Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2007 Ágúst

12.08.2007 11:04

Hver er báturinn # 21 2007

Orri kom með það, Vingþór ÞH 166 er báturinn.


895.Vingþór ÞH 166  ex Vingþór NS.
Myndin er tekin á Siglufirði vorið 1980. Á ég virkilega að trúa því að menn reyni ekki einu sinni við bátinn ? Hvar eru spekingarnir ?

Hér kemur báturinn í heild sinni og enn spyr ég hver er hann ?

Hér er enn einn parturinn af bátnum ! hver er hann ?

Hver er báturinn ?                   Ekki er það Nakkur
 

11.08.2007 23:30

Gef skít í 365 miðla ef satt reynist.

Þetta leit út fyrir að geta orðið góður dagur þar sem enski boltinn byrjaði að rúlla og maður búinn að tryggja sér áskrift að Sýn2 (þrátt fyrir okurverð) til að geta horft á sitt lið. En þegar að leik dró og engin rás kom upp á sjónvarpinu nema sú sem sýndi það sem þessir spekingar hjá Sýn2 kalla aðaleikina fór að skyggja á gleðina. Og leikurinn hófst og ekkert bólaði á honum í sjónvarpinu, ég hringdi í þrígang í þjónustuverið hjá 365 miðlar til að athuga hverju sætti. Auðvitað voru svörin misjöfn allt eftir því hver kom í símann og ég ekki ánægður. Í lokasímtalinu sagði stúlkan sem var fyrir svörum að landsbyggði ætti ekki að geta valið um leiki, sem sagt knattspyrnuunnendur þar geta bara étið það sem úti frýs (Þýðir: það sem spekingarnir hjá Sýn2 velja fyrir þig). Allt fram á þennan dag hafa talsmenn 365 miðla reynt að verja hina háu verðlagningu á Sýn2 og meðal annars borið það á borð okkar að þjónustan verði betri en hjá ónefndri stöð sem áður hafði sýningarréttinn á enska boltanum. (Að segja ónefndri stöð lýsir hroka og mikilmennsku, þetta tíðkaðist víst í upphafi frjálsra útvarpsstöðva en svo uxu menn upp úr þessu, flestir).

Ef þetta er rétt, þá mun ég segja upp áskrift að þessari stöð og gefa skít í alla miðla sem 365 kemur nálægt. Vona ég jafnframt að allir knattspyrnuunnendur á landsbyggðinni geri hið sama því þetta eru ekkert annað en svik, ekki var ég upplýstur um þetta, loksins þegar ég komst að til að fá mér áskrift.

Þess ber að geta að mínir menn í Newcastle United byrjuðu af krafti og komust í 3-0 í fyrri hálfleik á móti Bolton. Bolton minnkaði muninn í 3-1 í upphafi seinni hálfleiks en vonandi bjarga mínir menn deginum fyrir mér með góðum sigri.


Obafemi Martins celebrates with Nicky Butt
Martins skoraði tvö í fyrri hálfleik á móti Bolton og hér fagnar hann öðru þeirra.

Leikurinn fór 3-1 fyrir Newcastle og þvílíkt mark hjá Martins.

10.08.2007 21:06

Bjarni Sveinsson ÞH seldur til Tromsö.

Nóta- og togskipið Bjarni Sveinsson ÞH 322 hefur verið selt til aðila í Tromsö og samkvæmt mínum heimildum verður það notaður til slógflutninga og annarra tilfallandi verkefna. Það er Skinney-Þinganes sem selur skipið en fyrirtækið eignaðist það þegar það keypti Útgerðarfélagið Langanes hf. á Húsavík.


1508.Bjarni Sveinsson ÞH 322 ex Björg Jónsdóttir ÞH 321.

10.08.2007 13:56

Trefjar selja Cleopatra 38 til Vannareid.

