Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2009 Ágúst

31.08.2009 21:20

Hildur lögð í´ann til Danmerkur

Hildur sem áður hét Héðinn HF 28 lagði af stað í siglingu frá Húsavík til Danmerkur upp úr hádeginu í dag. Tilgangur þessarar ferðar er sá að bátnum á að breyta í skonnortu þar ytra.


1354.Hildur ex Héðinn HF 28. © Hafþór Hreiðarssonn 2009.

 

31.08.2009 16:17

Le Dré-ný Cleopatra 33 til Frakklands

Bátasmiðjan Trefjar í Hafnarfirði afgreiddi nú á dögunum nýjan Cleopatra bát til Capbreton, á Suð-vesturströnd Frakklands. Trúlega er hér um fyrstu nýsmíði frá Íslandi til Frakklands að ræða.

Kaupandi bátsins er Mathieu André sjómaður frá Capbreton. Báturinn hefur hlotið nafnið Le Dré.  Báturinn mælist 11 brúttótonn. Le Dré er af gerðinni Cleopatra 33.

 Aðalvél bátsins er af gerðinni Cummins 6CTA8.3M 350hp tengd ZF286IV-niðurfærslugír. Báturinn er útbúinn fullkomnum siglingatækjum af gerðinni Furuno og Simrad.

Báturinn er útbúinn til neta og  línuveiða samtímis. Búnaður til netaveiða er frá G.M.H. og búnaður línuveiða er frá Able. Öryggisbúnaður bátsins kemur frá Viking-björgunarbúnaði.

 Rými er fyrir 14stk 380lítra kör í lest.  Í bátnum er upphituð stakkageymsla.  Stólar fyrir skipstjóra og háseta eru í brú.  Svefnpláss er fyrir þrjá í lúkar auk eldunaraðstöðu með eldavél, örbylgjuofn og ísskáp.

Skírnarathöfn undir stjórn Peters Bürchers biskups kaþólsku kirkjunnar á Íslandi fór fram í Hafnarfjarðarhöfn fyrir sjósetningu bátsins.

Báturinn hefur þegar hafið veiðar í Biscay flóanum.Le Dré BA 9222680. © Trefjar 2009.

30.08.2009 22:15

Þórkatla og Hilmir

Aftur fáum við myndir úr safni Þorgríms Aðalgeirssonar og nú eru það eikarbátar af suðurnesjum. Þórkatla GK 97 og Hilmir KE 7. Báðir smíðaðir í Lubeck skipasmíðastöðinni í Travemunde V-Þýskalandi.


920.Þórkatla GK 97. © Úr safni Þ.A.

566.Hilmir KE 7. © Úr safni Þ.A.

  

30.08.2009 16:41

Landað í bræðslu

Hér kemur ein mynd til úr safni Sigurgeirs Smára Harðarsonar og sýnir hún loðnubát landa í bræðsluskip. Báturinn er Sveinn Sveinbjörnsson NK 55 og eigum við ekki að segja að bræðsluskipið sé Norglobal.


1019.Sveinn Sveinbjörnson NK 55. © Sigurgeir Smári Harðarson.

30.08.2009 11:14

Rauðsey AK 14

Hér kemur mynd úr safni Þorgríms Aðalgeirssonar af Rauðsey AK 14. Ýmsar myndir af þessu skipi hafa birts hér á síðunni. Allt frá því það var nýtt og hét Örfirisey RE 14 og til dagsins í dag er það ber nafnið Páll Jónsson GK 7. En ekki áður í þessari útfærslu, þ.e.a.s lengt og yfirbyggt en með gömlu brúnni.


1030.Rauðsey AK 14 ex Örfirisey RE 14. © Þ.A.

 

30.08.2009 11:05

Símon GK er báturinn

Maður hendir bara inn myndum eins og enginn sé morgundagurinn. Nú er spurt á ný hver er báturinn ?

