Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2008 Janúar

31.01.2008 17:56

Loksins loksins....


Þá er hún loksins komin, bókin sem allir hafa beðið eftir. Já hið Íslenska sjómanna almanak fyrir árið 2008 er komið út og farið í dreifingu. Sjá frétt á skip.is http://www.skip.is/frettir/2008/01/31/nr/11557

30.01.2008 23:01

Gamall síðutogari....

Hér birtist mynd sem Tryggvi Sigurðsson sendi mér og sýnir hún gamlan síðutogara upp í fjöruborðinu og spyr ég hver er hann ?

30.01.2008 22:49

Garðey SF 22

Hér er mynd haustinu 2003 og sýnir hún línuveiðarann Garðey SF 22 koma til löndunar á Húsavík. Garðey heitir í dag Krístín GK 157 og er í eigu Vísis hf. í Grindavík. Upphaflega hét báturinn Þorsteinn RE 303.


972.Garðey SF 22 ex Atlanúpur ÞH 270. © Hafþór.


29.01.2008 21:56

Þessi sökk í dag..............

Þeir halda áfram að sökkva í höfnum landsins bátarnir, sá þriðji, fyrir utan Sunnu Líf, á stuttum tíma sökk í dag. Að þessi sinni var það reiðuleysiskolla, vona að enginn móðgist, sem hefur legið í höfninni í Sandgerði undanfarin ár. Una SU 89 heitir báturinn og var smíðaður á Akureyri 1972. Hann hét þá Sunna SK 14 og var smíðaður fyrir Pál Þorsteinsson, Karl Hólm og Inga Friðbjörnsson á Sauðárkróki. Þeir áttu hann í eina fimm mánuði en seldu síðan Óla Ægi Þorsteinssyni á Þórshöfn bátinn sem nefndi hann Litlanes ÞH 52. Óli átti hann til ársins 1976 að hann er seldur til Seyðisfjarðar þar sem hann heldur Litlanesnafninu en verður NS 51. Báturinn hefur síðan heitið nöfnunum Litlanes SF, Jón Kjartan HU, Bragi SU, Bragi GK, Leynir Gk, Leynir SU og loks Una SU í eigu samnefnds útgerðarfyrirtækis sem skráð er á Neskaupsstað.
Heimild Íslensk skip og skip.is


1237.Una SU 89 ex Leynir SU. © Hafþór.
Hér að neðan er slóð á frétt vf.is og mynd af vettvangi.
http://www.vf.is/frettir/numer/34603/default.aspx

28.01.2008 21:10

Landað úr Grím ÞH 25.

Hér kemur ein mynd úr safni Sigurgeirs Harðarsonar á Húsavík. Sýnir hún löndun úr mótorbátnum Grím ÞH 25 í Húsavíkurhöfn einhverntímann um og upp úr 1970. Í áhöfn Gríms voru þeir Þormóður kristjánsson sem er stjórnborðsmegin í bátnum og Adam Jakobsson frá Haga í Aðaldal en báðir bjuggu þeir á Túngötunni á Húsavík.


Manni og Dammi að landa úr Grím ÞH. © Sigurgeir Harðarson.

28.01.2008 20:54

Magnús í slipp.

Mér er alveg ómögulegt að muna hver gaukaði þessari mynd að mér fyrir þó nokkuð mörgum árum síðan. Hún er tekin í Neskaupsstað og sýnir nótaskipið Magnús NK 72 í slipp. Þennan slipp, eða kannski maður eigi frekar að segja þessa dráttarbraut, er nú verið að rífa. Sjá  www.123.is/lyngbakki


1031.Magnús NK 72.


27.01.2008 16:00

Smári ÞH 59 seldur til Kópaskers.

Kópasker ehf. hefur keypt neta- og dragnótabátinn Smára ÞH 59 af Galta ehf. og flyst þá heimahöfn hans frá Raufarhöfn til Kópaskers. Smári hefur legið við bryggju á Akureyri undanfarin misseri og þar áður á Húsavík. hann var síðast gerður út á vetrarvertíð 2005.


1533.Smári ÞH 59 ex Vigur SU 60. © Hafþór.

26.01.2008 22:38

Maggi Bjarna í fótbolta á Sjómannadaginn 1967.

Þessi mynd úr safni Hreiðars Olgeirssonar sýnir Magnús Bjarnason, eða Magga Bjarna eins og flestir þekktu hann, í kapppleik í knattspyrnu á Sjómannadaginn 1967.


