Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2008 Maí

30.05.2008 22:02

Kristbjörgin og pabbi.

Hér koma tvær myndir sem Hafliði Þórsson sendi mér og teknar eru á Húsavík í den. Á efri myndinni er Kristbjörg ÞH 44, sú fyrsta af fjórum. Báturinn var smíðaður í Danmörku 1934 og hét upphaflega Ægir GK 8 og var úr Garðinum. Síðar hét hann Hersteinn ÁR, Hersteinn RE, Hallsteinn EA og loks Kristbjörg ÞH 44 árið 1963.  Þá kaupa  afi minn Olgeir Sigurgeirsson og synir hans Sigurður Valdimar og Hreiðar, faðir minn, bátinn. Þeir gera hann út til ársins 1970 að hann er seldur suður í Sandgerði. Þar heldur hann nafni sínu en verður GK 404 og endar ævi sína, ef hægt er að tala um ævi báta, þann 13 nóvember 1971 þegar hann strandaði á Stafnesi og eyðilagðist.541.Kristbjörg ÞH 44 ex Hallsteinn EA 130. © Hafliði Þórsson.


Hreiðar Olgeirsson um borð í Kristbjörgu ÞH 44. © Hafliði Þórsson.

 

29.05.2008 22:00

Silfur hafsins.

Hér kemur ein mynd til úr sendingunni frá Ólafi Gunnarssyni og sýnir hún drekkhlaðinn bát leggjast að Torfunesbryggjunni á Akureyri. En hver er báturinn ?


Lagst að Torfunesbryggju með fullan bát af síld.

28.05.2008 21:20

Akureyri.

Þessa mynd sendi Ólafur Gunnarsson mér á dögunum og ég skrifa lítið sem ekkert við hana. Gaman væri að fá pælingar um þessa þrjá báta sem á henni eru fyrir miðju, aftan við þá sést skutur Dagfara ÞH, spurning hvort þa sé sá fyrri eða seinni. Myndin er tekin á Akureyri ekki langt frá þeim stað sem hið nýja menningarhús eyfirðinga er að rísa þessa dagana.
 

Akureyri.


27.05.2008 18:41

Þrú skip frá Eskifirði.

Hér koma þjú skip sem hafa og eða eru gerð út frá eskifirði. Allt eru þetta stálskip það minnsta tæp 150 brl. að stærð en það stærsta ríflega 1180 brl. að stærð. Þetta eru Sæljón SU 104 sem var í eigu Friðþjófs hf., Jón Kjartansson SU 111 sem upphaflega hét Narfi og Jón Kjartansson SU 111 sem upphaflega hét Eldborg og síðan Hólmaborg. Hraðfrystihús Eskifjarðar hf. síðar Eskja hf. átti Jón eldri og á Jón Kjartansson  í dag. En það er einn þáttur, í það minnsta, í útgerðarsögu þessara skipa sem er sameiginlegur. Þá er ég ekki að meina að öll veiddu síld eða loðnu, rækju eða þorsk, hvað er það sem ég er að fiska eftir ?


1398.Sæljón SU 104. © Hafþór Hreiðarsson.

155.Jón Kjartansson SU 111. ex Narfi RE 13. © Sigfús Jónsson.

1525.Jón Kjartansson SU 111 ex Hólmaborg SU 11. © Eiríkur Guðmundsson.

26.05.2008 23:59

Eyborg EA 59.


217.Eyborg EA 59 ex Sæunn Sæmundsdóttir ÁR 60. © Hafþór.

Það er svo sem ekkert um þessa mynd að segja annað en það að við vorum á rækjumiðunum og með japana umborð sem þurfti að komast í land. Eyborgin var að ljúka veiðiferð og tók þann japanska með sér í land. Um bátinn hefur verið skrifað hér á síðunni áður en upphaflega hét hann Vattarnes SU 220.

25.05.2008 20:28

Baldur og Neptúnus og líka Eldborg.

