Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2009 September

30.09.2009 21:20

Sæborg ÞH 55

Spurt var hver er báturinn og Þorgeir vinur minn var ekki lengi að svara því rétt. Enda munum við eftir þessum bát í fjörunni neðan bakkans við Höfðaveg. Þar var hann leikvöllur yngri kynslóðar húsvíkingar og stórorustur háðar á milli útibæinga og suðurbæinga. En báturinn er sem sagt Sæborg ÞH 55 og hefur hans verið getið hér  áður. 

Í sögu Húsavíkur segir m.a. um útgerð Karls Aðalsteinssonar sem áður gerði út Svan TH 53 ásamt Ólafi bróður sínum og seldur 1949:

"þeir bræður keyptu í félagi við þriðja bróðurinn Hermann á Hóli og Baldur Árnason frá Hallbjarnastöðum sautján tonna bát frá Stykkishólmi. Þetta vað Sæborg TH 55 (síðar ÞH 55) og var með 75 hestafla Bolinder vél. Árið 1961 skiptu þeir um vél í bátnum og settu í hann 134 hestafla Scania Vabis vél. Ólafur keypti fljótlega hlut Baldurs og Hermann seldi bræðrum sínum sinn hlut nokkru síðar og áttu þá Karl og Ólafur sinn helminginn hvor. Árið 1968 keyptu synir Karls, Óskar og Aðalsteinn hlut Ólafs og árið eftir tók Aðalsteinn við skipstjórn af föður sínnum. Seinna sama ár var Sæborgin talin ónýt og ný Sæborg smíðuð á Akureyri".

Sæborgin hét upphaflega Sæfari GK 491 og var smíðuð í Reykjavík 1919.  
 


823.Sæborg TH 55 ex Sæborg SH. © Úr einkasafni.

29.09.2009 22:23

Sighvatur GK 57

Línuskipið Sighvatur GK 57 kom inn til löndunar á Húsavík kl. 13 í dag og tók ég myndir af honum koma fyrir Bökugarðinn. Að sögn Unnsteins skipstjóra voru þeir að veiðum á Rifsbanka og var tæp þrjú hundrað kör. Sighvatur er eins og aðrir Vísisbátar fallega grænn en örlítil breyting er á honum útlitslega frá myndinni sem er í skipaalmanakinu. Hver er hún ?


975.Sighvatur GK 57 ex Bjartur. © Hafþór Hreiðarsson 2009.

975.Sighvatur GK 57. Vinnsluhús Vísis hf.í baksýn. © Hafþór Hreiðarsson 2009.

Unnsteinn Líndal. © HH 2009.

28.09.2009 21:32

Gullhólmi SH 201

Línuskipið Gullhólmi SH 201 frá Stykkishólmi landaði á Húsavík í morgun 15-20 tonnum eftir tvær lagnir. Eg tók myndir þegar hann fór um kl. 18 í í kvöld en hann fór ansi sunnarlega út þannig að ég náði ekki besta sjónarhorninu. Hélt á tímabili að hann ætlaði inn með sandi en svo tók hann sveiginn til norðvestur.


264.Gullhólmi SH 201 ex Þórður Jónasson EA 350. © Hafþór Hreiðarsson 2009.

264.Gullhólmi ex Þórður Jónasson EA 350. © Hafþór Hreiðarsson 2009.

27.09.2009 23:24

Brenndur á báli

Hér kemur mynd sem ég fann í fórum mínum í dag og skannaði inn. Ég held að þetta sé Maggi ÞH 68 sem fór í áramótabálköstinn eftir að hafa lokið hlutverki sínu sem fiskibátur. Maggi var 4 1/2 tonn að stærð smíðaður á Húsavík 1961. EF  þetta er ekki Maggi þá er þetta Haförn ÞH 26 sem síðar varð ÞH 171.


Áramótabrenna á tíunda áratug síðustu aldar. © Hafþór Hreiðarsson.

27.09.2009 16:32

Afi Olli heiðraður á sjómannadaginn 1994

Ég var að grúska í gömlum filmum í safni mínu í dag og fann m.a. þessa mynd sem ég tók á sjómannadaginn 1994. Þá var afi minn heitinn, Olgeir Sigurgeirsson, heiðraður af sjómannadagsráði Húsavíkur. Á myndinni er hann ásamt Kristjáni Ásgeirssyni sem sá um að heiðra hann fyrir hönd sjómanndagsráðs.

Í Morgunblaðinu birtist eftirfarandi frétt nokkrum dögum síðar:

Sjómaður heiðraður á Húsavík.

­ Heiðraður var á sjómannadaginn á Húsavík að þessu sinni Olgeir Sigurgeirsson en ævistarf hans hefur verið tengt sjónum. Olgeir fór unglingur til sjós um 1940 og var á hinum ýmsu bátum og skipum til ársins 1961 að hann hóf eigin útgerð með sonum sínum er þeir keyptu sér 10 tonna bát. Árið 1969 keyptu þeir feðgar útgerðarfélagið Korra og með því 37 tonna bát og þá fór starf Olgeirs að færast til útgerðarstjórnar í landi því félagið hóf brátt fiskverkun. Nú á Korri hf. tvö um 190 lesta skip, Kristbjörgu ÞH 44 og Geira Péturs ÞH 344, og er Olgeir framkvæmdastjóri þeirra skipa en synir hans skipstjórar.


