Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2008 Mars

31.03.2008 16:25

Þengill ÞH 114

Þá er hægt að halda áfram því sem frá var horfið, þ.e.a.s bátabloggast. Ég hef verið að fá sendar myndir frá ýmsum aðilum að undanförnu, bæði gamlar og nýjar og þakka ég hér með fyrir þær. Ég þigg með þökkum ef fólk vill lána mér myndir til birtingar en helst þarf það að hafa birtingarréttinn á hreinu.

Hér kemur mynd sem þau útgerðarhjón, Úlla og Karl Óskar Geirsson á Sæborgu ÞH 55 sendu mér. Á henni má líta Þengil ÞH 114 við bryggju á Húsavíkog Bjarma ÞH 277 utan á honum. Þengill hét upphaflega Steinunn SH og var smíðaður á Akureyri 1960 fyrir Halldór Jónsson í Ólafsvík. 1968 kaupur Skinney hf. á Hornafirði bátinn og heldur nafninu en einkennisstafirnir verða SF 10. 1972 var umdæmisstöfunum breytt í SF 101 og í desember sama ár kaupa bátinn þeir Skúli Magnússon í Hafnarfirði og Sigurður R. Steingrímsson og Eiríkur Á. Þorleifsson í Grindavík. Nefna þeir bátinn Pétursey GK 184 sem hann og heitir þangað til þeir bræður Guðjón og Kristján Björnssynir kaupa hann til Húsavíkur ásamt Herði Arnórssyni.

Þengill var upphaflega 72 brl. að stærð með 400 hestafla M.W.M aðalvél. Hann var endurmældur 1972 eða 3 og mælist þá 65 brl. að stærð.

Þengill ÞH 114 sökk út af Öxarfirði 16. janúar 1979, áhöfnin 4 menn björguðust um borð í varðskipið Óðinn.   Heimild Íslensk skip.

 


791.Þengill ÞH 114 ex Pétursey GK 184. © Karl Óskar Geirsson.28.03.2008 17:59

Sigrún Hrönn með góðan afla.

Honum var vel brugðið í morgun, línubátnum Sigrúnu Hrönn, þegar komið var að landi eftir velheppnaðann róður. Afli bátsins var um tólf tonn, uppistaðan þorskur og voru Ingólfur skipsstjóri og hans menn að vonum ánægðir. Línan var lögð í Öxarfirði og þar voru einnig línubátar GPG, Háey og Lágey.  Þá eru netabátar úr Grímsey og frá Kópaskeri með net sín á þessum slóðum.


2736.Sigrún Hrönn ÞH 36. © Hafþór.

27.03.2008 21:34

Gamalt og nýtt í Hafnarfirði.

Hér koma myndir sem Eiríkur frændi minn Guðmundsson sendi mér en hann tók þær í Hafnarfirði á dögunum. Á þeim sjáum við það gamla og liðna og svo hið nýja sem siglir inn í framtíðina.


540.Halldór Jónsson SH 217. © Eiki Umma.


Fuglar í röðum. © Eiki Umma 2008.

26.03.2008 18:25

Beinisvørð á veg til Føroyar

Beinisvørð á veg til Føroyar

Nú seinnapartin umleið kl. 16.00 loysir nýggi Vágstrolarin Beinisvørð í Akureyri og setur kós ímóti Føroyum.
Hans J. Joensen, reiðari á Beinisvørð, sigur við Suðuroyarportalin, at teir vænta at verða á Vági einaferð seinnapartin fríggjadagi
n
Þessi frétt birtist á suduras.fo, fréttavef Suðureyinga í dag og læt ég vera að þýða þetta enda auðskilið. Fleiri fréttir af þessum skipakaupum frænda vorra hafa birst að undanförnu á vefnum. T.a.m. þessi  sem birtist 21. mars sl. :


Heimferðin hjá Beinisvørð útsett nakrar dagar

Suðuroyarportalurin tosaði í gjár við Hans J. Joensen, reiðara á Beinisvørð. Hans J. Joensen sigur, at teir hava gjørt av at útseta heimferðina í nakrar dagar. Orsøkin er, at teir skulu gera onkur smáting við skipið, og nú Beinisvørð er á skipasmiðju í Akureyri og viðri á íslendsku krónuni er lágt, hava teir gjørt av at gera hesi tingini beinanvegin.

