Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2008 Júní

30.06.2008 11:06

Sigurbjörg ÓF 1 sjósett.

Þá er þetta komið, myndin sýnir þegar Sigurbjörg ÓF 1 var sjósett hjá Slippstöðinni 1966. Litli báturinn er Njörður EA 108 og tapppinn er , að ég held, Skagfirðingur SK 1. Það er minnsta kosti S fyrri stafurinn í einkennistöfunum og ein tala í númerinu.


Frá sjósetningu Sigurbjargar ÓF 1 árið 1966.


28.06.2008 12:14

Jóna Eðvalds og Ásgrímur Halldórsson.

Skinney-Þinganes á Höfn gerir út tvö uppsjávarveiðiskip sem þessa dagana toga saman eitt flottroll og fá í það síld, og makríl. Hér eru myndir af skipunu sem ég fékk að láni hjá strákunum á Jónu Eðvalds og kann ég þeim bestu þakkir fyrir. Myndin af Jónu Eðvalds var tekin þegar hún kom heim úr slipp í Póllandi en Ásgrímur er á miðunum þegar myndin af honum var tekin.2618.Jóna Eðvalds SF 200 ex Björg Jónsdóttir ÞH 321. © JE SF 200.

2780.Ásgrímur Halldórsson SF 250 ex Lunar Bow. © JE SF 200.
28.06.2008 00:41

Kári GK 146.

Hér er mynd af Kára GK 146 sem ég tók fyrir margt löngu, í það minnsta áður en settur var á hann hvalbakur. Um þennan bát hefur verið fjallað hér áður svo ég læt það duga. Annars er hann búinn, held ég, að liggja nokkuð lengi í höfninni á Rifi. Spurning hvort hann er ekki bara að grotna þar niður. Anars var hann smíðaður í Svíþjóð 1954, í Halmstad. Hét upphaflega Sigurfari SF en heitir í dag Aggi afi.


399.Kári GK 146 ex Örninn GK. © Hafþór Hreiðarsson.

28.06.2008 00:25

Hverjir eru bátarnir ?

Spurt var hverjir eru  þessir þrír ? Það má segja að komin séu réttar ágiskanir um tvo þeirra en vantar enn um þann þriðja.

25.06.2008 23:51

Tjálfi SU 63.

Gísla Reynissyni er tíðrætt um dragnótabátinnn Tjálfa SU 63 á aflafréttasíðunni sinni og því upplagt að birta mynd af bátnum. Tjálfi SU 63 er smíðaður í Noregi, nánar tiltekið í Sunde. Hann hét upphaflega Lausn BA en hefur síðan borið nöfnin Jón Pétur ST, Búrfell BA og Tjálfi BA og síðar SU. Hilmar Jónsson á Djúpavogi er eigandi Tjálfa.


1915.Tjálfi SU 63 ex Tjálfi BA. © Hafþór Hreiðarsson.

 

21.06.2008 18:53

Ingimundur gamli.

Pétur Helgi Pétursson tók þessa mynd af Ingimundi gamla HU 65 koma til hafnar á Húsavík 1992 en báturinn var gerður út til rækjuveiða á þessum tíma. Upphaflega hét hann Árni í Görðum VE 73 en 1985 varð hann Ófeigur VE 324. 1989 kaupir Þórdís hf. á Blönduósi bátinn og nefnir Ingimund gamla eftir landnámsmanni þeirra húnvetninga.
Ingimundur gamlu HU 65 fórst á Húnaflóa 8. október árið 2000 og skipstjórinn með honum. Þrír voru í áhöfn Ingimundar gamla og tókst hinum tveim að komast í björgunarbát og var síðan bjargað um borð í Sæbjörgu ST 7 frá Hólmavík.


1179.Ingimundur gamli HU 65 ex Ófeigur VE 324. © Pétur Helgi Pétursson.

21.06.2008 12:22

Axel E teiknaði Búðaklett.

