Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2008 Júní

12.06.2008 15:31

Síldarvinnslan kaupir Áskel EA.

Fréttavefur Morgunblaðsins greinir frá því í dag að Síldarvinnslan hf. hafi fest kaup á Áskeli EA 48 af Gjögri ehf. Áskell, sem hét áður Hákon þH 250, er nóta- og togveiðiskip smíðað í Ulsteinsvik, Noregi árið 1987. Skipið er 820 brúttórúmlestir, 57 metrar að lengd og 12,5 metrar að breidd.
Skipið verður afhent í næstu viku og fer væntanlega til síldveiða fyrir mánaðarmót. það mun bera nafnið Birtingur NK 119.  Heimild: www.mbl.is1807.Áskell EA 48 ex Hákon ÞH 250. © Hafþór.

09.06.2008 22:48

Súlan EA 300-TFBG

Hér er ein mynd sem Ólafur Gunnarsson sendi mér á dögunum og sýnir Súluna EA 300. Ég var að lesa skemmtilega frétt á Vikudegi um Súluunga og datt þá í hug að setja þessa mynd inn.
Súlan EA 300, sú fyrsta af þrem, var smíðuð í Noregi 1902, úr furu. Hún mældist 117 brl. að stærð og var með 75 hestafla tveggja þjöppu gufuvél. Konráð Hjálmarsson í Mjóafirði er skráður eigandi skipsins frá því í febrúar 1905 og hét hann þá Súlan SU 41.
Í nóvember 1910 kaupir Thor E. Túliníus í Kaupmannahöfn og Ottó Túliníus á Akureyri skipið og nefna Súlan EA 300.Í október 1928 kaupir Sigurður Bjarnason á Akureyri skipið sem hlefur nafni og númeri. 1939 er sett ný aðalvél í skipið, 240 hestafla June Munkttell. 1941 er Súlan seld Leó Sigurðssyni á Akureyri og 1943 lætur hann lengja skipið sem mælist þá 127 brl. að stærð. Súlan EA 300 fórst út af Garðskaga 10. apríl 1963. Með henni fórust fimm menn en Grímur Karlsson skipstjóri og áhöfn hans á Sigurkarfa GK björguðu sex mönnum.  Heimild Íslensk skip.


TFBG.Súlan EA 300 ex Súlan SU 41.
 

 


 

09.06.2008 21:21

Græni bassinn orðinn blár og heitir Jóna.

2618. Björg Jónsdóttir ÞH 321 nú Jóna Eðvalds SF 200.© Hafþór.

 Græni bassinn svokallaði hefur fengið nýtt nafn og þar að auki orðinn blár að lit. Krossey SF 20, sem áður hét Björg Jónsdóttir ÞH 321, hefur sem sagt fengið nýtt nafn, heitir ekki lengur Krossey. Jóna Eðvalds heitir skipið í dag og er SF 200. Jóna Eðvalds er nú á heimleið frá Póllandi þar sem unnið var að breytingum á skipinu og er væntanleg til heimahafnar á miðnætti nk. fimmtudag. Ekki er ég með það á hreinu hversu margir húsvíkingar eru um borð á heimleiðinni en Matti kokkur er þó um borð og Baldur Sigurgeirs líka, held ég.


2618.Jóna Eðvalds SF 200. ex Krossey SF 20. © www.123.is/krossey

08.06.2008 13:25

Tveir netabátar á vertíðinni 2008.

Hér koma myndir af tveim netabátum sem ég tók í vor. Á efri myndinni er Ársæll Sigurðsson HF 80 að koma til hafnar í Sandgerði. Ársæll hét áður Már GK 265 um tíma en lengst af Askur GK 65. Upphaflega Bjarni KE síðar BA og þá Askur. Smíðaður í Hafnarfirði 1987, skutlengdur 1995. Eigandi Ársæls Sigurðssonar er Viðar Sæmundsson og er þetta fjórði báturinn sem hann á og gerir út undir þessu nafni.
Hinn báturinn er Hraunsvík GK 75 í eigu Víkurhrauns ehf. í Grindavík. Báturinn hét upphaflega Húni II SF, þá Gunnvör ÍS og gekk báturinn í gegnum miklar breytingar á meðan hann var í eigu Aðalsteins Ómars Ásgeirssonar. Hann var lengdur, breikkaður og hækkaður 1993, ný brú sett á hann 2002 og skipt um aðalvél 2003. Hann var seldur frá Ísafirði til Ólafsvíkur þar sem hann fékk nafnið Konráð SH. Þaðan var hann svo keyptur til Grindavíkur af núverandi eigendum.


1873.Ársæll Sigurðsson HF 80 ex Már GK 265. © Hafþór.

1907.Hraunsvík GK 75 ex Konráð SH. © Hafþór.


06.06.2008 22:39

Votabergið dregur Björgina að landi.

Hér er ein mynd til úr safni Péturs Helga. Hún sýnir Votaberg SU 14 koma til hafnar á Húsavík með Björgu Jónsdóttur ÞH 321 í togi. Þegarþetta var voru bátarnir á rækjuveiðum úti fyrir norðurlandi. Þessum báðum bátum hefur verið gerð skil á síðunni og því ekki endurtekið. Það má rifja upp í athugasemdarkerfinu sem er öllum opið.
1291.Votaberg SU 14 og 263.Björg Jónsdóttir ÞH 321. © PHP

Vegna skrifa um 263 í álitum set ég hér inn link á færslu sem ég skrifaði í fyrra um bátinn Valeska EA 417 

06.06.2008 00:05

Garðar EA.