Hans J. Joensen sigur við Suðuroyarportalin, at hetta fer at seinkað fráferðina úr Akureyri nakað og verða teir tí helst ikki á Vági við Beinisvørð fyrr enn síðst í komandi viku.

Suðuroyarportalurin fer at fylgja við málinum og siga frá, tá meiri er at frætta.

Myndirnar eru tiknar ónsdagin, eftir at teir vóru lidnir við at mála Beinisvørð.


Og þessi sem birtist þann 18 mars sl. :

Komandi vikuskifti kemur nýggi djúpvatnstrolarin Beinisvørð til Vágs. Beinisvørð er fyrrverandi Andey, sum er keyptur úr Íslandi. Beinisvørð er bygdur í Gdansk í Póllandi í 1989 og er longdur og umbygdur í 1998, tá eru eisini nýggj spøl, akselgenartorar, ljósmotorur, og nýtt róður sett í skipið. Skipið er 45 m. langt, og 8,6 m. breitt, og er smá 600 bruttotons til støddar. Beinisvørð kemur í flotan ístaðin fyri djúpvatnstrolaran Sancy.

Hans J. Joensen, reiðari á Beinisvørð, sigur við Suðuroyarportalin í kvøld, at teir hava verið í Akureyri og eftirkannað skipið. Hans J. Joensen sigur, at teir fara ætlandi av Akureyri seinni í vikuni og tað tekur umleið tvey døgn at sigla á Vág.

Andey hevur higartil fiskað sum rækjutrolari, feskar rækjur, men hevur eisini kókað rækjur umborð. Hans J. Joensen sigur, at nú skipið kemur til Vágs, er nýggj rækjufabrikk við øllum umborð á skipinum, men hendan fabrikkin verður tikin í land og nýggja fabrikkin, sum var umborð á Sancy, verður so sett umborð á Beinisvørð.

Hans J. Joensen sigur at enda, at teir vóna at tað ikki tekur meiri enn 2 vikur at gera skipið klárt til fiskiskap.

Tann triði Beinisvørð
Hetta er annars tann triði Beinisvørð, sum er heimahoyrandi í Vági - og tað heldur sjáldsama er, at øll trý skipini, sum hava hitið Beinisvørð, eru keypt úr Íslandi.

Tann fyrsti Beinisvørð var ein slupp, sum varð bygd í Brixham í suðurvestur Onglandi í 1884. Í 1900 keyptu íslendingar skipið, sum tá æt "Robert the Devil", í Íslandi æt skipið Robert. Í november 1913 keypti A/S J. Dahl á Gørðunum skipið, sum kom at eita Beinisvørð. Í 1929 fekk hesin fyrsti Beinisvørð ísettan ein einkult cylindara Tuxham motor á 54 hk. Fyrsti Beinisvørð varð 26. mars 1941 søktur av einum týskum flogfari einar 60 fjórðingar úr Nólsoynni - øll manningin varð bjargað.

Tann næsti Beinisvørð var ein damptrolari, sum varð bygdur í Port Glasgow í Skotlandi í 1918. Hesin Beinisvørð varð keyptur í Íslandi í 1946, tá æt skipið "Karlsefni". Tað var eisini A/S J. Dahl á Gørðunum, sum keypti hendan Beinisvørð til Vágs. Beinisvørð varð seldur til Danmarkar í november í 1956, har hann var upphøgdur.

Og í vikuskiftinum kemur sostatt triði Beinisvørð í røðini til Vágs. 

Myndirnar av Beinisvørð í dokkini í Akureyri eru tiknar seinnapartin í dag, meðan Beinisvørð varð málað. 

25.03.2008 22:50

Hver er báturinn #2 2008

Hver er hannn þessi ?

24.03.2008 12:20

Tveir norðlenskir rækjutogarar.

