Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2010 Júlí

30.07.2010 16:36

Arney

Ég hef örugglega birt þessa mynd áður en það verður bara að hafa það. Arney KE að leggja úr höfn á Húsavík áleiðis austur á firði á síldveiðar. Árið er að mig minnir 1984.

1014.Arney KE 50 ex Ársæll Sigurðsson. © Hafþór Hreiðarsson.

29.07.2010 13:03

Þórir

Hér kemur mynd sem ég tók á Sauðárkróki árið 1986, held ég. Hún sýnir Þórir Sk 16 koma að landi en hann var smíðaður á Seyðisfirði 1973. Báturinn sökk austur af Bjarnarey í maí 2004 en mannbjörg varð. Hann hét þá Svanborg VE 52 en upphaflega Þórir Dan NS frá Seyðisfirði.

1320.Þórir Sk 16 ex Þórir Dan. © Hafþór Hreiðarsson.

28.07.2010 13:19

Már

Hér kemur ein gömul frá Grindavík. Hún sýnir Má GK 55 að koma til hafnar úr róðri en ég hef áður birt mynd úr þessari syrpu. Már var A-Þýskur og hét að mig minnir upphaflega Baldur EA.

23.Már GK 55 ex Baldur EA. © Hafþór Hreiðarsson.

27.07.2010 18:52

Sylvía

Hér það Sylvía, hvalaskoðunarbátur Gentle Giants, að koma tl hafnar á Húsavík. Myndin var tekin í síðustu viku.

1468.Sylvía ex Björgvin ÍS 468. © Hafþór Hreiðarsson 2010.

27.07.2010 18:22

Jón afi orðinn Eiki Matta

Jón afi DA 8 fékk yfirhalningu fyrr í sumar og að henni lokinni var hann orðinn Eiki Matta ÞH 301. Og fór á strandveiðar.

7111.Eiki Matta ÞH 301 ex Jón afi DA 8. © Hafþór Hreiðarsson 2010.

27.07.2010 17:56

Garðar og Húni II

Hér koma tveir stærstu eikarbátar flotans til hafnar á Húsavík. Garðar í dag en Húni II fyrir viku síðan.

260.Garðar ex Sveinbjörn Jakobsson SH. © Hafþór Hreiðarsson 2010.

108.Húni II ex Húni II HU 2. © Hafþór Hreiðarsson 2010.

27.07.2010 14:47

Garðar byrjaður að sigla

Stærsti bátur Norðursiglingar, Garðar, hefur hafið siglingar með farþega en hann fór í sína fyrstu ferð sl. fimmtudagskvöld. Þá fór hann í hina árlegu miðnætursiglingu Mærudaganna. Strax daginn eftir fór hann í fyrstu hvalaskoðunarferðina og hefur siglt á hvalaslóðir daglega síðan þar sem hrefnur og höfrungar hafa verið í aðalhlutverki.


260. Garðar á landleið í gær. © Hafþór Hreiðarsson 2010.

21.07.2010 11:54

Auður

Hér er ein sem bættist í flota Húsvíknga í vor. Maríuhorn altsvo  Ásgeir Hólm keypti hana frá Þórshöfn þar sem hún bar nafnið Einar Lár ÞH 1. Og enn er hún ÞH 1 en heitir Auður.

6223.Auður ÞH 1 ex Einar Lár ÞH 1. © Hafþór Hreiðarsson 2010.

19.07.2010 20:39

Sævaldur

Hér er það Sævaldur ÞH 216 sem birtist gestum síðunnar en myndina tók ég í dag þegar hann kom að landi eftir handfæraróður á Skjálfandaflóa. Einar Ófeigur Magnússon er skráður fyrir bátnum en sonur hans og stjúpsonur eru að róa honum. Eftir því sem segir á skip.is er Sævaldur smíðaður í Garðarbæ 1986. Guðmundur Karlsson átti bátinn um tíma og kom með hann til Húsavíkur em mig minnir að hann hafi verið skráður áður í Hafnarfirði.

6790.Sævaldur ÞH 216 ex Sæavaldur HF. © Hafþór Hreiðarsson 2010.


16.07.2010 14:46

Steini Vigg frá Siglufirði

Lánsbátur Norðursiglingar, Steini Vigg frá Siglufirði, var meðal þeirra báta sem sigldu til móts við skonnortuna Hildi. Hér siglir hann til hafnar á Húsavík undir öruggri skipsstjórn Hrólfs Þórhallssonar.

1452.Steini Vigg SI 110 ex Guðrún Jónsdóttir SI. © Hafþór Hreiðarsson 2010.