Ný Cleopatra 38 til Troms

Á heimasíðu bátasmiðjunnar Trefja í Hafnarfirði segir í dag að um miðjan júlímánuð var afgreidd ný Cleopatra 38 bát til Vannareid, í Tromsfylki í Noregi.
Kaupandi bátsins er PR Burøyfisk AS. Eigendur PR Burøyfisk AS eru Eivind Larsen og Hugo Johannessen sem jafnframt verða skipverjar á bátnum.

Báturinn hefur hlotið nafnið Burøyværing. Báturinn mælist 15brúttótonn. Burøyværing er af gerðinni Cleopatra 38.
Aðalvél bátsins er af gerðinni Volvo Penta D12 650hp tengd ZF V-gír. Báturinn er útbúinn fullkomnum siglingatækjum af gerðinni Koden og JRC.
Báturinn er einnig útbúin með vökvadrifinni hliðarskrúfu sem tengd er sjálfstýringu bátsins. Báturinn er útbúinn til netaveiða en mun auk þess stunda stunda veiðar með línu hluta úr ári.
Búnaður til neta og línuveiða kemur frá Lorentzen í Noregi.
Öryggisbúnaður bátsins kemur frá Viking-björgunarbúnaði.

Rými er fyrir 11stk 660lítra kör í lest. Í bátnum er upphituð stakkageymsla og sturtuklefi. Borðsalur er í brúnni auk stóla fyrir skipstjóra og háseta. Svefnpláss er fyrir fjóra í lúkar auk eldunaraðstöðu með eldavél, örbylgjuofn og ísskáp.

Reiknað er með að báturinn hefji veiðar nú í ágúst. Fyrst á línu fram á haust og skipti svo yfir á net.

                                                                     www.trefjar.is

09.08.2007 19:34

Antares VE 18 selt.

Ísfélag Vestmannaeyja hf. hefur selt uppsjávarveiðiskipið Antares VE 18 til aðila sem hyggjast gera það út við strendur Afríkur. Þetta kemur fram á heimasíður fyrirtækisins. annars er fréttin þar svona:

Uppsjávarveiðiskipið Antares VE hefur verið seldur frá Ísfélagi Vestmannaeyja hf.  Antares var upphaflega smíðaður í Noregi árið 1980 fyrir skoska útvegsbændur. Frá Skotlandi var hann seldur til Noregs og síðar til Hjaltlandseyja árið 1986. Skipið kom fyrst til Ísfélagsins 6.apríl 1996 og hefur því tilheyrt flota félagsins í rúmlega 11 ár. Antares er 876 brúttólestir, 58,33 metra langur og 9 metra breiður.
Burðargeta miðað við ókældan farm er um 1050 tonn. Á tímabilinu 2002-2006 hefur skipið veitt tæplega 140 þúsund tonn að verðmæti alls um 1.260 milljónir. Skipið hefur reynst félaginu afar vel í gegnum tíðina og vonandi verður sú raunin hjá nýjum eigendum en ætlunin er að gera skipið út við strendur Afríku.

                                            2277.Antares VE 18 á Eyjafirði 1998.

Eins og komið hefur fram í fréttum hefur Ísfélagið fest kaup á uppsjávarveiðiskipinu Delta frá Noregi og fær það afhent í þessum mánuði. Þá seldi félagið 1031 Álsey VE 2 fyrr í sumar.

09.08.2007 15:33

Þórsnes II


Þórsnes II hefur hafið línuveiðar eftir sumarfrí sem m.a. var notað til að skvera bátinn. Ég tók myndir þegar hann lét úr höfn og til gamans breytti ég einni aðeins til að sýna hvað þarf stundum litlar breytingar til að breyta útliti skipa og báta.

Þórsnes II SH 109 eins og það lítur út í dag.


1424.Þórsnes II SH 109 eftir að ég fiktaði aðeins við myndina.

Hvort er skárra ?


07.08.2007 18:18

Kristbjörg mætir Hafdísi.

