Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2010 Janúar

31.01.2010 16:47

Meira af Gunnbirni

Ég lét ekki Gunnbjörns sleppa úr höfn nema ná af honum myndum og var það um leið og landsleiknum lauk. Gunnbjörn þekkja flestir, smíðaður í Flekkufirði 1973, hét Framnes ÍS 708 og var  einn fimm togara þaðan sem komu til Vestfjarða á svipuðum tíma. Eigandi þess var Fáfnir hf. á Þingeyri og fyrsti skipstjóri Auðunn Auðunsson.

Framnesið var selt til Ísafjarðar 1993 og hélt nafni sínu en 2007 kaupir Útgerðarfélagið Birnir ehf. það og gefur því nafnið Gunnbjörn ÍS 302.1327.Gunnbjörn ÍS 302 ex Framnes ÍS 708. © Hafþór Hreiðarsson 2010.1327.Gunnbjörn ÍS 302 ex Framnes ÍS 708. © Hafþór Hreiðarsson 2010.

31.01.2010 13:20

Gunnbjörn ÍS

Gunnbjörn ÍS 302 frá Bolungarvík er í höfn á Húsavík í dag og ef þú vilt lesandi góður vita eitthvað meira um það skaltu ýta hér1327.Gunnbjörn ÍS 302 ex Framnes ÍS. © Hafþór Hreiðarsson 2010.

30.01.2010 18:07

Meira af Verði og Grenivík

Hér koma tvær myndir sem Bjarni Eyfjörð Friðriksson frændi minn á Grenivík tók fyrir mig þegar Vörður kom til Grenivíkur í dag.2740.Vörður EA 748 kemur til Grenivíkur. © Bjarni Eyfjörð.2740.Vörður EA 748 kemur til heimahafnar í dag. © Bjarni Eyfjörð Friðriksson 2010.

30.01.2010 17:30

Fiskvinnsla hefst á ný á Grenivík

Fiskvinnsla hefst á ný á Grenivík á mánudaginn á vegum Gjögurs hf. en ekki hefur verið unninn fiskur á Grenivík sl. sex mánuði. Vörður EA 748, skip Gjögurs, kom í dag til heimahafnar í fyrsta skipti og landar fiski til vinnslu. Fimmtán manns fá vinnu þegar vinnslan hefst mun atvinnuleysi þurrkast út á Grenivík eftir því sem Guðný Sverrisdóttir sagði í svæðisfréttum RÚV í vikunni. Grenvíkingum var boðið að skoða skipið en þessar myndir tók Gundi við komu Varðar til Grenivíkur í dag. Ár og dagur og miklu meira en það er síðan skip Gjögurs hefur lagst að bryggju á Grenivík. Gundi mundi eftir því að Hákon (1807) kom eitt sinn við þar í smástund.

Bjarni frændi minn Eyfjörð ætlaði að smella myndum á Vörð fyrir mig og spurnin hvort það er hann sem sjá má í grjótgarðinum á efri myndinni.2740.Vörður EA 748 kemur til Grenivíkur í dag. © Gundi 2010.Vörður leggst upp að bryggju á Grenivík í dag. © Gundi 2010.

29.01.2010 20:07

Vargsnes ÞH 224

Þór Jónsson á Djúpavogi sendi mér þessa mynd sem hann tók á Húsavík árið 1982- eða 3. Í septembermánuði. Ekki er hægt að sjá að þessi trilla sé merkt á einn eða annan hátt en mér dettur fyrst í hug Vargsnes ÞH sem Sæmundur Vilhjálmsson átti og gerði út. En kannski er það tóm vitleysa. Man ekki hvenær Sæmi flutti suður. Ef einhver sem þekkir þessa trilu er upplagt að rita nafn hennar hér í álitið að neðan. Datt líka Latur ÞH í hug en man reyndar ekkert hvernig hún lítur út.

Sæmundur Vilhjálmsson sem átti Vargsnesið segist hafa selt það til Keflavíkur.Vargsnes ÞH 224. © Þór Jónsson.

27.01.2010 22:41

Sólfaxi

Þessar tvær myndir fékk ég sendar og birti um leið enda er þarna á ferðinni kafteinn Axel E á Sólfaxa sínum. Og vel mannaða áhöfn sem skipa bæði menn og dýr. Sýnist vera tekið á sundunum þó veðrið sé bara býsna gott að sjá. Læt útgerðarmaninn og skipstjórann um að segja okkur frá bátnum sem smíðaður er í Hafnarfirði.7367.Sólfaxi. © Úr safni Axels E.7367.Sólfaxi. © Úr safni Axels E.

