Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2009 Júní

30.06.2009 19:32

Stebbi Hansen

Maður er gjörsamlega fallinn í plastið og ekki furða þó Hafliði sé týndur og tröllum gefinn emoticon .
Ef þú lesandi góður vilt vita meira um Stebba Hansen skaltu ýta hér emoticon

6975.Stebbi Hansen EA 248 ex Funi EA. © Hafþór Hreiðarsson 2009.

26.06.2009 18:37

Magnús

Þessa mynd tók ég af netabátnum Magnúsi ÞH 34 í morgun en þá var hann að koma úr róðri. Magnús er í eigu Ugga fiskverkunar ehf. sem einnig á Haförn ÞH 26. Magnús hét áður Keilir AK.


2076.Magnús ÞH 34 ex Keilir AK. © Hafþór Hreiðarsson 2009.

25.06.2009 20:36

Lágey ÞH

Þessa mynd af Lágey ÞH tók Gundi út af núpunum í morgun þegar Frosti ÞH tók fram úr Lágeynni.


2651.Lágey ÞH 265 ex Aron ÞH 105. © Gundi 2009.

24.06.2009 22:20

Særún komin heim

Særún SH 86 sem sagt er frá hér að neðan kom til heimahafnar á Rifi um kl. 22:00 í gærkveldi og að sjálfsögðu var ljósmyndari Skipamynda á staðnum. Tók hann þessa mynd þegar Gylfi Ásbjörnsson sigldi þessum glæsilega fleyi til hafnar.


2782.Særún SH 86. © Alfons 2009.

23.06.2009 15:23

Ný Cleopatra á Rif

Útgerðarfélagið Hlíðarfoss ehf. á Rifi fékk nú í vikunni var afhentan nýjan Cleopatra bát frá Bátasmiðjunni Trefjum í Hafnarfirði. Að útgerðinni stendur Friðbjörn Ásbjörnsson og reiknar hann með að vera á handfæraveiðum nú sumar og líklega á línu yfir vetrartímann.

Nýi báturinn hefur hlotið nafnið Særún SH 86.  Báturinn er af gerðinni Cleopatra 31 í nýrri útgáfu.  Nýji báturinn er 8.5brúttótonn og er í krókaaflamarkskerfinu.  Báturinn er útbúinn 4stk DNG handfærarúllum.  Í bátnum er vökvakerfi tilbúið til línuveiða. 

 

Aðalvél bátsins er af gerðinni Isuzu 6HE1TCX 370hp tengd ZF gír. Báturinn er útbúinn siglingatækjum af gerðinni JRC og Raymarine frá Sónar. Öryggisbúnaður bátsins kemur frá Viking.

 

Rými er fyrir 12-14stk 380lítra kör í lest.  Svefnpláss er fyrir 2-3 í lúkar auk eldunaraðstöðu með eldavél og örbylgjuofni. Setkrókur er í lúkar og stólar fyrir skipstjóra og háseta í brú.

 

Báturinn er þriðji í röðinni af fjórum sem Trefjar hafa smíðað af þessari gerð nú í vor.  Sá fyrsti Ólafur HF- 51 er nú í sýningarferð.  Báturinn er nú á ferð um hafnir í Færeyjum eftir siglingu frá Hornafirði.2782.Særún SH 86. © Trefjar ehf. 2009.

22.06.2009 23:35

Keilir á leið upp

Hér er mynd sem ég tók um kl. 22 í kvöld þegar verið var að taka Keili SI 145 upp í slipp á Húsavík. Veit ekki hvað er að en hann er með hlerana á síðunum og trollið um borð.


1420.Keilir SI 145 ex Keilir GK 145. © Hafþór Hreiðarsson 2009.

21.06.2009 21:39

Hrafn Sveinbjarnarson GK 255

Hér sjáum við tvær myndir sem Gundi á Frosta tók að morgni þjóðhátíðardags okkar íslendinga austur í Berufjarðarál. Sú efri er af frystitogaranum Hrafni Sveinbjarnarsyni GK 255 sem áður hefur komið við sögu á síðunni. Sú neðri er af Sigga á Hrafni eins og stóð í texta með myndunum og nú er bara spurningin hver er Siggi á Hrafninum ?


1972.Hrafn Sveinbjarnarson GK 255 ex Snæfell EA. © Gundi 2009.

Siggi á Hrafninum. © Gundi 2009.

19.06.2009 15:11

Kolbeinsey sleipað til Póllands

Eftirfarandi frétt er að finna á færeyska vefmiðlinum Vágaportal í dag:

Hesin sleipibáturin kom úr Póllandi í gjár og skal hann sleipað Kolbeinsey til Póllands.

Ætlanin er at fara avstað í kvøld.

Eitt felag í Póllandi hevur keypt Kolbeinsey, og tá ið skipið er umvælt í Póllandi, skal tað til fiskiskap í Suðurafrika.

