Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2010 Maí

30.05.2010 21:55

Stokksey

Þessi hefur birst hér oft áður sem Dagfari og einnig Stokksey en læt hann samt vaða. Stokksey kom hér inn að vorlagi, 2003 að mig minnir. var á netum. Upphaflega dagfari ÞH 70 en fór í pottinn sem Stokksey ÁR 40.1037.Stokksey ÁR 40 ex Dagfari GK 70. © Hafþór Hreiðarsson.

29.05.2010 11:27

Marta

Marta Ágústsdóttir GK 14 á leið inn insiglinguna í Grindavík fyrir nokkrum árum. Þá rauð nú svört. Upphaflega Keflvíkingur KE 100 síðar Bergur Vigfús GK 53 og loks Marta Ágústsdóttir GK 14. Alltaf verið í flota Suðurnesjamanna frá því hann var smíðaður árið 1964.967.Marta Ágústsdóttir GK 14 ex Bergur Vigfús GK 53. © Hafþór Hreiðarsson.

27.05.2010 20:12

Viltu vita hvað hann var að bardúsa þessi ?

Ef þú vilt vita hvað hann var að bardúsa þessi í dag skaltu fara hið snarasta yfir á 640.is


Á bryggjunni í dag. © HH 2010.

26.05.2010 22:47

Drottningin

Jæja best að henda inn einni mynd af drottningunni fyrir  dyggan síðuskoðara. Reyndar tekin áður en hún fékk drottningarnafnið og hét bara Serene. Var á Akureyri um hvítasunnuna og verð bara að játa að ég nennti ekki að taka upp myndavélina. Þvílíkt eymdarpláss þetta er að verða skipamyndalega séð. En sá og heyrði í Eivör Pálsdóttur á Græna hattinum og hún klikkaði ekki.

En hér er enn ein myndin frá því þegar Serene kom til Akureyrar frá Hjaltlandseyjum.Serene LK 297 síðar Margrét EA. © Hafþór Hreiðarsson 2006.

23.05.2010 12:30

Mánafoss


Mánafoss við Norðurgarðinn á Húsavík. © Hafþór Hreiðarsson 2002.

22.05.2010 20:05

Bjarmi

Hér birtist Bjarmi GK 33 lesendum síðunnar. Myndina tók Sigurgeir Harðarson í Grindaví á dögunum. Bjarmi hét áður Bjarni Egils ÍS en upphaflega Ösp HF. Eigandi er Víkurvélar ehf.2398. Bjarmi GK 33 ex Bjarni Egils ÍS. © Sigurgeir Harðarson 2010.

19.05.2010 22:52

Aðalsteinn Hannesson

Aðalsteinn Hannesson AK 35 er eftir því sem fram kemur í athugasemd við færluna hér að neðan sama trillan og er þar. Þ.e.a.s upphaflega Sóley ÞH 28. Hún hefur gengið í gegnum nokkrar breytingar eins og sjá má af myndunum en samkvæmt skipaskrá er hún smíðuð árið 1972. Úr furu og eik og mælist 4,1 brl. að stærð.


5543.Aðalsteinn Hannesson Ak 35 © Hafþór Hreiðarsson 2006.

17.05.2010 20:55

Sóley ÞH 28

Hér sjáum við mynd Hreiðars Olgeirssonar sem ég held að hafi verið tekin á Sjómannadaginn árið1973. Ef ekki þá, er það sennilega 1974. Myndin sýnir trillubátinn Sóley ÞH 28 sem Baldur Pálsson bátasmiður á Húsavík smíðaði fyrir þá feðga Gunnar Jónsson og Jóhann Gunnarsson. Held að hann sé alveg nýr þarna á myndinni. Ekki veit ég hvað varð um bátinn en Jóhann sá sem fyrr er nefndur stýrir stærra skipi í dag. Bátasmiðurinn Baldur er sá sem veifar og Gunnar stendur framan við húsið en Jóhann er við stýrið. Þá er spurning hver guttinn er ?Sóley ÞH 28. © Hreiðar Olgeirsson.

