Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2009 Júlí

18.07.2009 03:53

Sæunn Sæm

Jæja þá er maður kominn í samband aftur eftir nokkurra daga dvöl í Grímsnesinu. Ekki hægt að kvarta undan veðrinu hér sunnan heiða þessa dagana. Frétti af nýrri og glæsilegri sundlaug í Þorlákshöfn og því var ferðinni heitið þangað einn daginn. Helvíti flott laug. Náði nokkrum myndum í leiðinni og þar á meðal þessa af Sæunni Sæmundsdóttur sem við sjáum hér að neðan.

2706.Sæunn Sæmunds ÁR 60. © Hafþór Hreiðarsson 2009.

08.07.2009 21:34

Strandveiðibáturinn Laugi

Hér kemur strandveiðibáturinn Laugi ÞH 29 að landi á Húsaví í dag en þó nokkrir bátar stunda þessar veiðar frá Húsavík. Skipstjóri og eigandi er Heimir Bessason sem gert hefur út trillur í áratugi.


6806.Laugi ÞH 29 ex Siggi Hennings EA 230. © Hafþór Hreiðarsson 2009.

07.07.2009 16:52

Kútter Dagmar Aaen og skonnortan Haukur

Á þessari mynd eru þýski kútterinn Dagmar Aaen og húsvíska skonnortan Haukur á siglingu á Skjálfanda. Ef þú lesandi góður vilt forvitnast meira um þessi glæsilegu fley skaltu ýta hér


Dagmar Aaen og Haukur. © Heimir Harðarson 2009.

06.07.2009 17:33

Leki kom að Eyfjörð ÞH

Leki kom að strandveiðibátnum Eyfjörð ÞH 203 frá Grenivík í dag þar sem hann var að veiðum á Skagafirði. Svo segir frá á mbl.is:

Mannbjörg varð þegar leki kom að sex tonna báti á Skagafirði í dag. Einn var um borð. Neyðarboð bárust í hádeginu frá bátnum, hátt í 20 félagar björgunarsveita á  Sauðárkróki og Hofsósi héldu af stað auk þess sem nærstaddir bátar og Sigurvin, björgunarskips Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Siglufirði  voru fengnir til aðstoðar.  

Báturinn heitir Eyfjörð ÞH-203 frá Grenivík, sem nú er gerður út frá Hofsósi. Auk þeirra sem að framan eru nefndir sigldi varðskip Landhelgisgæslunnar á fullri ferð á staðinn. Komið hafði leki að bátnum og talið var líklegt að hann myndi sökkva. Nærstaddur bátur TONI var fyrstur á staðinn með dælur og tók hann Eyfjörð í tog. Komu bátarnir til hafnar á Hofsósi kl. 14:28.


6610.Eyfjörð ÞH 203. © Gundi 2009.

05.07.2009 22:15

Í þá gömlu góðu daga

Þessa mynd tók ég í þá gömlu góðu daga þegar strandflutningaskipin sigldu enn á hafnir landsins. Þetta er óvenjuleg mynd að því leyti að í seinni tíð voru þessi skip afgreidd við hafnargarðinn en verið að vinna við hafnarframkvæmdir og því var Suðurgarðurinn notaður um tíma.


Frá Húsavíkurhöfn. © Hafþór Hreiðarsson.

03.07.2009 22:19

Geysir

Þá er maður loksins kominn úr plasthamnum sem verið hefur yfir manni upp á síðkastið. Kannski hafði það áhrif að ég rakst á Hafliða vin minn í dag. Hann hljóp við fót með harðfiskpoka undir hönd en ég náði að draga hann uppi. Við vorum sammála eftir að hafa ræðst við án þess þó að hann byði mér upp á harðfiskbita að nú væri nóg komið af plastinu. Ég lofaði honum að engin mynd af þess háttar koppi myndi birtast í dag og því kemur hér mynd sem ég tók á Akureyri í júlímánuði 2002.

Hún sýnir danska nótaskipið Geysir sem var frá Hirthsals ef ég man rétt. Nú er ég ekki með upplýsingar um þetta skip undir höndum (á reyndar dansk skipaalmanak niðri í geymslu) svo ég treysti á að við fáum einhverjar upplýsingar um skipið. Annars man ég að Geysir var í eigu sama fyrirtækis og Ísafold og Árni heitinn Gíslason kom að þeirri útgerð.


Geysir HG 333. © Hafþór Hreiðarsson 2002.

Flettingar í dag: 199
Gestir í dag: 51
Flettingar í gær: 691
Gestir í gær: 173
Samtals flettingar: 9397226
Samtals gestir: 2007759
Tölur uppfærðar: 10.12.2019 04:16:16
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is