Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2007 September

30.09.2007 21:56

Fanney ÞH 130 á sjómannadaginn.....

Hér ein mynd, tekin á Kodak istamatic, sem sýnir Fanney ÞH 130 leggja úr höfn í skemmtisiglingu á sjómannadag. Hreiðar Olgeirsson tók þessa mynd og giska ég á að hún sé tekin 1974.


398.Fanney ÞH 130.

30.09.2007 00:34

Gulltoppur ÁR 321.

Hér er mynd af vertíðarbátnum Gulltoppi ÁR 321 koma til hafnar í Þorlákshöfn þann 2. apríl 2006 með um 8 1/2 af þorski.. Þetta mun hafa verið síðasta netavertíðin, í bili a.m.k., hjá þessum báti því hann var seldur síðar á árinu. Í dag heitir hann Litlaberg ÁR og á síðasta kvótaári landaði hann sjö sinnum, og dreifði því á fjórar hafnir. Hann var gerður út á línu og landaði í Þorlákshöfn, Reykjavík, Ólafsvík og Ísafirði. Svo er bara spurning hvað hann landi oft á yfirstandandi kvótaári.


13.Gulltoppur ÁR 3321 ex Snætindur ÁR 88.


13.Snætindur ÁR 88 ex Blátindur VE.
Það stendur í skipaskrá að hann hafi verið lengdur 1995. Var hann ekki skutlengdur síðar ?

28.09.2007 19:28

Hafliði sagði.....

Ég hitt á hinn margfróða mann Hafliða Óskarsson í dag og sagði hann að ég mætti ekki setja færslur of ört inn á síðuna. Það gæti stoppað hin skemmtilegu skoðanaskipti manna í millum um myndirnar, og það sem á þeim væri, ef þær færðust neðar á síðuna. Ég vil því hvetja menn til að halda áfram að skrifa álit þó færslan hafi færst niður síðuna.

                                                      Hér gæðir Hafliði sér á pylsu í boði Íslandspósts.

28.09.2007 14:41

Nýr bátur, Flugaldan ST 54.

Trefjar ehf.í Hafnarfirði afhentu nú í vikunni nýja Cleopötru 38 og er fréttin hér að neðan af heimasíðu fyrirtækisins, www.trefjar.is

Útgerðarfélagið Gummi El. ehf á Akranesi fékk nú í vikunni afhentann nýjan Cleopatra bát.
Að útgerðinni stendur Guðmundur Elíasson sem jafnframt er skipstjóri á bátnum.

Nýji báturinn hefur hlotið nafnið Flugaldan ST-54. Báturinn er 15brúttótonn og er í krókaaflamarkskerfinu. Flugaldan er af gerðinni Cleopatra 38.

Aðalvél bátsins er af gerðinni Yanmar 6HYM-ETE 700hp tengd ZF gír.
Báturinn er útbúinn siglingatækjum af gerðinni JRC frá Sónar.
Báturinn er einnig útbúin með vökvadrifinni hliðarskrúfu sem tengd er sjálfstýringu bátsins. Báturinn er útbúinn til línuveiða. Línuspil og færaspil er frá Beiti.
Öryggisbúnaður bátsins kemur frá Viking.

Rými er fyrir 12stk 660 lítra kör í lest. Í bátnum er innangeng upphituð stakkageymsla. Borðsalur er í brúnni auk stóla fyrir skipstjóra og háseta. Svefnpláss er fyrir fjóra í lúkar auk eldunaraðstöðu með eldavél, örbylgjuofn og ísskáp.
 
                                                                                                     


2754.Flugaldan ST 54.

Högni Bergþórsson hjá Trefjum var svo vinsamlegur að lána mér þessa mynd af Flugöldunni og kann ég honum bestu þakkir fyrir.

27.09.2007 20:29

Bátur vikunnar var smíðaður á Akureyri.

Bátur vikunnar er Aldey ÞH 110 frá Húsavík.  Báturinn var smíðaður árið 1972 á Akureyri fyrir Hraðfrystistöð Vestmannaeyja hf. og Erling Pétursson í Vestmannaeyjum. Hann hét upphaflega Surtsey VE 2. Í upphafi mældist hann 105 brl. að stærð og var með MWM 765 hestafla aðalvél. 1980 var skipið yfirbyggt og mældist þá 101 brl. að stærð.  Hraðfrystihús Stokkseyrar hf. kaupir Surtsey VE árið 1982 og nefnir það Stokksey ÁR 50. Haustið 1992 kaupir svo Höfði hf. á Húsavík bátinn sem fær nafnið Aldey ÞH 110 og var hann gerður út til rækjuveiða undir skipstjórn Hinriks Þórarinssonar. Höfði hf. sameinast svo Íshafi hf. 1995 og ári síðar var Aldey seld úr landi. Sennilega notuð til úreldingar upp í nýjan rækjufrystitogara, Júlíus Havsteen ÞH 1, sem fyrirtækið keypti frá Grænlandi. 
                                                  Uppl. Íslensk skip og Saga Húsavíkur.


