Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2007 Júlí

31.07.2007 21:50

Bátur vikunnar var í tunnuflutningum árið 1981.

Hér er mynd úr safni Hreiðars Olgeirssonar frá árinu 1981 og sýnir hún bát vikunnar. Um er að ræða vélbátinn Þrym BA 7 sem er þarna er að koma til Húsavíkur þegar hann var í tunnuflutningum fyrir Guðmund G. Haldórsson hrognakaupmann.
Þrymur BA 7 var smíðaður 1966 í Garðarbæfyrir Hraðfrystihús Patreksfjarðar h/f og var alla tíð í eigu fyrirtækisins. Hann var talinn ónýtur og tekinn af skrá 1986. Heimild Íslensk Skip.


999.Þrymur BA 7.

29.07.2007 22:31

Húsavíkurhátíðinni lokið.

Þá er Húsavíkurhátíðinni lokið en hún hefur staðið yfir í vikutíma. Ég tók svolítið af myndum sem koma í albúm innan tíðar en set hér nokkrar inn á bloggið þar sem brottfluttir húsvíkingar eru í fyrirrúmi. Þó slæðast heimamenn með eins og hún Björk Siguróla.
 


Bjarni Pétursson með þær systur Björk og Brynju Siguróladætur sér til beggja handa. Greinilega gaman hjá Bjarna eins og flestum ef ekki öllum sem skemmtu sér á Húsavíkurhátíðinni.


Guðmundur Jón Stefánsson eða Muggi eins og hann er kallaður, eða var allavega hér í gamla daga.

Kóngurinn kom í bæinn.

27.07.2007 15:18

Húni II hét eitt sinn Haukafell..

Í tilefni þess að Húni II er að sigla héðan frá Húsavík þessa dagana set ég hér inn mynd sem ég tók á Norðfirði 1984 eða 1986. Þá hét báturinn Haukafell SF 111 og var á síldveiðum með nót.


Haukafell SF 111 ex Húni II HU 2.

108.Húni II ex Sigurður Lárusson SF leggur í ferð yfir Skjálfanda í gær þar sem farið var á slóðir Náttfara.

Báturinn bar nafnið Gauti Hu áður en hann fékk nafnið Sigurður Lárusson og kannski einhverjir kunnugir sögu bátsins segi hverjir voru að gera hann út á þessum tíma.

27.07.2007 00:50

Guðbjörg GK.

Þessi hét upphaflega Guðbjörg GK en þegar hér var komið í sögu bátsins hét hann Guðrún Björg ÞH 60.


472.Guðrún Björg ÞH 60 ex Rán BA 57.

Hvað hafa menn að segja um þennan ?

26.07.2007 16:23

Brimnes RE 27 kom til heimahafnar í dag.

Brimnes RE 27 nýr togari í eigu Brims hf. kom til heimahafnar í Reykjavík um kl. 13 í dag eftir siglingu frá Noreg þaðan sem skipið var keyp. Myndina hér að neðan tók Jósef Ægir Stefánsson og leyfði hann mér að birta hana og kann ég honum bestu þakkir fyrir.


                                                                                 2770.Brimnes RE 27 ex Vesttind.
Það er gaman að geta þess að þegar þetta er skrifað hafa stóru fjölmiðlarnir ekki birt mynd á fréttavefjum sínum frá komu togarans til heimahafnar.  visir.is hefur að vísu birt frétt en notar mynd af Brimnesinu af heimasíðu Brims hf. Þeir bræður frá Skagaströnd Jósef Ægir og Guðmundur Stefánssynir voru fyrstir að birta mynd frá komu skipsins á vef sínum www.123.is/jobbioggummi
Annars var fréttin á visi.is svona:

Brim hf. tók í dag á móti fullkomnum frystitogara sem hefur fengið heitið Brimnes. Skipið lagði að bryggju í Reykjavík á hádegi. .  

Brimnes er keypt af Aker Seafood í Noregi og hét áður Vesttind. Kaupverð skipsins er rúmir 2 milljarðar króna. Skipið var smíðað hjá Solstrand AS í Tomrefirði í Noregi árið 2003. Skipið er 70,10 metra langt og 14,60 metra breitt og mælist 2880 brúttótonn. Aðalvélin er 6000 kw - 8046 hestöfl. Skipið er útbúið til þess að draga allt að 3 troll samtímis. Spilkerfið er rafdrifið sem er nýjung frá norska spilframleiðandanum Brattvaag og notar mun minni orku en hefðbundin spilkerfi sem hafa verið í togurum til þessa.  