Magnús Bjarnason. © Hreiðar Olgeirsson.

26.01.2008 22:28

Helgi Helgason VE 343 á Akureyri 1965 eða 6.

Eins og fram kemur í álitim við myndina af Helga Helgasyni VE 343 hér að neðan þá lauk hans sögu á Akureyri þar sem hann var sagaður niður. Tryggvi sendi mér þessa mynd sem tekin var 1965 eða 6 og sýnir hvernig komið var fyrir þessu stærsta tréskipi sem smíða var hérlendis.


94.Helgi Helgason VE 343.
Þekkja menn þessa tvo til hliðar við það sem eftir er af Helga Helgasyni ?

25.01.2008 23:32

Stærsta tréskipið í smíðum....

Hér er mynd úr safni Tryggva Sigurðssonar af stærsta tréskipi sem smíðað var á Íslandi. Myndin er tekin 1947 af skipinu, Helga Helgasyni VE 343 þar sem það er í smíðum í Vestmannaeyjum.
  Helgi Helgason VE 343 var 188 brl. að stærð og í eigu Helga Benediktssonar athafnamanns í Vestmannaeyjum. Upphaflega var 500 hestafla June Munktell aðalvél í skipinu en árið 1960 var sett í það 600 hestafla Gutaverken vél. Helgi Helgason VE 343 var talinn ónýtur og tekin af skrá 1965.
  Heimild Íslensk skip.


94.Helgi Helgason VE 343.

Vita menn hversu langan tíma það tók að smíða Helga Helgason VE ?

25.01.2008 13:14

Bátur vikunnar er frá Stöðvarfirði.

Bátur vikunnar að þessu sinni heitir Narfi SU 68 og er frá Stöðvarfirði. Narfi SU 68 er Cleopatra 38 frá Trefjum og er í eigu Lukku ehf. á Stöðvarfirði. Narfi SU hefur löngum verið, líkt og fyrirrennari hans, meðal aflahæstu smábáta landsins. Hann er útbúinn beitningarvél og er yfirbyggður að hluta. Aðalvélin er 427 hestafla Yanmar.


2628.Narfi SU 68. © www.123.is/narfi

24.01.2008 21:05

Tvær gamlar frá Tryggva Sig.

Hér koma myndir sem Tryggvi Sigurðsson sendi mér og við skulum sjá hvað kemur út úr pælingum um þær.23.01.2008 21:27

Þegar Gideon sökk..........

Eins og menn kannski muna sökk lettneski togarinn Gideon á Flæmingjagrunni í maílok árið 2005. Rækjutogarinn Pétur Jónsson RE 69 tók þátt í að bjarga áhöfn skipsins. Hörður Sigurgeirsson var í áhöfn Péturs Jónssonar og sendi hann mér þessar myndir.


Gideon farinn að síga talsvert í sjó.


Þarna á Gideon stutt eftir. 

Þar sem strax kom upp spurning um hvort menn vissu hvers vegna Gideon sökk leit ég aðeins í skýrslu um atvikið sem aðgengileg er á vef RNS.
http://www.rns.is/pdfs/gideon_skyrsla_a_islensku.pdf

22.01.2008 20:10

Hera ÞH 60.

Óli Hall HU 14 sem útgerðarfélagið Flóki ehf. á Húsavík keypti fyrir skömmu hefur fengið nafnið Hera ÞH 60. Er báturinn nefndur eftir móður Óskars Karlssonar skipstjóra sem á Flóka ehf. með konu sinni Ósk Þorkelsdóttur.


67.Hera ÞH 60 ex Óli Hall HU 14. © Hafþór.

22.01.2008 17:19

Hverjir eru þessir ?

Tryggvi Sigurðssonn vélstjóri í Vestmannaeyjum sendi mér nokkrar myndir og hér eru tvær sem afi hans, Tryggvi Gunnarsson vélstjóri, tók á Akureyri á árunum 1939-1942.


Hvaða báta er verið að smíða á Akureyri þegar þessi mynd er tekin ? Svarið kemur innan fárra daga ef menn klikka á þessu.

Er þetta Egill EA 727 ?

Bátarnir tveir eru samkvæmt því sem Tryggvi telur þeir Björn Jörundsson og Leifur Eiríksson.

Flettingar í dag: 532
Gestir í dag: 97
Flettingar í gær: 725
Gestir í gær: 119
Samtals flettingar: 9252914
Samtals gestir: 1994752
Tölur uppfærðar: 21.8.2019 13:15:55
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is