

Rækjutogarinn Ísborg ÍS 250 frá Ísafirði kom til hafnar á Húsavík í dag og tók ég þá nokkrar myndir af þessum þýska öldungi. Hingað kom hún til að landa rækju en einnig hafa Gunnbjörn og Valbjörn landað hér síðustu daga. Vonandi koma þeir aftur og ég reyni að ná þeim.

78.Ísborg ÍS 250 ex Vatneyri BA. © Hafþór Hreiðarsson 2010.

15.08.2010 12:14

Við bryggju í Brákarey

Þessir fjórir lágu við bryggju í Brákarey þegar ég átti þar leið um á dögunum. Fyrsta skipti held ég sem ég legg leið mína þangað.

Við bryggju í Brákarey. © Hafþór Hreiðarsson 2010.
Flettingar í dag: 89
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 664
Gestir í gær: 122
Samtals flettingar: 9254637
Samtals gestir: 1995063
Tölur uppfærðar: 24.8.2019 01:05:55
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is