Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2009 Maí

31.05.2009 18:55

Baldvin Njálsson GK 400

Þá kemur hér næst mynd af einum Vigotogaranum enn, nú er það Baldvin Njálsson GK sem upphaflega hét Grinnoy. Hann var keyptur til íslands af útgerð Ottó Wathne og fék það nafn. Síðar keypti Stálskip hf.í Hafnarfirði togarannsem fék nafnið Rán HF og hefur birts mynd af honum undir því nafni hér á síðunni. Nesfiskur hf. kaupir hann svo af Stálskip og fær hann þá það nafn sem hann ber í dag.


2182.Baldvin Njálsson GK 400 ex Rán HF 4. © Rikki R. 2009.

30.05.2009 13:23

Staltor

Eins og kemur fram hjá Óskari Franz hér að neðan voru fjórir togarar smíðaðir hjá Construcciones Navales Santadomingo S.A.. í Vigo á Spáni eftir sömu teikningu og Örvar HU. Einn þeirra er Staltor T-8-T sem sést hér á myndinni sem ég tók á Akureyri fyrir mörgum árum. Hann heitir í dag Harvest Krotor og er í Suður Afríku.

LARD.Staltor T-8-T. © Hafþór Hreiðarsson.

29.05.2009 20:23

Örvar HU 2 á torginu

Hér kemur ein mynd til sem Gunnþór tók á Hampiðjutorginu. Nánar tiltekið í fyrradag. Þetta er Örvar HU 2 sem áður hét Blængur NK (Hét reyndar Örvar EK um tíma). Hann er í eigu FISK Seafood á Sauðárkróki en upphaflega keypti Síldarvinnslan togarann nýsmíðaðan frá Spáni. Kom hann til landsins í september 1993. Það var svo síðla árs 1998 sem Skagstrendingur kaupir hann og nefnir Örvar. FISK Seafood eignast svo Örvar við sameiningu Skagstrendings hf. og Fiskiðjunnar Skagfirðings hf. 1. janúar 2005.


2197.Örvar HU 2 ex Örvar EK. © Gunnþór Sigurgeirsson 2009.

28.05.2009 21:05

Höfrungur á torginu

Hér kemur mynd af frystitogaranum Höfrungi III AK 250 á Hampiðjutorginu í gærmorgun. Myndina tók Gunnþór Sigurgeirsson ljósmyndari Skipamynda þar úti. Höfrungur III AK 250 er í eigu HB Granda eins og flestir vita. 


1902.Höfrungur III AK 250 ex Polarborg II. © Gunnþór Sigurgeirsson 2009.

28.05.2009 19:47

Hákarlaverkun á bryggjunni

Það var hákarlaverkun á bryggjunni á Húsavík í morgun. Sjá meira hér


Óðinn Sigurðsson. © Hafþór Hreiðarson 2009.

28.05.2009 15:30

Eiður en þó ekki Evrópumeistarinn Guðjohnsen

Hér kemur aftur mynd af dragnótabátnum Eið ÓF 13. Það er nefnilega svo að alltaf er hægt að taka betri myndir en þær sem fyrir eru þó ágætar séu. Á ma´nudaginn þegar Eiður kom til hafnar á Húsavík var ég bara að keyra suður Stangarbakkann þegar ég sé bátinn koma fyrir Bökugarðinn. Það var snúið við á punktinum og rennt niður á Norðurgarð með þæer græjur sem í bílnum voru og teknar myndir. En í fyrradag vissi ég um komutíma hans og gat tekið þá linsu sem ég vildi nota og valið mér tökustað sem nota bene var á Bökugarðinum. Þá nær maður að mynda bátinn fyrr og oft á tíðum betri bakgrunnur. Þ.e.a.s þegar hann er kominn inn að Norðurgarðinum er meira sem truflar. Annars voru Hermann Daðason og hans menn á Eið með þrjú tonn af ýsu sem fengust í Öxarfirðinum.


1611.Eiður ÓF 13 ex Eiður EA 13. © Hafþór Hreiðarsson 2009.

27.05.2009 19:17

Hrefnustökk og vandræði

Illa gengur að koma myndum inn á síðuna þessa stundirnar og á meðan geta menn skoðað hér skemmtilegar myndir af hrefnu stökkva á Skjálfanda en þar eru þær sýndar en ekki skotnar.

Þá voru grásleppubátar á Kópaskeri í vandræðum í fyrradag, sjá hér

26.05.2009 23:48

Brimnes togar á torginu

Hér kemur mynd sem Gunnþór Sigurgeirsson tók í morgun af frystitogara Brims hf., Brimnesi RE 27, þar sem hann var að toga á Hampiðjutorginu. Það var helst að frétta af lífinu um borð í Brimnesinu að menn voru að farast af spenningi um borð vegna leiksins á morgun. Hvaða leiks spurja sjálfsagt einhverjir en auðvitað er það leikur Man. Utd og Barcelona sem fram fer í Róm. Að sjálfsögðu held ég með Barcelona þar sem einn leikmaður liðsins á ættir sínar að rekja til Húsavíkur.


