Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2008 Mars

18.03.2008 22:32

Tveir gulir og gamlir.


244.Glófaxi VE 300 ex Gullberg. © Tryggvi Sigurðsson.

490.Gullborg VE 38 ex Gullborg RE 38. © Tryggvi Sigurðsson.

Þarna eru tveir gulir og gamlir frá Tryggva Sig. Sá efri kominn til Afríku en hinn þvælist fyrir menningarvitunum við Reykjavíkurhöfn.

18.03.2008 22:07

Sæborgin á netum í Breiða.

Þessar myndir fékk ég sendar frá Hraunútgerðinni á Húsavík sem gerir út vélbátinn Sæborgu ÞH 55. Sæborgin hefur verið við netaveiðar á Breiðafirði að undanförnu og fiskað vel. Aflanum er ekið norður til vinnslu hjá GPG á Húsavík.


Netin dregin. © Hraunútgerðin.

Tryggvi. © Hraunútgerðin.

18.03.2008 18:01

Skinney mun þjónusta olíuiðnaðinn í Norðursjó.

Skinney SF-30, sem Skinney-Þinganes hf. á Hornafirði á og hefur gert út, hefur verið seld til félags sem mun sinna þjónustuverkefnum fyrir í olíuiðnaðinn í Norðursjó. Álasund ehf. annaðist söluna að því er fram kemur á fréttavefnum skip.is. Skinney SF, sem er 175 brúttótonn að stærð, var síðast á humarveiðum í september í fyrra en hefur legið bundin síðan. Auk humarveiða hefur Skinney stundað netaveiðar og veiðar með fiskitroll. Sem kunnugt er eru tvö togskip í smíðum fyrir Skinney-Þinganes í Tævan og verða þau afhent í vor.    www.horn.is


250.Skinney SF 30 ex Ísleifur IV ÁR 463. © Hafþór.

18.03.2008 17:13

Kristina

Fréttaritari Skipamynda í suðurhöfum sendi þessa mynd í dag af Kristinu áður Engey RE. Myndin er tekin undan Afríkuströndum.


Kristina ex Engey RE 1. © Guðvarður Jónsson.

16.03.2008 23:31

Geiri Péturs á Breiðafirði.

Hér kemur enn ein myndin sem Hreiðar Olgeirsson tók á Breiðafirði og að þessu sinni af Geira Péturs ÞH 344. Geiri Péturs fiskaði ávallt vel í Breiðafirði og var með aflahæstu bátum. Hann var smíðaður á Akureyri 1971 og hét þá Sigurbergur GK 212. Annað um þennan bát hefur komið fram hér áður og því segi ég stopp.


1207.Geiri Péturs ÞH 344 ex Sigurbergur GK 212. © Hreiðar Olgeirsson.

16.03.2008 12:25

Ljósmyndasýning áhugaljósmyndara á Húsavík.

Í gær var opnuð ljósmyndasýning áhugaljósmyndara á Húsavík og í nágrenni í Safnahúsinu hér í bæ. Þarna sýna 18 ljósmyndarar rúmlega 140 ljósmyndir. Þarna eru að sýna gamlir refir eins og þorgeir Baldursson, sem reyndar valdi að búa vestan Vaðlaheiðar en við sáum aumur á honum og leyfðum honum að vera með. Hann er jú fæddur og uppalinn húsvíkingur. Þá eru þarna ljósmyndarar að sýna í fyrsta skipti þannig að það má segja að fjölbreytnin ráði ríkjum enda myndefnið komið frá fjalli til fjöru og langt út á sjó eins og sést á mynd Þorgeirs hér að neðan.


Þorgeir Baldursson við eitt snilldarverk sitt. © Hafþór.

15.03.2008 23:04

Norðlendingar á Breiðafirði.