27.09.2009 15:18

Maron GK 522

Loksins kemur mynd af plastara en þetta er Maron GK 522 sem var í eigu Hólmgríms Sigvaldasonar. Maron hét upphaflega Sigrúnog var smíðaður á Blönduósi, held einn þriggja svona báta. Síðar varð hann Maron AK, þá Maron GK, Svalur BA, Brimill SH og loks Jón Páll BA sem hann heitir í dag.


2093.Maron Gk 522 ex Maron AK. © Hafþór Hreiðarsson 2004.

27.09.2009 10:22

Seley ÞH 381

Hér er mynd frá árinu 2004 af rækjuskipinu Seley ÞH 381 leggja úr höfn  á Húsavík. Seley hét áður Guðrún Þorkelsdóttir SU 211 en upphaflega Helga Gumundsdóttir BA 77. Í dag heitir skipið, sem er í eigu Vísis hf.,  Jóhanna Gísladóttir ÍS 7 og er gert út á línu.


1076.Seley ÞH 381 ex Guðrún Þorkelsdóttir SU 211. © Hafþór Hreiðarsson 2004.

26.09.2009 13:55

Matthildingar

Ætli þessir kappar hafi verið lengi í áhöfn Matthildar SH 67 ?


Um borð í Matthildi SH 67. © Alfons Finnsson.

25.09.2009 22:52

Kópanes RE 164

Hér kemur mynd af Kópanesi RE 164 sem notaður hefur verið við þorskeldi Brims hf. á Eyjafirði. Kópanes var smíðað í Ytri-Njarðvík 1989 og hét upphaflega Freyr ST. Síðan varð hann Njörður KE, Björn Kristjónsson SH, Kópanes SH og Kópanes EA áður en hann varð RE164.


1985.Kópanes RE 164 ex Kópanes EA 164. © Hafþór Hreiðarsson 2008.

24.09.2009 22:37

Sighvatur landaði á Húsavík

Sighvatur GK 57 landaði í morgun fyrstur Vísisbáta á Húsavík á nýju fisksveiðári. Ég tók mér frí frá brettunum og fór í löndun hjá Eimskip en er samt ekki viss um hve aflinn var mikill. Menn tala nú orðið í körum og held ég nú samt að þau hafi verið eitthvað vel yfir 200. Annars ættu menn að geta séð það á Fiskistofuvefnum.


975.Sighvatur GK 57 ex Bjartur. © Hafþór Hreiðarsson 2009.

24.09.2009 21:41

Fyrrum grannar úr grindavíkinni mætast

Rétt fyrir kvöldmat í kvöld mættust í hafnarmynninu á Húsavík tvö fiskiskip sem sett hafa svip sinn á grindvíska útgerðarsögu. Hera ÞH 60 sem var að koma í land af dragnótaveiðum mætti þar línuskipinu Sighvati GK 57 sem var á útleið eftir löndun. Hera hét lengi vel Hafberg GK 377 og ekki efast ég um að þessi skip hafi mæst áður.


975.Sighvatur GK 57 & 67.Hera ÞH 60. © Hafþór Hreiðarsson 2009.

23.09.2009 21:53

Baldur Árna ÞH 222 seldur úr landi.

Jæja það er annað hvort að loka þessari síðu eða koma einhverju inná hana. Ég fékk póst í kvöld þar sem mér var sagt að búið væir að selja Baldur Árna ÞH 222 til Kanada. Sá svo rétt í þessu að Golli er búin að segja frá þessu þannig að engu er við að bæta. Baldur Árna hét áður Oddgeir ÞH 222 og var smíðaður í Hollandi 1963 fyri Gjögur hf. á Grenivík.


158.Baldur Árna ÞH 222 ex Oddgeir ÞH 222. © Hafþór Hreiðarsson 2004.

20.09.2009 12:26

Sigþór ÞH 100

Hér birtist mynd af einum húsvískum bát sem áður hefur verið fjallað um hér á síðunni. Þannig að þessi mynd af Sigþór ÞH 100 talar bara sínu máli.


185.Sigþór ÞH 100 ex Sigurpáll GK 375. © Hafþór Hreiðarsson.

19.09.2009 17:24

Garðey SF 22

Ég hef áður birt mynd af Garðey SF 22 sem upphaflega hét Þorsteinn RE og var smíðaður í Boizenburg 1965. Þá var báturinn að koma til Húsavíkur en að þessu sinni birti ég mynd þar sem hann er að láta úr höfn á Húsavík.


972.Garðey SF 22 ex Ásgeir Guðmundsson SF 112. © Hafþór Hreiðarsson 2004.

18.09.2009 00:35

Rifsnes og Örvar

Hér kemur ein samsett mynd af Rifsnesinu og Örvari. Bara til gamans gert.


1136.Rifsnes SH 44 & 2159.Örvar SH 777. © Hafþór Hreiðarsson 2009.

Flettingar í dag: 588
Gestir í dag: 85
Flettingar í gær: 771
Gestir í gær: 113
Samtals flettingar: 9399682
Samtals gestir: 2008177
Tölur uppfærðar: 13.12.2019 13:46:29
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is