2770.Brimnes RE 27 ex Vesttind. © Gunnþór Sigurgeirsson 2009.

25.05.2009 21:57

Eiður ÓF 13

Dragnótabáturinn Eiður ÓF 13 kom að landi á Húsavík síðdegis í dag og landaði afla sínum til útflutnings. Eiður hét upphaflega Valur RE 7 og var smíðaður í Hafnarfirði 1982. Hann hefur gengið í gegnum talsverðar breytingar en saga hans hefur komið fram hér áður.


1611.Eiður ÓF 13 ex Eiður EA 13. © Hafþór Hreiðarsson 2009.

25.05.2009 17:55

Á netum undir Jökli

Hér kemur mynd sem var tekin undir Jökli árið 1968 og sýnir vertíðarbát og spurt er hver er hann ?


Undir Jökli árið 1968. © Jon Christian Vendelbo Andersen.

23.05.2009 00:33

Haustsigling á Skjálfanda

Hér kemur mynd frá því haust og hefur mynd úr þessari seríu birts áður. Þarna er litlum árabát róið út á víkina sem kennd er við húsin. Í baksýn sést fiskiskip koma til hafnar úr róðri dagsins og flestir þekkja það held ég. Ef einhhver ber ekki kennsl á það er hægt að koma mönnum á sporið og segja það smíðað fyrir vestfirðinga 1962.


Haustsigling á Skjálfanda. © Hafþór Hreiðarsson 2009.

22.05.2009 20:58

Olli í Skálabrekku

Afi Olli eða Olli í Skálabrekku eins og hann var jafnan kallaður hefði orðið 85 ára í dag ef hann hefði lifað en hann lést 20 febrúar 2006. Hann var útgerðarmaður frá árinu 1961 er hann stofnaði til útgerðar með sonum sínum Sigurði og Hreiðari. Síðar kom einn sonur til, Jón, inn í útgerðina en alls voru synirnir tíu.

Ég birti hér mynd sem tekin var af afa um 1980 þar sem hann var að gera við snurvoðina á Kristbjörginni í kvöldsólinni. Myndina tók held ég einhver af Víkurblaðsdrengjunum. Ég segi drengirnir enda voru þeir Jóhannes Sigurjónsson, Arnar Björnsson og Kári Arnór Kárason ekki gamlir þegar þeir stofnuðu Víkurblaðið.

Olgeir Sigurgeirsson útgerðarmaður. © Víkurblaðið.

21.05.2009 23:54

Kvöldkyrrð

Set hérna inn mynd sem ég ætlaði reynar annan stað á netinu og er ekki í sama búningi og skipamyndirnar. Þessa mynd tók ég núna rétt fyrir kl. 22 í kvöld við Húsavíkurhöfn.


Speglun í Húsavíkurhöfn. © Hafþór Hreiðarsson 2009.

21.05.2009 12:25

Ármann dregur Straum

Ef menn vilja vita meira um þetta er upplagt að ýta hér


Ármann með Straum í togi. © Agnar Ólason 2009.

20.05.2009 15:30

Nýtt Haukafell SF 111

Nú í vikunni var afhentur nýr Cleopatra bátur frá Bátasmiðjunni Trefjum í Hafnarfirði.

Að útgerðinni stendur Guðmundur Eiríksson.

 

Nýi báturinn hefur hlotið nafnið Haukafell SF 111.  Báturinn er af gerðinni Cleopatra 31 í nýrri útgáfu.  Nýi báturinn er 8.5brúttótonn og er í krókaaflamarkskerfinu.  Báturinn er útbúinn 4stk DNG handfærarúllum.  Í bátnum er vökvakerfi tilbúið til línuveiða. 

 

Aðalvél bátsins er af gerðinni Isuzu 6HE1TCX 370hp tengd ZF gír.

Báturinn er útbúinn siglingatækjum af gerðinni JRC frá Sónar.

Öryggisbúnaður bátsins kemur frá Viking.

 

Rými er fyrir 12-14stk 380lítra kör í lest.  Svefnpláss er fyrir 2-3 í lúkar auk eldunaraðstöðu með eldavél og örbylgjuofni. Setkrókur er í lúkar og stólar fyrir skipstjóra og háseta í brú.

 

 

Báturinn er annar í röðinni af fjórum sem Trefjar hafa smíðað af þessari gerð nú í vor.  Sá fyrsti Ólafur HF- 51 er nú í sýningarferð hringinn í kringum landið.

 

Þessi bátur er sá þriðji sem Trefjar smíða fyrir Guðmund Eiríksson og hafa þeir allir heitið Haukafell SF 111. Hinir eru í dag Bára ÍS 200 og Eyrarberg GK 60.


2784.Haukafell SF 111. © Trefjar 2009.

Flettingar í dag: 498
Gestir í dag: 74
Flettingar í gær: 995
Gestir í gær: 134
Samtals flettingar: 9257745
Samtals gestir: 1995364
Tölur uppfærðar: 26.8.2019 10:02:14
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is