Það var ekki lengi að berast rétta svarið, Þ.A kom á undan Óskari Franz með nafn Símons GK 350 sem er báturinn. hann hét upphaflega Hólmanes SU 120 og síðar Brimir KE 104. Axel E sendi mér myndina sem hann tók 1977 og segir hann bátinn hafa verið orðinn óttalegan garm þá. Þó með nýrri 620 hestafla Cummins aðalvél. Símoni GK 350 var fargað 1979.101.Símon GK 350 ex Brimir KE 104. © Axel E 1977

29.08.2009 22:40

Eiður EA 13

Hér kemur önnur mynd af 1463 sem ég tók þegar hann hét Eiður EA 13. Þarna er hann að koma til hafnar á Húsavík eftir dragnótaróður á Skjálfanda.


1463.Eiður EA 13 ex Manni á Stað. © Hafþór Hreiðarsson.

29.08.2009 17:22

Húnaröst ÁR 150

Hér sjáum við mynd af Húnaröst ÁR 150 koma drekkhlaðin af loðnu inn til Vestmannaeyja. Myndina tók Sigurgeir Smári Harðarson þá skipverji á Gísla Árna RE 375. Húnaröst hét upphaflega Gissur Hvíti SF 1 og síðan Víðir NK 175. Þegar skipið, sem smíðað var 1968 í Danmörku, var selt Glettingi hf. fékk það nafnið Húnaröst sem það bar þar til yfir lauk. ÁR, RE og SF að lokum eins og í upphafi.


1070.Húnaröst ÁR 150 ex Víðir NK 175. © Sigurgeir Smári Harðarson.

29.08.2009 13:26

Í fjörunni heima

Nóbelsskáldið skrifaði Í túninu heima en ég skrifa hér Í fjörunni heima og ekki stafkrók meira um þessa mynd. Annað en það að Sigurgeir Smári Harðarson tók hana um 1970 og ég lék mér aðeins með hana nú tæpum fjörutíu árum síðar.


Í fjörunni heima. © Sigurgeir Smári Harðarson.

28.08.2009 22:47

Haffari EA 113 á Eyjafirði

Hér kemur mynd af Haffara EA 113 á siglingu á Eyjafirði í gær. Haffari er gerður út í dag á sjóstöng með ferðamenn. Það væri sjálfsagt hægt að skrifa margt um þennan bát enda hefur hann heitð mörgum nöfnum í gegnum tíðina. Þau eru  Eiður EA, Manni á Stað SU, Manni á Stað NK, Manni á Stað GK, Sigurberg EA, Sigurberg GK, Gnýfari SH, Sæunn BA, Sæunn ÍS, Háborg NK. Haffari var smíðaður á Fáskrúðsfirði 1976 og er að ég held næst síðasti 17 tonna frambyggði báturinn sem smíðaður var þar. 1538 sem í dag heitir Laxdal mun vera sá síðasti.


1463.Haffari EA 113 ex Eiður EA 13. © Hafþór Hreiðarsson 2009.

28.08.2009 20:36

Helga RE 49 kom til landsins í gær

Ný Helga RE 49 kom til landsins í gær eftir 57 daga siglingu frá Taívan. Myndir af henni hafa birst á öðrum síðum en ég læt mig nú samt hafa það að skella hér inn nokkrum myndum sem Jósef Ægir Stefánsson tók. Enda góðar myndir.


2749.Helga RE 49. © Jósef Ægir Stefánsson 2009.

2749.Helga RE 49. © Jósef Ægir Stefánsson 2009.

2749.Helga RE 49. © Jósef Ægir Stefánsson 2009.

2749.Helga RE 49. © Jósef Ægir Stefánsson 2009.

26.08.2009 21:55

Ásborg BA 84

Hér kemur mynd af Ásborgu BA 84 sem kom til Húsavíkur í kvöld. Báturinn heitir nú í skipaskrá Tjaldur II ÞH 294 með heimahöfn á Húsavík. Það á eftir að merkja hann upp á nýtt. Það er sama fyrirtæki sem á hann og áður en báturinn er eins og áður kominn með nýtt nafn og nýja heimahöfn. Það var húsvíski patreksfirðingurinn Aðalsteinn Júlíusson sem sigldi bátnum norður og ætlar hann að reyna komast einhverja daga á handfæri áður en strandveiðunum lýkur.