Hér kemur mynd sem Pétur Helgi Pétursson tók árið 1998 af skipi sem stoppaði stutt við á íslenskri skipaskrá, mjög stutt. Þetta er Garðar EA 310 sem Kistufell ehf. í eigu Samherja hf. keypti frá Noregi í lok apríl 1998. Fyrri eigendur, K. Halstensen A/S í Östervoll, nýttu sér svo ákvæði í kaupsamningnum um endurkaupsrétt á skipinu í september sama ár. Garðar  EA, sem hét Gardar ytra, er 76 m. langur og 12 m. á breidd, smíðaður 1990 í Póllandi og Noregi.


2312.Garðar EA 310 ex Gardar. © Pétur Helgi Pétursson.

05.06.2008 23:23

Ný Cleopatra 26 til Peterhead í Skotlandi

Bátasmiðjan Trefjar í Hafnarfirði afgreiddi nú í maí nýjan Cleopatra bát til Peterhead í Skotlandi.  Kaupandi bátsins er Gavin Thain útgerðarmaður frá Peterhead.  Báturinn hefur hlotið nafnið Darcie Girl PD 209.  Darcie Girl er bátur af gerðinni Cleopatra 26, 8 metra langur og mælist 6 brúttótonn. 

Heimahöfn bátsins er í Peterhead.  Báturinn er sérútbúinn til veiða á makríl með handfærarúllum og til humar og krabbaveiða með gildrum.

Lest bátsins er hönnuð fyrir 10stk 220L fiskikör.  Í fiskilest bátsins er sjálfvirkt sjóúðunarkerfi til að halda humri lifandi um borð.

Í lúkar er svefnpláss fyrir 2, ásamt eldunaraðstöðu með eldavél og örbylgjuofni.  Aðalvél bátsins er af gerðinni Perkins/Sabre 265hp.  Siglingatæki eru af gerðinni Koden og JRC.

Handfærarúllur eru frá DNG.  Reiknað er með að báturinn hefji veiðar í næstu viku.

 


Darcie Girl PD 209. © Trefjar.

04.06.2008 23:29

Skemmtisiglingin.

Ég fór ekki í skemmtisiglingu á sjómannadaginn vegna anna í fermingaveislu en laumaðist þó á bryggjuna til að mynda þegar bátarnir komu til baka. Heyrði að þetta hafi verið mjög fín sigling þar sem farið var inn að Saltvík og með sandinum. Veðrið var bjart og fagurt og því allt eins og best var á kosið. Hér að neðan er mynd af einum bátanna koma að landi, Þórsnes II heitir hann og hefur oft komið við sögu áður á þessari síðu.


1424.Þórsnes II SH 109. © Hafþór Hreiðarsson.

Á www.123.is/hallisig er hægt að skoða myndir úr siglingunni.


03.06.2008 23:30

Benni Sæm.

Hér er Benni Sæm GK 26 á landstími, rétt ókominn ti hafnar í Keflavík. Benni Sæm var smíðaður í Skipavík Stykkishólmi 1973 og hét upphaflega Auðbjörg HU 6. Í dag er báturinn í Bolungarvík þar sem meiningin er að nota hann sem ferðaþjónustubát.


1305.Benni Sæm GK 26 ex Björgvin á Háteigi GK. © Hafþór Hreiðarsson.


02.06.2008 20:04

Geysir tilheyrir brátt sögunni til.

Þessa mynd sendi Eiríkur Guðmundsson en hann tók hana þann 26. maí sl. við Krossanes. Þarna er verið að rífa Geysi RE 82 sem upphaflega hét Árni Magnússon GK 5. Hann var smíðaður í Harstad í Noregi 1963 fyrir Hrólf Gunnarsson skipstjóra,   Einar Árnason ofl.  Þeir Hrólfur og Einar létu smíða fyrir sig annað skip á sama stað sem kom ári síðar. Það skip hét Arnar RE21 og hefur því verið gerð skil hér á síðunni.


12.Geysir RE 82 ex Geysir BA. © Eiki Umma.

02.06.2008 00:23

Aðalsteinn Pétur Karlsson heiðraður á sjómannadag.

Sjómanndagsráðið á Húsavík heiðraði Aðalstein Pétur Karlsson skipstjóra og útgerðarmann í gær, sjómannadag. Fór athöfnin fram í sjómannakaffi slysavarnardeildar kvenna í Nausti, húsi Björgunarsveitarinnar Garðars. Björn Viðar Óttarsson formaður sjómannadagsráðs sá um að heiðra Steina og Pétur Helgi Pétursson fór yfir sjómannsferil hans. Um það má lesa hér


Aðalsteinn P. Karlsson og Steingerður Margrét Sigmundsdóttir.  © Hafþór.

01.06.2008 13:06

Til hamingju með daginn sjómenn.

Óska sjómönnum og fjolskyldum þeirra til hamingju með daginn. Þessa mynd hér að neðan sendu mér þau Úlla og Kalli sem eiga og gera út Sæborgu ÞH 55. Þarna er Helgi Flóventsson ÞH 77 við bryggju, á Húsavík,  á sjómannadag, sennilega 1965.


93.Helgi Flóventsson ÞH 77. © Úlla og Kalli.

Flettingar í dag: 401
Gestir í dag: 64
Flettingar í gær: 694
Gestir í gær: 121
Samtals flettingar: 9394326
Samtals gestir: 2007245
Tölur uppfærðar: 6.12.2019 07:56:55
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is