Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2010 Júní

30.06.2010 22:37

Agnes

Þessi hefur verið hér Húsavík að undanförnu og róið í strandveiðikerfinu. Agnes heitir hann og er skráður í Grundarfirði. Hét eitt sinn Bjarni Sigurðsson.

7173.Agnes SH 105 ex Bjarni Sigurðsson SH 90. © Hafþór Hreiðarsson 2010.

29.06.2010 22:58

Tveir bláir

Hér eru tveir bláir við bryggju á Húsavík. Sá minni er á strandveiðunum og er nýbyrjaður eftir mikla yfirhalningu. Heitir Sævaldur ÞH 216. Hinn sem menn kannst nú við á þessari síðu hefur legið frá því í vor.

6790.Sævaldur ÞH 216-1424.Þórsnes II SH 109. © Hafþór 2010.

28.06.2010 21:39

Skonnortan Hildur

Skonnortna Hildur fór í reynslusiglingu í gær á Flensborgarfirði og eru öll seglin komin og að sögn Heimis Harðarsonar virtist allt virka mjög sannfærandi.  Hún var létt fyrir vindi og átti mjög auðvelt með stagvendingar þrátt fyrir lítinn vind. Einhver vandræði hafa  verið með skrúfubúnað en Hildur fer að leggja í'ann hvað úr hverju og verður spennandi að sjá hana koma í höfn á Húsavík. Og ekki síður fyrir fullum seglum á Skjálfanda með Víknafjöllin í baksýn.

1354.Hildur ex Héðinn. © Hörður Sigurbjarnarson 2010.


Hörður Sigurbjarnarson hefur tekið mikið af myndum af breytinunum á Hildi og er hægt að skoða þær hér hér


27.06.2010 13:34

Múli ÓF 5

Nú fer að styttast í að skonnortan Hildur haldi heim á leið frá Danmörku. Af því tilefni birti ég hér til gamans myndir frá því þegar bátnum var hleypt af stokkunum hjá skipasmíðastöð Gunnlaugs  og Trausta á Akureyri. Hann hét Múli ÓF 5 upphaflega og eins og myndirnar sína eitthvað virðist hafa komið upp á við sjósetninguna en allt fór þó vel að lokum. Myndirnar sem Árni Björn Árnason (www.aba.is) lánaði mér eru úr albúmi Trausta Adamssonar skipasmiðs.

1354.Múli ÓF 5. © Trausti Adamsson 1974.

1354.Múli ÓF 5. © Trausti Adamsson 1974.

23.06.2010 19:15

Tveir á torginu

Hér gefur að líta tvo skuttogara á Hampiðjutorgin á Þjóðhátíðardaginn. Myndirnar tók Gunnþór Sigurgeirsson skipverji á Guðmundi í Nesi RE 13 sem er einmitt annar þessara togara. Hinn er Örvar HU 2 frá Skagarströnd.

2197.Örvar HU 2 ex Blængur NK. © Gunnþór 2010.

2626.Guðmundur í Nesi RE 13. © Gunnþór sigurgeirsson 2010.

21.06.2010 17:11

Nýr bátur til Kópaskers

Aðalsteinn Tryggvason og Tryggvi faðir hans sem eiga útgerðina Tryggva Aðal ehf. hafa keypt nýjan bát til Kópaskers. Um er að ræða Mótunarbátinn Braga RE 2 sem smíðaður var í Hafnarfirði 1982 og er með 200 hestafla Volvo Pentavél. Fyrir eiga feðgarnir Rósu í Brún ÞH 80 sem hefur verið seld. Hún verður afhent í september og fær þá Bragi hennar nafn. Fram að því verður hann Bragi ÞH 50 og fer nú í vikunni á strandveiðar frá Kópaskeri þar sem heimahöfn hans er. Að sögn Aðalsteins verður nýi báturinn gerður út á handfæri, línu og grásleppuveiðar.

6347.Bragi RE 2. Hafþór Hreiðarsson 2009.