16.05.2010 00:02

Í brautinni

Jæja best að henda einni mynd inn. Missti áhugann í smá stund en það þýðir ekkert. Annað hvort er maður með eða ekki. Hér birtis skönnuð slidesfilma sem sjá má af gæðunum og sýnir aðkomubát í dráttarbrautinni á Húsavík. Tekin fyrir allnokkru síðan.586.Reistarnúpur ÞH 273 ex Aron ÞH 105. © HH

12.05.2010 21:35

Vonin í suðri

Hér koma tvær myndir sem frændi minn, Sigurgeir Pétursson skipstjóri í suðurhöfum, sendi mér. Þær voru teknar í gær og sýna einn nýjasta togara Argentínumanna. Hann heitir upp á spænskuna Esperanza del Sur sem Sigurgeir segir að mætti t.d. þýða sem Vonin í suðri eða þá Suðurvonin. Togarinn er í sinni fyrstu veiðiferð við Argentínu en eins og kannski menn sjá er þetta fyrrum Skálaberg þeirra Færeyinga. Sá sem rússarnir tóku fyrir jólin.

Sigurgeir er skipstjóri á Tai An sem nú stundar Hokiveiðar sem unninn er í Surimi. Þeir voru komnir með um 650 tonn af Surimi en aflinn upp úr sjó var um 2450 tonn á 23 dögum. Reyndar urður frátafir frá veiðum í þrjá daga í upphafi veiðiferðar vegna bilunar í vatnsframleiðslunni þeir nota um 280 tonn af vatni á sólahring þegar verið er að vinna í Surimi.

Þegar Sigurgeir sendi myndirnar var Tai An að leggjast vid bryggju i Ushuaia, sydst i Argentinu en togarinn þurfti að leita hafnar og á að landa þarna í Ushuaia.Esperanza del Sur ex Skalaberg. © Sigurgeir Pétursson 2010.
Esperanza del Sur ex Skalaberg. © Sigurgeir Pétursson 2010.

12.05.2010 18:27

Horft framan í Mánann

Hér er horft framan í Mánann.1920.Máni EA 36 ex Máni GK 109. © Hafþór Hreiðarsson 2010.

10.05.2010 21:56

Flatey

Þessa mynd tók ég þann 6. ágúst 2004 og sýnir hún rækjutogarann Flatey ÞH 383 bakka frá bryggju. Drengurinn ungi lét það ekki trufla sig við veiðina en veðrið var andskoti gott þennan morgun en Mærudagar stóðu þá yfir á Húsavík. Flatey fór hinsvegar á rækjumiðin og kom í land aftur að viku liðinni. Hún heitir Brynjólfur VE 3 í dag en upphaflega Gissur ÁR 6 og var smíðaður á Akranesi.1752.Flatey ÞH 383 ex Gissur ÁR 6. © Hafþór Hreiðarsson 2004.

09.05.2010 10:10

Einn rauður til

Það er best að henda inn einum rauðum til, og hann kemur einnig úr Grímsey. Sæbjörgin er báturinn en hún hefur verið með netin hér í Skjálfanda að undanförnu. Tók ég þessa mynd í vikunni þegar hún kom að landi.2047.Sæbjörg EA 184 ex Linni SH. © Hafþór Hreiðarsson 2010.

08.05.2010 22:22

Þorleifur og Gylfi

Það er lítið mál að birta mynd af Þorleifi EA enda nóg til af myndum af honum á þessum bæ. Og minna mál að láta Gylfa fylgja með fyrir Hauk.1434.Þorleifur EA 88 ex Hringur GK 18. © Hafþór Hreiðarsson 2009.Gylfi Gunnarsson skipstjóri. © Hafþór Hreiðarsson 2008.

07.05.2010 20:38

Eyjabátar og það stálbátar

Eins og ég sagði í fyrri færslu skrapp ég á sjó með Ásgeiri Hólm á Stínu frá Keldu í dag. Erindið var að mynda grásleppubátinn Mána EA 36 frá Hrísey og dragnótabátinn Hafborgu EA 152 frá Grímsey. Þeir voru á siglingu yfir Skjálfandaflóann til hafnar á Húsavík. Og hér koma myndir úr þeirri sjóferð og fleiri eiga örugglega eftir að birtast síðar. Ég birti stjórnborðs- og bakborðssíður beggja bátanna sem eru báðir úr stáli og keyptir að sunnan á sínum tíma.1920.Máni EA 36 ex Máni GK 109. © Hafþór Hreiðarsson 2010.1920.Máni EA 36 ex Máni GK 109. © Hafþór Hreiðarsson 2010.2323.Hafborg EA 152 ex Stapavík AK 132. © Hafþór Hreiðarsson 2010.2323.Hafborg EA 152 ex Stapavík AK 132. © Hafþór Hreiðarsson 2010.
Flettingar í dag: 535
Gestir í dag: 81
Flettingar í gær: 771
Gestir í gær: 113
Samtals flettingar: 9399629
Samtals gestir: 2008173
Tölur uppfærðar: 13.12.2019 12:41:15
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is