Axel E. sendi mér þessa mynd sem hann gerði af Búðakletti GK 251 fyrir nokkuð mörgum árum. Þetta er í annað skipti sem það birtist teiknuð/máluð mynd af bát hér á síðunni. Hin var af 1105 í slippnum á Húsavík og var eftir erlendann listamann. Eitthvað dundaði maður við þetta á árum áður og kannski gerist maður svo djarfur einn daginn að sýna það litla sem ekki fór í ruslafötuna. En hér er mynd Axels E. af Búðakletti GK sem síðast bar nafnið Flosi ÍS áður en hann var seldur héðan til Afríku.


977.Búðaklettur GK 251. © Axel E.

20.06.2008 21:44

Ný Kristrún RE kom til Reykjavíkur í dag.

Í dag kom nýja Kristrún RE 177 til heimahafnar í Reykjavík í fyrsta skipti. Gamla Kristrún, sem nú heitir Kristrún II, sigldi til móts við þá nýju og fylgdi henni til hafnar. Kristrún, sem er í eigu Fiskkaupa, er smíðuð í Solstrand í Noregi 1988 en hefur verið lengd, mælist nú 47.7 metrar og 765 brúttótonn.


2774.Kristrún RE 177 ex Appak. © Jósef Ægir Stefánsson.
Jobbi tók þessa mynd og lánaði mér en fleiri myndir eru á www.123.is/jobbioggummi.

19.06.2008 22:01

Venus og Farsæll II

Hér kemur myndin frá skipasmíðastöð  KEA aftur og þá sjáum við hvað bátarnir sem eru í smíðum heitaen spurt var hvað hétu bátarnir í upphafi. Venus EA 16 og Farsæll II EA 130 heita þeir en Venus fékk fljótlega nafnið Fagranes EA 16. Um þetta má lesa hér á síðu Árna Björns á Akureyri, www.aba.is .


Skipasmíðastöð KEA á Akureyri.

17.06.2008 00:37

Maí GK 346.

Þessa mynd sendi Axel E. mér og sýnir hún síðutogarann Maí GK 346 halda úr höfn í Hafnarfirði í síðasta sinn. Þetta er í maí 1977 og hafði togarinn verið seldur til Noregs, nýr skuttogari með sama nafni, smíðaður í Noregi kom til Hafnarfjarðar sama ár. Maí GK var smíðaður í Þýskalandi 1960 fyrir Bæjarútgerð Hafnarfjarðar og var lengi flaggskip Hafnfirðinga og þótti fengsæll undir farsælli stjórn Halldórs Halldórssonar skipstjóra. Maí var systurskip Sigurðar ÍS, Freys RE og Víkings AK og mældist 982 brl. að stærð búinn 2100 hestafla MAN díeselvél. Heimild. Íslensk skip og konni.is


147.Maí GK 346. © Axel E.

15.06.2008 23:00

Hvað hétu þessir tveir í upphafi ?

Hér birtist ein mynd til af því sem Ólafur Gunnarsson sendi mér í vor. Þarna er verið að smíða tvo báta í skipasmíðastöð KEA, Ég spyr því hvað heita þessir bátar í upphafi ?
 Þá má sjá hrefnuveiðibátinn Björgvin EA þarna einnig ásamt því að litla trillan heitir Ella.

15.06.2008 14:29

Allt saman sami báturinn.

Svo við höldum nú áfram með bátinn sem ber skipaskrárnúmerið 67 þá koma hér nokkrar myndir af honum.


67.Hafberg GK 377 ex Guðrún Jónsdóttir íS 267. © Hreiðar Olgeirsson.

67.Hafberg GK 377 ex Guðrún Jónsdóttir ÍS 267. © Hafþór.

67.Óli Hall HU 14 ex Hafberg GK 377. © Hafþór Hreiðarsson.

67.Hera ÞH 60 ex Óli Hall HU 14. © Hafþór Hreiðarsson.

15.06.2008 13:32

Guðrún Jónsdóttir ÍS 267 var báturinn.