16.07.2010 14:23

Garðar frá Húsavík

Kallarnir sem vinna höðrum höndum að því þessa dagana að gera hvalaskoðunarbátinn Garðar kláran gáfu sér tíma til að taka á móti skonnortunni Hildi í morgun. Leystar voru landfestar upp úr kl. 8 og siglt til móts við Hildi ásamt fleiri bátum Norðursiglingar. Hér á myndinni að neðan kemur Garðar á ferðinni undir skipstjórn Einars Ófeigs Magnússonar.

260.Garðar ex Sveinbjörn Jakobsson. © Hafþór Hreiðarsson 2010.

16.07.2010 10:57

Hildur komin heim

"Heimsiglingin gekk bara mjög vel, fengum að vísu á okkur stórviðri í Norðursjó en hún reyndist hið besta sjóskip" . Sagði Hörður Sigurbjarnarson í morgun þegar skonnortan Hildur kom til heimahafnar á Húsavík eftir siglingu frá Danmörku. Hildur, sem er nýjasti bátur hvalaskoðunarfyrirtækisins Norðursiglingar, var í gagngerum breytingum þar sem henni var breytt úr hefðbundnum fiskibát í tvímastra skonnortu og fóru breytingarnar fram í Egernsund.  Áætlað er að Hildur verði klár til siglinga með farþega á hvalaslóðir Skjálfanda innan fárra daga.

Hildur er sjötti bátur fyrirtækisins og fóru aðrir bátar þess utan Náttfara  á móti Hildi og fylgdu henni síðasta spölinn til hafnar. Hún var smíðuð hjá bátasmiðju Gunnlaugs og Trausta á Akureyri árið 1974 og hét upphaflega Múli ÓF 5 og var frá Ólafsfirði.

Fyrir á Norðursigling skonnortuna Hauk en báðum skonnortunum svipar mjög til fiskiskonnorta þeirra sem algengar voru á hákarlaveiðum við Norðurland á 19. öldinni en eitt meginmarkmiða Norðursiglingar hefur frá upphafi verið varðveisla gamalla, íslenskra eikarbáta og um leið að viðhalda kunnáttu sem nærri er gleymd.

1354.Hildur ex Héðinn. © Hafþór 2010.

Skonnorturnar Hildur & Haukur á Skjálfanda í morgun. © Hafþór.

13.07.2010 19:23

Ársæll

Hér gefur að líta nýjasta bát strandveiðiflotans á Húsavík. Ársæll ÞH 280 heitir hann og keypti Guðmundur Karlsson hann á dögunum og hóf róðra nú í vikunni.

5806.Ársæll ÞH 280 ex Ársæll GK 29. © Hafþór Hreiðarsson 2010.

13.07.2010 19:10

Steini Vigg

Norðursigling hefur að undanförnu verið með eikarbátinn Steina Vigg frá Siglufirði í hvalaskoðun á Skjálfanda. Náttfari varð fyrir alvarlegri vélarbilun í júní og hefur Steini Vigg verið notaður þegar aðrir bátar fyrirtækisins anna ekki þeim fjölda ferðamenna sem vilja sigla. Steini Vigg SI 110 er smíðaður hjá Vör á Akureyri 1976 og hét upphaflega Hrönn ÞH og var gerður út frá Raufarhöfn. Síðar var hann seldur til Grímseyjar þar sem hann fékk nafnið Þorleifur EA 88. Þá varð hann Guðrún Jónsdóttir SI, ÓF og aftur SI áður en hann fékk núverandi nafn. Eigandi bátsins er Rauðka ehf. á Siglufirði sem undanfarin ár hefur staðið að mikilli uppbyggingu ferðaþjónustu á Siglufirði.


1452.Steini Vigg SI 110 ex Guðrún Jónsdóttir SI. © Hafþór Hreiðarsson 2010.

08.07.2010 21:59

Alpha

Hér birtist mynd af Alpha HF 32 sem Guðvarður Jónsson sendi mér á dögunum. Skipið þekkja margir en fyrir þá sem ekki vita er þetta upphaflega Magnús NK. Samt er ekkert upphaflegt í skipinu skilst mér. Álsey II Álsey, Bergur, Valaberg Hrafn Sveinbjarnarson III hét það einnig hér við Ísland. En Alpha heitir það í dag og tók Varði myndina á Kanarí.

1031.Alpha HF 32 ex Carpe Diem HF 32. © Varði 2010.
Flettingar í dag: 588
Gestir í dag: 85
Flettingar í gær: 771
Gestir í gær: 113
Samtals flettingar: 9399682
Samtals gestir: 2008177
Tölur uppfærðar: 13.12.2019 13:46:29
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is