Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2009 Nóvember

30.11.2009 21:30

Hafbog MB 76 sjósett árið 1944

Steini Pé minnist á Hafborgu MB 76 í færslunni um Hilmi og hér kemur mynd frá sjósetningu Hafborgar árið 1944. Myndina sendi Sigurður Bergsveinsson mér en faðir hans var í læri hjá Gunnari Jónssyni skipasmið hjá KEA á árunum 1940-1945. Myndirnar eru úr fórum hans en ekki veir Sigurður nafn ljósmyndara.

Hafborg MB 76 var skráð 92 brl. að stærð búið 240 hestafla Lister aðalvél. Eigandi hennar var Hf. Grímur í Borgarnesi frá 30. maí 1944. Hafborg var endurmæld 1947 og mældist þá 101 brl. að stærð. Hún var seld í desember 1952 Rún hf. í Bolungarvík sem gaf henni nafnið Heiðrún ÍS 4.
1956 var Listernum skipt út fyrir nýja 360 hestafla vél sömu gerðar.  Í júní 1968 fær báturinn nafnið vestri BA 3 þegar það er selt Jóni Magnússyni á Patreksfirði og Hjalta Gíslasyni í Reykjavík. Þeir selja síðan bátinn snemma árs 1972 og eru kaupendurnir þeir Árni Sigurðsson og Reynir Ölversson í Keflavík. Þeir nefna bátinn, sem talinn var ónýtur og tekinn af skrá 18. desember 1973, Sólfell GK 62.
                                                           Heimild Íslensk skip.


87.Hafborg MB 76. © Úr safni S.B.

30.11.2009 18:16

Hilmir ÍS

Steini Pé minnist á Hilmi ÍS hér að neðan og því er upplagt að birta mynd af bátnum sem Sigurður Bergsveinsson sendi mér. Hilmir var smíðaður 1943 og mældist 88 brl. að stærð. Hann var búinn 215 hestafla Polaraðalvél. Eigendur hans voru hf. Reynir og Hf. Fjölnir á Þingeyri frá 1. nóvember 1943. Hilmir fórst í sinni fyrstu ferð frá Reykjavík til heimahafnar á Þingeyri þann 26. nóvember 1943 og með honum ellefu manns. Skipverjar og farþegar. Í bókunum Íslensk skip segir að getgátur hafi verið uppi um að Hilmir hafi farist af hernaðarvöldum.


TFDM.Hilmir ÍS 39. © Úr safni S.B.

29.11.2009 22:45

Hverjir eru bátarnir

Jæja hverjir skyldu nú vera bátarnir ?

29.11.2009 19:44

Sighvatur GK fékk á sig brotsjói

Í kvöldfréttum RÚV sagði að línuveiðibáturinn Sighvatur GK hafi verið hætt kominn í gærkvöld þegar hann fékk tvisvar á sig brotsjó þar sem hann var að draga línuna norður og austur af Horni. Við fyrra brotið lagðist báturinn á hliðina og þegar skipstjóra hafði tekist að rétta hann af reið seinna brotið yfir.

Talsverður sjór flæddi inn á millidekkið og niður í vistarverur skipverja. Tveir menn, sem voru í lestinni þegar brotin riðu yfir, meiddust þegar kör hentust á þá og þeir köstuðust til.

Sighvati GK var þegar siglt til Skagastrandar og kom hann þangað í morgun. Að sögn lögreglu á Blönduósi var farið með mennina til læknis þar en þeir voru ekki alvarlega slasaðir og fóru fljótlega til skips aftur. Talsverðar skemmdir urðu á vistarverum og eigum skipverja vegna bleytu.


975.Sighvatur GK 57 ex Bjartur. © Hafþór Hreiðarsson 2009.