Brim hf. mun gera skipið út á hefðbundnar bolfiskveiðar en þeim möguleika verður haldið opnum að skipið geti farið á rækjuveiðar skapist réttar markaðs og rekstraraðstæður til þess.26.07.2007 01:19

Hrönn SH 21.

Hér er einn gamall eikarbátur sem enn er á floti þótt hann hafi ekki verið í drift í nokkuð mörg ár. Hann liggur í sinni upphaflegu heimahöfn, Ísafirði. Hann hét upphaflega Guðbjörg ÍS 46 en þegar ég sá hann fyrst hét hann Matthildur SH 67 í eigu Stakkholts í Ólafsvík.


241.Hrönn SH 21.

Ég sló bátnum inn á skipasrá Skip.is en fékk ekkert upp. Vita menn hvort búið sé að afskrá hann ?

25.07.2007 13:21

Pavel GorodilovÍ desember 2002 kom þessi rússneski togari til Húsavíkur og þótti mér og öðrum hann stinga dulítið í stúf við öll þau rússnesku skip sem áður höfðu komið í höfn á Húsavík.


Togarinn Pavel Gorodilov við bryggju á Húsavík.

Eftirfarandi texti birtist í Morgunblaðinu með þessari mynd;

Þau skip sem koma með svokallaðan Rússafisk til Íslands eru oft gömul, ryðguð og einfaldlega ljót, oftast eru þetta flutningaskip sem lesta aflann úr veiðiskipum á hafi úti. Á dögunum brá þó svo við að einkar glæsilegur rússneskur togari lá við bryggju á Húsavík. Þetta var togarinn Pavel Gorodilov með heimahöfn í Murmansk. Togarinn er tæplega 41 metra langur og 11 metra breiður og er hann einn sex systurskipa sem byggð voru á árunum 1996-7 fyrir rússneska aðila.

Ég hef glatað þeim uppl. um þetta skip sem ég fann á netinu þegar ég skrifaði fréttina, en man þó að þessi skip voru smíðuð í Þýskalandi. Gaman væri að vita ef einhver hefur vitneskju um það hvort ekki sé um sömu skipasmíðastöð að ræða og smíðaði síldarskipin fyrir íslendinga.

24.07.2007 12:48

Húsavíkurhátíðin 2007 hafin.

Húsavíkurhátíðin hófst í gær og stendur út þessa viku. Hún skiptist í Sænska daga annars vegar og Mærudaga hins vegar.
Dagskrá hátíðarinnar má nálgast á vef Norðuþings www.nordurthing.is en hún er ansi efnismikil og fjölbreytt. Meðal annars verður boðið upp á flug yfir Skjálfanda á loftbelg og þessa mynd hér að neðan tók ég í gærkveldi þegar verið var að undirbúa loftbelginn.


Húsavík.

Það er komið inn albúm frá setningu Húsavíkurhátíðarinnar í gær.

24.07.2007 00:09

Bátur vikunnar hét eitt sinn Sæborg.

Bátur vikunnar var smíðaður árið 1919 í reykjavík og hét upphaflega Sæfari GK 491 í eigu Elíasar Þorsteinssonar í Keflavík. 1936 var eigandi skráður Guðný Guðmundsdóttir Keflavík en 1943 er hann seldur. kaupendur voru Ágúst Pálsson, Guðmundur Ágústsson, Lárus Elíasson, Sigurður Steindórsson og Gunnar Jónatansson Stykkishólmi og Jón Halldórsson Reykjavík. Báturinn hét Sæborg SH 7. Upphaflega var báturinn mældur 14 brl. en 1945 var hann lengdur og mældist þá 17 brl. að stærð. Ólafur Aðalsteinsson á Húsavík kaupir bátinn 1949, hann heitir áfram Sæborg en fær einkennisstafina TH 55. 1959 eða 1960 breytast þeir í ÞH 55. Sæborg ÞH var talinn ónýt og tekin af skrá 1969.
Upphaflega vélin í bátnum var 30 hestafla Alpha en 1929 var sett í hann 40 hestafla Skandia vél.1946 var sett í hann 75 hestafla Bolinder vél og loks 1961 var sett í hann 134 hestafla Scania díeselvél. Heimild Íslensk skip eftir Jón Björnsson.