Ætlanin var annars at sigla Kolbeinsey til Póllands, men tá ið menn vóru her fyri nøkrum vikum síðani eftir trolaranum, kom eldur í aksilgeneratorin, tá ið maskinan skuldi startast, so nú má Kolbeinsey sleipast til Póllands.


1576.Kolbeinsey BA 123. © Hörður Harðarson 2008.

18.06.2009 23:04

Bræla í hvalaskoðun á Skjálfanda

Það var lítið um hvalaskoðun á Skjálfanda í dag vegna brælu. Annars hefur veður verið ágætt að undanförnu og nóg af hval til að skoða. Bátarnir fóru eitthvað út í morgun en snéru við og svo tók Sylvía einn fjörkipp síðdegis og tók ég þessa mynd þegar húnkom aftur. Veit ekki hvað var verið að gera nema þá helst bleyta í þeim sem stóðu í stafni.


1468.Silvía ex Björgvin ÍS 468. © Hafþór Hreiðarsson 2009.

17.06.2009 11:40

Tveir rækjupungar

Tveir bátar sem stunda rækjuveiðar hafa komið til Húsavíkur að undanförnu. Keilir SI 145 frá Siglufirði sem Karl Óskar Geirsson stýrir um þessar mundir. Hann átti Sæborgu ÞH 55 sem eins og kunnugt er var seld til Bolungarvíkur í vor. Hinn báturinn kom hér við í gær þar sem eitthvað var lítið um olíu í tönkunum. Þetta var Stefán Rögnvaldsson HU 345 frá Blönduósi. Morgunljóst er að báðir þessir bátar hafa litið betur út en þeir gera í dag.


1420.Keilir SI 145 ex Keilir GK 145. © Hafþór Hreiðarsson 2009.

616.Stefán Rögnvaldsson HU 345 ex Stefán Rögnvaldsson EA 345. © HH 2009.

16.06.2009 22:50

Norðborgin á Neskaupsstað

Hið glæsilega fley Norðborg frá Færeyjum kom til hafnar á Neskaupsstað í morgun en skipið hefur verið á síldveiðum við Jan Mayen. Skipið mun stoppa nokkra daga á Neskaupsstað vegna viðgerða. Myndirnar tók Árni Sigfinnur á Neskaupsstað en hæt er að skoða fleiri myndir hans af Norðborginni  hér


XPGY.Nordborg KH 689. © Árni Sigfinnur 2009.

Nordborg við bryggju á Neskaupsstað í dag. © Árni Sigfinnur 2009.

15.06.2009 21:37

Elsta dóttirin komin til sjós

Þá er elsta dóttirin komin til sjós, að vísu sjaldan lengur en þrjá tíma í einu en upp í þrjár ferðir á dag. Hún er sem sagt leiðsögumaður á hvalaskoðunarbátun Norður-Siglingar og finnst þetta mjög skemmtilegt starf. Á myndinni hér að neðan er hún að koma í land á Bjössa Sör í dag.  Skjálfandinn er búinn að vera gjöfull hvað hvalagengd varðar að undanförnu. Sést hafa allt að fimm tegundir í ferð og þar á meðal steypireyðir, hnúfubakar og háhyrningar auk hrefnunnar og smáhvela.


Halla Marín leiðsögumaður. © Hafþór Hreiðarsson 2009.

15.06.2009 21:23

Slétta tvo frá Akureyri

Óli Bjarnason EA 279 renndi inn í höfnina á Húsavík áðan eftir siglingu frá Akureyri. Að sögn bátsverja tók ferðin slétta tvo tíma eða svo enda veðurblíða á leiðinni. Óli Bjarnason er af gerðinni Sómi 990 og glæsilegur á að líta.


7642.Óli Bjarnason EA 279. © Hafþór Hreiðarsson 2009.

13.06.2009 12:48

Hvalaskoðunarbáturinn Faldur

Hér er svo Faldurinn orðinn að hvalaskoðunarbát. Þessi mynd er tekin árið 2005 í júnímánuði og kvöldsólin skín sem aldrei fyrr.


Faldur ex Faldur ÞH 153. © Hafþór Hreiðarsson 2005.

11.06.2009 23:29

Hrefnuveiðibáturinn Faldur

Hér kemur mynd af hrefnuveiðbátnum Faldi ÞH 153 sem Þorbergur Jóhannsson gerði út frá Þórshöfn. Í dag heitir hann enn Faldur en í stað þess að veiða hrefnur siglir hann um Skjálfanda með ferðamenn sem vilja sjá hrefnur og aðra hvali. Myndin er tekin 1985 þegar Faldur var að fara í slipp á Húsavík.


1267.Faldur ÞH 153 ex Votaberg ÞH. © Hafþór Hreiðarsson 1985.

Flettingar í dag: 457
Gestir í dag: 82
Flettingar í gær: 694
Gestir í gær: 121
Samtals flettingar: 9394382
Samtals gestir: 2007263
Tölur uppfærðar: 6.12.2019 12:16:01
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is