Norðlendingar sóttu í Breiðafjörðinn á árum áður líkt og í dag og hér að neðan eru tveir bátar sem alltaf fiskuðuðu mikið.
Frosti II ÞH 220 frá Grenivík, mikið aflaskip, var smíðaður í Hafnarfirði 1969. Hét upphaflega Arney SH 2 frá Stykkishólmi. Síðar Arney KE 50, tæpt ár hét hann Jón Sör ÞH 220 frá Húsavík, og þá Frosti II. Síðar var hann Eyrún frá Hrísey þar til hann var seldur til Noregs.
Sigurfari ÓF 30, Númi fiskaði mikið á þennan, smíðaður í Hollandi 1965. Hét þá Sigurborg SI 275. Síðar Freydís AK 275, þá Hrönn VE 366, Andvari VE 100 og Friðrik Sigurðsson ÁR 107. Friðrik Sigurðsson ÓF 30 í smá tíma og loks Sigurfari ÓF 30. Eftir að höfð voru skipaskipti fékk hann nafnið Stafnes KE 130 en nýja Stafnesið nafn Sigurfara. Bæði þessi skip eru horfin af íslenskri skipaskrá, þ.e.a.s. Sigurfari og Stafnes.


1094.Frosti II ÞH 220 ex Jón Sör ÞH 220. © Hreiðar Olgeirsson.

980.Sigurfari ÓF 30 ex Friðrik Sigurðsson ÓF 30. © Hreiðar Olgeirsson.
Átti Sigurfari systurskip í íslenska flotanum ?

15.03.2008 22:48

Rifsnes SH 44 á Breiðafirði.

Þessi mynd sýnir Rifsnes SH 44 á siglingu á Breiðafirði fyrir 20 árum eða svo, rétt rúmlega þó. Rifsnesið var smíðað í Noregi 1968 en keypt til íslands 1970. Þá hét það Skrolsvik en skagstrendingar sem keyptu skipið til landsins nefndu hann Örvar HU. Síðar varð hann Örvar BA og loks Rifsnes SH.


1136.Rifsnes SH 44 ex Örvar BA 14. © Hreiðar Olgeirsson.

14.03.2008 23:06

Sólveig og Mælifell.

Sigurður Gunnarsson trillukarl, frá Arnarnesi í Kelduhverfi, lengst af búsettur í Hlíð á Húsavík lést fyrir skömmu. Sigurður stundaði trilluútgerð lengst af en kom þó að úgerð stærri báta. Trillurnar hans báru nafn Sólveigar dóttur hans, . Á þessari mynd er sú Sólveig sem hann átti næst á undan þeirri síðustu sem var úr plasti. Þarna er Sólveig ÞH 226 að koma til hafnar á Húsavík og strandferðaskipið Mælifell siglir út Skjálfandaflóa.

12.03.2008 18:36

Saga.

Ný Cleopatra 36 til Tromsö

Nú á dögunum var afgreiddur nýr Cleopatra 36 bátur til Kvaløysletta, í Tromsfylki í Noregi.
Kaupandi bátsins er útgerðarfyrirtækið Eskøy AS.

Báturinn hefur hlotið nafnið Saga K. Báturinn mælist 15brúttótonn. Saga K er af gerðinni Cleopatra 36 sem er sérstök útgáfa af Cleopatra 38.

Aðalvél bátsins er af gerðinni Yamar 6HYM-ETE 700hp tengd ZF V-gír. Ljósavél er af gerðinni Westerbeke.
Báturinn er útbúinn fullkomnum siglingatækjum frá Sónar.
Báturinn er einnig útbúinn með hliðarskrúfu sem tengd er sjálfstýringu bátsins.
Öryggisbúnaður bátsins kemur frá Viking.
Báturinn er útbúinn til línuveiða. Línubeitningakerfi af gerðinni Mustad er á millidekki fyrir 17.000 króka. Línuspil og færaspil er frá Beiti.

Rými er fyrir 12stk 660lítra kör í lest. Borðsalur er í brúnni auk stóla fyrir skipstjóra og háseta. Svefnpláss er fyrir fjóra í lúkar auk eldunaraðstöðu með eldavél, örbylgjuofn og ísskáp.


Saga T-20-T © Trefjar.


Magnús Smith í Sjóvélum sendi mér nokkrar myndir af Sögu sem hægt er að skoða hér
Bjarni Sigurðsson frá Húsavík,búsettur í Noregi, stendur fyrir þessari útgerð sem var að fá Sögu.

