Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2009 Ágúst

23.08.2009 23:02

Einn kemur þá annar fer

Einn kemur þá annar fer segir máltækið og á það vel við myndina hér að neðan. Og ekki orð um það meir.


1146. Siglunes SI 70 og 2757.Háey II ÞH 275. © Hafþór Hreiðarsson 2009.

22.08.2009 19:42

Siglunes SI 70

Þrátt fyrir mikið annríki við knattspyrnumyndatökur á Húsavíkurvelli í dag tókst mér að ná einum bát í safnið á milli leikja. Hef reyndar myndað hann áður við bryggju og svoleiðis en þetta er í fyrsta skipti sem ég næ þokkalegum myndum honum. Þetta er togbáturinn Siglunes SI 70 sem hefur nú áður komið við sögu hér á síðunni, og það einnig undir fleiri nöfnum. Það er því ekkert annað að gera í stöðunni en að birta myndina.


1146.Siglunes SI 70 ex Siglunes SH 22. © Hafþór Hreiðarsson 2009.

21.08.2009 23:14

Hafrún KE 80

Hér er mynd sem ég tók í Sandgerði fyrir c.a 5-7 árum síðan af trillu sem verið var að draga til hafnar. Ég get ekki séð annað en að hún heiti Haförn KE 80 en hún er ekki á skrá í dag. Nú væri gaman ef suðurnesjamenn myndu fræða okkur um þessa trillu og útgerð hennar. Sparka ég því boltanum suður yfir heiðar og jafnvel alla leið yfir hina miklu Miðnesheiði.

Arnbjörn Eiríksson á Stafnesi segir í áliti hér að neðan að þetta sé Hafrún KE 80.


5208.Hafrún KE 80. © Hafþór Hreiðarsson.

20.08.2009 19:05

Aunborgin siglir út Eskifjörð

Hér sjáum við flutningaskipið Aunborg sigla út Eskifjörð á dögunum. Aunborg, sem siglir undir flaggi Cook Island, er smíðuð 1976 og er tæplega 66 metrar  á lengd. Breiddin er tæplega 11 metrar. Myndina tók Olga Hrund Hreiðarsdóttir.


Aunborg. Olga Hrund 2009.

19.08.2009 23:32

Hafliði kominn í leitirnar

Þá er Hafliði kominn í leitirnar og það þó hann hafi ekki verið týndur. Hitti kallinn á hafnarstéttinni í dag þar sem ég var á suðurleið en hann á leið norður. Hafliðið var nokkuð brúnn og sællegur að sjá enda dvalið erlendis að undanförnu. Hann heimsótti sem sagt tengdafólkið í Póllandi og var alveg himinsæll því hann sá gömlu Kolbeinsey sem eitt sinn var flaggskip húsvíkinga þar ytra. Kolbeinsey var eins og menn vita smíðuð hjá Slippstöðinni á Akureyri en stálið í hana kom erlendis frá. Eins og reyndar í öll stálskip sem smíðuð hafa verið á Íslandi. Að vísu var búið að sjóða eitthvað af þeima saman áður en stálið kom hingað til lands. En aftur að Hafliða, ef hann væri með horn var nokkuð öruggt að hann var með margt á hornum sér í dag. Það er alltof langt mál að telja það upp hér sem lá á honum í dag en ljósið í myrkrinu er að hann er að fara að opna skipasíðu. Alltsvo heimasíðu sem eingöngu mun fjalla um sögu nýsköpunartogaranna. Hafliði hefur safnað að sér ógrynni af efni, talað við margan manninn og þessa fróðleiks fáum við að njóta á síðunni í framtíðinni. Hann stefnir á að opna hana um og eftir miðjan september. Sem sagt í miðri sláturtíð.


Hafliði Óskarsson á Húsavík í dag. © Hafþór Hreiðarsson.

19.08.2009 22:51

Berglín GK

Rakst á flottar myndir af skuttogaranum Berglín GK 300 á myndasíðu þeirra Nesfisksmanna Sigga og Badda Bergþórs. Baddi sem heitir Baldvin Bergþórsson veitti mér fúslega leyfi til að birta myndir en hann er myndasmiðurinn. Þarna er Berglín að fara á veiðar eftir að hafaverið í slipp. Myndir Baldvins er hægt að skoða hér

1905.Berglín GK 300 ex Jöfur ÍS. © Baldvin Bergþórsson 2009.


1905.Berglín GK 300 ex Jöfur ÍS. © Baldvin Bergþórsson 2009.

17.08.2009 16:53

Þrándur í Götu heitir nú Pacific Hunter

Gamli Þrándur í Götu hefur nú fengið nýtt nafn, Pacific Hunter, sem þykir við hæfi þar sem skipið á að fiska í Kyrrahafinu. Það mun vera félag í Hong Kong sem á skipið en því hefur verið flaggað til Perú og heitir eins og áður segir Pacific Hunter.


