Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar |
|
Færslur: 2009 Október31.10.2009 23:02Nýr Einar Hálfdáns til BolungarvíkurEins og fram hefur komið á öðrum síðum afhenti Trefjar í Hafnarfirði nýja Cleopötru til Bolungarvíkur á dögunum. Útgerðarfélagið Blakknes ehf á Bolungarvík fékk nú á dögunum afhentann nýjan Cleopatra bát frá Bátasmiðjunni Trefjum í Hafnarfirði. Að útgerðinni stenda bræðurnir Guðmundur og Jón Þorgeir Einarsynir. Pétur Jónsson er skipstjóri á bátnum. Guðmundur Einarsson er þó ekki alveg hættur hann mun verða afleysingaskipstjóri á bátnum. Þetta mun vera 5 Cleopatra bátur sem fyrirtæki í eigu Guðmundar fá afgreidd frá Trefjum.
Aðalvél bátsins er af gerðinni Cummins QSM11 610hp tengd ZF gír. Báturinn er útbúinn siglingatækjum af gerðinni JRC frá Sónar. Báturinn er einnig útbúin með vökvadrifinni hliðarskrúfu sem tengd er sjálfstýringu bátsins. Báturinn er útbúinn til línuveiða. Línuspil og færaspil er frá Beiti. Öryggisbúnaður bátsins kemur frá Viking. Rými er fyrir 12stk 660lítra kör í lest. Í bátnum er innangeng upphituð stakkageymsla. Borðsalur er í brúnni auk stóla fyrir skipstjóra og háseta. Svefnpláss er fyrir fjóra í lúkar auk eldunaraðstöðu með eldavél, örbylgjuofn og ísskáp.
Skrifað af HH 28.10.2009 21:24Jóhanna Gísladóttir ÍS 7Hér kemur mynd frá árinu 2005 sem sýnir línuskipið Jóhönnu Gísladóttur ÍS 7 leggja úr höfn á Húsavík. Þetta var 16. október og var hún að landa 336 körum sem fengust í fimm lögnum í Reyðarfjarðardýpi. Hef reyndar birt áður mynd úr þessari seríu en hvað um það.
Skrifað af HH 27.10.2009 21:30Fram ÞH 62Tók þessa mynd í dag þegar Fram ÞH 62 kom að landi á Húsavík í dag en báturinn er í eigu Bradda ehf. á Húsavik.
Skrifað af HH 27.10.2009 20:42Haukur tekinn upp í slippSkonnortan Haukur var tekinn upp í slippinn á Húsavík og stendur nú þar við hlið Bjössa Sör. Ég tók þessa mynd ásamt fleirum þegar Haukur var á leið upp brautina og lesa fréttir af Norðursiglingu hér
Skrifað af HH 26.10.2009 20:05Íslenskur grænlendingur ættaður frá Noregi við bryggju í NuukBjarni Ásmundsson sendi mér nokkrar myndir sem hann tók í Nuuk á dögunum. Þær sýna fiskiskip sem eiga það sameiginlegt að hafa verið skráð á Íslandi. Hér sjáum við það fyrsta en hann hét Ögmundur RE 94 þegar hann var seldur til Grænlands en upphaflega Sæþór ÓF.
Skrifað af HH 24.10.2009 12:42Valur á flugiÞað er ekki úr vegi að birta aðra fuglamynd þar sem athugasemdir við Hettumávsmyndina eru fleiri en við bátamyndirnar sem biert hafa að undanförnu. Þessa fálkamynd tók ég í sumar á ónenfdum stað og búinn að kroppa og skerpa líkt og fyrri myndina.
Skrifað af HH 23.10.2009 20:55Sæberg ÁR 20Tveir bátar báru nafnið Sæberg ÁR 20 og ef ég man rétt hét útgerðin Flesjar ehf. Hér birtist mynd af fyrri bátnum en hann var 102 brl. að stærð og smíðaður í Þýskalandi. Það væri að æra óstöðugann að fara telja upp nöfnin sem hann bar í gegnum tíðina en upphaflega hét hann Vinur ÍS 102.
Skrifað af HH 22.10.2009 22:45Einn grænn tilHér kemur einn grænn til en þessi bátur hefur alloft komið fyrir augu þeirra sem sækja þessa síðu heim. Allt frá því að hann var Örfirisey RE á skemmtisiglingu á Skjálfanda til þessarar myndar þar sem heitir Páll Jónsson GK og er enn á siglingu á Skjálfanda.
Skrifað af HH 22.10.2009 22:26Fugl fyrir RikkaRikki vinur minn hafði orð á því á dögunum að fleiri fuglar mættu sjást á síðunni svo ég ákvað að henda hér inn einni fuglamynd frá sl. sumri. Ég var að fá mér pylsu ásamt konu og dóttur við Selfossbrúnna og þeir voru aðgangsharðir helvítis vargarnir og tók ég þessa mynd af einum. Reyndar búinn að kroppa dálítið og skerpa og þetta er útkoman.