                                                                  823.Sæborg ÞH 55 ex Sæborg TH 55.

Í Sögu Húsavíkur segir að 1949 hafi þeir bræður Ólafur og Karl Aðalsteinssynir keypt í félagi við þriðja bróðirinn Hermann á Hóli og Baldur Árnason frá Hallbjarnarstöðum á Tjörnesi sautján tonna bát frá Stykkishólmi. Þetta varð Sæborg TH 55, síðar ÞH 55 og var með 75 hestafla Bolinder vél. Árið 1961 skiptu þeir um vél í bátnum og settu í hann 134 hestafla Scania Vabis vél. Ólafur keypti fljótlega hlut Baldurs  og Hermann seldi bræðrum sínum sinn hlut nokkru síðar og áttu þá Karl og Ólafur sinn helminginn hvor. Árið 1968 keyptu synir Karls, Óskar og Aðalsteinn hlut Ólafs og árið eftir tók Aðalsteinn við skipstjórn af föður sínum. Seinna sama ár var Sæborgin talin ónýt og ný Sæborg smíðuð á Akureyri og kom hún til Húsavíkur 1970.
                                                                                   Heimild Saga Húsavíkur IV bindi.

 

22.07.2007 22:37

Brimnes RE 27.

Hinn nýji frystitogari Brims hf. hefur hlotið nafnið Brimnes og einkennisstafina RE 27. Brimnesið er væntanlegt til Reykjavíkur þegar líður á vikuna samkvæmt fréttum á heimasíði Brims hf. www.brimseafood.is


Brimnes RE 27.        Ljósmynd www.brimseafood.is

 

22.07.2007 22:23

Ein gömul af Sigurbjörgu ÞH 62.

Hér er ein gömul mynd úr safni Gunnars Hallgrímssonar og er hún tekin við Lundey á Skjálfanda. Gunnar var þá skipverji á Fanney ÞH 130. Báturinn sem er nær er Sigurbjörg ÞH 62 en ég veit ekki hver hann er þessi sem er fjær.


739.Sigurbjörg ÞH 62.
Hver er hinn báturinn ?

22.07.2007 21:50

Fjári gott ættarmót í Sultum.

Það var fjári gott ættarmótið í Sultum um helgina og ég er búinn að setja inn albúm með myndum frá því.


Systkinin frá Sultum.
Fv. Heiðrún, Ólöf, Gunnar,Sigríður, Þuríður, Stefán, Friðbjörg, Brynhildur, Kristjana, Halla og Birna Kristín er fyrir framan þau.

20.07.2007 12:21

244.Krossey SF 26......

Það hefur margt verið spekúlerað um myndina sem tekin var í Afríku af Gullberginu sem síðar var lengi Glófaxi VE. Hér mynd af bátnum sem var tekin þegar hann hét Krossey SF 26 en það nafn fékk hann á eftir Glófaxanafninu.


244.Krossey SF 26 ex Glófaxi VE 300.

Síðan virðist báturinn fá nafnið Glófaxi II og síðar Sæfaxi VE 30 og er þá orðinn fjólublár. Eitthvað var hann í útgerð frá vestfjörðum í restina, Bíldudal gæti ég trúað.

Svo má ekki gleyma því að þessi bátur bar um tíma nafnið Ási í Bæ VE !
Hvernig stóð á því ?

20.07.2007 11:15

Alfons Finnsson............lost ?


Ég auglýsi hér eftir þessum manni sem er á myndinni hér að ofan.
Hann er hvorki hávaxinn né spengilegur en þó eftirminnilegur.
Hann svarar engum símum þessa dagana og því gríp ég til þessa ráðs að auglýsa eftir honum.
Þeir sem verða varir við hann geta sagt frá því í áliti hér að neðan.

Flettingar í dag: 66
Gestir í dag: 25
Flettingar í gær: 1704
Gestir í gær: 116
Samtals flettingar: 9256318
Samtals gestir: 1995181
Tölur uppfærðar: 25.8.2019 01:05:07
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is