Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2010 Apríl

30.04.2010 15:38

Nýr Cleopatra 50 hvalaskoðarbátur afgreiddur í Reykjavík

Sérferðir ehf í Reykjavík fengu nú í vikunni afhentann nýjan Cleopatra bát frá Bátasmiðjunni Trefjum í Hafnarfirði. Framkvæmdastjóri Sérferða ehf er Friðfinnur Hjörtur Hinriksson.  Skipstjóri á bátnum verður Ingimar Finnbjörnsson.

Nýi báturinn hefur hlotið nafnið Rósin og er 30 brúttótonn. Rósin er af gerðinni Cleopatra 50.

Báturinn hefur leyfi til farþegaflutninga í lengri og skemmri ferðir fyrir allt að 75 farþega.

Farþegasalur er einnig útbúinn fyrir smærri veislur.  Fullbúinn eldunaraðstaða og veitingasala er um borð.  Sérferðir ehf hafa um nokkurra ára skeið sérfæft sig í fuglaskoðunarferðum og námsferðum fyrir grunnskólabörn á vegum Reykjavíkurborgar.  Með þessum nýja bát verður starfsemin víkkuð út og boðið upp á hvalaskoðunarferðir jafnhliða.

  Vélbúnaður bátsins er af gerðinni Volvo Penta IPS800.

Vélbúnaðurinn saman stendur af tveimur Volvo Penta D11 vélum sem hvor um sig skilar 600hö.  Vélarnar eru tengdar drifum sem jafnframt eru stýrisbúnaður bátsins. 

Samhæfin drifanna gerir að verkum að hægt era ð stjórna bátnum með einkar einföldum og öruggum hætti.

Skrúfur bátsins vísa fram sem gerir að verkum að sjóflæði er óhindrað að þeim.

Hámarksganghraði bátsins er 32 hnútar.

  Báturinn er útbúinn siglingatækjum af gerðinni Furuno og Maxsea frá Brimrún.

Öryggisbúnaður bátsins kemur frá Viking.2761.Rósin. © Trefjar.is 20102761.Rósin © Tefjar.is 2010.

29.04.2010 23:09

Tjaldur II

Birti mynd af þessum í haust sem leið og þá einmitt upp á vagni á leið út á Húsavíkurhöfða þar sem dyttað hefur verið að honum í vetur. Þá stóð á honum Ásborg BA. Þessa mynd tók ég í gær þegar verið var að koma með bátinn niður á bryggju þar sem hann var sjósettur. Nú stendur á honum Tjaldur II ÞH enda heitir hann það. Birti kannski fleiri myndir við tækifæri.1109.Tjaldur II ÞH 294 ex Ásborg BA. © Hafþór Hreiðarsson 2010.

28.04.2010 22:31

Aron

Hér sjáum við Aron ÞH 105 koma að landi eftir grásleppuróður. Hafði ekki tíma til að forvitnast um aflabrögð en tek kannski stöðuna á köllunum fljótlega. Ekki seinna að vænna því það fer að draga að lokum hjá þeim sem byrjuðu fyrstir.7362.Aron ÞH 105 ex Liljan RE. © Hafþór Hreiðarsson 2010.

27.04.2010 22:22

Leifi

Hér kemur Leifi AK 2 frá Akranesi. Smíðaður í Trefjum 1987 og lengdur 1995. Alltaf heitið Leifi og er í eigu Jóhannesar Eyleifssonar. 190 hestafla Yanmar vél í honum.6976.Leifi AK 2. © Hafþór Hreiðarsson 2006.

26.04.2010 20:29

Sóley aftur

Hér kemur aftur mynd af Sóley en þó ekki þeirri sömu og á dögunum. Þessi, sem var smíðuð á Fáskrúðsfirði, var ÞH 349. Keypt af Snæfellsnesi þar sem báturinn hét Fúsi. Kaupandinn var útgerð sú sem í dag gerir út Sigrúnu Hrönn ÞH 36. Seldur á Þórshöfn þegar ný Hrönn ÞH 36 bættist í flotann árið 2000 og þar fékk hann nafnið Leó II ÞH. Nýr Leó II tók við af þessum, fyrir nokkrum árum. Plastbátur sem áður hét Hjördís NS.

Tók mynd af gamla Leó í vetur upp á vagni sem dráttarbíll dró í gegnum Húsavík áleiðis suður yfir heiðar. Ekki glæsilegur að sjá en vonandi verður hann gerður upp.1688.Sóley ÞH 349 ex Fúsi SH. © Hafþór Hreiðarsson.

24.04.2010 11:57

Sjöfn

Þessi kom nú ekki oft til Húsavíkur, man bara eftir þessu tilviki en komið var inn að vorlagi og landað nokkrum körum af fiski. Svo var farið aftur.Enn og aftur sannast þetta með rauða litinn. Upphaflega Hrafn Sveinbjarnarson GK 255, síðar Sigurður Þorleifsson GK 256, Sæljón SU 103, þá Sjöfn EA 142 og í dag Saxhamar SH 50.1028.Sjöfn EA 142 ex Sæljón SU 103. © Hafþór Hreiðarsson 2003.