Nú koma myndir af tveim norðlenskum togurum sem keyptir voru til landsins og brúkaðir til rækjuveiða. Annar smíðaður 1993 í Portúgal fyrir hríseyinga en hinn keyptur notaður frá Grænlandi fyrir húsvíkinga. Þetta eru Eyborgin sem Borg í Hrísey lét smíða og Júlíus Havsteen sem Höfði á Húsavík keypti. Eyborgin var eitt fjögurra systurskipa sem smíðuð voru í Aveiro í Portúgal, hin þrjú fóru á Hornafjörð. Júlíus Havsteen var hinsvegar smíðaður 1987 í Danmörku, í Kristensen nánar tiltekið. Eyborgin var svo lengd í Noregi um 19 metra árið 1996. Í dag er Eyborgin enn Eyborg en Júlíus Havsteen fékk nafnið Rauðinúpur, síðar Sólbakur og nú fyrir skemmstu Sóley Sigurjóns og er í styttingu í Póllandi.


2190.Eyborg EA 59. © Páll Björgvinsson.


2262.Júlíus Havsteen ÞH 1 ex Qaasiut II. © Birgir Mikaelsson.

24.03.2008 00:18

Öngvir bátar, bara fermingarbarnið Heiðdís.

Það var lítið gert í báta- og skipamyndunum í gær, páskadag, þar sem Heiðsdís dóttir okkar var fermd í Húsavíkurkirkju.
Það var því í nógu að snúast, veislan heima þar sem ríflega 100 gestir samglöddust fermingarbarninu og fjölskyldu þess.


Heiðdís.

Systur, Heiðdís, Halla Marín og Lea Hrund.

Svo maður haldi sig við bátana þá eru til eða hafa verið til bátar sem báru nöfnin  Lea, Hrund, Halla,og Marin, ekki Marín en  Marína var til. Ekki man ég eftir, eða fann nú í fljótheitum, bát sem bar eða ber nafnið Heiðdís.

22.03.2008 23:42

Bangsi verður Siggi Bessa.

Nýr Siggi Bessa SF hefur bæst í flota hornfirðinga. Um er að ræða Cleopötru 38, sem áður hét Bangsi BA, og kemur í stað eldri og minni Cleopötru með sama nafni. Raggi P. er á Hornafirði eins og sést á www.123.is/raggip og léði hann mér afnot að myndinni hér að neðan. Það er útgerðarfélagið Erpur ehf. á Hornafirði sem á og gerir Sigga Bessa út.


2739.Siggi Bessa SF 97 ex Bangsi BA. © Raggi P.

22.03.2008 20:24

Gámaflutningaskipið Brúarfoss.

Menn eru sumir hverjir áhugasamir fragtskip og því læt ég eina mynd hér inn. Ég hef ekki lagt mig eftir að mynda þau en tek þó af og til myndir af skipum sem koma hingað til Húsavíkur. Þessi á myndinn hér að neðan er Brúarfoss sem kom til Húsavíkur 19 mars 2004 og þá tók ég þessa mynd. Þetta var þá talið lengsta gámaflutningaskip sem hafði lagst að bryggju á Húsavík og sendi ég fréttina hér að neðan í Moggann af því tilefni.


Brúarfoss.

Fimmtudaginn 25. mars, 2004
Á DÖGUNUM kom gámaskip Eimskipafélagsins, Brúarfoss til Húsavíkur í forföllum Mánafoss og lagðist við Norðurgarð. Þar losaði það um 90 gáma og lestaði um 50 slíka.

Þetta væri kannski ekki í frásögur færandi nema vegna þess að skipið er, að sögn sérfróðra manna, lengsta gámaskip sem á Húsavík hefur komið. Jafnvel er það talið lengsta skip sem lagst hefur að bryggju á Húsavík. Til samanburðar má nefna að Hofsjökull, sem kom oft til bæjarins á árum áður og lestaði frosinn fisk, var 118,15 metrar á lengd og skemmtiferðaskipið Hanseatic sem heimsótt hefur Húsavík undanfarin sumur er 123 metrar að lengd.

Brúarfoss er 126,63 metrar á lengd og 20,53 metrar á breidd og 7,760 brúttónn að stærð, til gamans má geta þess að Mánafoss er 100,60 metrar á lengd og 18,80 metra breiður og 4.450 brúttótonn að stærð og því talsverður stærðarmunur á þeim.

