Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2010 Febrúar

27.02.2010 20:33

Sigurborg SH 12

Ég hef nú birt myndir af þessum áður og úr þessari seríu meira að segja. En góð vísa er aldrei of oft kveðin svo ég læt vaða.............p.s. myndirnar voru teknar þann 18 júlí 2003 á Skjálfandaflóa. En báturinn var smíðaður 1966 í Hommelvik.1019.Sigurborg SH 12 ex Sigurborg HU 121. © Hafþór Hreiðarsson 2003.1019.Sigurborg SH 12 ex Sigurborg HU 121. © Hafþór Hreiðarsson 2003.


27.02.2010 11:10

Ásta B í kröppum sjó

Þetta er rosalega myndband af Ástu B þegar hún kom við í Grindavík á leiðinni til Noregs er að finna á Youtube.com. Skoðið það hér 

En hver tók það vita menn eitthvað um það ?

27.02.2010 10:21

Fróði SH 15

Hér kemur annar Slippstöðvarbátur sem smíðaður var fyrir Hróa hf. í Ólafsvík. Fróði SH 15 heitir hann þegar myndin var tekin en síðar varð hann Hafdís ÍS og loks SF áður en hann fór erlendis í brotajárn.1415.Fróði SH 15. © Hreiðar Olgeirsson 1983.

24.02.2010 15:58

Þórsnes II SH 109

Það segir af þessum hér á 640.is í dag.1424.Þórsnes II SH 109. © Hreiðar Olgeirsson 1983.

23.02.2010 16:54

Palli er ekki einn í heiminum

Eins og þessi mynd sýnir er Palli ekki einn í heiminu. Palli var þarna í félagskap fleiri báta í Húsavíkurhöfn þegar myndin var tekin 18 nóvember 2006. Og Palli er ekki heldur einn í dag því hann stendur upp á landi og hefur félagskap tveggja báta þar sem hann er. Palli er færeyingur og fyrstu eigendur hans voru Hörður heitinn Agnarsson á Húsavík og Maríus Héðinsson sem var skipstjóri á Héðni ÞH 57. Enda er Palli ÞH 57 og hefur verið alla tíð.5959.Palli ÞH 57. © Hafþór Hreiðarsson 2006.

22.02.2010 19:52

Bjarki ÞH 271

Enn einu sinni sýni ég mynd af Bjarka ÞH 271 sem Helgi Héðins átti lengi og hér er hann á siglingu á Skjálfandaflóa í fallegu vetrarveðri. Við þetta er engu að bæta.5525.Bjarki ÞH 271. © Hafþór Hreiðarsson.

22.02.2010 19:08

Júlíus Havsteen

Það var alltaf, og er, gaman þegar ný skip bætast í flotann. Bæði stór og smá. Hér er mynd frá því þegar Júlíus Havsteen ÞH kom til nýrrar heimahafnar á Húsavík. Hann var keyptur frá Grænlandi og kom í stað minni togara sem smíðaður var á Akranesi 1976. Þessi var smíðaður í Danmörku 1987 og heitir í dag Sóley Sigurjóns GK.2262.Júlíus Havsteen ÞH 1 ex Quaasiut II. © Hafþór Hreiðarsson 1995.

21.02.2010 13:28

Aflaverðmæti skipa Brims á árinu 2009

Á árinu 2009 lönduðu skip Brims hf. 28.015 tonnum af fiski að verðmæti 7.333 milljónum króna. Afli Frystitogara var 17.551 tonn. Ferskfiskskipin lönduðu 10.464 tonnum af fiski. Verðmæti aflans hefur aldrei verið meiri í sögu Brims hf. Guðmndur í Nesi RE 13 var með mest aflaverðmæti eða 1.953 milljónir. Næstur á eftir honum var Brimnes RE 27 með 1.867 milljónir.

Á heimasíðu fyrirtækisins má sjá töflu sem sýnir afla og aflaverðmæti skipa ásamt sambærilegum tölum fyrir síðustu 4 ár.2626.Guðmundur í Nesi RE 13. © Hafþór Hreiðarsson 2008.

18.02.2010 15:07

Nýr Oddur á Nesi sjósettur

Nýr Oddur á Nesi SI var sjósettur á Siglufirði í morgun. Svo segir frá þessu á siglo.is:

Það er ekki á hverjum degi sem nýr bátur bætist í flota Fjallabyggðar en í gær var sjósettur nýr glæsilegur bátur, Oddur á Nesi SI 76.