1245.Aldey ÞH 110 ex Stokksey ÁR 50.


Hinrik Þórarinsson tv. og Ólafur Á. Sigurðsson.

Hinrik var fæddur á Húsavík þann 16 júní 1939, hann lést 24 mars 2001. 

26.09.2007 23:25

Í Sandgerði.

Hér er mynd sem ég tók í Sandgerðishöfn fyrir nokkrum árum. Um hana ætla ég ekki að hafa fleiri orð og læt ykkur eftir orðið.


Frá Sandgerðishöfn.

25.09.2007 22:56

Í Húsavíkurhöfn 1966.

Þessa mynd tók Hreiðar Olgeirsson árið 1966 um borð í Kristbjörgu ÞH 44 við bryggju á Húsavík. Þarna er annað hvort verið að vinna við að útbúa bátinn á net eða vertíð er lokið og menn að taka netaúthaldið á land. Ég hallast að því síðarnefnda, menn eru frekar léttklæddir við verkið. Hvað segir Hafliði um það ?


Á Húsavík.

25.09.2007 22:50

RYÐ.

Þessa tók ég á Akureyri fyrir þó nokkru síðan. Einhvern tímann upp úr 1990 minnir mig. Það þarf svo sem ekkert að segja meira um hana.

24.09.2007 22:36

Húsavík í dag.

Þessir tveir bátar komu hér inn í brælunni um helgina og liggja við Norðurgarðinn.  Þetta eru rækjubáturinn Guðbjörg Steinunn GK 37 og Dröfn RE 35. Dröfnin er að kanna innfjarðarrækjumiðin þessar vikurnar held ég.


1236.Guðbjörg Steinunn og 1574.Dröfn RE 35.

24.09.2007 20:45

Tveir frá Írlandi.

Hér koma tvær myndir sem Sveinn Ingi í Álasundi sendi mér í dag. Sá sem tók myndirnar heitir Peter Brady og á fyrri myndinni er Catherine Alice frá Drogheda á Írlandi. Á neðri myndinni er Artic Sun SO 898 en ég veit ekki hvaðan hann er.


Catherine Alice DA 47.


Artic Sun SO 898.

23.09.2007 22:54

Haukur Ákason um borð í Skálaberginu.

Einn var sá maður sem með dugnaði og ósérhlífni þjónaði húsvískum útgerðar- og sjómönnum um  árabil. Þetta var Haukur Ákason rafvirki sem hér er á mynd sem Hreiðar Olgeirsson tók af honum um borð í Skálaberginu. Haukur fæddist  18 janúar 1933 og lést þann 26 júlí árið 2000. Áki sonur hans tók við kyndlinum og þjónustar bátaflotann í dag þegar eitthvað bjátar á í rafmagninu.


Haukur Ákason.

23.09.2007 22:35

Marz AK 80.

Hér eru tvær myndir sem Sveinn Ingi í Álasundi sendi mér af togaranum Marz AK 80. Ansi þykir mér líklegt að komið sé að leiðarlokum hjá þessu skipi þar sem það liggur að ég held í einhverri höfn í Brazilíu.


1441.Marz AK 80.

22.09.2007 18:47

Þorsteinn og Snæfell.

Guðmundur Vilhjálmsson hvatti mig á dögunum til að birta myndir af skuttogurunum Þorsteini EA 610 (ex Sveinborg) og Snæfelli EA 740 þar sem þau væru systurskip. Ég kafaði djúpt í kistuna og fann að lokum þá báða.


1393.Þorsteinn EA 610 ex Sveinborg.


1442.Snæfell EA 740 ex Andenesfisk.

22.09.2007 16:58

Sæfaxi VE 25.

Hér koma tvær myndir teknar af Sæfaxa VE 25 á hans síðustu stundum. Þetta er einhvern tímann upp úr 1990 en þá var mjög í tísku að eyðileggja gamla trébáta. Ég rifja ekki upp sögu Sæfaxa, geri ráð fyrir að hún komi í áliti hér að neðan.


433.Sæfaxi VE 25 ex Draupnir VE 550.21.09.2007 17:37

Séníverinn

Hér koma tvær myndir af þeim kunna báti sem stundum er nefndur Séniverinn en heitir í dag Röstin GK 120. Mig vantar reyndar mynd af honum eins og hann var þegar hann var sem frægastur. Ef einhver hefur mynd af honum fyrir breytingarnar og vill vera svo almennilegur að lána mér hana til birtingar væri ég þakklátur fyrir.


923.Skálaberg ÞH 244 ex Sigurður Þorkelsson ÍS 200


923 Freyja GK 364 ex Kolbrún ÍS, Hlífar Pétur NK, Skálaberg ÞH, Sigurður Þorkelsson ÍS, Símon Gíslason KE, Sólrún GK, Flosi ÍS, Ásmundur GK, Þorleifur Rögnvaldsson ÓF

Flettingar í dag: 89
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 664
Gestir í gær: 122
Samtals flettingar: 9254637
Samtals gestir: 1995063
Tölur uppfærðar: 24.8.2019 01:05:55
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is