21.06.2010 15:48

Steini Pje og sonarsynirnir

Þegar ég fór um borð í Húna II í fyrri viku til að heilsa upp á Steina Pje var ég ekki sá eini sem það gerði. Um borð voru sonarsynir hans tveir að heilsa upp á afa en þeir starfa báðir hjá Norðursiglingu í sumar. Strákarnir heita Ísak Már Aðalsteinsson sem er frá Hjalla í Reykjadal og Samúel Örn Pétursson.

Ísak Már Aðalsteinsson, Steini Pje. og Samúel Örn Pétursson. © Hafþór Hreiðarsson 2010.

17.06.2010 23:48

Bóbi á Sigurði sæmdur Fálkaorðunni

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sæmdi tólf einstaklinga Fálkaorðunni við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag. Meðal þeirra sem hlutu orðuna er aflaskipstjórinn Kristbjörn Þór Árnason, betur þekktur sem Bóbi á Sigurði. Hann fékk riddarakrossinn fyrir sjósókn og störf í sjávarútvegi.

Bóbi er vel að þessari viðurkenningu kominn og óska ég honum til hamingju með hana.


Bóbi við löndun úr Lundey. © Hafþór Hreiðarsson 2009.

16.06.2010 20:50

Húni II

Húni II kom til Húsavíkur í dag, kallarnir voru í siglingu með tvo fimmtíu manna hópa. Annar sigldi til Húsavíkur en hinn kom með rútu. Og svo öfugt, þ.e.a.s. þeir sem sigldu til Húsavíkur fóru með rútunni til baka til Akureyrar. Hitti Steina Pje að máli og smellti myndum af kappanum. Meira um það síðar. En hér er mynd af Hún II leggja í'ann til Akureyrar undir skipstjórn Gylfa Baldvinssonar.

108. Húni II. © Hafþór Hreiðarsson 2010.

15.06.2010 17:21

Garðar og Náttfari sigldu saman á ný

"Örnefnið Húsavík er talið vera eitt hið elsta á Íslandi. Í Landnámabók (Sturlubók) segir frá Garðari Svavarssyni, sænskum víkingi, sem sigldi til landsins og umhverfis það og uppgötvaði að það var eyja. Nefndi hann landið Garðarshólma. Garðar hafði vetursetu á Húsavík, byggði sér hús og af því er nafnið talið dregið. Þegar Garðar sigldi burt, vorið eftir, sleit frá honum bát sem á voru maður nefndur Náttfari, ásamt þræl og ambátt. Þingeyingar hafa löngum litið á Náttfara sem fyrsta landnámsmanninn og því fögnuðu þeir 11 alda afmæli Íslandsbyggðar árið 1970, fjórum árum fyrr en flestir aðrir landsmenn".

Eins og segir í textanum hér að ofan sleit bát frá skipi Garðars og í honum var Náttfari. Þeir sigldu ekki meira saman félagarnir. En í dag, vel rúmlega 1100 árum síðar sigldu Garðar og Náttfari saman frá Húsavík. Að vísu fór Garðar ekki lengra en út í hafnarkjaftinn en samt. Þetta voru bátar Norðursiglingar en svo vildi til þegar Garðar var sjósettur að Náttfari var að fara í hvalaskoðunarferð og sigldu þeir samsíða út úr innri höfninni.


Garðar og Náttfari sigla út úr höfninni. © Hafþór Hreiðarsson 2010.

260.Garðar  & 993 Náttfari. © Hafþór Hreiðarsson 2010.

260.Garðar ex Sveinbjörn Jakobsson SH. © Hafþór Hreiðarsson 2010.

14.06.2010 20:14

Garðar skal hann heita

Þá er Garðarsnafnið komið á gamla Sveinbjörn Jakobsson og fer maður að verða spenntur að mynda hann á siglingu um Skjálfanda. Sem verður innan tíðar.

260.Garðar ex Sveinbjörn Jakobsson SH 104. © Hafþór Hreiðarsson 2010.

10.06.2010 19:02

Baldur

Um þennan þarf ekki að hafa mörg orð og því verða þau ekki fleiri........

311.Baldur GK 97 ex Baldur KE 97. © Hafþór.