Báturinn var smíðaður há Siglufjarðar-Seig ehf. á Siglufirði og er sá stærsti sem fyrirtækið hefur smíðað til þessa. JE-vélaverkstæði ehf á Siglufirði sá um vélaniðursetningu og alla stálvinnu um borð. Raffó ehf á Siglufirði og Sónar ehf á Akureyri sáu um rafmagn og siglingatæki.

Báturinn er 14.96 brúttótonn og er mesta lengd hans 12.36m og breidd 3.90m. Vélin er Volvo Penta D-12, 650 hestöfl. Báturinn er útbúinn til línuveiða og er möguleiki að setja beitningavél um borð.
Eigandi bátsins er Útgerðarfélagið Nesið ehf á Siglufirði.
2799.Oddur á Nesi SI 76. © www.siglo.is 2010.

16.02.2010 22:22

Dóri GK 42

Maður er mikið í plastinu þessa dagana þó það sé kannski ekki meðvitað. En hvað um það hér kemur Dóri GK 42 á siglingu á Eyjafirði. Dóri hét áður Svanur EA 14 en upphaflega Matthías SH 21.2622.Dóri GK 42 ex Svanur EA 14. © Hafþór Hreiðarsson 2007.

15.02.2010 19:11

Kiddi Lár

Það er rúmt ár síðan ég birti mynd af þessum og ætti því að vera í góðu lagi að henda þessari inn. Þetta er Kiddi Lár GK 501 frá Sandgerði. Sá á síðu EPJ að búið er að taka hann á land vegna kvótaleysis.2704.Kiddi Lár GK 501 ex Konni Júl GK. © Hafþór Hreiðarsson 2009.

14.02.2010 17:52

Dælt úr Grindjánanum

Hrannar Gylfason sendi mér myndur frá því þegar komið var með Grindjánann að landi í Hafnarfirði í dag. Fleiri myndir er hægt að sjá á Flickrsíðu hans sem má nálgast hér


7325.Grindjáni GK 169 í Hafnarfirði í dag. © Hrannar Gylfason 20101.Eins og sjá má var talsverður sjór kominn í bátinn. © Hrannar Gylfason 2010.

14.02.2010 17:06

Grindjáninn nærri sokkinn

Sé það í fréttum dagsins að Grindjáninn var nærri sokkinn fyrir utan Hafnarfjörð. Hér er hann að pósa fyrir mig í Grindavíkurhöfn á liðnu sumri.7325.Grindjáni GK 169 ex Tindur GK. © Hafþór Hreiðarsson 2009.

14.02.2010 14:56

Er gullæði framundan

Maður hefur lesið og séð myndir um gullæðið í Klondike og ljóst að þar var mikið umleikis, og ekki fengu allir laun erfiði síns. Datt þetta í hug á föstudaginn þegar Norðurgarðurinn fylltist af bílum og vögnum sem voru að keyra smábátum landshorna á milli. Sumir að fara til viðgerða, aðrir að skipta um eigendur.Hífa, slaka keyra. © Hafþór Hreiðarsson 2010.

Fleiri myndir eru hér en það vantar einn bátinn sem var þarna og fór á bíl.
Sædís ÞH sem er þarna fremst var að fara til Akureyrar þar sem eitthvað átti að gera í henni. Hinir fjórir voru í einhverjum skiptum.

13.02.2010 19:09

Nordborg með nótina á síðunni

Það er kannski að bera í bakkafullan lækinn að birta mynd af Nordborginni hér þar sem menn hafa birt töluvert af myndum af henni undanfarna daga. Fékk þessa senda frá Sidda Sigurbjörns á Eriku og þó gæðin séu ekki til að hrópa húrra fyrir birti ég hana samt. Aðalega vegna þess að blessaðir mennirnir geta ekkert að því gert þó að týpískt suðurnesjaveður hafi verið á þeim og einnig af því að það hefur enginn skipaljósmyndasíðueigandi birt mynd af henni við veiðar frá því í gær emoticon


Nordborg. © Strákarnir á Eriku.
Flettingar í dag: 485
Gestir í dag: 86
Flettingar í gær: 694
Gestir í gær: 121
Samtals flettingar: 9394410
Samtals gestir: 2007267
Tölur uppfærðar: 6.12.2019 13:24:28
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is