21.04.2010 22:02

Sóley

Það er kannski allt í lagi að birta annað slagið eitthvað af þeim myndum sem ég á af öðrum skipum en fiskiskipum. Hér er það dýpkunarskip Björgunar, Sóley, sem ratað hefur fyrir linsuna. Tekin niður við sundin blá. Smíðuð í Selby í Englandi 1979 og hét áður Norbrit Waal.1894.Sóley ex Norbrit Waal. © Hafþór Hreiðarsson.

20.04.2010 21:06

Örn

Hér sjáum við Örn KE 13 leggja úr höfn á Húsavík undirs skipstjórn Sigurðar Sigurðssonar. Örninn var nokkuð góður á þessu stigi þróunarsögu hans, brúin flott miðað við skrokkinn. Svo fór nú heldur að teygast á honum, í allar áttir og svo fór að brúin var orðin of lítil.Heitir í dag Quo Vadis og eftir því sem mér var sagt á dögunum er fyrirtæki Samherja, sem gerir út  við Afríkustrendur, með hann á leigu um þessar mundir. Má vera að ég hafi birt þessa mynd áður en það verður bara að vera svo.1012.Örn KE 13 ex Örn SK 50. © Hafþór Hreiðarsson.

20.04.2010 20:44

Guðrún Þorkelsdóttir

Hér er það Guðrún Þorkelsdóttir SU 211 að koma inn til löndunar á Húsavík. Rækja var það heillin en Guðrún og Votabergið lönduðu talsvert hér og aflanum ekið á Eskifjörð til vinnslu. Svo urðu þau græn og komu hér og dvöldu í einhvern tíma. Eru enn græn en misjafnt hvað þau hafast að. Annað á gulli en hitt á línu.1076.Guðrún Þorkelsdóttir SU 211 ex Helga Guðmundsdóttir BA. © Hafþór.

19.04.2010 22:16

Reistarnúpur

Hér það Reistarnúpur ÞH 273 sem birtist lesendum síðunnar en hann var á innfjarðarrækju í Skjálfanda þegar þessi mynd var tekin. Upphaflega Guðbjörg ÍS. Eik Þýskaland. Liggur í dag í Njarðvík sem Stormur.


586. Reistarnúpur ÞH 273 ex Aron ÞH 105. © Hafþór Hreiðarsson.

18.04.2010 17:52

Náttfari kemur úr Náttfaravíkum

Hér er ein sem ég tók síðla júnímánaðar 2006. Þarna er Náttfari að koma vestan úr Rauðuvík, einni af Náttfaravíkunum sem liggja undir Víknafjöllum. Sólin komin neðarlega enda stutt eftir í miðnættið þegar myndin var tekin.993.Náttfari á siglingu á Skjálfanda. © Hafþór Hreiðarsson 2006.

17.04.2010 21:56

Húsey

Hér mynd frá aprílmánuði 2005 sem sýnir skuttogarann Húsey ÞH 382 sigla út Skjálfandann áleiðis á rækjumiðin. Upphaflega og lengst af Hólmanes SU 1, farinn úr flotanum en skilaði sínu og meira en það. Sko fyrir austan, því miður varð útgerðin endasleppt hér þegar rækjuna þraut.1346. Húsey ÞH 382 ex Hólmanes SU 1. © Hafþór Hreiðarsson 2005.

17.04.2010 15:15

Tjaldanes

Hér kemur ein frá 2006, sýnir Tjaldanesið koma inn til hafnar í Grindavík. Tjaldanesi hét upphaflega Jón Finnsson GK, m.a. Verðandi og Gaukur. Farinn í pottinn.


124.Tjaldanes GK 525 ex Gaukur GK 660. © Hafþór Hreiðarsson 2006.

15.04.2010 22:59

Aþena

síðast var það Cleópatra með grænu skyggni en nú er það blátt. Hér er Aþena ÞH 505 sem gerð er út á grásleppu að koma að landi á Húsavík. Hún er gerð út af Knarrareyri ehf. sem einnig gerir út Aron ÞH 105 til grásleppuveiða.2436.Aþena ÞH 505 ex Sigurvon BA. © Hafþór Hreiðarsson 2010.

13.04.2010 18:35

Galti

Hér kemur mynd af grásleppubátnum Galta ÞH 320 sem tekin var nú síðdegis þegar skipperarnir þrír komu í land. Aflinn var 5-6 tunnur af sulli og veðrið á Skjálfanda alveg brakandi.2385.Galti ÞH 320 ex Eydís HU. © Hafþór Hreiðarsson 2010.

FLEIRI MYNDIR

HÉR
Flettingar í dag: 535
Gestir í dag: 81
Flettingar í gær: 771
Gestir í gær: 113
Samtals flettingar: 9399629
Samtals gestir: 2008173
Tölur uppfærðar: 13.12.2019 12:41:15
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is