Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2010 Mars

31.03.2010 22:32

Garðar tekinn í slipp í dag

Eikarbáturinn Garðar sem áður hét Sveinbjörn Jakobsson SH 10 var tekinn upp í slippinn á Húsavík í dag. Norðursigling er að breyta bátnum í farþegabát og nú var komið að því að taka hann upp í slippin og fara að vinna í skrokknum. Mikil vinna hefur farið fram í bátnum og er hægt að fræðast betur um það á heimasíðu Norðursiglingar.260.Garðar ex Sveinbjörn Jakobsson SH 10. © Hafþór Hreiðarsson 2010.260. Garðar ex Sveinbjörn Jakobsson SH 10. © Hafþór Hreiðarsson 2010.

HÉR er hægt að skoða fleiri myndir frá slipptökunni.

31.03.2010 21:27

Egill og Tryggvi á Sveinbirni Jak

Þeir bræður Tryggvi og Egill voru að taka ískörin um borð þegar Alfons bar þar og sagðist Tryggvi  vilja fá mynd af sér á netið.  Og þar sem mbl.is eru tregir að birta efni og síðan hans Alfons er svo harðlæst og lokuð varð ég að hlaupa undi bagga og birta myndina af Tryggva.

Að sögn Alfons er Sveinbjörn Jakobsson SH á dragnót og þegar myndin var tekinn á mánudag var aflinn 30 tonn í þrem köstum. Þeir bræður voru ánægðir með aflann, en sögðu að bæta mætti við kvótann. Lítið væri eftir af kvóta bátsins en þeir ætla þó að reyna að vera að fram í maí.Tryggvi Þráinsson á Sveinbirni Jakobssyni SH 10. © AFi 2010.Bræðurnir Tryggvi og Egill Þráinssynir á Sveinbirni Jaokobssyni SH 10. © AFi 2010.

30.03.2010 21:05

Þekkja menn þennan

Hér kemur mynd sem er búin að fá svolitla yfirhalningu, skönnuð inn og fiktað aðeins í henni. Tekin á fermingarmyndavélina sem var af Kodakgerð. Ílöng og mig minnir að þær hafi gengið undir nafninu vasamyndavélar. En þekkja menn ekki bátinn ?© Hafþór Hreiðarsson.

29.03.2010 21:13

Stormur KE 1

Stormur KE 1 hefur róið frá Ólafsvík að undanförnu og bátar sem gera það sleppa ekki undan linsu alfonsar Finnssonar sem tók þessa mynd af bátnum. Orðinn rauður eftir um ársgamlan bláan hjúp. En oft sannast hin djúpa speki sem ég hef stundum kastað fram. Hún hljóðar svo: Stálbátar eru fallegastir rauðir ef rauði liturinn er fallegur.1321.Stormur KE 1 ex Geir KE 1. © Alfons Finnsson 2010.

28.03.2010 17:51

Atlanúpur ÞH 270

Hér birtist mynd af Atlanúp ÞH 270 sem var frá Raufarhöfn, smíðaður í Boizenburg og hét upphaflega Þorsteinn RE 303. Heitir í dag Kristín ÞH 157 og er í eigu Vísi hf. í Grindavík.972.Atlanúpur ÞH 270 ex Ásgeir Guðmundsson SF 112. © Hafþór Hreiðarsson.

28.03.2010 16:13

Ný Ingibjörg komin á Rif

Ný Ingibjörg SH 174 kom til heimahafnar á Rifi á dögunum og tók Alfons Finnsson þessa mynd af bátnum skömmu eftir heimkomuna. Ingibjörg hét áður Oddur á Nesi SI 76 og skemmdist í bruna, reyndar í tvígang, og var endurbyggður hjá Sólplasti í Sandgerði. Upphaflega hét báturinn Steinun ÍS frá Flateyri.2615.Ingibjörg SH 174 ex Oddur á Nesi SH 76. © Alfons Finnsson 2010.

27.03.2010 23:29

Búið að bjarga Lágey af strandstað

Í dag tókst að bjarga línubátnum Lágey af strandstað við Héðinshöfða á Tjörnesi. Lesa má um það  hér ásamt því að þar eru myndir en fyrir þá sem vilja sjá mikið af myndum er best að ýta hér

Annars er það að segja af bátnum að hann virðist ótrúlega lítið skemmdur. Gat er á honum að framanverðu, rétt við hliðarskrúfun en kjölurinn virðist lítið skemmdur. Þá eru skrúfa og stýri skemmd eða ónýt eftir barninginn en þetta virðist hafa sloppið vel miðað við aðstæður.2651.Lágey ÞH 265 á vagni á Höfðagerðissandi. © Hafþór Hreiðarsson 2010.

27.03.2010 11:17

Reynt verður að ná Lágey á land í dag

Samkvæmt nýjustu upplýsingum 640.is varðandi björgunarstörfin við Héðinshöfða er ætlunin að reyna koma Lágey á land á fjörunni í dag.

 

Fengnar verða öflugar hjólaskóflur sem eiga að freista þess að lyfta bátnum svo hægt verði að koma undir hann gámafleti og hann dreginn upp í fjöru.