11.03.2008 21:26

Stefán Þór og Helgi.

Þessar tvær myndir sendi Tryggvi Sig. í Vestmannaeyjum mér.


788.Stefán Þór VE 150 ex Stefán Þór ÞH 40.


Helgi VE 333.

10.03.2008 22:49

Grásleppan að byrja.

Þá eru grásleppukarlarnir að fara að leggja netin og í dag voru þeir Jón Ólafur Sigfússon og Hörður Eiríksson að græja Eika Matta ÞH til veiða. Þeir verða fyrstir húsvíkinga að leggja en Jón Óli sagðist vita um 7-8 báta sem myndu fara til veiða í ár. Þeir mágarnir Jón Óli og Höddi ætla að leggja í fyrramálið og má vertíð þeirra standa í 50 daga.


2450.Eiki Matta ÞH 301 ex Sigrún ÞH 36. © Hafþór.

Þingey ÞH 51 í eigu Sjóferða Arnars verur, líkt og í fyrra, gerð út frá Kópaskeri á grásleppuvertíðinni. Addi er búnn að vera skvera bátinn að undanförnu en í gær hélt Þingey áleiðis til Kópaskers en þar verður hún undir skipsstjórn Stefáns Þóroddssonar.1650.Þingey ÞH 51. © Hafþór.
 

09.03.2008 20:42

Sigurbjörg SU 44.

þessa mynd tók Hreiðar Olgeirsson af Sigurbjörgu SU 44 við Langanes 1989 eða þar um bil. Sigurbjörg var smíðuð á Ísafirði 1979 og hét upphaflega Bryndís ÍS. Báturinn hefur heitið hinum ýmsu nöfnum síðan og átt heimahafnir á einum sjö stöðum. Í dag er heimahöfnin , eins og í upphafi, Ísafjörður. Báturinn heitir Gunnvör ÍS 53 og er í AÓÁ útgerðar sem húsvíkingurinn Aðalsteinn Ómar Ásgeirsson á og rekur með fjölskyldu sinni.


1543.Sigurbjörg SU 44 ex Sigurbjörg VE. © Hreiðar Olgeirsson.

09.03.2008 13:41

Enn eitt skipið á leið úr íslenska flotanum.

Enn eitt skipið er hugsanlega á leið úr íslenska flotanum. Á bb.is í dag er eftirfarandi frétt :

Sveitarstjórn Súðavíkurhrepps hefur fyrir sitt leyti samþykkt sölu á Andey ÍS frá Frosta hf. til færeysks aðila sem sýnt hefur skipinu áhuga og gert kauptilboð. Aðspurður um málið segir Ómar Már Jónsson, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, að samkvæmt hluthafasamningi frá árinu 2004 verður að fá samþykki sveitarfélagsins standi til að selja eignir félagsins. Á fundi sveitarstjórnar á fimmtudag voru lögð fram gögn þar sem fram koma upplýsingar um kaupanda og kaupverð. Ekki hefur þó enn verið gengið formlega frá sölunni. Eins og flestir vita hefur Andey legið hreyfingarlítið við bryggju á Ísafirði undanfarið og hefur skipið verið á söluskrá í nokkurn tíma.


1980.Andey ÍS 440 ex Andey SF 222. © Olgeir Sigurðsson.

08.03.2008 23:13

Kaldbakur dró Örvar inn til Fáskrúðsfjarðar.

Kaldbakur EA dró Örvar HU inn til Fáskrúðsfjarðar eftir sá síðarnefndi fékk veiðafærið í skrúfuna. Óðinn Magnason á Fáskrúðsfirði sendi mér þessa mynd sem hann tók kl. 18 í dag þegar togararnir voru að koma til hafnar.

Flettingar í dag: 294
Gestir í dag: 65
Flettingar í gær: 691
Gestir í gær: 173
Samtals flettingar: 9397321
Samtals gestir: 2007773
Tölur uppfærðar: 10.12.2019 05:34:30
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is