Guðrún Jónsdóttir ÍS 267 var báturinn eins og Óskar Franz kom með eftir að hafa skoðað myndina af bátnum í Reykjavíkurhöfn vandlega. Þessar myndir sendi Kristján G. Jóhannson mér á dögunum. Hann heldur að faðir hans, Jóhann Júlíusson, hafi tekið myndina af bátnum við sjósetninguna í Flekkufirði 1962. Myndina af bátnum nýjum á siglingu fyrir vestan tók, eftir því sem Kristján heldur, Guðmundur Sveinsson netagerðarmeistari sem lengi var fréttaritari Tímans á Ísafirði. Myndina af bátnum með fullfermi af síld í Reykjavík tók frændi Kristjáns, Eyjólfur Leós á gamla kassamyndavél, sennilega 1964.


67.Guðrún Jónsdóttir ÍS 267. © Eyjólfur Leós.

67.Guðrún Jónsdóttir ÍS 267 nú Hera ÞH 60. © Guðmundur Sveinsson.


Skipið var smíðað í Flekkefjord í Noregi og kom til heimahafnar á Ísafirði á jóladag árið 1962 og hét Guðrún Jónsdóttir ÍS 267 í eigu Gunnvarar hf. Skipstjóri var í upphafi Vignir Jónsson, en árið 1966 hætti hann til að taka við nýju skipi hjá sömu útgerð, Júlíusi Geirmundssyni ÍS 270.  Þá tók Hermann Skúlason við skipstjórn og þegar hann hætti til að taka við skipstjórn á Júlíusi Geirmundssyni árið 1968 tók Jónas Sigurðsson við.  Vorið 1969 tók Guðjón Arnar Kristjánsson við skipstjórn á Guðrúnu og var með hana þar til hún var seld frá Ísafirði árið 1971.  Fyrstu árin stundaði Guðrún aðallega síldveiðar og netaveiðar yfir vertíðina.  Heimild. Kristján G. Jóhannson.

14.06.2008 20:27

Hver er báturinn ?

Þá er komið að öðrum þætti í hver er báturinn sem hófts 10 júní og á þessari mynd er báturinn kominn í fulla drift og er að landa síld í Reykjavík.


Hver er hann þessi ?

13.06.2008 17:23

Ný Beta VE.

Útgerðarfélagið Már ehf í Vestmannaeyjum fékk nú í vikunni afhentan nýjan Cleopatra 38 línubeitningavélarbát frá Bátasmiðjunni Trefjum í Hafnarfirði. Að útgerðinni stendur Hermann Kristjánsson.
Nýji báturinn hefur hlotið nafnið Beta VE 36 og leysir af hólmi eldri Cleopatra bát með sama nafni.  Nýji báturinn er 15 brúttótonn og 11.9 brúttórúmlestir og er í krókaaflamarkskerfinu.  Báturinn er með yfirbyggðu vinnudekki.  Línubeitingarvél og rekkakerfi af gerðinni Mustad frá Sjóvélum hf.  Línu og færaspil eru frá Sjóvélum. 

Aðalvél bátsins er af gerðinni Yanmar 6HYM-ETE 700hp tengd ZF gír.
Báturinn er útbúinn siglingatækjum af gerðinni Furuno frá Brimrún.
Báturinn er einnig útbúin með hliðarskrúfu sem tengd er sjálfstýringu bátsins.  Öryggisbúnaður bátsins kemur frá Viking.

Rými er fyrir 12stk. 660 lítra kör í lest.  Í bátnum er upphituð stakkageymsla.  Borðsalur er í brúnni auk stóla fyrir skipstjóra og tvo skipverja.  Svefnpláss er fyrir fjóra í lúkar auk eldunaraðstöðu með eldavél, örbylgjuofn og ísskáp.


2764.Beta VE 36. © Trefjar.

Flettingar í dag: 138
Gestir í dag: 42
Flettingar í gær: 716
Gestir í gær: 113
Samtals flettingar: 9394779
Samtals gestir: 2007336
Tölur uppfærðar: 7.12.2019 03:50:05
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is