 

Ef þetta gengur ekki eftir mun björgunarskipið Sigurvin gera tilraun til að draga Lágeyna á flot á  kvöldflóðinu. Að sögn Þóris Gunnarsson hjá Björgunarsveitinni Garðari hefur verið útveguð ný og öflug dráttartóg sem nota á við verkið ef af verður.
2651.Lágey ÞH 265 á strandstað á níunda tímanum í gærkveldi. © HH 2010.

27.03.2010 08:33

Dynjandi

Þessi bættist í flota húsvíkinga í vetur þegar vestfjarðartröllið Ásgeir Hólm skipti á honum og Sómabát sem hann fékk í skiptum fyrir Krístínu Ólöfu ÞH sem var af Knarrargerð. Ásgeir sagðist vera fara í að græja Dynjanda á hanfdærin og þá fengi hann nýtt nafn og númer.7537.Dynjandi ÍS 70 ex Ingvar ÍS. © Hafþór Hreiðarsson 2010.

26.03.2010 23:07

Lágey náðist ekki af strandstað í kvöld

Ekki gekk það eftir sem menn vonuðust eftir í kvöld þegar reynt var að ná Lágeynni á flot af strandstað við Héðinshöfða. Hún sat sem fastast þegar björgunarskipið Sigurvin frá Siglufirði togaði í hana og lauk þeirri rimmu því með að taugin gaf sig.

 

Ætlunin er að reyna aftur að ná bátnum á flot á morgunflóðinu í fyrramálið.2651. Lágey ÞH 265 á strandstað í kvöld. © Hafþór Hreiðarsson 2010.


Þarna hafði báturinn snúið stefninu aftur að landi líkt og hann var í morgun áður en honum var snúið. Lesa meira hér 

 

26.03.2010 13:33

Lágey strandaði við Héðinshöfða

Eins og komið hefur fram í fréttum dagsins strandaði línubáturinn Lágey ÞH við Héðinshöfða á Tjörnesi í nótt. Ég fór á svæðið kl. 7 í morgun og myndaði nokkuð. Þær myndir eru nú komnar í albúm sem skoða má  hér

Þá er sagt frá strandinu á 640.is og nokkrar myndir þar sem skoða má hér2651.Lágey ÞH 265 ex Aron ÞH 105 á strandstað. © Hafþór Hreiðarsson 2010.

25.03.2010 19:16

Grásleppukarlar komust á sjó....nýr bátur í flotann

Grásleppukarlar komust á sjó í gær og aftur í dag eftir hvern bræludaginn á fætur öðrum að undanförnu. Það er síðan bræluspá framundan og allsendis óvíst hvort þeir geti vitjað netanna fyrr en eftir helgi. Ef þú vilt lesandi góður vita meira um það og eins hvaða bátur bættist í flota húsvíkinga í dag skaltu ekki hika við að ýta HÉRStundum þarf að taka netin frá borði og leysa flækjur. © Hafþór Hreiðarsson 2010.

24.03.2010 22:48

Þessir komu við sögu við björgun skipverja af Hvassafellinu fyrir 35 árum síðan

Hér birtist mynd af vélbátunum Svan þH 100 sem, upphaflega hét Benedikt Sæmundsson GK, og Jóni Sör ÞH 220, sem upphaflega hét Jökull SH. Þessir bátar frá Húsavík komu við sögu við björgun áhafnarinnar af Hvassafelli sem strandaði við Flatey fyrir 35 árum. Eða þann 7. mars 1975.

Á föstudaginn verður mikil grein um þetta strand og þátt björgunarsveitarmanna frá Húsavík og annarra sem komu að björguninni í héraðsfréttablaðinu Skarpi á Húsavík. Hvet þá sem áhuga hafa að panta sér blaðið en þar verður m.a. rætt við skipstjórann á Svan ÞH, Ingvar Hólmgeirsson, og Pétur Olgeirsson skipstjóra á Jóni Sör ÞH 220 en þessir bátar fluttu björgunarsveitarmenn og búnað út í Flatey við erfiðar aðstæður. Ingvar er úr Flatey og þekkti þar vel til og Pétur, sem er giftur systur Ingvars, var einnig kunnugur þar. Þá er rætt við björgunarsveitarmenn og einn úr áhöfn Hvassafellsins svo einhverjir séu nefndir. Og ekki má gleyma Lionsmönnu sem björguðu áburðinum, þetta má allt lesa í Skarpi nk. föstudag.992.Svanur ÞH 100 ex Benedikt Sæmundsson GK. © Hreiðar Olgeirsson.625.Jón Sör ÞH 220 ex Þórður Bergsveinsson SH 3. © Hreiðar Olgeirsson.

24.03.2010 22:03

Hver er fyrirmyndin

Jæja þá er spurt hver er fyrirmynd listamannsins þegar hann málaði þetta skip ?


23.03.2010 21:13

Bræla

Það var bræla í dag alveg eins og í gær, hvernig verður það á morgun ? eða hinn ? Þeir sem eiga baujurnar eiga eftir að leggja.Flöggin blakta í vindinum í dag. © Hafþór Hreiðarsson 2010.
Flettingar í dag: 498
Gestir í dag: 74
Flettingar í gær: 995
Gestir í gær: 134
Samtals flettingar: 9257745
Samtals gestir: 1995364
Tölur uppfærðar: 26.8.2019 10:02:14
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is