22.03.2008 10:34

Þrír hornfirðingar á síld.

Hér eru myndir af þrem hornfiskum bátum teknar á síldarvertíð austanlands. Nú er minnið ekki alltaf upp á marga fiska en ég var á síld 1984 og 1986 og eru þessar myndir teknar þá.


173.Sigurður Ólafsson SF 44 ex Sigurður Sveinsson SH 36. © Hafþór.


250.Skinney SF 30 ex Ísleifur IV ÁR 463. © Hafþór.


1264.Steinunn SF 10 ex Klaus Hillesöy. © Hafþór.

21.03.2008 00:22

Kannast menn við þennnan ?

Jóhanna GK er báturinn.
Kannast menn við þennan sem eitt sinn var í íslenska flotanum ?
Þessi bátur er smíððaður 1969 og var stuttan tíma í íslenska flotanum, mjög stuttan.Svona leit hann út þegar hann var á íslenskri skipaskrá nema liturinn var annar.

20.03.2008 23:25

Skarfurinn.

Hér birtast mynd úr safni Sigurgeirs Harðarsonar. Á myndinni er Jósteinn Finnbogason, sem hafði viðurnefnið Skarfurinn, á Hafdísi sinni við veiðar á Skjálfanda.


Skarfurinn. © Sigurgeir Harðarson.


20.03.2008 18:07

Danski Pétur og Júlía.

Það er ekki vitlaust að rifja upp þennan lit sem Emil Andersen málaði bátana sína í. Hér kemur Danski Pétur, mynd frá Tryggva Sig. Læt eina af Júlíu VE, mynd frá Hreiðari Olgeirssyni, fylgja með þó hún sé orðin blá að lit..


1146.Danski Pétur VE 423. © Tryggvi Sigurðsson.

623.Júlía VE 123. © Hreiðar Olgeirsson.

19.03.2008 20:39

Nýr vefur um báta- og skipasmíði við Eyjafjörð.

Árni Björn Árnason sem lengi vann í Slippstöðinni á Akureyri hefur opnað nýjan vef um báta- og skipasmíði við Eyjafjörð.
Slóðin á síðuna er www.aba.is og í tilefni þessarar síðu, sem eigandi hennar hefur lagt mikla vinni í, set ég hér inn nokkra báta sem smíðaðir voru á Akureyri.


1263.Sæbjörg EA 184 ex Árný SF 6. © Hreiðar Olgeirsson.

1357.Níels Jónsson EA 106. © Hafþór Hreiðarsson.

1430.Ægir Jóhannson ÞH 212. © Hafþór.

1790. Ásgeir ÞH 198 ex Kristján EA. © Hafþór.

19.03.2008 18:57

Siglunesið verður þjónustuskip.

Fyrirtækið TC Offshore ehf. í Reykjanesbæ hefur keypt togbátinn Siglunes SH af Brim hf. en áður hafði fyrirtækið keypt annan bát, Skinney SH,  af Skinney- Þinganesi hf. á Hornafirði.
 
Skipasalan Álasund í Reykjanesbæ hafði milligöngu um skipakaupin og að sögn Sveins Inga Þórarinssonar hjá Álasundi fara hvorugir þessara báta til fiskveiða hjá nýjum eigendum. TC Offshore hyggst koma þeim í verkefni sem þjónustubátum við olíuiðnaðinn í Norðursjó.
 
Að sögn Sveins Inga hafa þó nokkur íslensk fiskiskip verið seld utan til annarra verkefna en til fiskveiða á undanförnum árum. Þar má nefna Stíganda VE, Bjarna Sveinsson ÞH,  Svanur RE, Suðurey VE, Árni Friðriksson RE, Sunnuberg NS og Bravó áður Akurey RE.


1146.Siglunes SH 22 ex Danski Pétur VE. © Hafþór.


Flettingar í dag: 588
Gestir í dag: 85
Flettingar í gær: 771
Gestir í gær: 113
Samtals flettingar: 9399682
Samtals gestir: 2008177
Tölur uppfærðar: 13.12.2019 13:46:29
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is