 

29.11.2009 17:51

Skógey á síldveiðum

Enn er leitað í smiðju Þorgríms Aðalgeirsonar með myndefni og nú er það Skógey SF 53 sem er  fyrirsætan. Þessar myndir tók Þorgrímur á síldarmiðunum austan við land þegar hann var á Barðanum GK 187 með tengdaföður sínum Erling Kristjánssyni.


974.Skógey SF 53 ex Gullver NS 12. © Þ.A.

974.Skógey SF 53 ex Gullver NS 12. © Þ.A.

974.Skógey Sf 53 ex Gullver NS 12. © Þ.A.

28.11.2009 12:37

Snæfell EA 740

Óskar Franz sendi þessa mynd er hann sá færslun ahér að neðan. Þarna er Snæfellið á útleið, hver tók myndina og hvaða ár fylgdi ekki sendingunni, en það kemur ekki að sök. Fín mynd af glæsilegu skipi sem hefði nú verið gaman að hafa á Akureyri í dag.


28.11.2009 12:04

Snæfellið nýrunnið í sjó fram árið 1943

Hér kemur mynd sem Hafliði nokkur Óskarsson sendi mér og sýnir Snæfellið nýrunnið í sjó fram árið 1943. Ég skrifaði eftirfarandi á síðuna fyrir löngu með annari mynd af skipinu:

Snæfell EA 740, 165 brl. eikarskip sem smíðað var 1943 hjá Skipasmíðastöð KEA á Akureyri fyrir Útgerðarfélag KEA. Upphaflega var í skipinu 434 hestafla Ruston aðalvél en árið 1962 var sett í það 600 hestafla Wichmann. Skipið var talið ónýtt og teki af skrá 22. október 1974. Þessar heimildir eru úr bókinni Íslensk Skip. Snæfellið lá við bryggju á Akureyri í einhver ár uns það var dregið út á Grímseyjarsund og því sökkt.

Hafliði segir þessa mynd vera úr safni Einars Vilhjálmssonar en er ekki viss hver ljósmyndarinn er.


195.Snæfell EA 740. Úr safni H.Ó.
26.11.2009 21:11

Snæfugl SU 20 á Eyjafirði

Þessi hefur birts hér áður en þó ekki sem Snæfugl held ég. Upphaflega Börkir NK en í lokin fisk- og seiðaflutningaskipið Snæfugl. Þegar þessi mynd var tekin var hann búinn að taka farm úr kvínnum neðan við Víkurskarðið og kom einhverra erinda inn á Akureyri áður en siglt var austur á bóginn. Held ég. Við Þorgeir tókum myndir af skipinu en Árni skipstjóri tók hring fyrir okkur.


1020.Snæfugl SU 20 ex Guðmundur Ólafur II ÓF. © Hafþór Hreiðarsson.

25.11.2009 20:11

Rainbow Warrior í höfn á Húsavík

Hér kemur mynd sem ég tók fyrir nokkrum árum af skipi Grænfriðunga, Rainbow Warrior, í höfn á Húsavík. Ég segi nú bara eins og maðurinn sagði oft um árið, hvað vita menn um sögu þessa skips ?


Rainbow Warrior. © Hafþór Hreiðarsson 2005.

24.11.2009 20:38

Bras hjá köllunum á Kefla

Á þessum myndum Þorgríms Aðalgeirssonar má sjá Keflvíking KE 100 í einhverju brasi með nótina. Á myndunum sjást tólf menn svo það er nánast öll áhöfnin að brasa við þetta. Voru ekki oft einir fjórtán kallar á þessum bátum. Og stundum konur því ég man að ein var í áhöfn Hörpunnar á árum áður.


967.Keflvíkingur KE 100. © Þ.A

967.Keflvíkingur KE 100. © Þ.A

23.11.2009 21:03

Borgþór GK 100

Hér kemur mynd sem Jóhann Þórlindsson sendi mér af Borgþór GK 100 sem birtist hér í gær sem Stakkavík ÁR 107. Borgþór var smíðaður fyrir Jóhann í Hafnarfirði 1972, afhentur í ársbyrjun 1973. Seldur austur á Þórshöfn í marz sama ár þar sem hann varð Borgþór ÞH.