Þrándur í Götu. © Sveinn Hreinsson 2009.

16.08.2009 21:52

Óskar Halldórsson RE 157 á loðnumiðunum

Hver skyldi hann vera þessi bátur sem Sigurgeir Harðarson smellti þessari mynd af á loðnumiðunum fyrir löngu síðan. 


962.Óskar Halldórsson RE 157. © Sigurgeir Smári Harðarson. 

16.08.2009 18:12

Á Akureyri

Hér má sjá bregða fyrir stefni og skut gamallra skuttogara sem báðir smíðaðir voru fyrir íslendinga árið 1974. Annars vegar í Póllandi þar sem kommúnistar réðu lögum og lofum á þessum tíma og hinsvegar á Spáni þar sem einræðistími Franco's var að líða undir lok.


Á Akureyri í nýliðinni viku. © Hafþór Hreiðarsson.

15.08.2009 12:15

Þórður Jónasson EA 350

Hér kemur mynd af Þórði Jónassyni EA 350 sem Hreiðar Olgeirsson tók úti fyrir norðurlandi á sínum tíma. Sögu Þórðar Jónassonar EA þarf ekk að tíunda hér en í dag heitir skipið Gullhólmi SH 201.


264.Þórður Jónasson EA 350 ex Þórður Jónasson RE 350. © Hreiðar Olgeirsson.

14.08.2009 20:35

Ein frá því í vetur

Hér er ein mynd frá því í vetur en hana tók ég í Grindavík. Þarna gefur að líta þrjá báta úr grindvíska flotanum í innsiglingunni.


Í innsiglingunni til Grindavíkur á vetrarvertíð 2009. © Hafþór Hreiðarsson.

13.08.2009 17:55

Bliki EA frá Dalvík

Þessa mynd tók ég af strandveiðibátnum Blika EA 12 koma til hafnar á Dalvík í gær. Bliki EA 12 hét áður Friðfinnur ÍS 105 frá Flateyri.


2710.Bliki EA 12 ex Friðfinnur ÍS 105. © Hafþór Hreiðarsson 2009.

13.08.2009 15:22

Seyðfirðingurinn Viktor sem áður hét Gói

Gói ÞH 25 sem áður hét Búi EA 100 er kominn aftur til Dalvíkur og heitir nú Viktor. Hann hefur verið útbúinn til ferðaþjónustu og þegar ég var á Dalvík í gær fór hann tvær ferði með farþega á sjóstöng. Ekki veit ég hver er á bátinn eða er að gera hann út og gaman væri ef einhver sem rekur nefið hér inn gæti upplýst okkur um það.

Viktor hét upphaflega Sæþór SU 175 og var smíðaður á Seyðisfirði árið 1971.


1153.Viktor ex Gói ÞH 25. © Hafþór Hreiðarsson 2009.

12.08.2009 21:20

Bjarmi EA nýr bátur í flota dalvíkinga

Fyrr á þessu ári keypti O.Jakobsson ehf. á Dalvík Siglufjarðar-Seiginn (Reyndar smíðaður í Reykjavík)  Demus GK og gaf honum nafnið Bjarmi EA 112. Ég skrapp á Dalvík í dag og þá kom Bjarmi inn af strandveiðunum. Gulli skipstjóri var nokkuð sáttur með daginn en þeir voru að veiðum út af Siglufirði. Hann var einnig ánægður með nýja bátinn sem fékk yfirhalningu eftir að þeir keyptu hann. Gulli tók svo hring fyrir mig að löndun lokinni og hér að neðan má sjá eina mynd úr þeim tökum.


2577.Bjarmi EA 112 ex Demus GK 212. © Hafþór Hreiðarsson 2009.


11.08.2009 23:59

Óli Hjálmar Ólason og Óli Bjarnason EA 279

Hinn síungi Óli Hjálmar Ólason kom til Húsavíkur í dag á báti sínum Óla Bjarnasyni EA 279. Hann kom frá Akureyri í rjómablíðu og sagði hann ferðina hafa tekið einn klukkutíma og þrjú korter. Erindi hans til Húsavíkur var að ná í fólk og sigla með það til Grímseyjar.


7642.Óli Bjarnason EA 279. © Hafþór Hreiðarsson 2009.

Grímseyingurinn Óli Hjálmar Ólason. © Hafþór 2009. 

Flettingar í dag: 110
Gestir í dag: 31
Flettingar í gær: 1100
Gestir í gær: 132
Samtals flettingar: 9395851
Samtals gestir: 2007457
Tölur uppfærðar: 8.12.2019 02:29:52
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is