Hér er mynd sem ég tók á Kodak vasamyndavélina sem ég fékk í fermingargjöf. Þetta er 1978-9 og sýnir Kristbjörgu ÞH 44 leggja úr höfn. Á sama tíma er Jósteinn Finnbogason að koma að landi á trillu sinni sem Hafdís hét og heitir enn þar sem hún er safngripur í sjóminjasafninu á Húsavík. Kristbjörgin er þarna með nót, ef ég man rétt var hún að fara að veiða loðnu sem notuð var í beitu.

06.08.2007 12:04

Bátur vikunnar var síðast gerður út frá Þórshöfn.

Bátur vikunnar var síðast gerður út frá Þórshöfn og hét þá Geir ÞH 150. Hann var smíðaður í Danmörku 1953 fyrir Jón Þórarinsson í Reykjavík. Báturinn hét Þórarinn RE 42. 1956 kaupir Halldór Jónsson í Ólafsvík bátinn og nefnir Glað SH 67. Glaður er seldur samnefndu fyrirtæki í Keflavík 1965, hann heldur nafninu en fær einkennisstafina KE 67. 1968 er báturinn seldur til Húsavíkur, kaupandinn var Norðurborg h/f sem nefndi hann Glað ÞH 150 og átti hann til ársins 1973. Þá var hann seldur Jóhanni Jónassyi á Þórshöfn sem nefndi bátinn Geir ÞH 150. Báturinn var talinn ónýtur og tekinn af skrá árið 1983.  Heimild Íslensk skip.


459.Geir ÞH 150 ex Glaður ÞH 150.

04.08.2007 18:33

Þessi má muna sinn fífil fegri
Þessi bátur var smíðaður á Akureyri og var á sínum tíma eitt af flaggskipum í sinni heimahöfn. Hver var höfnin ?

03.08.2007 23:37

Kýrauga.

Þessa mynd tók ég vorið 1987 þegar við fórum nokkra rækjutúra á Geira Péturs ÞH 344 áður en hann var afhentur Nesfiski í júní það ár. Þar fékk báturinn nafnið Una í Garði GK 100. Á myndinni er Helga II RE 373 að toga en ári seinna leysti ný og glæsileg Helga II hana af hólmi. Hvert sú gamla fór veit ég ekki, minnir þó að skipasmíðastöðin í Ulsteinsvík hafi tekið hana upp í.

02.08.2007 18:06

Valeska EA 417

Þar sem stóru eikarbátarnir hafa verið mönnum hugleiknir hér á síðunni að undanförnu set ég mynd af einum sem er úr myndasafni Hreiðars Olgeirssonar. Myndin er tekin í lok sögu þessa báts við íslandsstrendur þar sem hann var að rækjuveiðum í Axarfjarðar- eða Skjálfandadýpi. Þetta er Valeska EA 417, 131 brl., sem upphaflega hét Þorbjörn II GK 541 og var smíðaður í Svíþjóð 1964 fyrir Hraðfrystihús Þórkötlustaða. Síðar hét hann Gandí VE 171, þá Björg Jónsdóttir ÞH 321, Hafsteinn EA 262 og loks Valeska EA 147. Hver átti hann í lokin veit ég ekki en á Fiskistofuvefnum er Kristján Guðmundsson hf. skráður eigandi.


263.Valeska EA 417 ex Hafsteinn EA 262.

01.08.2007 22:01

Gamlir síldarbátar..

Hér koma myndir úr safni Hreiðars Olgeirssonar af gömlum síldarbátum. Gæði myndanna eru ekkert góð því ég fékk einu sinni smádellur í að mynda og framkalla í svarthvítu. Ég kunni ekkert fyrir mér í því en lét vaða og þar á meðal gamlar filmur frá pabba og eru þessar myndir af þeim.


1012.Örn RE 1.

11.Arnfirðingur RE 212.

161.Ólafur Magnússon EA 250.

Komið nú með fróðleik um þessa báta.

Flettingar í dag: 451
Gestir í dag: 126
Flettingar í gær: 595
Gestir í gær: 109
Samtals flettingar: 9396787
Samtals gestir: 2007661
Tölur uppfærðar: 9.12.2019 20:06:47
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is