09.06.2010 18:14

Sigurbjörg

Hérna er það Sigurbjörgin þeirra Jonna og Halls sem siglir með Lundeynni. Myndina tók Gunnar frændi minn Hallgrímsson fyrir margt löngu.

739.Sigurbjörg ÞH 62. © Gunnar Hallgrímsson.

07.06.2010 22:46

Kvöldsólin skín

Hún var falleg víkin í kvöldsólinni í kvöld. Fór of seint út með vélina þannig að sólin var farin að síga fyrir Húsavíkurhöfðann. Hún náði þó að teygja geisla sína suður á hafnarstéttina en gamli Sveinbjörn Jakobsson, sem er verið að endurbyggja sem farþegabát, var kominn í skugga þar sem hann stendur í slippnum.

Húsavík í kvöld. © Hafþór Hreiðarsson 2010.

07.06.2010 21:55

Matti kokkur og Binni Halldórs heiðraðir á sjómannadaginn

Matthías Sigurðsson og Brynjar Þór Halldórsson vorur heiðraðir af Sjómannadagsráði á Húsavík í gær, Sjómannadag. Athöfnin fór fram í Sjómanndagskaffi slysavarnardeildar kvenna og sá Sjómannadeild Framsýnar-stéttarfélags um heiðrunina.Matthías Sigurðsson og Brynjar Þór Halldórsson. © Hafþór Hreiðarsson 2010.

Aðalsteinn Á. Baldursson fór stuttlega yfir feril þeirra til sjós og sagði:

Brynjar Þór Halldórsson fæddist á Siglufirði 14. maí 1938 sonur Halldórs Bárðarsonar og Jónönnu Stefaníu Ingimarsdóttur. Þar ólst hann upp til 5 ára aldurs er hann fluttist að Einarsstöðum í Núpasveit.

Sjómennskan átti snemma hug hans allan því hann lét smíða 9 tonna eikarbát í Hafnarfirði 1960 ásamt tveimur félögum sínum á Kópaskeri þeim bræðrum Þorsteini og Skúla Jónssonum. Nokkru síðar fluttist útgerð bátsins til Húsavíkur.

Brynjar hætti útgerð árið 1965 og réð sig á Fanney ÞH 130 frá Húsavík sama ár. Þar var hann til ársins 1977 er hann varð að draga sig í hlé vegna þrálátra bakmeiðsla. Binna er ekki í blóð borið að gefast upp og reyndi hann því aftur við sjómennskuna 1980 þegar hann hélt á ný í róður með heiðursmanninum og skipstjóranum Sigurbirni Óskari Kristjánssyni á Fanney. En hetjur eins og Binni eru mannlegar og hætti hann endanlega til sjós árið 1982 vegna sömu veikinda.

Á þeim tímamótum sneri hann við blaðinu og réð sig í vinnu hjá fiskeldisfyrirtækinu Rifós í Kelduhverfi þar sem hann starfaði í 26 ár eða til ársins 2008. Reyndar hef ég upplýsingar um að Binni sé enn að snúast í kringum fiskeldið í Kelduhverfi enda liðtækur og góður verkmaður sem lætur aldrei sitt eftir liggja geti hann rétt hjálparhönd.

Eiginkona Brynjars í 50 ár er Ólöf Hallgrímsdóttir sem eins og sönn sjómannskona hefur staðið við hliðina á Binna sínum í gegnum tíðina, sem áhyggjulaus gat haldið til veiða, meðan Ólöf sá um heimilið.

Þegar talað er við þá sem voru með Binna til sjós og lands ber mönnum saman um að Brynjar Þór Halldórsson hafi verið góður, verklaginn og samviskusamur félagi. Binni er því vel að því kominn að vera heiðraður hér í dag.

Matthías Sigurðsson fæddist á Siglufirði 16. apríl árið 1941, sonur hjónanna, Sigurðar Rögnvaldssonar og Jóhönnu Jónsdóttur. Matthías fluttist ásamt foreldrum sínum til Húsavíkur árið 1952 þar sem hann hefur búið síðan.