27.01.2010 21:11

Sæljós

Þá kemur mynd af bát sem birst hefur áður á síðunni en hvað um það. Þetta er Sæljós ÁR 11 sem upphaflega hét grundfirðingur II SH 12 og var smíðaður árið 1956. Það var gert í Danmörku fyrir Soffanías Cesilsson í Grafarnesi við Grundarfjörð. Þorpið kallaðist Grafarnes áður en það fékk núverandi nafn, Grundarfjörður. Þennan bát átti Soffanías í yfir 30 ár en í dag heitir hann Sæljós eins og á myndinni. Ef ég hef tekið rétt eftir á annarra manna síðum er verið að endurbyggja hann til annarra nota en fiskveiða.467.Sæljós ÁR 11 ex Sverrir Bjarnfinnsson ÁR 110. © Hafþór Hreiðarsson.

26.01.2010 22:35

Hver er hann þessi

Set hér inn mynd af bát sme ég hef ekki hugmynd um hver er en myndina tók Hreiðar Olgeirsson á Raufarhöfn á síldarárunum. Mér sýnist standa Góa á bátnum en er ekki viss.Hver hann þessi ?

25.01.2010 21:41

Kunnulegur þessi við stýrið

Hann er eitthvað kunnulegur þessi við stýrið á tuðrunni emoticon


Á Húsavík fyrir nokkrum árum. © Hafþór Hreiðarsson.

24.01.2010 13:17

Kristinn ÞH 64

Hér birtist önnur mynd úr sendingunni frá Kristjáni R.Arnarsyni (KRA) og sýnir hún trilluna ÞH 64 koma til hafnar á Húsavík. Nú er það svo að ég man ekki alveg hver hún var, gæti þó hafa heitið Nói og verið í eigu Vilhjálms Bessa Kristinssonar. Skora ég nú á þá spekinga sem þetta gætu vitað að koma með upplýsingarnar í áliti hér að neðan. En myndin er góð og alltaf gaman að bæta bátum í safnið.

Óðinn Sigurðsson hafði samband við mig og sagði Harald heitinn Aðalsteinsson hafa keypt þennan bát til Húsavíkur. Þá hét hann Albert og var oft kallaður Prins Albert en Haraldur var stundum kallaður "prinsinn". Haraldur gaf bátnum nafnið Guðrún ÞH en þegar Bessi eignast hann fær hann nafnið Kristinn ÞH 64 sem hann ber á þessari mynd KRA.Kristinn ÞH 64 ex Guðrún ÞH. © KRA

23.01.2010 17:54

Krakkar á ferð og flugi um Asíu

Lífið snýst ekki bara um skipa- og bátamyndir og vert að benda á bannerinn hér efst á síðunni. Þar er linkur inn á síðu dóttur minnar sem er þessa stundina á Bali í ferð sinni um suðaustur Asíu. Í þessa ferð fór hún með vinum sínum og ætla þau að flakka þarna um í nokkra mánuði og á síðunni segja þau frá ferðum sínum. Síðuna er hægt að skoða hér en eins og áður segir er bannerinn efst á síðunni inn á síðuna þeirra.Frá River Raftingferðinni á Bali, fv. Jóna Dagmar, Ármann Örn, Ingvar Björn og Halla Marín.

23.01.2010 12:56

Ásgeir ÞH 198

Hér kemur mynd af Ásgeir ÞH 198 sem var eitt sinn í flota húsvíkinga. Myndin barst mér þannig að þega ég kom heim einn daginn lá umslag með nokkrum myndum innan við dyrnar. ekki hef ég hugmynd um hver kom með þær en þakka hér með fyrir. Og ef einhverjir luma á myndum og vilja láta þær í té, ja þá tek ég við þeim. En um bátinn hef ég fjallað áður, þeir keyptu hann Doddi Ásgeirs og Maggi Andrésar frá ólafsvík þar sem hann hét Jói á Nesi SH 159. Gerðu hann m.a. út á línu og rækjuveiðar í Öxarfirði. Eins finnst mér ég muna eftir honum á dragnót. Bátinn, sem smíðaður var á Akureyri, seldu þeir að mig minnir á Hvammstanga þar sem hann bar nafnið Haförn HU 4.1186.Ásgeir ÞH 198 ex Jói á Nesi SH 159. © ?