Hér kemur önnur mynd sem Axel E. sendi mér og sýnir hún einnig Neptúnus 361 en núna er skuttogarinn Baldur EA 124 einnig á myndinni. Þarna mætast nýji og gamli tíminn á því herrans ári 1975, í septembermánuði. Neptúnus hefur fengi smá umfjöllun hér áður en Baldur var smíðaður fyrir Aðalstein Lotfsson á Dalvík 1974, í Póllandi. Síðan eignaðist Ríkissjóður skipið og gaf því nafnið Hafþór RE 40. Ísfirðingar keyptu hann síðar eftir að hafa leigt hann um tíma og þá fékk hann nafnið Skutull ÍS 180. Eftir að Básafell var bútað niður flutti Guðmundur Kristjánsson togarann aftur til Reykjavíkur og nefndi hann Eldborgu RE 13. Nú er hann skráður erlendis, man ekki hvar eða í eigu hverra.


1383.Baldur EA 124 og 157.Neptúnus RE 361. © Axel E.

1383.Eldborg RE 13 ex Skutull ÍS 180. © Hafþór Hreiðarsson.

Addi Steina og Magni Árna © Hafþór Hreiðarsson.
Þegar ég tók þessa mynd af Eldborginn koma að landi voru margir húsvíkingar í áhöfn skipsins. Þar á meðal þeir Aðalsteinn Steinþórsson og Magni Árnason sem eru á myndinni hér að ofan. Þá var ljósmyndarinn snjalli frá Grundafirði, Guðlaugur Albertsson, einnig á Eldborginni þegar þetta var en var þó í frítúr þegar ég tók þessa mynd.

23.05.2008 22:29

Sigurborg AK að draga netin.

Hér er mynd af Sigurborgu AK 375 frá Akranesi sem ég tók á Breiðafirði 1984, undan Svörtuloftum. Sigurborg heitir enn þann dag í dag Sigurborg en hefur einkennisstafina SH 12. Upphaflega hét skipið, sem var smíðað 1966 fyrir Múla hf. á Neskaups-stað, Sveinn Sveinbjörnsson NK 55. 1978 kaupir Gunnar I. Hafsteinsson í Reykjavík skipið og fær það nafnið Freyja RE 38. 1980 skipta Gunnar og Þórður Guðjónsson á Akranesi á skipum og fær Freyja nafnið Sigurborg sem hún hefur haldið fram á þennan dag. Einkennisstafirnir fyrir utan AK hafa verið KE, VE, HU og nú SH eins og áður segir.1019.Sigurborg AK 375 ex Freyja RE 38. © Hafþór Hreiðarsson.


22.05.2008 22:26

Dagfari ÞH 70.

Hér er mynd af Dagfara ÞH 70 leggja í hann áleiðis til Íslands eftir sandblástur og málningu í Englandi. Dagfari var smíðaður 1967 í Boizenburg í Þýskalandi fyrir Barðann hf. á Húsavík. Þegar því fyrirtæki var skipt upp eignaðist útgerðarfélagið Njörður hf. skipið og var það lengstum ÞH 70 nema síðustu árin í eigu Njarðar hf. var komið GK 70 á það. Undir það síðasta hét skipið Stokksey ÁR en það fór í brotajárn fyrir nokkrum árum. Þessa mynd fékk ég senda frá Hafliða Þórssyni útgm. skipsins meðan það var í eigu Njarðar hf.


1037.Dagfari ÞH 70. © Hafliði Þórsson. 21.05.2008 23:12

Hringur GK 18 kemur að landi á Eskifirði.

Hér kemur mynd af Hring GK 18 koma að landi á Eskifirði snemma morguns á haustmánuðum 1986. Hringur, sem upphaflega hét Þorlákur ÁR, var smíðaður í Garðabæ 1972. Síðan hét hann Brimnes SH og Rita NS 13 áður en hann fékk Hringsnafnið. Í dag heitir hann Grundfirðingur SH 24 í eigu Soffaníasar Cesilssonar hf. í Grundarfirði.


