Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar |
|
Færslur: 2009 September07.09.2009 20:49Háey II og KarólínaEkki má gleyma plastinu og hér koma tveir eins að landi á Húsavík í dag. Þetta eru línubátarnir Háey II ÞH 275 og Karólína ÞH 100 sem smíðaðir voru hjá Samtak í Hafnarfirði árið 2007.
Skrifað af HH 06.09.2009 19:08Bjarki ÞH 271Hér birtist gömul mynd úr safni Sigurgeirs Smára Harðarsonar og sýnir hún Bjarka ÞH 271 koma að bryggju á Húsavík. Helgi Héðinsson stýrði Bjarka sem smíðaður var í Hafnarfirði árið 1962. Það var faðir Helga, Héðinn Maríusson sem lét smíða trilluna sem er fjögur tonn að stærð. Hún hét Sæfari ÞH 271 en þegar Helgi eignast trilluna árið 1976 töldust aðrir aðilar hafa einkaleyfi á Sæfaranafninu og nefndi Helgi hana þá Bjarka. Helgi átti Bjarka fram yfir aldamótin en gaf hann síðan Sjóminjasafninu á Húsavík. Heimild Saga Húsavíkur.
Skrifað af HH 05.09.2009 12:38Hvað finnst mönnum um ákvörðun......Hvað finnst mönnum um þá ákvörðun stjórnenda Mylluseturs ehf. að læsa skipaskránni á skip.is ? Eru menn tilbúnir að gerast áskrifendur að Viðskiptablaðinu til að fá aðgang ? Ætti að vera hægt að kaupa eingöngu áskrifta að skipaskránni ? Eða fara bara aftur í tímann og blaða í bókum ? Er ekki eðlilegt að Myllusetur vilji fá eitthvað fyrir sinn snúð ? Komið með álit ykkar þau verður fróðlegt að sjá ?
Skrifað af HH 05.09.2009 11:38Þorleifur EA 88Þá er það Þorleifur EA 88 sem birtist hér en myndina tók ég í gær. Þorleifur var á dragnótaveiðum á Skjálfanda og eru þá allir grímseyingarnir komnir á síðuna. Þ.e.a.s dragnótabátar úr Grímsey. Það má vel vera að þeir birtist aftur því ég á eftir að reyna að ná betri mynd af þeim. Fullmikil sól í gær sem var til ama við myndatökurnar. Við vitum allt um Þorleif held ég. Hann hefur birts hér áður líkt og Sæbjörg og Hafborg.
Skrifað af HH 05.09.2009 10:43Hafborg EA 152Nú birtist mynd af Hafborgu EA 152 frá Grímsey sem að mig minnir að hafi birst hér síðast í september 2007. Þ.e.a.s báturinn en ekki þessi mynd sem nú birtist því hana tók ég í gær þegar Óli og hans menn komu að landi á Húsavík eftir dragnótaveiðar á Skjálfanda. Eins og kom fram á síðunni í fyrradag hafa þeir verið að fiska vel og ýsa stór hluti aflans. Hafborgin sem hét áður Stapavík AK 132 var smíðuð hjá Skipasmíðastöðinni hf. á Ísafirði og kom til heimahafnar á Akranesi 19. desember 1998.
Skrifað af HH 04.09.2009 22:42Sædís ÞH aflahæsti báturinn á strandveiðunumSædís ÞH 305 varð aflahæsti báturinn á strandveiðunum í sumar en veiðunum lauk um kvótaáramótin. Hún fiskaði rúm 28 tonn en nánar er sagt frá þessu hér
Skrifað af HH 04.09.2009 18:53Árni ÞH 127Hér sjáum við mynd af Árna ÞH 127 koma til hafnar á Húsavík í gær. Úr línuróðri. Árni er tæplega sex tonn að stærð og er í eigu Braga Sigurðssonar. Árni var smíðaður á Akureyri 1961 en Bragi og Sigurður bróðir hans keyptu hann úr Flatey árið 1970. Þeir bræður gerðu Árna út til ársins 1983 er þeir lögðu honum og keyptu sex tonna dekkbát frá Norðfirði. Þeir seldu þann bát síðan árið 1985 og lét Bragi þá endurbyggja eldri bátinn og hefur gert hann út síðan. Heimild Saga Húsavíkur.
Skrifað af HH 03.09.2009 23:13Sæbjörg EA 184Líkt og venja er til þá opnast innanverður Skjálfandaflói fyrir dragnótaveiðum vip upphaf kvótaárs. Þá koma grímseyingarnir m.a. og maður dundar sér við að mynda þá. Hér kemur mynd af Sæbjörginni EA 184 sem ég tók í dag þegar hún kom að landi. Aflabrögðin hafa verið ágæt þessa daga og hefur Sæbjörgin verið að fá þetta 6-8 tonn á dag. Hafborg EA 152 er líka hérna og hefur verið að fá þetta 6 og upp í 10-11 tonn. Hera ÞH 60 var ekki komin að landi þegar ég var á bryggjunni síðdegis en hún var með rúm 10 tonn fyrsta daginn og 6 tonn í gær.
Skrifað af HH 03.09.2009 19:29Haförn ÞH 26Haförn ÞH 26 byrjaði netaveiðar strax í upphafi kvótaáramótanna og hefur verið að fiska ágætlega. Þessa mynd tók ég af honum koma til hafnar á Húsavík í dag.
Skrifað af HH 02.09.2009 22:29Hildur kom við í ÞórshöfnEins og segir í færslu hér að neðan sigldi eikarbáturinn Hildur af stað frá Húsavík áleiðis til Danmerkur eftir hádegi þann 31. ágúst síðastliðinn. Siglingin hefur greinilega gengið ágætlega því um kl. 16 í dag kom báturinn til hafnar í Þórshöfn í Færeyjum. Fréttaritari Skipamynda í Þórshöfn hitti kallana og bauð þeim m.a. í smá sýnistúrur á Mána sínum sem er nota bene plastbátur af Víkinggerð. Þeir Hildarmenn tóku olíu og einhverjar vistir, aðallega hrúta sagði fréttaritarinn, í Þórshöfn og létu síðan úr höfn kl. 20.
Skrifað af HH Flettingar í dag: 256 Gestir í dag: 59 Flettingar í gær: 691 Gestir í gær: 173 Samtals flettingar: 9397283 Samtals gestir: 2007767 Tölur uppfærðar: 10.12.2019 05:10:07 |
Eldra efni
clockhere Tenglar
Um mig Nafn: Hafþór HreiðarssonFarsími: 8956744Tölvupóstfang: korri@internet.isHeimilisfang: Sólbrekka 29Staðsetning: HúsavíkHeimasími: 4642030Önnur vefsíða: www.640.is |
© 2019 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is