Skrifað af HH 21.10.2009 22:10Freyja ÞH 125Hér kemur mynd sem ég fékk senda á dögunum af Freyju ÞH 125. Þarna er hún drekkhlaðin í Húsavíkurhöfn og gaman að sá hvernig fjaran undan bakkanum og Naustagilinu var í gamla daga. Sendandinn getur þess að merkilegt fley megi sjá í fjörunni en ekki geri ég mér grein fyrir hvert það er. Kannski einhverjir sjái það.
Skrifað af HH 20.10.2009 21:01Bjarmi BA 326Hér sést Bjarmi BA 326 koma til hafnar í Sandgerði fyrir rúmum áratug eða svo. Þessum bát hefur verið gerð skil hér á síðunni en hann hét lengi Sæþór EA 101 og var smíðaður í Hafnarfirði 1973. Fyrst í eigu Snorra Snorrasonar á Dalvík en síðar feðganna í G.Ben. á Árskógssandi. Í dag heitir hann Benjamín Guðmundsson SH 208 frá Ólafsvík.
Skrifað af HH 19.10.2009 21:07Sigfús Bergmann GK 38Maður hér í bæ, Stefán Helgason, kom að máli við mig fyrir nokkru síðan og spurði mig hvort ég ætti mynd af Sigfúsi Bergmann GK 38. Hann hefði verið á honum á síldveiðum 1967 eða. Skipstjórinn var húsvíkingur, Pálmi Karlsson að nafni, og fleiri húsvíkingar í áhöfn. Man nú ekki hvaða nöfn hann taldi upp nema Agnar Harðarson var í vélinni. Ef einhverjir sem þetta lesa muna þetta væri gaman að sjá það í athugasemdum hér að neðan. Þar er nefnilega hægt að koma með ýmsan fróðleik sem ég hef ekki hugmynd um.
Skrifað af HH 18.10.2009 12:58Börkur NK 122 kom til Húsavíkur í dagUppsjávarveiðiskipið Börkur NK 122 frá Neskaupsstað kom til hafnar á Húsavík í hádeginu í dag. Samkvæmt upplýsingum frá hafnarverði var erindið að ná í mann. Börkur hefur verið á síldveiðum að undanförnu og virtist eitthvað vera í honum. Ég man ekki til þess að Börkur hafi komið til Húsavíkur áður en það má samt vel vera. Ekki veit ég hvað eftir er af gamla Devonshire Bay í Berki en skipið var smíðað í Þrándheimi í Noregi 1968. Síldarvinnslan keypti skipið til landsins 1973 og fékk það þá Barkarnafnið. Annars segir svo um Börk á heimasíðu Síldarvinnslunnar: Börkur var smíðaður í Þrándheimi í Noregi árið 1968. Síldarvinnslan keypti skipið frá Noregi árið 1973 og var það þá stærsta nótaveiðiskip í eigu Íslendinga. Í júní 1997 fór Börkur í endurbyggingu til Póllands. Þar var skipið lengt um 15 metra, skipt um yfirbyggingu og byggður hvalbakur með andveltigeymi. Íbúðir voru endurnýjaðar og öllum spilbúnaði og kraftblökk skipt út og skipið útbúið til flotvörpuveiða. Þá var sett RSW sjókælikerfi, auk ísdreifibúnaðar, í allar lestar og vacum löndunardæla. Burðargeta Barkar er um 1.700 tonn eftir þessar breytingar. Árið 1999 var síðan sett 7.300 hestafla Caterpillar aðalvél í Börk sem, eftir þær breytingar, er eitt af best búnu og afkastamestu skipum íslenska nóta- og flotvörpuskipa flotans.
Skrifað af HH 17.10.2009 23:45Þorsteinn og Oddgeir koma að landiÞessi mynd sýnir Þorstein GK 16 og Oddgeir ÞH 222 koma að landi í Grindavík fyrir þó nokkrum árum síðan. Báðir horfnir eða við það að hverfa af íslenskri skipaskrá. Þorsteinn farinn og Oddgeir á leiðinni.
Skrifað af HH 17.10.2009 22:58Magnús NK 72Hér kemur mynd af Magnúsi NK 72 sem ég tók á síldarvertíð á Geira Péturs ÞH 344. Hvort það var 1984 eða 1986 man ég ekki en við vorum að sigla norður á Vopnafjörð held ég þegar við mættum honum. Magnús var smíðaður í Risör í Noregi, síðastur og stærstur þeirra báta sem þar voru smíðaðir fyrir íslendinga.
Skrifað af HH Flettingar í dag: 477 Gestir í dag: 101 Flettingar í gær: 700 Gestir í gær: 144 Samtals flettingar: 9398204 Samtals gestir: 2007953 Tölur uppfærðar: 11.12.2019 16:16:11 |
Eldra efni
clockhere Tenglar
Um mig Nafn: Hafþór HreiðarssonFarsími: 8956744Tölvupóstfang: korri@internet.isHeimilisfang: Sólbrekka 29Staðsetning: HúsavíkHeimasími: 4642030Önnur vefsíða: www.640.is |
© 2019 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is