1202.Hringur GK 18 ex Rita NS 13. © Hafþór Hreiðarsson.

20.05.2008 21:18

Von GK 113 í hremmingum.

Það óhapp varð í dag þegar línubáturinn Von GK 113. í eigu Útgerðarfélags Sandgerðis ehf., var að koma til hafnar í Sandgerði lenti báturinn á grjótgarði í innsiglingunni. Við það kom gat á skrokk bátsins og kom leki að bátnum. Bátnum var komið að bryggju og á þurrt land eftir að dælt hafði verið sjó úr honum.


2733.Von GK 113 hífð á land í dag. © www.245.is

Fleiri myndir er hægt að skoða hér 

19.05.2008 22:49

Happadís GK 16 kemur að landi.

Hér er mynd af Happadís GK 16 koma til hafnar í Sandgerði á dögunum. Happadís er af Sputnikgerð, smíðuð á Akranesi 2006 og er í eigu Sverris Þ. Jónssonar. Happadís er einn fjögurra báta, sem ég man eftir, af Sputnikgerð í flotanum. Hinir eru Gestur Kristinsson ÍS ex Geisli SH, smíðaður 2004. Vilborg GK ex Eyrarberg GK smíðaður 2005 og Lágey ÞH ex Aron ÞH. Læt það fylgja hér með að Happadís hét upphaflega, á pappírunum, Sputnik 4 AK.

2652.Happadís GK 16. © Hafþór Hreiðarsson.


 

19.05.2008 20:13

Arney HF.

Á þessari mynd Tryggva Sig. er dragnótabáturinn Arney HF 361 í eigu Svartabakka ehf.á Akureyri að leggja úr höfn í Vestmannaeyjum. Arney HF hefur verið gerð skil hér áður, hét upphaflega Víði II GK úr Garðinum.


219.Arney HF 361 ex Arney HU 36. © Tryggvi Sig.

18.05.2008 22:23

Síldveiðar á Eyjafirði.

Þessa mynd fékk ég senda mér á dögunum og veit harla fátt um hana. Hún sýnir báta við síldveiðar á Eyjafirði, við Akureyri,og er Gylfi II hér fremstur þeirra. Hverjir eru hinir ?  Þórður Jónasson og Sigurður Bjarnason ?


Frá síldveiðum á pollinum á Akureyri.

18.05.2008 13:14

Sæfinnur SH 37.

Nú fyrir hádegið lagði Sæfinnur SH 37 úr höfn á Húsavík. Ástgeir Finnsson hefur keypt bátinn sem áður hét Fanney ÞH 16 og þar áður Sunna ÍS.


2177.Sæfinnur SH 37 ex Fanney ÞH 16. © Hafþór Hreiðarsson.

17.05.2008 19:36

Neptúnus RE 361.

Hér kemur mynd sem Axel E. sendi mér af Neptúnusi RE 361 þar sem hann liggur við Ægisgarð í Reykjavíkurhöfn árið 1955. Drengurinn á myndinni ku vera Axel en faðir  hans var á Nebba eins og hann orðar það. Neptúnus var smíðaður í Aberdeen í Skotlandi ásamt 19 öðrum nýsköpunartogurum íslendinga en Marz, sem var í eigu Júpíters hf. líkt og Neptúnus, voru alveg eins. Úgerð Júpíters hf. var fyrst í Hafnarfirði og var skipið með GK 361 í upphafi, en það varði þó ekki lengi og flutti útgerðin til Reykjavíkur og RE 361 var málað á skipið. Neptúnus, sem var smíðaður 1947, var seldur til Spánar í brotajárn 1976.


157.Neptúnus RE 361 ex Neptúnus GK 361. © Axel E.

Flettingar í dag: 66
Gestir í dag: 25
Flettingar í gær: 1704
Gestir í gær: 116
Samtals flettingar: 9256318
Samtals gestir: 1995181
Tölur uppfærðar: 25.8.2019 01:05:07
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is