Ásborg hét upphaflega Neisti RE 58 og var smíðaður á Fáskrúðsfirði 1970. Eigendur Björgvin Helgason og Karl Sigurðsson í Reykjavík en þeir seldu bátinn til Bolungarvíkur í árslok sama ár. Kaupendur Guðmundur og Ragnar  Jakobssynir í Bolungarvík og Jóel Stefánsson í Hnífsdal. Báturinn heitir áfram Neisti en verður ÍS 218. Í ársbyrjun 1973 kaupa þeir Guðmundur og Ragnar hlut Jóels í bátnum. Hann var í Bolungarvík fram undir aldarmót amk. en ég er ekki með það hvenær báturinn var seldur á Patreksfjörð þar sem hann fékk nafnið Ásborg BA. Báturinn er 15 brl. að stærð búinn 90 hestafla Kelvin aðalvél frá árinum 1993.


Ásborg BA 84 ex Neisti ÍS 218. © Hafþór Hreiðarsson 2009.

1109.Ásborg BA 84 ex Neisti ÍS 218. © Hafþór Hreiðarsson 2009.

Aðalsteinn Júlíusson við komuna til Húsavíkur í kvöld. © Hafþór Hreiðarsson 2009.

26.08.2009 15:41

You're my sunshine

Jon Cristian Vendelbo Andersen sendi mér þessa mynd sem hann tók í Rotterdam 1980 og sýnir afturendann á flutningaskipi frá Monroviu. Það ber nafn bítlalagsins You're my sunshine en sjálfur á Jon Cristian bát sem hann nefndi eftir bítla laginu Obladi Oblada. Reyndar heitir báturinn hans bara Obladi og hefur birst mynd af honum hér á síðunni.


YOU'RE MY SUNSHINE. © JCVA 1980.

25.08.2009 21:44

Kofri ÍS 41 á toginu

Kofri ÍS 41 var samkvæmt skipaskrá smíðaður af Skipasmíðastöð Njarðvíkur hf. líkt og systurskipið Gunnjón GK 506. Ekki mun Hafliði samþykkja þetta hljóðalaust þar sem skipsskrokkarnir komu frá Noregi og kláraðir í Njarðvík. Kofri hét upphaflega Sólrún ÍS 1 og var í eigu Einars Guðfinnssonar hf. í Bolungarvík. Sólrún ÍS var afhent eigendum sínum vorið 1984 að ég best get séð en síðla árs 1990 kaupir Frosti hf. í Súðavík skipið og nefnir það Kofra ÍS 41. Kofri ÍS 41 brann á rækjumiðunum um 100 sjm. norður af Skaga í byrjun febrúar 1996. Togarinn Bessi ÍS 410 kom með flakið í togi til Ísafjarðar. Kofri fékk svo á einhverju stigi nafnið Öngull RE en eftir því sem Óskar Franz hefur sagt þá liggur flakið í höfn í Danmörku.


1679.Kofri ÍS 41 ex Sólrún ÍS 1. © Hreiðar Olgeirsson.

24.08.2009 22:42

Silfurvatnið á Höfn í Hornafirði

Hér er mynd sem Svafar Gestsson vélstjóri á Jónu Eðvalds sendi mér á dögunum. Hún sýnir flutningaskipið Silver Lake í höfninni á Hornafirði. Þetta skip hét að ég held Dalfoss áður og var á vegum óskabarns þjóðarinnar sem stofnað var 1914 og lét smíða mörg skip í gegnum tíðina.


Silver Lake ex Dalfoss. © Svafar Gestsson 2009.

Flettingar í dag: 89
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 664
Gestir í gær: 122
Samtals flettingar: 9254637
Samtals gestir: 1995063
Tölur uppfærðar: 24.8.2019 01:05:55
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is