Hann giftist síðar Valgerði Jósefsdóttir sem hefur verið hans stoð og stytta í gegnum tíðina, enda Matta ekki alltaf notið við, þar sem hann hefur dvalið langdvölum á sjó. Barnauppeldið hvíldi því verulega á Valgerði sem leysti það af stakri prýði.

Matti var fyrst lögskráður 18. júní 1958 á vélbátinn Guðmund Þórðarson RE 70 til síldveiða, þá 17 ára gamall. Frá þeim tíma hefur Matti verið á nokkrum fengsælum skipum á borð við Smára ÞH, Kolbeinsey ÞH og Örfirisey RE. Þá hefur hann einnig kynnst og starfað með þekktum aflaskipstjórum s.s. Kristbirni Árnasyni, Sigurði Sigurðssyni og Benjamín Antonssyni.

Lengst af sínum sjómannsferli hefur hann verið á skipum í eigu Höfða, Íshafs og Fiskiðjusamlags Húsavíkur eða frá árinu 1976 til ársins 2003. Í dag er hann matsveinn á Jónu Eðvalds SF 200 frá Hornafirði sem hét áður Björg Jónsdóttir ÞH 321 sem gerð var út frá Húsavík.

Matthías gengur undir nafninu Matti kokkur enda hefur hans aðalstarf í gegnum tíðina verið að elda ofan í áhafnir skipa og báta. Um er að ræða krefjandi starf, og það að Matti sé um þessar mundir að fagna 52 ára starfsafmæli, sýnir svo ekki verður um villst, að þar fer maður sem skilað hefur góðu verki um dagana og mettað hundruð ef ekki þúsundir sjómanna. Matti hefur einnig leist af sem háseti, vélavörður og skipstjóri á þeim fiskiskipum sem hann hefur verið munstaður á í gegnum tíðina. Menn eins og Matti, sem eiga að baki langan sjómannsferil, hafa einnig tekið þátt í þeim miklu breytingum til batnaðar sem orðið hafa í aðbúnaði sjómanna, veiðum og vinnslu um borð í fiskiskipum.

Matthías Sigurðsson er því líkt og Brynjar vel að því kominn að vera heiðraður hér í dag, það er á sjötugasta aldursári eftir um hálfrar aldar sjómennsku. Þess má geta að kallinn er enn að og hefur ekki gefið út hvenær hann ætlar að ljúka góðu og farsælu ævistarfi til sjós. Vinsældir hans sem matsveins hafa alltaf verið miklar og því má velta fyrir sér hvort hann fái nokkuð að hætta þrátt fyrir að vera komin á aldur, það er löggilt gamalmenni.Aðalsteinn Á. Baldursson fór stuttlega yfir feril þeirra til sjós og sagði:

Brynjar Þór Halldórsson fæddist á Siglufirði 14. maí 1938 sonur Halldórs Bárðarsonar og Jónönnu Stefaníu Ingimarsdóttur. Þar ólst hann upp til 5 ára aldurs er hann fluttist að Einarsstöðum í Núpasveit.

Sjómennskan átti snemma hug hans allan því hann lét smíða 9 tonna eikarbát í Hafnarfirði 1960 ásamt tveimur félögum sínum á Kópaskeri þeim bræðrum Þorsteini og Skúla Jónssonum. Nokkru síðar fluttist útgerð bátsins til Húsavíkur.

Brynjar hætti útgerð árið 1965 og réð sig á Fanney ÞH 130 frá Húsavík sama ár. Þar var hann til ársins 1977 er hann varð að draga sig í hlé vegna þrálátra bakmeiðsla. Binna er ekki í blóð borið að gefast upp og reyndi hann því aftur við sjómennskuna 1980 þegar hann hélt á ný í róður með heiðursmanninum og skipstjóranum Sigurbirni Óskari Kristjánssyni á Fanney. En hetjur eins og Binni eru mannlegar og hætti hann endanlega til sjós árið 1982 vegna sömu veikinda.

