Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2008 Maí

05.05.2008 22:40

Sextíu ár frá komu Ísborgar.

Hafliði Óskarsson, sérlegur áhugamaður um sögu nýsköpunartogaranna, sendi mér þessar myndir af Ísborgu ÍS 250 í tilefni þess að 60 ár eru í dag frá því skipið kom fyrst í heimahöfn á ísafirði. Hafliði segir togarann smíðaðan í Beverley, þ.e.a.s skrokkinn því hann var kláraður í Hull þar sem myndirnar voru teknar. Myndirnar tók Guðbjartur Finnbjörnsson loftskeytamaður á Ísborgu.


123.Ísborg ÍS 250 í smíðum. © Guðbjartur Finnbjörnsson.


123.Ísborg ÍS 250 á afhendingardaginn.

Þá er það spurning dagsins, hvaða skip liggur innan við Ísborgina á efri myndinni ?

 

04.05.2008 21:34

Óskirnar hans Einars.

Einar Þórarinn Magnússon, kenndur við Óskina, er athafnamikill skipstjóri og útgerðarmaður á Suðurnesjum. Hann hóf, ásamt konu sinni Bryndísi Sævarsdóttur, eigin útgerð árið 1988 eftir að bátur föður hans, Magnúsar Geirs Þórarinssonar, fórst og Magnús með honum við annan mann. Þrír björguðust og var Einar þar á meðal. Einar kaupir Auðbjörgu EA 22 frá Hauganesi við Eyjafjörð. Auðbjörg fékk nafnið Ósk KE 5.  heimild: Fær í flestan sjó.
Ekki á ég mynd af 50 tonna Óskinni, þeirri fyrstu. Hér koma myndir af þeim bátum sem Einar hefur átt og borið nafnið Ósk KE 5 og ég á myndir af.


363.Ósk KE 5 ex Þröstur KE 51. © Hafþór.

2500.Ósk KE 5. © Hafþór.

2462.Ósk KE 5 ex Rúna RE 150. © Hafþór.

2400.Ósk KE 5 ex Valur HF 322. © Hafþór.

1855.Ósk KE 5 ex Hafnarberg RE 404. © Hafþór.

03.05.2008 22:55

Skálaberg þH 244.

Axel vill fá að sjá Skálabergið en reyndar hafa nú birst mynd eða myndir af þessum bát hér á síðunni áður. En hvað um það hér er mynd tekin í Ólafsvík 1984. Þarna er Særún EA 251 að koma með Skálabergið til hafnar. Nýbúið var að skipta um aðalvél í bátnum og mig minnir að eitthvað vesen hafi verið með hana.

1527 Særún EA 251 og 1053 Skálaberg ÞH 244.

03.05.2008 14:32

Baddý framhald...

Fann eina mynd af Baddý frá því að hún hét Örninn, tekinn 2003. Þarna er búið að breytas krokknum, orðinn eins skrokka bátur ? auk þess sem búið er að lengja hann eitthvað.


2545.Örninn GK 62. © Hafþór.

 

03.05.2008 14:08

Baddý fyrir og eftir.

Hér eru tvær myndir af sama bátnum teknar með þriggja ára millibili. Þetta er Baddý sem í dag er GK 116 en var SI 277 á efri myndinni. Baddý var smíðuð í Sandgerði 2002 og hét upphaflega Örninn GK 62. Báturinn var þriggja skrokka og voru aukaskrokkarnir með sjálfstæð flot og ekki opnir inn í aðalskrokk bátsins. Síðan þá er búið að breyta honum talsvert, er ekki kunnugt um hvernig skrokknum hefur verið breytt að öðru leyti en því að hann var lengdur  2003 og yfirbyggður 2006. Eigandi Baddýar í dag er Festi ehf. í Hafnarfirði.
 


2545.Baddý SI 277 ex Baddý GK. © Hafþór.


2545.Baddý GK 116 ex Baddý SI 277. © Hafþór.

 

02.05.2008 21:09

Gömul mynd tekin um borð í Sigurði.

Mynd sem tekin var um borð í Sigurði RE 4 fyrir c.a 30-35 árum er hægt að sjá á www.640.is undir liðnum gamla myndin.

02.05.2008 20:28

Mok á Óskinni.

Þó sumir við Skúlagötuna vilji halda því fram að þorskstofninn sé í sögulegu lágmarki er erfitt  að trúa því þegar maður sér myndir eins og þessar hér að neðan. Þær sendi Dóri skipstjóri á Óskinni KE 5 mér en þær tók hann, á símann sinn, þann 11 mars sl. en þá fengu þeir 22 tonn í fjórar tólf neta trossur. Kannski þjappar hann sér bara svona saman sá guli, veit sem er að þetta eru ekki það margir bátar sem stunda netaveiðar í dag.01.05.2008 22:05

Askur GK 65.

Askur GK 65 sem eitt sinn hét Mýrafell ÍS var einn þeirra báta sem ég myndaði í ferð minni um hafnir Reykjaness. Askur hét upphaflega Mýrafell, smíðaur í hafnarfirði. Mig minnir að hann hafi verið HF og síðan ÍS sem hann hefur borið lengst af. Þá fékk hann nafnið Ýmir BA um tíma og loks  varð hann Askur GK. Báturinn hefur verið lengdur, breikkaður, endurbyggður og að lokum skutlengdur. Hann sökk,að mig minnir á Dýrafirði, en náðist á flot aftur.


1811.Askur GK 65 ex Ýmir BA. © Hafþór.

 
Flettingar í dag: 451
Gestir í dag: 126
Flettingar í gær: 595
Gestir í gær: 109
Samtals flettingar: 9396787
Samtals gestir: 2007661
Tölur uppfærðar: 9.12.2019 20:06:47
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is