Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2009 Nóvember

09.11.2009 21:50

Farið að sjást árangur

Það er farinn að sjást árangur í endurbyggingunni á Garðar eins og þessi mynd sýnir. Þarna er langt komið að endurbyggja stjórnborðs borðstokkinn að því loknu var hann færður inn að Suðurgarðinum þar sem nú er unnið að því að sama bakborðsmegin.06.11.2009 20:31

Dagfari ÞH 70 með gömlu brúnna upphækkaða

Loksins fannst mynd af Dagfara þar sem hann er yfirbyggður og gamla brúin upphækkuð. Það var Axel E sem átti hana í fórum sínum og lét skanna og sendi mér. Tvær til viðbótar fylgdu með, önnur af Dagfara eftir að hann var endurbyggður eftir brunann. Hin er síðan af Ljósfara RE 102 sem upphaflega hét Dagfari ÞH 40.


973. Ljósfari RE 102 ex Ljósfari ÞH 40. © Axel E.

1037.Dagfari ÞH 70. © Axel E.

1037.Dagfari ÞH 70. © Axel E.

04.11.2009 17:14

Dagfari, einn af 18 a-þýskum

Þeir eru endalaust tilefni til myndbirtingar gömlu síldarbátarnir sem smíðaðir voru í Boizenburg fyrir íslendinga. Hér sjáum við mynd Hreiðars Olgeirssonar af Dagfara hinum fyrri landa í skip á síldarmiðunum. Dagfari varð síðan Ljósfari þegar nýr Dagfari leysti hann af hólmi 1967 en sá fyrri var smíðaður 1965.

Alls voru smíðaðir átján bátar í Boizenburg fyrir íslendinga og eru nokkrir þeirra enn í notkun, s.s. Sighvatur, Kristín, Marta Ágústsdóttir og Oddgeir. Allir viðloðandi Grindavík.

Samið var um smíði þeirra í einum pakka í tveimum hollum og ath. hjá Óskari Franz hvort hann væri með uppl. um smíðanúmer og afhendingartíma og sendi hann þennan lista sem við sjáum hér að neðan.

967 Keflvíkingur KE 100. sm.no.403 afh 11.1964.
968 Krossanes SU 320. sm.no. 404 afh.12.1964.
969 Halkion VE 205. sm. no.405 afh 12.1964.
970 Barði NK 120. sm.no.406. afh.átti að afhendast í byrjun jan.1965,en
vegna óhapps í reynslsiglingu þann 20 des.1964 seinkaði afhendingu til
endaðs feb. 1965.
971 Guðrún Guðleifsdóttir ÍS 102. sm.no.407 afh.2.1965.
972 Þorsteinn RE 303. sm.no. 408 afh.2.1965.
973 Dagfari ÞH 40. sm.no. 409 afh.3.1965.
974 Gullver NS 12 sm.no. 410 afh 3.1965.
975 Bjartur NK 121 sm.no.411 afh 5.1965.
976 Ólafur Sigurðsson AK 370 sm.no. 412 afh.5.1965.
1023 Sléttanes ÍS 710 sm.no.438  afh.1.1967.
1027 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 sm.no.439 afh.3.1967.
1028 Hrafn Sveinbjarnarson GK 255 sm.no.440 afh.3.1967.
1035 Náttfari ÞH 60. sm.no.441 afh.4.1967.
1036 Guðbjörg ÍS 47 sm.no.442 afh.4.1967.
1037 Dagfari ÞH 70 sm.no.443 afh.5.1967.
1038 Gídeon VE 7.sm.no.444.afh.5.1967.
1039 Magnús Ólafsson GK 494. sm.no.445 afh.6.1967.


973.Dagfari ÞH 40. © Hreiðar Olgeirsson.

Einhver munur var á bátunum úr fyrra og seinna hollinu, muna menn hver hann var ?
02.11.2009 21:37

Sighvatur á árum áður

Sighvatur GK hefur gengið í gegnum ýmsar breytingar í gegnum tíðina og hér gefur að líta mynd af honum á einu breytingarskeiðinu.


975.Sighvatur GK 57 ex Bjartur. © Hafþór Hreiðarsson.

Flettingar í dag: 309
Gestir í dag: 56
Flettingar í gær: 1100
Gestir í gær: 132
Samtals flettingar: 9396050
Samtals gestir: 2007482
Tölur uppfærðar: 8.12.2019 07:36:14
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is