1269.Borgþór GK 100. © Úr safni Jóhanns Þórlindssonar.

22.11.2009 21:59

Grindvíkingur kemur drekkhlaðinn að landi

Hér koma myndir úr safni Þorgríms Aðalgierssonar og sýna nótaskipið Grindvíking GK 606 koma að landi í Grindavík. Drekkhlaðinn og á fyrri myndinni má sjá Gjafar VE 300 strandaðan í fjörunni. Gott veður í Grindavík þegar þessi mynd var tekin og til gamans má geta þess að ég er að lesa nýúkomna bók Jónasar Jónassonar um þau Dagbjart Einarsson og Birnu Óladóttur. Og hef gaman af.


1011.Grindvíkingur GK 606 ex Kristján Valgeir. © Úr safni Þ.A

1011.Grindvíkingur GK 606 ex Kristján Valgeir. © Úr safni Þ.A

22.11.2009 21:39

Stakkavík ÁR 107

Þennan bát hefur áður borið fyrir augu síðulesenda og jafnvel þessi mynd. En hvað um það Stakkavíkin birtist okku rbara aftur. Í dag heitir þessi bátur Aðalbjörg II RE 236 og hefur breyst töluvert í áranna rás. En hér er hún að nálgast hafnarmynnið í Þorlákshöfn eftir róður á vetrarvertíð.


1269.Stakkvík ÁR 107 ex Sigþór ÁR. © Hafþór Hreiðarsson.

22.11.2009 19:53

Sigurður Hallmarsson heldur málverkasýningu í tilefni áttræðisafmælis síns

Sigurður Hallmarsson verður áttræður nk. þriðjudag og í tilefni af því opnaði hann málverkasýningu í Safnahúsinu á Húsavík í gær. Nokkur hundruð manns voru viðstaddir opnunina enda hefur hann frá unga aldri komið víða við í mann- og menningarlífi húsvíkinga. Ég gat því miður ekki verið við opnunina enn fór á föstudaginn og kíkti á þegar verið var að hengja verkin upp. Tók þá m.a. mynd af þessu málverki Didda af trillu einni sem lengi var í húsvíska flotanum. Og er nú geymd í porti við Sjóminjasafnið á Húsavík.


Bjarki ÞH 271. Málverk Sigurðar Hallmarssonar.

Vil bara benda þeim á sem tækifæri hafa á að sjá þessa sýningu að láta hana alls ekki fram hjá sér fara. Hún er í Safnahúsinu á Húsavík og er opin frá kl.13:00-17:00 til og með 29. nóvember nk.

 

21.11.2009 16:52

Hefur þú áhuga á að kaupa dagatal

Nú er verið að spá í að gera dagatal með skipamyndum fyrir árið 2010. Þar sem lítið er um fjármagn í gangi og betlistafsleiðin ekki greiðfær er hugmyndin að kanna hvort einhverjir hefðu áhuga á að kaupa slík dagatöl. Verð er ekki komið alveg á hreint en hugmyndin miðar við 30-50 stk. útgáfu og verðhugmynd er 2500-3000 kr. + sendingarkostnaður fyrir dagatalið. Myndir á því, ef af verður, verða af skipum og bátum sem nú eru í flota okkar íslendinga. Áhugasamir geta skráð sig fyrir dagatali með því að senda mér tölvupóst á korri@simnet.is og ef nægur fjöldi hefur áhuga verður látið vaða. Eins ef menn vilja geta þeir skráð sig í áliti hér að neðan.

 Það er ekki ætlunin að dagatalið verði alveg í þessum dúr en þó öruggt að það verða bátar og skip.
Flettingar í dag: 5
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 694
Gestir í gær: 121
Samtals flettingar: 9393930
Samtals gestir: 2007184
Tölur uppfærðar: 6.12.2019 00:17:22
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is