22.01.2010 15:58

Stormur Seafood gerir út Óskina

Kollegar mínir af Suðurnesjum hafa verið duglegir að sýna myndir af Ósk KE 5 að undanförnu. Auk þess hafa fréttir af aflabrögðum hennar, sem hafa verið góð, borið á góma. En enginn segir frá því að skipt hafi verið um útgerðaraðila bátsins á dögunum. Stormur Seafood sem kemur eins og stormsveipur inn í sjávarútveginn þessi misserin er skráður útgerðaraðili bátsins á Fiskistofu. Ég heyrði fyrir einum tíu dögum að Stormur Seafood væri farinn að gera bátinn út en ætlaði að bíða og sjá hvort suðurnesjamenn myndu ekki segja frá þessu en ekkert hefur komið frá þeim enn, svo ég viti.1855.Ósk KE 5 ex Hafnarberg RE 404.

20.01.2010 19:41

Tryggvi Eðvars að gera það gott-Íslandsmet sett í aflaverðmæti

Þær fréttir berast nú af Snæfellsnesi að Tryggvi Eðvars SH sé búinn að setja íslandsmet í aflaverðmæti línubáta 10 bt. og stærri, og það þótt einungis séu liðnir um 2/3 af mánuðinum. Annars segir svo frá á skessuhorni.is í dag:

Skipverjar á Tryggva Eðvarðs SH-2 frá Rifi eru í þessum mánuði búnir að setja Íslandsmet í aflaverðmæti í einum mánuði, þótt ekki séu nema nítján dagar liðnir af mánuðinum. Trónir báturinn í efsta sæti báta yfir 10 brúttótonn með 142 tonna afla í 14 róðrum að verðmæti 45 milljónir króna. Afar vel hefur fiskast hjá bátum á Snæfellsnesi að undanförnu og til marks um það eru fjórir af tíu aflahæstu bátunum að gera út þaðan. Meðal þeirra eru Bíldsey SH í Stykkishólmi, Kristinn II SH og Brynja SH í Ólafsvík meðal aflahæstu bátanna í mánuðinum. Það er Nesver ehf. sem gerir Tryggva Eðvarðs út, en skipstjóri í tólf af fjórtán túrum í þessum mánuði hefur verið Arnar Laxdal. Fyrra aflaverðsmet setti Ragnar SF í ágúst í fyrra þegar báturinn fiskaði 220 tonn að verðmæti 42,7 milljónir króna.

 

 

Tryggvi Eðvarðs var á stími á Flákann, 10-15 mílur norður af Rifi, þegar blaðamaður heyrði í Arnari Laxdal skipstjóra í morgun. Veður var þokkalegt og lét hann afar vel af fiskeríinu það sem af er mánuðinum. "Við höfum aldrei fiskað eins vel og að undanförnu. Það er fullt af fiski og alltaf gaman þegar vel gengur. Við róum með 42 bala af landbeittri línu," sagði Arnar. Af þessu 142 tonnum sem komin eru að landi eru um 100 tonn þorskur, 31 tonn ýsa og ýmsar tegundir rest.

Friðbjörn Ásbjörnsson útgerðarstjóri hjá Nesveri var að vonum ánægður með hvernig fiskast hefur að undanförnu. "Við erum með gott fólk í öllum störfum, bæði á sjó og í landi og þess vegna hefur vel gengið. Við erum að reka lítið samheldið fjölskyldufyrirtæki þar sem allir leggjast á eitt um að láta hlutina ganga vel," sagði Friðbjörn. Hann segir fiskverð gott um þessar mundir og ekki veiti af þar sem skuldir útgerðarinnar hafa tvöfaldast eftir efnahagshrunið. "Við erum samt í skilum með öll okkar lán og meðan svona fiskast kvörtum við ekki." Friðbjörn segir að fyrirtækið hafi yfir að ráða um 600 þorskígildistonnum.

 

 

Hinn skelleggi ljósmyndari Skipamynda á Snæfellsnesi, Alfons Finnsson, sendi þessar myndir sem birtast hér. Sú fyrri af Tryggva Eðvars SH 2 en á þeirri seinni bregður Arnar Laxdal skipstjóri bátsins á leik fyrir Fonsa.


2579.Tryggvi Eðvars SH 2 ex Goði AK. © Alfons.Kampakátur Arnar Laxdal í kvöld. © Alfons Finnsson.

18.01.2010 21:49

Mýrafell

Hér sjáum við Mýrafellið ÍS 123 svona fagurgult og fallegt. Byggt í Hafnarfirði 1987. Hefur gengið í gegnum talsverðar breytingar og heitir Askur GK 65 í dag en Ýmir BA í millitíðinni.1811. Mýrafell ÍS 123. © Hafþór Hreiðarsson.
Flettingar í dag: 470
Gestir í dag: 83
Flettingar í gær: 694
Gestir í gær: 121
Samtals flettingar: 9394395
Samtals gestir: 2007264
Tölur uppfærðar: 6.12.2019 12:53:16
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is