Á þeim tímamótum sneri hann við blaðinu og réð sig í vinnu hjá fiskeldisfyrirtækinu Rifós í Kelduhverfi þar sem hann starfaði í 26 ár eða til ársins 2008. Reyndar hef ég upplýsingar um að Binni sé enn að snúast í kringum fiskeldið í Kelduhverfi enda liðtækur og góður verkmaður sem lætur aldrei sitt eftir liggja geti hann rétt hjálparhönd.

Eiginkona Brynjars í 50 ár er Ólöf Hallgrímsdóttir sem eins og sönn sjómannskona hefur staðið við hliðina á Binna sínum í gegnum tíðina, sem áhyggjulaus gat haldið til veiða, meðan Ólöf sá um heimilið.

Þegar talað er við þá sem voru með Binna til sjós og lands ber mönnum saman um að Brynjar Þór Halldórsson hafi verið góður, verklaginn og samviskusamur félagi. Binni er því vel að því kominn að vera heiðraður hér í dag.

Matthías Sigurðsson fæddist á Siglufirði 16. apríl árið 1941, sonur hjónanna, Sigurðar Rögnvaldssonar og Jóhönnu Jónsdóttur. Matthías fluttist ásamt foreldrum sínum til Húsavíkur árið 1952 þar sem hann hefur búið síðan.

Hann giftist síðar Valgerði Jósefsdóttir sem hefur verið hans stoð og stytta í gegnum tíðina, enda Matta ekki alltaf notið við, þar sem hann hefur dvalið langdvölum á sjó. Barnauppeldið hvíldi því verulega á Valgerði sem leysti það af stakri prýði.

Matti var fyrst lögskráður 18. júní 1958 á vélbátinn Guðmund Þórðarson RE 70 til síldveiða, þá 17 ára gamall. Frá þeim tíma hefur Matti verið á nokkrum fengsælum skipum á borð við Smára ÞH, Kolbeinsey ÞH og Örfirisey RE. Þá hefur hann einnig kynnst og starfað með þekktum aflaskipstjórum s.s. Kristbirni Árnasyni, Sigurði Sigurðssyni og Benjamín Antonssyni.

Lengst af sínum sjómannsferli hefur hann verið á skipum í eigu Höfða, Íshafs og Fiskiðjusamlags Húsavíkur eða frá árinu 1976 til ársins 2003. Í dag er hann matsveinn á Jónu Eðvalds SF 200 frá Hornafirði sem hét áður Björg Jónsdóttir ÞH 321 sem gerð var út frá Húsavík.

Matthías gengur undir nafninu Matti kokkur enda hefur hans aðalstarf í gegnum tíðina verið að elda ofan í áhafnir skipa og báta. Um er að ræða krefjandi starf, og það að Matti sé um þessar mundir að fagna 52 ára starfsafmæli, sýnir svo ekki verður um villst, að þar fer maður sem skilað hefur góðu verki um dagana og mettað hundruð ef ekki þúsundir sjómanna. Matti hefur einnig leist af sem háseti, vélavörður og skipstjóri á þeim fiskiskipum sem hann hefur verið munstaður á í gegnum tíðina. Menn eins og Matti, sem eiga að baki langan sjómannsferil, hafa einnig tekið þátt í þeim miklu breytingum til batnaðar sem orðið hafa í aðbúnaði sjómanna, veiðum og vinnslu um borð í fiskiskipum.

Matthías Sigurðsson er því líkt og Brynjar vel að því kominn að vera heiðraður hér í dag, það er á sjötugasta aldursári eftir um hálfrar aldar sjómennsku. Þess má geta að kallinn er enn að og hefur ekki gefið út hvenær hann ætlar að ljúka góðu og farsælu ævistarfi til sjós. Vinsældir hans sem matsveins hafa alltaf verið miklar og því má velta fyrir sér hvort hann fái nokkuð að hætta þrátt fyrir að vera komin á aldur, það er löggilt gamalmenni.
Flettingar í dag: 485
Gestir í dag: 86
Flettingar í gær: 694
Gestir í gær: 121
Samtals flettingar: 9394410
Samtals gestir: 2007267
Tölur uppfærðar: 6.12.2019 13:24:28
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is